Vísir - 22.12.1952, Qupperneq 22

Vísir - 22.12.1952, Qupperneq 22
22 JÓLABLAÐ VÍSIS Börnin hlakka að sjálfsögðu mest til jólanna, og í ílestum lönd- um heims hafa þau einhverja hugmynd um jólasvein, senx kemur til þeirra á jólanóttina og f'ærir þeim gjafir. Eftirvænt- ingin skín úr augum drengjanna tveggja á myndinni, er þeir kveikja á jólakerti til þess, að jólasveinninn rati til þeirra. ♦ SMÆLKI > Frh. af 15. síou. aldrei notuð. Sýrakúsubúum varð það nefnilega á, að þeir töldu, að öllu væri óhætt, þar sem þeijn hafði tekizt að reka fjandmennina af höndum sér einu sinni, svo að þeir urðu helzt til væ'rukærir. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því, að menn geta ekki varðveitt frelsi sitt nema með því að vera sí- fellt á- verði og vakandi. Þeir héldu, að sigurinn væri unn- inn, en fjandmaðurinn var raunverulega aðeins að bíða færis. Þeir tóku aftur upp fyrri lifnaðarhætti, skemrntu sér, dufluðu og drukku, cg hirtu ekki um það, að þeir þyrftu að viðhalda ag'a og baráttuþreki. Marcellus hafði njósnara sína hvarvetna, og þeir skýrðu nú svo frá, að þreki bor'garbúa færi hnignandi. Tíminn virtist kom- inn til þess að íáta til skara skríða á ný, en að þessu sinni réðust Rómverjar að borginni ofan af landinu einungis. Og heppnin var með þeim. Þeir lögðu til atlögu einmitt þegar trúarhátíð ein stóð sem hæst í borginni, og var þá mik- ið drukkið- til heiðurs gyðjunni Artemis. Þegar hátíðardagur- inn vai' að kvöldi kominn, voru menn lítt færir til þess að standa í stórræðuni. Menn vöknuðu af vímunr.i við það, að Rómverjar fóru báli og brandi um borgina. Arkimedes hafði ekki hug- mynd um það, að borgin hefði veiúð tekin með brögðum, fyrr en rómvérskur hermaður féll yfir uppdrátt, sem hann hafði dregið í sandinn. Hann var svo niðursokkinn í hugleiðingar sínar og útreikninga, að það vakti hann ekki einu sinni til veruleikans, þótt herskarar Rómverja færu um borgina með sigurópum. Hermaðu.r gekk til hans og skipaði öldungnum að fylgja sér á fund Marcellusar. „Gakk á-brott frá uppdrætti mínum, unz eg hefi leyst verk- efnið“, svaraði Arkimedes. En hermaðurinn bar enga virðingu fyrir Arkimedesi eða kenningum þeim, sem hann sinnti þessa stunaina, dró sverð sitt úr slíðrum og hjó hann banahöggi. Það er sagt, að Marcellus hafi gefið slcipun um það, að Arkimedes skyldi tekinn lif- andi, hvort ^em hann hefur borið virðingu fyrir snilligáfu hans, eða hann hafi langað til þess að draga hann á eftir stríðsvagni sínum, er hann færi siguríör um Rómaborg að leiðangrinum loknum. En jafn- vel þótt ætlunin hafi verið að auðmýkja Arkimedes í augum þess heims, sem þá taldist hinn menntaði, þá hefði það aldrei getað varpa skugga á andleg afrek hans, sem hafa skipað honum á bekk með mestu and-' ans mönnum veraldarinnar um alla tíma. Minning hans mun varðveit- ast, Hann átti heima í nágrenni Etnu mestan hluta ævi sinnar, og hún mun kulna með öllu, áður en nafn Arkimedesar gleymist og glatar virðingu sinni. — Mynd konungsíns. Frh. af 16. síðu. Seinna varð dagurinn nýr eins og fægður ónotaður hlutur. Við gengum um stóra húsið og þekktum ekki hvert annað. Við mæltum hljótt, vorum í fínum fötum og þorðum ekki að láta fara vel um okkur neins staðar. Byggingu hallarinnnar í sand- hrúgunni varð aldrei lokið. Um kvöldið sagði ég afa frá mynd konungsins. Hann sat við púltið sitt og leit skilningsljó- um augum á mig eins og hon- um væri ekki ljóst um hvað ég væri að tala. „Konungurinn" sagði hann „hvað áttu við?“ Hann var mjög þreyttur og hrukkurnar á andliti hans sýndust allt í einu dýprir Hann tók gleraugun af með hægð. „Hvað gerir það til, drengur minri. Það skiptir litlu máli nú.“ Ekki meira, augu hans fjar- lægðust aftur þessa skrifstofu, þar sem lítill drengur hafði unnið sigur á óttanum við að játa syndir sínar. Ég varð gripinn af hreinni og auðugri gleði. Mitt í sorg- inni fann ég glöggt, að það var eins og þungu fargi væri létt af mér. Nú myndi ekki verða erfitt að halda áfram, hátta í kvöld, fara á fætur á morgun. Pabbi var dáinn en ..... nú var þetta í lagi. Það var ekki fyrr en mörg- um árum síðar þegar dyrnar lokuðust fyrir syni ekkjunnar,. að ég skildi til hlítar, hvefsu mikið ég missti ágústdaginn heita, þegar hinn ungi, veikiaði faðir minn dó, og ég reif sund- ur myndina af konunginum með hælnum. New York Times birti fyrir skömmu grein, sem fjallar um ofsóknir á Spáni gegn mönnum, sem eru mótmælenda trúar. Kirkjum þeirra hefur verið lok- að og sumstaðar hefur katólsk- ur æskulýður ráðist inn í mót- mælendakirkjur, barið prestinn og reynt að brenna biblíur og sólmabækur. Blaðið sakar Segura kardínála, erkibiskup í Sevilla um að hafa komið þess um ofsóknum af stað með hirð- 'isbréfi er hann skrifaði ka- tólskum söfnuðum. Marcel Pagnot höfundur Topaz sagði nýlega á kvik- myndahátíð í Cannes: „Þegar maður sér, að konur geta hang- ið tímunum saman fyrir fram- an spegilinn á maður bágt meS að trúa því að það hafi verið karlmaður, sem sagði þessi orð: Maður bekktu sjálfan þig!“ Caferpillar BELTADRÁTTAVÉL MEÐ ÁMOKSTURSSKÓFLU Frá €ATERPILLAR TRACTO II lo. Pcoria. 111. Eaivegiaiia vcr, eins «s$ að undaiiíöi'ns] aaiargaa* síæröir ai* beUadrátiarvélum. Meí§ IseltatlrátíaevéÍBisaasbii aaaá §‘á afgreitltl eiiis’íalíiB ía-ki: •Faröýti*«i* Æ wm (»Séstut°ssii úiíse r Sk wrðgröfim úthúmmS WúSsSi úiíu ú i hú mmö M.vmmm mfj /#. Megmtzri . í ttiitriifsÉ&tm vwt'i. .1. ■ * ehla h„f. H isfgii É se 103. — Séensi 1273—1270.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.