Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 17
hélt ég áfram: — Hvað hafið
£ið búið hérna lengi, og ætlið
Jþið að halda áfram?
Bóndi svaraði: — Við höf-
um nú hokrað hérna í fimmtíu
ár og oftast liðið vel með guðs
hjálp. Nú treystumst við ekki
lengur til að halda áfram bú-
skap hérna í heiðinni. Við höf-
um því áformað að hætta í vor,
«f við fáum einhvers staðar
skjól, en það virðist torsótt
hérna í hreppnum okkar, og
helzt vildum við vera áfram á
þessum slóðum. Hér erum við
hunnugust.
— Einmitt það, sagði ég. —
Höfðingjarnir hérna eru ekki
ginkeyptir að veita ykkur húsa-
skjól á elliárunum. Halda má-
ske að þið verðið til þyngsla.
En hvað segið þið um það að
iara til mín í vor? Eg á ykkur
lífgjöí að greiða. Það getur
varla verið minna en ég veiti
yk-kur húsaskjól um sinn.
Gömlu hjónin litu á mig orð-
laus og undrandi.
— Mér er hrein alvara, mælti
ég. Eg vil sýna dálítinn þakk-
arvott' fyrir lífgjöf mína og fé-
laga minnai hestanna. Þið getið
hugsað um tilboð mitt til kvölds
eða næsta morguns, því mér
lízt svo á, að ég verði gestur
yrkkar næstu nótt. Svár vil ég
fá áður en ég kveð ykkur.
Tár stóðu í augum gömlu
hjónanna. Þau gengu til mín og
þrýstu hönd mína þegjandi, sem
í hljóðlátri bæn.
Varð nú hlé á talinu. Gömlu
hjónin gengu til staría, sinna.
Eg virti fyrir mér litla bað-
stofuna. Allt var þar hreint og
vinalegt. Þarna hlaut öllum að
líða vel. Brátt kom húsfreyja
aftur í baðstofuna, með föt mín
og haíurtask, allt þurrt og
hreint.
— Gerðu svo vel, bléssaður,
mælti hún.
Eg þakkaði og tók til að færa
mig úr lánsfötunum.
Þegar bóndi kom inn frá
gegningum bar húsfrej'ja fram
brennheitt kaffi með hveiti-
kökum og berjasultu. Eg ræddi
þá nokkuð við gömlu hjónin
um búskap þeirra og almælt
tíðindi. Varð ég undrandi hvað
hjónin fvlgdust vel með flestu,
og logðu alls staðar gott til. Það
var likast því, sem sérhver máð
ur er á góma bar, væri vinur
þeirra. Slík var góðvild gömlu
hjónanna.
Eftir kvöldverð ræddi ég aft-
ur við' hjónin: Bóndi vék þá að
boði mínu að þau flyttust til
mín 'er þau hættu búi í næstu
fardögum. Hann kvað þau hafa
rætt þeíta sameiginlega og orð-
ið sammála um að taka þessu
góða boði. Þau hefðu þegar leit-
að fyrir sér þar sem þau töldu
líklegast, en fengið neitun. Þess
vegna vildu þau þakklátlega
þiggja velgerðir mínar um bú-
stað og skjól.
Húsíreyja mælti: — Eg er
öldungis hissa, að okkur svo
að segja bráðókunnugur maður
skyldi verða til þess að leysa
úr vandræðum okkar.
— Já, það er undarleg til-
viljun að ljósið ykkar skyldi
bjarga mér úr lífsháska, sagði
ég.
— Það hefir nú líka gerzt
áður, mælti bóndi hæglátlega,
og hefir enginn þeirra látið svo
sem það væri sárstakrar þakkar
vert.
fÓLABLAÐ VÍSIS
17
SELIV3A LAGERLÖf:
HLSSWESií SÖSIM.
Og það bar við, að maðurinn,
sem sveik Jesúm, hékk þegar í
greinum trésins ccrcis siliqu-
astrum, sem síðan er kennt við
hann.
Lykkjan hafði runnið að hálsi
hans. Hann hafði misst fótfestu.
Hann sveif milli himins og jarð-
ar.
Dauðinn, sem hann þráði,
virtist honum vís. Enginn mátt-
ur gat tekið hann frá honum.
Stormsveipur kom æðandi úr
vestri.
Hinn grámi faðir sonarins,
sem j þeim svifum beið kvala-
fullan dauða á Golgata, sendi
storminn.
Tréð mikla skalf og nötraði í
stormhviðunum. Greinar þess
svignuðu til austurs, svo að það
líktist trjám úti við ströndina,
skeknum af hafnæðingum —
með greinarnar allar sveigðár í
sömu átt.
Og hann sjálfur, hinn útskúf-
aði, þeyttist úr snörunni, áður
en dauðanum hafði orðið auðið
’ að frelsa hann frá jarðlífinu.
— Það getur líka vel farið
svo, sagði ég, að þið eigið eftir
að styðja mig rneira en ég ykk-
ur. Það skeður svo margt ólík-
legt.
•— Guð gefi að svo gæ.ti orð-
ið, sögou bæði gömlu hjónin í
einu.
Eg orðlengi ekki meira um
viðræður milli mín og gömlu
hjónanna. Framhald sögunnar
ætla.ég ao segja í fáum orðum-
Næsta morgun var komið
særnilegt ferðaveður. Eg hélt'
áfram heimleiðis. Eicki náði ég
þó heim fyrr en á sjálfan að-
fangadaginn. Eg sagði konu
minni og börnum frá því, hvern
ig ég hefði bjargazt, og að ég
hefði boðið gömlu hjónunum
að búa hjá okkur. Kona mín
var því hjartanlega samþykk og
kvað þetta áreioanlega láns-
merki. Bjartari jól hefi ég eng-
in lifað. Það var líkast því sem
Ijósið í heiðinni hefði fylgt mér
1 heim og gerði allt bjart og hlýtt.
Næsta vox íluttu gömlu hjón
! in heim til mín eins og um
! hafði verið talað. Aldrei hefi
I ég fengið betri heillagesti.
1 Þeihi fylgdi ástúð og liærleikur
jtil allra, einkum þó til okkar
hjónanna og barna okkar. Þau
voru jafrrán boðin og búin til
allra vsrka; vildu ölium þjóna.
Bú mitt blómgaðist' enn betur
| aiT íyrr, ég fékk lof margra fyr-
!ir að hafa leyst vandræði gömlu
hjónanna.
Sannléikurinn ,um dvöl gömlu
hjénanna hjá mér er sá, að þau
I leystu meira mín vandræði en
ég þeirra. Gömlu hjónin og ljós-
ið á heiðinni gáfu mér nýja
útsýn yíir lífið, nýja trú, nýj-
{an þrótt. Þau áttu það, sem mig
vantaði áður. Gömlu hjónin
með Ijósið í heiðinni urðu líf,-
gjaíar mínir í fleiri en einum
! skilningi.
1 En hann félí ekki til jarðar.
Stormurinn hreif hann með sér
'og lét hann svífa um loftið.
Hann snarsneri honum eins
og visnuðu laufi, sem lokið hef-
ur ætlunarverki sínu á jörðu.
Hann þeytti honum í loft upp
eins og þresktu hálmstrái. Hann
’ slétti úr skikltju hans og hafði
hann á brott með sér upp yfir
fjöll Júdeu.
; Brátt greindi hann öldurnar
rísa á Dauðahafi fyrir neðan
hann. Honum flaug í hug, að
Guð ætlaði að tyfta hann eins
og hann tyftaði hina syndugu
íbúa Sódómu, láta hann bíða
herfilegan dauðdaga.
En stormurinn þyrlaði hon-
um ekki niður í stöðuvatn Lots,
heldur bar hann æ lengra til
austurs.
Nú barst hann áleiðis yfir
Móabsheiðar. Hann sá fyrir neð
an sig Nebófjall, þar sem Móse
situr í grafhýsi, er Jahve sjálf-
ur bjó honum. Hann bjóst við
að honum yrði' þá og þegar
varpað niður á ógreiðfæra heið-
ina og að hann yrði að halda á
fúnd dómarans volduga, sem
tók á móti steintöflunum úr
sjálfri hendi Jahve.
En hann barst með stormin-
um yfir fjöllin og áfram yfir
milli hinna svörtu tjalda í
fljótsdalnum. 4
Hann feykti honum yfir stóra
borg. Hann greindi í fjarska
blikandi turna og stór kopar-
hlið, musteri og líkneski af
skurðgoðum.
Og hann hugsaði með sjálf-
um sér: Hér er það, sem Guð'
minn vill að ég komist á leiðar-
enda. Harin hefur þyrmt mér
við dauða, svo að ég prédiki hið
heilaga nafn hans hér í þessum
samastað hjáguðanna. Hann
hefur frelsað mig, svo að ég sé
í þjónustu hans á jörðu og kunn
geri dýrð hans.
Hann vill hafa mig að slátur-
fórn. Mér á að hlotnast það
hlutskipti að verða trúboði
meðal heiðingja, og þeir munu
steikja mig við hægan eld.
Ó, Guð minn! Það er meiri
náð en ég á skilið. Lát mig
deyja, meðan ég boða vilja
þinn!
En stormurinn hélt áfram að
feykja honum. Hann vistaði
hann ekki meðal hinna iðandi
borgarbúa. Hann bar hann á-
fram yfir hauður og haf.
Hann furðaði sig stórlega. —•
Hann var vanur að bregða
jarðneskum mælikvarða á alla
hluti, að mæla í sekúndum,
eyðimörkina miklu. Honum
flaug þvi næst í hug að hlut-
skipti sitt yrði að reika um
eyðimörkina, kvalinn af hungri
og þorsta, einmana og aldrei
óhultur. Hann hélt, að liann
myndi verða neyddur til þess
að hírast þar í 40 ár, unz reiði
Guðs rénaði.
En stormurinn bar hann á
herðum sér líkt og móðir barn
sitt. Hann lét hann hvorki
lækka ná hrapa, en bar hann
uppi.
Hann feykti honum yfir flatn-
eskju Mesópotamíu. Hann lét
hann eygja fljótið mikla, Efrat.
Hann bjóst við að stormurinn
myndi láta sig falla til jarðar
hár í þessu landi þrælkunar og
áþjánar, svo að hann, líkt og
forfeður hans fyrir longu, gæti
bætt fyrir synd sína með 70
ára þrælkun.
En nú bar stormurinn hann
líkt og veiðimaður bráð sína.
Hann lét hann ckki síga niður
stundum, árum og mannsöldr-
um. Hann kunni ekki skil á
þolinmæði Guðs.
Hann barst yfir snævi þakin
fjöll og tók brátt að skjálía í
nístandi' kulda, sem var á þess'-
um .slóðum. Hann hugsaði með
sjálfum sér, að einmitt hár biði
hans hegning, hár í hinum ei-
lífa kulda myndi stormurinp
láta hann fyrirberast.
Hann sagði: „Kannske Guð
almáttugur sjái á þessum slóð'-
um einhvern mann, sem er að
■villast, en ég gæti hjálpað með
því að týna lífi mínu. Það er
þess vegna, sem hahn hefur
látið mig berast þessa óraleið.
Eg skal vissulega varast óhlýðni
framvegis. Eg skal feta í fótspor
meistara míns, Jesú. Eg skal
förna lífi mínu, svo að ókunn-
um ferðalangi á refilstigum sé
borgið.“
En í þeim svifum, er hann
hafði svq rnælt, heyrði hann
rödd Guðs í storminum, sem
ekki linnti:
„Vertu ekki lengur að látast
frammi fyrir Drottni þínum!
Þú ert svikari að eðlisfari. Þú
ert hvergi heill. Þú getur hvorki-
elskað né hatað til langframa.
Þú ert gersamlega rótlaus. Þess
vegna skáltu berast með storm-
inum, og þú skalt ekki ná fót-
festu á foldu, fyrr en þú hefur
tekið varanlegum sinnaskipt-
um.“
Og stormurinn bar hann' sí-
fellt áfram. Hann berst með
storminum enn í dag.
Öld eftir öld hefur liðið,* 1 án
þéss refsing hans hafí verið
milduð og um hafi hægzt fyrir
honum. Fellibylur þeýtir lion-
um eins og lausu segli: Hvirfil-
vindur þyrlar honum eins 1 * og
knetti.
Hann svífur linnulaust
í geimnum. Það lygnir aidrei,
þar sem hann fcr.
Hlýr vestanvfnduEÍnn vildi
gjarna vagga honum ljúf’ega,
svo að honum mætti koma dúr
á auga. Marlutásan breiðist út-
fyrir neðan hann — eins og
heillandi hvíldarstaður, en hann
fær ekki notið sveíns né hviid-
ar.
Hann er laminn hagléljum.
Hann er að stikna í breiskju-
hita. Eldingar ljósta hann.
Hann þolir þúsundir harm-
kvæla, en auðnast ekki að
deyja, hversu aðframkominn
sem hann er.
Þegar hann svífur milli skýja-
bólstra við há fjöll, reynir hann
að fóta sig á einhverjum tind-
inum. Honum væri það mun-
aður, þó að hann ekki nema
strykist við hvassa steinnibbu
með tánum. En þessum hrak-
' faliabálki er það fyrirmunað.
1 Heimurinn fyrir neðan hann
, breytist og mennirnir með. —
Byggð ból verða að auðnum.
Skógar eru ruddir, en reistar
þar blómlegar borgir, sem iða
af lífi. Forn musteri skurðgoða
eru hrunin, en í stað þeirra
hafa verið reist stórhýsi með
merki krossins á, gnæfandi við
himin. Hann svífur uppi á milli
skýjanna, enginn talar við
hann, en eigi að síður veit hann
og skilur, að í þessum muster-
um tilbiðja mer.n Jesúm, meist-
ara hans.
Stundum hrópar hann til husa
þessara: „Betur, að ykkur mætti
fjölga, svo að þið breiddust út
of víða veröld! Enginn er þess
maklegri að vera dýrkaður og
tilbeðinn en Jesús, hinn kross-
festi.“
En fyrir kemur, að hann fyll—
ist bræði við að sjá einmitt
þessi hús. Þá hrópar hann: ,,Bet
ur, að þið mættuð hvería og
vera jöfnuð við1 jörðu, svo a'ð
ég þurfi ekki framar að' þola
þá skapraun að líta ykkur!“
Hann er sem sé alltaf sjálf-
um sér líkur. Hann . er enn
glæphneigður. Hánn getur enga
varanlega afstöðu tekið. Háián.
er ennþá líkt og fis, sem berst
fyrir vindi. Hann hefur ekki
enn lokið því verki, sem Guð
fól honum að leysa af hendi.
Fellibyljimir vilja vissulega
boða honum kenningu: „Líttu á
fjallið! Við fáum ekki fært það
úr stað. Taktu eftir eikunum!
Við getum ekki rifið þær upp
með rótum úr jarðveginum, sem
þær vaxa í. Gerðu sál þína að
Framh. á bls. 23.