Vísir - 21.12.1957, Qupperneq 2
2
JÓLABLAÐ VÍSIS
imtáÁ
vsitlaasla
á Engl&fiid
EFTIR A. C. MERCER.
Svo segir í fornusn, þýzkum sögnum, að Haraldur harðráði hafi
tekið Haithabu (Heiðabæ) fyrir norðan Saxelfi árið 1050 með
60 langskipum og eytí bæinn. í Heimskringlu cr einnig sagt
frá töku bæjarins. Myndin hér að# ofan var tekin í fyrra, er
menn köfuðu í fjörðinn úti fyrir Heiðabæ og fundu margar
hauskúpur mcð áverkum og eru þær taldar frá þeim tíma, er
víkingar eyddu bæinn.
Síðla ágústmánaðar árið 1066
kom mikill floti skrautlegra
skipa siglandi fyrir hægum byr
„burt frá strönd og ey“ úr
lygnum Sognsæ út á grágræna
víðáttu Norðursævar. Röndótt
seg'l, rauð, græn og blá þönd-
ust út, er skipin komu út úr
lygnunni og sjórinn þj'rlaðist
upp undan háttbundnum ára-
togum hundraða ræðara. Hin
^læsta sigling lagði upp frá
Sólundaeyju.
Flest skipanna voru langskip
— hraðskreið en sterklega
byggð með fagrar línur og
gtafninn skreyttan rauðum og
.gullnum drekahöfðum — hin
uggvekjandi langskip víking-
anna. Á borðstokk skipanna
var raðað á víxl hinum gulu og
svörtu skjöldum skipverja, er
sátu tveir og tveir á þóftunum
•og knúðu skipin með árum sín-
um, er seglið var ekki uppi. En
meðal skipanna voru einnig
hin klunnalegri skip kaup-
mannanna — kuggar og byrð-
ángar — hlaðin varningi, vist-
um og vopnum, og einnig
smærri skip hlaðin mönnum og
vopnum. Alls staðar blikaði á
vopn og verjur, því þetta var
upphaf mesta og síðasta her-
leiðangurs Noregskonungs til
að vinna hið mikla herfang, er
lá handan við hafið í suðvestri.
250 skipa floti.
í þessu skyni hafði Haraldur
harðráði, Noregskonungur,
safnað að sér helft allra vopn-
færra manna í landinu, og þessi
tvö hundruð og fimmtíu skip,
er lögðu þarna frá landi út á
Norðursjóinn fluttu 20.000 vík-
inga, er skotið höfðu öllum
strandbúum frá Skotlandi til
Bospórus skelk í bringu um
langt skeið. Haraldur konungur,
bjartsýnn og sigurviss, hafðd
skilið son sinn, Magnús, eftir í
Noregi til að gæta ríkisins í
fjarveru sinni, en hafði með sér
rússneska drottningu sína, El-
ísabetu, tvær dætur þeirra og
sextán ára son, Ólaf, ásamt
miklum auðæfum, þar með tal-
inn gullklump, er var svo
þungur, að tólf menn þurfti til
að flytja hann úr stað.
Bjartsýni konungs var ekki
að ástæðulausu. Hann var
fæddur hermaður og leiðtogi,
og fáir menn í Evrópu voru
betur fallnir til að stjórna slík-
um leiðangri sem þessum. Og
hermenn hans, víkingarnir,
stóðu engum að baki í her-
mannlegu atgervi. Fimmtán
ára gamall hafði Haraldur
særzt í orustunni á Stiklastað
og flúið á laun til Rússlands.
Þar gekk hann í þjónustu Jaro-
slavs frá Kænugarði og varð
fyrirliði hinna frægu „útlend-
ingahersveita“, Væringja — er
Grikkir kölluðu „axa-vopnaða
siðleysingja“ — í Miklagarði
1034. Hann hafði barizt í Sýr-
landi, Armeníu, við Efrat, í
Palestínu, Búlgaríu, Afríku og
Sikiley, og sem foringi hinna
fræknu Væringa hafði hann
jafnan haft sigur. í löndum
Serkja hafið hann unnið „átta-
tíu kastala“.
Grímur of ófyrirleitinn.
Haraldur var mikill maður
vexti — meira en sjö fet á hæð
— og hinn föngulegasti, nor-
rænn að útliti, ljóshærður með
stuttklippt kjálkaskegg, og
efrivararskegg. Þessi norræni
risi hlýtur að hafa verið tígu-
legur maður hvar sem hann
var, en einkum hefir hann ver-
ið tilkomumikill í herklæðum
og á vígvelli. Þótt hann væri
grimmur og ófyrirleitinn við
andstæðinga, og sæktist eftir
auði og metorðum, gat hann
verið gjafmildur og göfugur
ekki aðeins við vini sína, held-
ur einnig á stundum við óvini
sína. Hann var reyndur og úr-
^ræðagóður bardagamaður, sem
aldrei varð ráðfátt og gat sam-
^ einað fífldirfsku, hugrekki,
; kænsku og slægð. Haraldur
konungur var metnaðargjarn
og ósvífinn og greip oft til
launmorða til að losna við
ihættulega andstæðinga, svo
j sem ganvart Einari Þambar-
skelfi, er var honum óþægur
„ljár í þúfu“. Haraldur átti hjá-
konu, Þóru að nafni, er fætt
hafði honum synina báða, Ólaf
og Magnús.*) Snemma á þessu
örlagaríka sumri hafði Tósti
jarí, bróðir Haralds Englakon-
ungs, komið til hirðar Haralds
Noregskonungs og beðizt
styrktar og fulltingis gegn
þegnum sínum, er höfðu hrakið
*) Fjölkvæni var þá algent
í Noregi.
hann frá jarldæmi sínu í Norð-
imbralandi í ársbyrjun vegnæ
óánægju með stjórn hans. TótL
jarl hafði í reiði sinni leitað-
fyrst suður yfir Ermarsund, tit
Flandurs og Normandí til að
afla sér liðstyrks og hjálpar til
að vinna aftur völd sín og.
landsvæði.
Vilhjálmur
krefst Englands.
Vilhjálmur hertogi af Nor-
mandí, er áður hafði gert kröf—
ur til konungdóms í Englandi,.
var ekki fráhverfur því að nota.
Tósta sem verkfæri og fékk
honum skip og menn, sem
Tósti jarl notaði til að ráðast á
suður- og austurströnd Eng-
lands. Sú herför misheppnaðist,
því Eaðvin, jarl í Merciu við
Humru, sigraði Tósta, og komst
undan til Skotlands með nokk-
ur skip.
Nokkuð er á huldu um, hvað
hann tók sér fyrir hendur næst,
en svo virðist sem hann hafi:
haldið til Danmerkur, þar sem
hann reyndi árangurslaust að
fá Svein konung til að veita sér
lið í annarri árás á England.
Sveinn konungur hafnaði þessu
áhættusama ævintýri, en bauð
Tósta í þess stað jarlstign í
Danmörku. Þeir skildu síðan
„sáttir að kalla“.
Predik
■veit, hvar lendir að lokum? Er
tilveran með öðrum orðum
ekkert annað en ein vitfirring
frá upphafi til enda? Og hvar
■er þá von? Hvar er öryggi?
Hvar er tilgangur?
Trúarbrögð jólanna.
Eg sagði áðan, að maðurinn
þarfnaðist trúar, — þarfnaðist
guðs, og hvar er þá guðs að
leita, úr því að hinir pólitísku
guðir duga ekki? Hvar er sá
guð, sem elskar mennina, ber
umhyggju fyrir þeim, styrkir
hið góða og leiðir það til sig-
urs? Þann guð boða jólin. Og
vér þurfum ekki út fyrir
mannheiminn til að sjá hann,
því að hann hefir sjálfur birt
gæzku sína og kraft í sínum
elskaða syni, — manninum,
sem fæddist í litlum fjárhús-
kofa suður í Betlehem. Honum
geta allir treyst, því að elska
hans er ótakmörlu.ö, umhyggja
hans óendanleg. Jesús opinber-
ar alvald himins og jarðar sem
ástríkan föður, og enginn faðir
hefir börnin sín fyrir tilrauna-
töýr í tilverunni, heldur hlýtur
un —
tilgangur lífsins, hver sem
hann kann annars að vera, að
miðast við elsku guðs til mann-
anna, barnanna sinna. Hann
elskar hvert einasta mannsbarn
eins heitt og hann elskar son
sinn, sem fæddist á jólunum.
Honum getum vér treyst í lífi
og dauða.
Stríð milli Ijóss og myrkurs.
í mannheiminum er stríð
milli ljóss og myrkurs. Meira
að segja guðssonurinn, sem
varð maður, fór ekki varhluta
af þeirri reynslu. Myrkrið
beindi ekki að honum vetnis-
sprengju eða banvænni eld-
flaug, heldur negldi hann á
kross. En krossinn varð honum
sigurtákn, en ekki ósigurs, því
að hann reis upp frá dauðum,
hvarf inn í himininn, og er í
anda sínum og krafti nálægur
hverju mannsbarni, einnig
þeim, sem ekki trúa á hann.
Hann er með oss alla daga, ekl i
sem áhorfandi að þrautum
mannkynsins, heldur þátttak-
andi í styrjöldinni milli Ijóss og
myrkíirs. Það stríð er ekki háð
neinum jarðneskum landa-
merkjum, hvorki stórveldanna
né annarra. Þar gildir hvorki
austur né vestur, né neinar
jarðneskar áttir. Og ríki Krists
er „hvorki hér eða þar“, heldur
hið innra í mönnunum.
Heilög jól.
Baráttan fyrir ríki Krists á
jörðinni er ekki háð með vopn-
um og ekki heldur með haturs-
fullum árásum á andstæðing-
ana. Þegar fylgendur hans hafa
freistazt til að nota slíkar bar-
áttuaðferðir, hefir það jafnan
gert málstað hans skaða og tjón.
Hin eina aðferð, sem kærleik-
urinn getur notað til að efla
vald sitt á jörðinni, er sú, að
vekja góðar hugsanir, sem af
spretti góð verk. Kirkjunni
hefir Drottinn falið að gangast
fyrir þessu verki, en hún á sér
hjálpendur langt út fyrir sín
eigin takmörk, jafnvel í
heiðnum löndum, bæði í austri
og vestri, hvervetna þar, sem
maðurinn þorir að trúa á sigur
hins góða. Ein af aðferðum
kirkjunnar til að flytja boðskap
Krists og styrkja trúna á' hans
guðsdómsvald, er að halda há-
tíðir, ekki aðeins jólin, heldur
einnig páska og hvítasunhú, og
auk þess helgar hún einn dag
í viku hverri trúnni á kærleik-
ans drottin. — Hin pólitísku
trúarbrögð nútímans hafa
einnig sínar hátíðir og „helgi-
daga“, og sumstaðar hverfa há-
tíðir Krists í skuggann fyrir
þeim. Jafnvel jólin eru að vefða
hornreka. Þó er mikið eftir af
þeim enn, og ég vona, að þeir,
sem þessar línur lesa finni það
einnig á þessum jólum, að trú-
in á guð jólanna lifir í hjarta
þeirra, þrátt fyrir allt. En jólin
eru ekki til orðin til þess eins
að vekja hugljúfa stemningu,
heldur til að styrkja mennina í
trúnni á kærleikans drottin,
trúnni á ljósið, og hervæða
huga þeirra gegn myrkrinu,
hvar sem það smeygir sér inn.
Verði trúin á Krist nógu sterk
í hugum mannanna, stafar eng-
um hætta af gerfitunglum,
kjarnorkutilraunum né öðru,
sem oss nú stendur beygur af.
Hrifnmg hins
unga menntamanns.
Nýlega sá ég bréf frá ungum
student, sem leggur stund á
eina af hinum hagnýtu gremum
náttúruvísindanna. Hann ræðir
þar um gerfitunglið rússneska.
Hann á varla orð til'.að lýsa
hrifningu sinni. Hann sér í
anda hinn dásamlega stjörnu-
himin, sem hvelfist yfir höfð
þess manns, sem komist gæti
yfir á tunglið, þar sem engin.
ský eru til að skyggja á Ijóma
himinhvolfsins. Hann sér opn-
ast fyrir sér nýjar víðáttur,
horfir á jörðina tilsýndar, cins
og sjómaðurinn sér ljós í gl'igg-
anum heima, utan af sjónum.
— Þannig er hin barns'lega
gleði ungra vísindamanna t'.m
allan heim, glímuskjálftinn á
undan stórkostlegustu atrenn-
unni í baráttu raunvísindanna,
sem vér enn þekkjum til. Eigi
þessi gleði ekki að snúast í sorg,
og glíman að enda með dauða,
verður maðurinn, — einnig þú.
sjálfur — að öðlast sterkari trú
en vér ennþá eigum á kærleiK-
ans guð. En verði mennirn'r
Kristi trúir, munu þeir áður en
lýkur sjá meira af skapa.ar.s
dýrð en nokkur kynslóð nefir
séð frá því sögur hófust. Jörð-
in sjálf á tilveru sína undir tnV
mannanna.