Vísir - 22.12.1952, Side 25

Vísir - 22.12.1952, Side 25
JÓLABLAÐ VÍSIS — Krossferð barnanna. Framh. a£ bls. 10. á lengd og þegar hún gekk fram hjá íbúum borganna horfðu þeir undrandi á, en stundum hendu þeir grimmilegt gaman að hinum horuðu og fáklæddu börnum, sem hugðust ganga yfir hrjóstrug fjöll á ber- um fótum. Ræningjar lágu í leyni fyrir þeim og rændu þau mat og peningum; aðalsmenn, sem virtu öll lög að vettugi, réðust eins og hrægammar að þeim, sem aftur úr urðu, hremmdu þau og fluttu í kast- ala sína til þrælkunar. Þetta var hræðilegt ferðaiag. Mörg dóu úr hungri og þreytu, því að sumar var og sólaf- hitinn brennandi. Önnur voru sárfætt og þreytt, trúin, sem hafði haldið þeim við langa hríð hafði gufað upp smátt og smátt og þau báðu vesældarlega um húsaskjól í klaustrum eða afskekktum sveitabæjum. — Nokkrir fjárhirðir tóku af góð- semi við þeim, en annarsstaðar var grimmum hundum sigað á vesalings börnin, eða þau voru hrakin á burt með grjótkasti. Og menn geta hugsað sér Etienne. Ákveðinn og fastur á svip daufheyrist hann við öllum bænum og kröfum um að þau hverfi aftur til heimilanna. Á- fram vill hann óvæginn. Áfram til Marseilles! Myndi ekki Guð refsa þeim ef þau hikuðu? Að baki þeim voru eyðileg fjöll, en framundan miklir skógar. Þegar börnin komu auga á víggirta borg eða kastala hrópuðu þau áköf. „Er þetta Jerúsaiem?“ Þau voru of fáfróð til að vita að þau ætti þúsundir mílna ófarnar til Jerúsalem- borgar. Og einni hættu enn urðu þau að mæta — og hún var verst. Það var holdsveiki. Hundruð fórust. Og íbúar þorpanna hörf- uðu frá þeim með skelfingu, er þau nálguðust. Guð studdi þau. En jafnvel þessi óvægni fjandi gat ekki sigrað þau. Nú varð loftið svalara, gróðurinn meiri. Þau nálguðust nafið og þeim létti — átti ekki hafið að opnast, svo að þau gætu gengið þar þurrum fótum, eins og for- ingi þeirra treysti og hafði spáð? Og að lökum komst Eti- enna með herinn sinn til Mars- eille — tötrum klæddan her og glorhungraðan. Börnin höfðu nú gengið 400 mílur í brenn- andi sól og yfir nakin fjöll, þar sem úlfar og ræningjar höfð- ust við. Guði hafði stutt þau. Herinn þeirra var nú rýrnað- ur um helming. Og í hinni miklu borg beið Etienne í æstri eftirvæntingu. Hann starði út að sjóndeildarhring og baðst fyrir, heitt. — Miðjarðarhafið hlaut vissulega að klofna og opnast við bænir hans; vegur myndi opnast og þau gæti gengið þurrum fótum til Pale- stínu. Nú leið hver dagurinn af öðrum í áhyggjusamlegri bið. Hafið var stórt og hráslagalegt og það klofnaði ekki. Mörg af börnunum gátu ekki beðið fyrir lengur, þeim féllst hugur og þau grétu beizklega. Og þegar liði Etiennes fækkaði fór að bóla á vantrú og jafnvel upp- reist í -ým.sum áttum. llbnannleg róðagerÖ. Fólkið í Marseille horfði undrandi og efablandið á að- komubörnin. Þar voru í borg- inni tveir kaupmann, lævísir óþokkar, sem hétu Hugo Ferr- ens og William Porcus. Þeir litu forvitnislega á piltana, sem margir voru sterklegir og ó- trauðir, þrátt fyrir undan- gengnar þjáningar. Þeir horfðu gráðugum augum á stúlkurnar, margar voru fagrar og girni- legar. Þarna var stórfenglegt tækifæri til að græða of fjár. Þeir komu til Etienne og bentu á einfalt ráð út úr vand- íæðunum. Hann átti ekki að vera að bíða eftir því að krafta - verk gerðist. Guð vár óþolin- móður og þeir voru fúsir til að taka þátt í þessu heilaga fyrir- tæki, sem var um það bil að misheppnast. Þeir sögðu vin- gjarnlega, að krossfararnir litlu gæti fengið sín skip til afnota. Þeir gæti nú þegar stigið á skipsf jöl og haldið til Palestinu. „En við höfum enga pen- inga,“ er sagt að Etienne hafi svarað. „Hvaða þörf er á pen- ingum?“ sögðu kaupmenn jafn- skjótt. „Við gerum þetta til að þóknast Guði, og við erum fúsir á að flytja ykkur endurgjaids- laust til Palestínu.“ Skipin lenda í fárviðri. : Etienne samþykkti þetta á óheillastundu. Og fimm þúsund unglingar tóku sér far með 7 skipum. Eigendurnir, fúlmenn- in, hafa brosað illmannlega í laumi. Fáráðlingar voru þessir unglingar! Þau skyldu sannar- lega fá að sjá framan í van- trúarmennina, en þau yrði engir yfirmenn — þrælar skyldu j-m verða. Förinni var heitið á þrælamarkaðinn í Alexandríu. Vesalings börnin höfðu enga hugmynd um hin hræðilegu ör- lög, sem biðu þeirra. Hafði ekki Guð birzt þeim með sýnilegum táknum? Var þetta ekki leiðin yfir hafið, sem hann hafði heit- ið þeim. Og þau fylltust aftur hrifningu er þau hófu þessa sorglegu för. Þegar siglt var af stað sungu þau sálminn fagra: „Veni Creator Spiritus“. Eftir fáa daga myndi þau krjúpa á blessaðri mold Landsins helga og reka vantrúaða burt frá Gröfinni helgu. Ekki heppnaðist bragð kaup- mannanna eins og þeir höfou við búist. Mikið veður gerð og kom að nokkru í veg fyrir á- ætlun þeirra. Tvö af skipunum fórust við Einbúahöfða á Pét- ursey, sem er smáey við Sar- díníuströnd. Bæði áhöfn og far- þegar fórust. Hin skipin fimm fylgdu sinni skuggalegu áætlun. Einn dag- inn sáust öldumyndaðar sand- hæðir fyrir stafni og jafnframt koin í ljós tvær háar súlur. Nál Kleopötru og súla Pernpdiusar. Rödd öskraði: „Þetta er Egyptaland!“ Börnin hópuðust reið og skelfd kringum kaupmennina, en óþokkárnir svöruðu því til, að stormurinn hefði hrakið skipin afleiðis. Guð hefði því leitt þau alveg að hjartastað Islams. — Sigrið þið van- trúaða á Egyptalandi og þá fáið þið Jerúsalem sjálfkrafa!1* En óðar en börnin stigu á land í Alexandríu, voru þau handtelcin af hermönnum. Mússúlmanna og afvopnuð í- skyndi. Eftir fáeinar klukku- stundir voru þau boðin upp á þrælamarkaðinum. •— Masche- muth, landstjóri í Alexandríu, vár grimmdarseggur og börnin. urðu að þræla alla daga í brennandi sólarhitanum og: húsbændurnir börðu þau með- svipum. Sumum var heitið frelsi ef þau vildu ganga af trúnni — ert þrátt fyrir hræðilegar hótanir voru það aðeins fáein, sem. notuðu sér það loforð. Til þess- að hræða hin, voru átján líflát— in grimmilega. En þorrinn lét ekki bilbug á sér finna. Þannig: lauk þessari hörmungarsögu. Hollusta barnanna vakti mikla samúð og meðaumkun og: nokkurum árum síðar ákvað* Gregorius páfi IX. að reisa þeim minnismerki, sem þarna höfðu. drukknað við Sardiníustrendur. Hann lét byggja kirlcju á Pét- urs-eyju og voru bein þeirra. grafin þar. Með hliðsjón af barnamorðunum í Betlehem var kirkjan skírð „Kirkja hinna. nýju saklausu.11 Hópar af píla- grímum koma í þann helgidóm. til þess að sýna Guði lotningu. Af kirkjunni er þó ekkert eftir nema veðurbarðar rústir úti viðsjóinn. Þessar fornminjar minna oss þó á nokkra a£ hin- um átakanlegustu atburðum £ sögu heimsins. Þær bregða upp' myndum af brennandi trá og hetjulund þúsunda lítilla barna sem fús og hugprúð fórnuðu lífi sínu fyrir mikla hugsjón, en voru svikin af eigingjörnum mönnum og ágjörnum. ••••••••••••••••••••••••«. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••< itsoe ■ » e e e e e Míawpmtemm Off Engin a^glýsing es- fafn eftirsóknarverð ®g © © © © © © o © o © © © © © © © © 6 m © o « © & © © © © o © © © o © © © © © © © © & © © © © © Kfringið til okkar strax í síma 1640 og fáið upplýsingar ® A © © © © © © © © © © & © © & © © @ © © © © © © © o © © © © o © Q © e © © & & © © .© © © HEELDVERZLUN ÞÓRODDS E. JÓNSSONARÍ Hafnarstræti 15 Sfnil 1747 — ★ Kaufíir atíi Hrossiíár Gartiir Gærur llúðir ICálfskinn SelskinsB Æðardún o. fi. © © © © © © © & © & © © •• r • i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.