Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 14

Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ VÍSIS veitingu til séra Matthíasar. Taldi fjárlaganefnd deildarinn- ar farið inn á mjög hæpna "braut, ef veita ætti skáldalaun úr landssjóði. Þó sá nefndin sér ekki fært að ganga í berhögg Maíthías Jocliumsson. við skýlausan vilja neðri deild- ar. Fann him ráð til að afstýra voðanum. Nefndin lækkaði styrkupphæðina niður í 400 , kr. og færðd hana yfir á þann j lið fjárlaga, þar sém talin voru j útgjöld í þarfir andlegu stétt- j arinnar! Komst framsögumað- , ur nefndarinnar, séra Arnljót- ■ur Olafsson, svo að orðd: „Sjálf- j sagt tapast nokkuð við það j hinn skáldlegi blær, en andlegi, blærinn vinnur aftur þegar j hann (þ. e. Matthías) kemst nndir andlegu stéttina." Efri deild samþykkti breyt- ingartillögu nefndarinnar, Fjárlögin komu að síðustu til kasta sameinaðs þings. Þar gekk í nokkru þófi um fjárveit- inguna til séra Matthíasar. Neðri deildar þingmenn ýmsir tóku skýrt fram, að þeir vildu veita honum heiðurslaun sem skáldi, en ekki sem presti, og báru fram hina upphaflegu til- lögu óbreytta. Við umræðuna hélt Grímur Thomsen ræðu. Hann mælti svo: „Þetta verður í síðasta sinn, sem ég tala á þingi, og ég get ekki neitað því, að ég skil ekki, hvernig hinir ungu, frísku, táp- miklu, fjörugu, góðu þingmenn hafa farið að því að ætla sér að viðhafa þessar ríflegu fjár- veitingar, og fyrst þeir voru búnir að tæma sjóðinn með öðrum tillögum, þá hefði ég getað búizt við, að þeir hefðu haldið sparlega á þegar kom til þeirra veitinga, sem kallaðar eru „bitlingar“, en svo er ekki. Mér finnst þeim farast eins og ungum syni ríkismans; þegar þeir voru búnir að veita stóru útgjöldin, þá áttu þeir svo sem 20 kr. eftir í buddunni, og hugsa nú: fyrst hitt sé farið, þá sé bezt að eyða þessu líka; þegar þm. sjá, að lítið er eftir, hugs- ast þeim að snara þessu litla út til Matthísara Jochumsson- ar og Torfhildar Hólm. Hefði ekki verið réttara að spara þetta? Enda er það ekki þings- ins að vera ritdómari. Vér erum ekki fagurlistardómarar hér á þingi, engin skáldskapar Areo- pagos, heldur erum vér þing- menn, sem fyrir hönd þjóðar- innar eigum að verja fénu með greind, hyggju og sparsemi, en ekki útbýta því sem gjöfum til hinna og þessara.“ Málalok urðu þau, að sam- þykkt var 600 kr. fjárveiting næstu tvö ár „til séra Matthí- asar Jochumssonar“, og var sleppt öllum skýringum á því, fyrir hvaða verðleika fjárhæð þessi var veitt. Á alþingi 1893 átti Torf- hildur Hólm fremur erfitt upp- dráttar. Fjárveitingin til henn- ar hafði sætt hvassri gagnrýni í blöðum. Meðal annars skrifaði Einar Hjörleifsson hvassyrta grein, þar sem hann spottaði ó- tæpt bókmenntasmekk þing- manna. Vildi fjárlaganefnd neðri deildar nú ekki bera fram styrkveitinguna til Torfhildar. Sighvatur Árnason, þm. Rang- æinga, tók það loks að sér, en fór þó aðeins fram á 200 kr. á ári. Þó veigraði hann sér við að binda fjárveitinguna við ritstörf, og kallaði hana „ekkjustyrk11. í því formi var þessi litla upp- hæð samþykkt, og hélt Torf- hildur nokkrum styrk til ævi- loka. Deilur hefjast um Þorstein Erlingsson. Árið 1895 hófust á alþingi deilur þær um skáldalaun, er lengi stóðu síðan og urðu oft hinar hörðustu. Þá kom Þor- steinn Erlingsson þar til sög- unnar í fyrsta sinn. Hefur að líkindum aldrei -verið deilt á alþingi af meira ofurkappi um nokkra fjárveitingu en styrk- inn til hans. Skiptust menn mjög í tvo flokka. Sumir töldu Þor- stein varg í véum, hatursmann trúar, siðgæðis og fagurra dyggða, hættulegt hneykslis- skáld. Aðrir virtu hann og dáðu, bæði fyrir baráttu hans gegn steinrunnum kirkjukenn- ingum og auðvaldi, andúð á Þorsteinn Erlingsson. þrælslund og hræsni og fágæt- lega listrænt kvæðaform. Þorsteinn kom heim frá Kaupmannahöfn sumarið 1895. Þegar þing kom saman og fjár- lög höfðu verið lögð fram, fluttu kunningjar hans og aðdáendur tvær tillögur um styrk honum til handa. Önnur tillagan kom frá þingmönnum Eyfirðinga, Klemens Jónssyni og Jóni Jóns- syni í Múla. Var þar farið fram á 600 kr. „til skáldsins Þor- steins Erlingssonar". Hina til- löguna flutti Valtýr Guðmunds- son, og hafði tiltekið sömu upp- hæð. Þegar hann vissi af tillögu þingmanna Eyfirðinga, kvaðst hann að sjálfsögðu geta stutt þá að málum og tók tillögu sína aftur. Allir þcssir menn töluðu ein- dregið og skörulega fyrir því, að Þorsteini væri nokkur sómi sýndur. En ekki skorti and- mælin. Gekk þar fram fyrir skjöldu Þórður J. Thoroddsen,1 þm. Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Kvaðst hann ekki kunna. við að launa þeim skáldum ai landsfé sem rífa niður kristna trú og „hafa spillandi áhrif á hvert óspillt og saklaust hjarta.“ Jón í Múla svaraði ræðu þessari og mæltist vel. Fleiri urðu til að styðja þann mál-- stað. Var styrkveitingin sam- þykkt í neðri deild, en felld í efri deild, og kom loks fyrir sameinað þing. Þar vai- húix samþykkt með nafnakalli með 13 atkv. gegn 10. Þegar stjórnin lagði fjárlaga- frumvarp sitt fyrir þingið 1897, vakti það athygli, að styrkur- inn til Þorsteins Erlingssonar hafði verið felldur niður. Val- týr Guðmundsson og fleiri þingmenn víttu þessa ráðstöf- un, og bar Valtýr fram þá til- lögu, að Þorsteinn héldi 600 kr. skáldalaunum sem áður. En nú. var við ramman reip að draga.. Viðurkenningin til Þorsteins hafði sætt allmiklum and- Valtýr Guðmundsson. FfiA F BSaðapappír BéEtapappír tlmbúðapappís' Smjörpappír Sellofanpappír Lnislög ISeikningshefði StíBabækur Toilepappsr o. ffS. pappírsvörua* ffllé komt pappi til ilMÍat of umbúia VERÐ OG SÝNISHORN FYRIRLIGGJANDI. Hafnarstræti 5, sími 2-22-14. Einkaumboðsmenn fyrir: The Finnish Faper Mills Ass. Finnish Board Mills Ass. Finnish Paper and Board Converter’s Association. ávalli £ j s* í v I i g g J a sa d i á ffjölbreyííM Mrvalá Framlsiðum allar tegundir af eiiakeisBi i Bílstjórahúfur. Kuldahúfur á börn og unglinga. Ódýrar vinnuhúfur með lausum kolli. Kaskeyti ávallt fyrirhggjandi. Box 137, sími 10199. Ingólfsstræti 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.