Vísir - 22.12.1952, Page 27

Vísir - 22.12.1952, Page 27
JÓLABLAÐ VÍSIS •Fahtt Proetor: Smáir, Smávaxnir menn eru glað- lyndir og tápmiklir, þó að lífið sé þeim ekki mjög auðvelt. Þeir eru margir mjög gáfaðir, þó að heimurinn sé ekki sniðinn eftir . þeirra þörfum. Þeir eru félags- . lyndir og þykir gaman að kvik- ■ myndum. Og margir þeirra eru vel kirkjuræknir. Þeir eru fáir hærri en þrjú fet og eru oft til sýnis í hring- og fjölleikhúsum. Þar eru þeir aðeins til sýnis, en mörgum mun leika hugur á að vita hvernig þeir eru heima hjá sér. Frú Carla Rose í New York hefur á hendi það sjaldgæfa starf að vera umboðsmaður fjölmargra smávaxinna manna, en hún tók við starfinu að bónda sínum látnuin. En hún er ekki aðeins umboðsmaður þessara smámenna, heldur er hún ráðgjafi þeirra og trúnað- arvinur. Tíu af þeim eiga heima í íbúð hennar. „Smávaxnir menn eru ekki eins fáir og margur kann að ætla“, segir frú Rose. „í Banda- ríkjunum eru þeir yfir 400 manns. En það er ekki ávallt auðgert að ná í þá, sem eru sérstaklega litlir og auk þess þurfa þeir að hafa sérstaka hæfileika fyrir sýningarsvið- inu.“ „Hvernig farið þér að þvi að finna þetta fólk“, spyr blaða- maðurinn. „Margir foreldrar koma með börn sín til min“, segir frú Rose. „Og nýlega hafði ég sýn- ingu við hátíðlegt tækifæri í Texas, og ég varð undrandi yfir því hvað margir smávaxnir menn eru til á því landshorni. Þar kom heill hópur til mín og vildi láta reyna sig. Stundum frétti ég frá sérstaklega vel gefnum smávaxnum manni í fjarlægum landshluta og stund- um fæ ég bréf frá fólki, sem bendir mér á einhvern. Sem stendur hef ég 35 á biðlista. „Eru ekki foreldrar því mót- fallnir að láta börnin frá sér?“ — Það er vitanlegt, að' sum- staðar í Evrópulöndum er fólk svo hjátrúafullt að þegar því fæðist barn, sem verður mjög smávaxið, telur það það vera tákn um vanþóknan Drottins. „Ég held það sé flestum for- eldrum léttir, að vita af því að börn þeirra hafi tækifæri til þess að vinna fyrir sér“, segir frú Rose. „Og bezt af öllu þyk- ir þeim að vita til þess að börn- in verði með fólki, sem er af sömu tegund og j)au sjálf — þau verða þá ánægðari. Sum- staðar, á afskektum sveitabýl- um og þorpum, reyna foreldr- arnir að einangra slík börn, vilja helst ekki láta aðra sjá þau. Annarsstaðar fá þau börn að ganga í skóla, barna- og gagnfræðaskóla. Þar taka þau þátt í skólalífinu, skemmtun- um og öðru starfslífi skólanna, en þegar skólavistinni er lokið getur það orðið mjög erfitt að fá stárf fyrir þau. Þetta fólk er hugrakkt — og þarf að vera það. Við, sem erum eins og fólk flest, lítum á umhverfi okkar eins og eitthvað eðlilegt og sjálfsagt og gerum okkur ekki grein fyrir því, að hver smávaxinn maður hlýtur ein- hverntíma að horfast í augu við þau ömurlegu sannindi, að hann er dvergur í alltof stórum heimi, þó að hann sé maður. En hann horfist í augu við sín vandamál og lætur ekki bug- ast. Skemmtanalífið býður þessu fólki mest tækifæri til ánægju og ég hef orðið þess vör, að foreldrar eru fúsir á að trúa mér fyrir börnum sínum. Við gerum þó enga samninga. Nafn mitt er svo kunnugt að börnin eru venjulega hjá mér með þeim skilyrðum, sem algeng eru. Eg greiði foreldrum ákveð- ið kaup fyrir börnin — en þau fá aftur hjá mér vasapeninga. Eg borga svo ferðir þeirra og uppihald. Þegar þau verða lög- ráða vilja þau vitaskuld sjálf hafa umráð yfir kaupi sínu og þá geri eg samning við þau. En, því miður verð eg að kann- ast við, að það hefur mætt mót- spyrnu frá sumum foréldrum. Þau eru þá orðin því vön að hafa tekjur af bör.num sínum. Þegar við vinnum er líf okk- (. n ar mjög reglúbundið," segir frú Rose. „Óg eg held að við séum öll ánægðari þegar við erum á ferðalögum, heldur en þegar við erum í New York. Allur fiokkurinn sefur þá til hádegis, nema ef æfingar þurfa að vera eða hópurinn þarf að sýna sig í auglýsingaskyni. Eg læt hvern um sig hafa dagpeninga fyrir mat. Og venjuléga borðar þetta fólk tvennt saman. Það þarf meira til matar en stærð þess segir til, en kemst þó vel af með þann matarskammt sem fram er borinn á matsöluhús- um, Matsöluhúsin vilja lika gjarnan gera slíkum geStum til hæfis, því að þeir draga að aðra gesti. En smáfólkið hefur óbeit á því að láta glápa á sig þegar það matast. Hrædd er eg þó Um, að allir þeir, sem hafa það að atvinnu að skemmta öðrum verði að sætta sig við þá raun, að á þá sé starað. En af sömu ástæðu er líka smáfólkinu mjög lítið um það gefið að verzla í stórverzlunum.“ „Hvað geðjast þeim verst?“ „Heimskulegar spurningar,“ svarar frú Rose þegar. „Fólk á það til að stöðva þetta smá- vaxría fólk á götunum og spyrja það spjörunum úr um allskonar einkamál, sem mundu ekki líta vel út á prenti'. Og í þeim efn- um er kvenþjóðin verst. Konur geta verið ótrúlega hnýsnar og ósmekklegar. — Þessar spurn- ingar koma stöðugt aftur: — „Hvað eruð þér gamall?“ „Hvers vegna vaxið þér ekki — er það af því að þér fáið ekki nóg að borða — eða hvað?“ „Getið þér eignast börn?“ — „Takið þér einhver lyf, til þess Dvergar gefnir saman í hjóna- band í New York. að þér vaxið ekki?“ Og allt verður þetta smávaxna fóík. ævareitt þegar það er spurtr „Hvernig það sé eiginlega að’ vera dvergur?“ Einn daginrv nýlega kom ég að, þegar kona. nokkur var búin að króa eimx úr flokknum mínum og lét spurningarnar dynja yfir hann. Og það get eg sagt yður að hún gleymir ekki fljótlega þeirri ofanígjöf, sem ég gaf henni. Fólk almennt lítur svo á að» smávaxið fólk og dvergar sé- það sama og aðeins af því að- hvort tveggja er lágvaxið. En að öðru leyti er það ólíkt. — Dvergar eru afbrigði af kenjum náttúrunnar, líkaminn oft bæklaður og höfuðið afkáralegt. og stórt. Dvergurrí er sannar- lega vorkunn. En smávaxinn. maður er aðeins smámynd af' fullorðnum manni, hann vekur —«-D (jleiileg jél FYLGJA V Ö % D M U M FRÁ Íú 1 LO # . • . • o o © © o © © wícseaöotíOísctíooíSíSííeooöooooooooístoíitjtíttooíícsMiíiöíJOGíiOíiíiíiooíicísoöötí & L,ýs£ssamlag íslemskru botmeörpmmga 8 8 « « R « « « s I *>r 8 » « « « g **» Í t>r « íf o « o 9, %r rs W(* 9 *-• /■» W f « kt a 8 Símar: 7616,3428 Símnefni: Lýsissamlag Reykjavík. Sfæs'sfa og fulSkomnasfa kaSdhs-einsunarsföð á fslandi LýsissamlagiS selur lyfsölum, kaup- racnnum og kaupíélögum fyrsta flokks kalclhremsao meoalalýsi, sem er fram- leitt við hin allra beztu skilyrði. — « « «■ « « «■ » « «■ « íj «■ íj' « « f? £? '5 lOOööööOöQOÖCÖOöaOCOOOGOOÖOOOCCaOCGCGGOOCGGCGGCOGOCCOOOOOCOCO*

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.