Vísir - 21.12.1957, Page 7
JÓLABLAÐ VÍSIS
MIÐHUSARÁNIÐ
Jlóhann Cj. Olapiáon:
I i.
Móðuhaxðindin munu vera
stórfeldustu ógnir, semyfirþetta
land hafa gengið. Þó að gos-
stöðvar Skaftáreldanna væri
langt uppi í óbyggðum, spýttist
ólyfjanin úr þeim yfir nálega
allt ísland og eitraði gróður og
graslendi svo, að stórfelldur
mannfellir og skepnufellir varð
norðanlands og sunnan, og
jafnvel fiskimiðin kringum
landið urðu fisklaus. Nágrenni
gosstöðvanna varð þó verst úti,
enda veltist glóandi hraun yfir
stór svæði og öskufallið var
ógurlegt. í þeini sveitum féll
nær því hver . skepna, svo að
menn urðu algerlega bjargþrota
fyrir sig og sína. Leituðu
Skaftfellingar þá á flótta í önn-
ur byggðarlög, þar sem þeir
héldu að betur væri ástatt, til
þess að bjarga lífinu, ef unnt
væri. Nokkrir menn leituðu þá
út í Vestmannaeyjar, þar sem
þeir væntu að hægt væri að fá
björg úr sjó.
Aflabrestur í Eyjum.
í Eyjum var þó bágt ástand
um þessar mundir. Hafði
byggðarlagið ekki rétt við eftir
áratugs hallæri á árunum 1763
—1778. Þá var fiskleysi svo
mikið, að naumast fékkst
branda úr sjó, hversu vel sem
menn báru sig eftir björginni.
íbúunum hafði farið sífækk-
andi og margar Eyjajarðir lagst
í eyði. Jón Eiríksson sýslurnað-
Ur í Stakkagerði hefur lýst á-
standinu í Vestmannaeyjum
nokkru eftir Móðuharðindin í
skýrslu til stiftamtmanns dags.
31. des. 1787. Fara hér á eftir
nokkrar glefsur úr þessari
skýrslu til þess að sýna, hversu
ástatt var og í hvílíka úlfa-
kreppu menn voru komnir af
völdum hamfaranna í ríki nátt-
úrunnar og ördeyðunnar til
sjávarins.
Lýsing Jóns á fiskveiðum
eyjarskeggja er á þessa lund:
„Höfuðatvinnuvegur eyjar-
skeggja eru fiskveiðarnar. Að
fornu voru þær stundaðar á
vertíðum á innstæðubátunum,
eða tíæringum, sem að nokkru
leyti voi'u mannaðir eyjar-
skeggjum sjálfum, en að
nokkru mönnum, sem komu
þangað af meginlandi að haust-
inu til róðra. Þessa innstæðu-
báta var hætt að nota, þegar
aflinn brást. En aflaleysið hófst
árið 1773, en mest var það árin
1775—1782, og heldur minna
síðan.
Hásetar voru dýrkeyptir.
í stað innstæðubátanna
nota eyjarskeggjar nú smájul
frá VISTMAIVNA E Y J E M
þeim séð 'fyrir færi og önglum,
sem oft tapast, vegna þess að
botninn kringum eyjuna, þar
sem þeir fiska, er mishæðóttur
og grýttur. Er hver bátseigandi
Úr Eyjum. Holurnar í berginu heita Fiskhellar,
eða fjögurra manna för, sem
talin eru miklu óheppilegri til
fiskveiða um vertíðir á þessum
stað, þar sem róið er á opið haf,
stundum langt frá eynni. Þessir
smábátar, sem íbúarnir eiga, eru
nothæfir til sumarróðra, og eiga
tveir, þrír og jafnvel fjórir
bændur þá í félagi, eins og
skýrslan sýnir. Sú ástæða er til
þess, að fátækir bændur, sem
hafa byggt þá, hafa ekki getað
fengið háseta á þá, sökum þess
hve dýrkeyptir þeir eru. Þeim
eru greiddir tveir ríkisdalir og
þaðan af meira. Auk þess er
ræður til sin þrjá menn og
greiðir hverjum þeirra 2 ríkis-
dali, gerir þá út með þrem fær-
um og stundum fleiri, og verð-
'ur auk þess að halda bát og
fargögnum við, svarar útgerðin
ekki kostnaði meðan aflaleysið
er svona mikið, enda þótt hann
taki tvo hluti eftir bátinn. Af
þessum ástæðum eru meðal fá-
tæklinganna eigendurnir jafn
margir áhöfn bátsins. Þegar
bátseigendurnir greiddu hins-
vegar hverjum háseta 4—6
mörk og lögðu hverjum manni
aðeins til eitt færi, var ástand-
ið bærilegra fyrir bátseigend-
urna. Fólksfæðin til fiskveið-
anna og bátafjöldinn hafa leitt
til þess að eigendurnir hafa
boðið hver í kapp við annan til j
þess að fá áhöfn á bátana. Fólks
fæðin og aflaleysið hafa orðið
til þess að áttæringarnir, sem
nokkrir eyjarskeggja byggðu
eftir að hætt var að halda inn-
stæðubátunum úti (konungs-
skipunum), hafa legið uppi ó-
notaðir og fúnað til tjóns fyrir
eigendurna. En þessir bátar eru
miklu heppilegri til vertíðar-
róðra á þessum stað.“
Búskapur í niðurlægingu.
Búskapnum lýsir liann með
þessum orðum:
„Nautgriparæktinni kveður
ekki mikið að. Flestar þeirra
jarða, sem taldar eru í jarða-
bókinni tveggja kýrfóðra, fóðra
nú tæplega eina kú, og eru þær
þó fóðraðar hér að einum
þriðja hluta á sjófangi. Fóður-1
skorturinn stafar nú fremur en
fyrrum af afla- og áburðar-
leysinu, vegna þess að eyja-
skeggjar nota mykjuna til elds-
neytis, ásamt þangi. Túnin sru
þess vegna komin í órækt.
Fyrrum báru eyjarskeggjar
fiskinnýfli og fiskbein á tún sín
og fengu mikið grás. En þessu
var lokið með aflaleysinu. Sök-
um fóðurskortsins hafa margir
bændur, sem hafa hálfar jarðir
í ábúð, aðeins hálfa kú á leigu.
Hagarnir eru upp blásnir og
gefa lítið gras, svo að þær fáu
kýr, sem eyjarskeggjai’ eiga,
mjólka lííið að sumrinu. Það
getur að nokkru leyti stafað af
því, að þær eru að vetrinum
fóðraðar á þangi og sinu, sem
eyjarskeggjar reyta að haust-
inu í fjöllunum, þegar snjór
hamlar ekki, til þess að spara
kjarngóða heyið, sem þeir hafa
náð inn um sláttinn. Áður gáfu
þeir mjólkurkúnum soðna kút-
maga, hrogn og þess háttar sjó-
fang', ásamt litlu af heyi.
Smöhm lífshættuleg.
Sauðf j árræktin gefur ekki
góðan arð hérna. Sauðfé er
sjálfala. Vegna þess að eyjan
er þakin bröttum og næstum
því ógengum hömrum, geta
eyjarskeggjar ekki smalað því,
nema með mannsöfnuði og
stundum mestu lífshættu, þeg-
ar þeir rýja það að vorinu og
marka lömbin eða taka fé. til
slátrunar að haustinu. Sam-
kvæmt fyrirmælum allra náð-
ugastrar tilskipunar frá 13. maí
1773 reyndu eyjarskeggjar að
færa frá, en þessi tilraun heppn-
aðist ekki. Ærnar hlupu á fjöll,
eftir að þeirra hafði verið gætt
að nytjalausu nokkra daga á
sléttlendinu heima við bæinn.
Fráfærur virðast erfiðleikum
bundnar og telja eyjarskeggjar
þær óframkvæmanlegar, þar
sem aðeins liprustu menn geta
gætt ánna. Vanrækja þeir þá
fiskveiðarnar, sem helzt heppn-
ast á þeim tíma.
Næst fiskveiðunum, hafa eyj-
arskeggjar mikinn hag af veiði
villtra sjófugla. Að vorinu taka
þeir eggin. Síðan veiða þeir
lundann til matar, en fiðrið
selja þeir og hafa til eigin nota.
Veiðin fer fram með þessum
hætti: Fuglinn grefur djúpar
holur í jörðina og liggur þar á
egginu. Þess vegna binda eyj-
arskeggjar króka á endann á
keppi og draga lundann út á
króknum. Pysjuna taka þeir
líka. Að haustinu veiða þeir
hafsúluna og fýlungann. Af
hinum síðastnefnda hafa þeir
mikið gagn til búsnytja. Nota
Framh. á bls. 25.
||
Vestmannaeyjar frá hafi.