Vísir - 21.12.1957, Page 22

Vísir - 21.12.1957, Page 22
22 JÓLABLAÐ VÍSIS mjög á móti þessu, þótt annars 'væri hann listamönnum frem- tir hliðhollur. Fór hann hörðum örðum um list Einars og mun fátt eitt endurprentað hér. Jón sagði m. a.: ,:,Hvort sem það kemur af Vitbresti mínum eða smekk- bresti, þá verð ég að segja, að mikið af „list“ Einars er í rauninni ekki annað en einhver óskapnaður eða fáræna, sem algerlega fer fyrir utan minn skilning. Mun ég því greiða at- •kvæði eftir mínu litla viti, og mér segir svo hugur um, að ég hafi eitthvað fyrir mér í þessu defni, þvi að eiiginn i viðri ver- tqld vill eiga eða kaupa þessi . býsn.“ Bjarni frá Vogi svaraði Jóni. Hafði hann meðferðis myndir ai nokkrum verkum Einars Jónssonar og' brá þeim upp fyrir þingmönnum, um leið og hann lýsti þeim. Lauk hann máli sínu á þessa leið: „Ég svona, að 2. þm. S.-Múl. 1 (J. Ól.), hafi nú séð — ekki eitt listaverk eftir Einar Jónsson, heldur mörg. Hér er eitt enn: Hönd veltir bjargi. Ég vona, að það tákni, að bjargi verði ' lyft af augum íslendingum, svo að þeir sjái listamenn sína, þurfi ekki að drepa þá fyrst eða traðka verkum þeirra.“ Á þessu þingi var borin fram ‘tillaga um afnóm alira slsálda- 'styrkja, en hún var felld með allmiklum atkvæðamun. „Þctð œtti að slá svörtu striki yíir allar styrkveitingar til skálda." Á þinginu 1911 urðu ýmsir J,jl að lesa skáldunum pistiiinn. Sijörn Þorláksson, þm. Seyð- iíiröinga, kvaðst líta á alla •Jstyrki til skáldanna sem hrein- i&r og beinar gjafir. Kvaðst hann, ’vera „á móti öllum nýjum gjöf- tim til skálda. Allir skálda- 'styrkir eru óvinsælir hjá þjóð- inni, og ég ímynda mér, að hún ‘jkunni fulltrúum sínum litlar þakkir fyrir að ausa út fé sínu Jtil einskis, þegar fjöldi gagn- legra fyrirtækja verður að sitja á hakanum sökum fjárskorts.“ Á þessu þingi kom fram til- laga frá Einari Jónssyni, þm. Rangæinga, um að lækka áskáldalaun Þorsteins Erlings- ÍSonar um helming, úr 1200 kr. íí 600 kr. Rökstuddi hann tii- iöguna á þessa leið: ' „Ég veit, að Þorsteinn Er- Íingsson hefur aðeins einu sinni •gefið út eina kvæðabók, sem. áflestum mun að vísu þykja góð. fEn á þingið alltaf að halda á- :fram að launa honum fyrir þetta? Ég hygg, að hann sé bú- ínn að fá bókina nógu vel borg- aða.....Mér finnst það ekki rétt. aö landssjóður sé að halda 'áfram að launa hann fyrir að ganga með hendurnar í vös- •unum, og vildi mega vænta jöess, að honum væri sjálfum Sþyrnir í augum, að taka meiri toéningá úr landssjóði fyrir ÍÞýrna sína. Mig langaðl til að jkoma í'ram með tillögu um, að jjtykurinn tii Þorsteins Erlings- /sonar, og helzt allra skálda ýfir höfuð, yrði strikaður út af fjár- ílögunum. En af því að ég þekki vél hvernig háttvirt deild tók £ þefta mál á síðasta þingi, hefi .eg eigi þorað að koma fram með ilíka tillögu.... .... Einar Hjörleifsson og Þorsteinn Erlingsson eru að ýmsu leyti vel gefnir, og gætu því lifað á því, sem þeir ynnu sér inn fyrir ýms ærleg störf, sem vel hæfra manna þarfnast. Það er óþarft, að landssjóður skuli vera að ala þá. Hið sama er að segja um Guðmund skáld Guðmundsson.......Ég sé enga sanngirni í að veita honum neinn styrk. Það ætti helzt að slá svörtu striki yfir allar þess- ar styrkveitingar til skáld- anna.“ „Látið þá koma, ef þeir eru aS sálast". Sjaldan hafa jafnmiklar um- ræður crðið um afstöðuna til skálda og listamanna og á þing- inu 1913. Komu þá fram öll sjón armið, allt frá kröfu Einars á Geldingalæk um afnám hvers konar listamannastyrkja, til stefnu Bjarna frá Vogi um föst laun hinna beztu listamanna, er jafngiltu launum embættis- manna. Átökin um listamennina hóf- ust með þeim hætti, að fjárlaga- nefnd neðri deildar gerði til- lögur um allróttæka breytingu skáldastyrkja. Segir í greinar- gerð nefndarinnar, að „þótt þjóðinni þyki vænt um skáld sín, er hún óánægð yfir þess- um fjárveitingum, og vill allra sízt setja þessa menn á föst, árleg laun. Nefndin verður að taka í þann streng, að fjár- veitingar þessar megi eigi skoða sem árleg laun, heldur annað hvort styrk til þess að vinna að ákveðnu verki í þarfir bók- mennta og lista eða verðlaun fyrir unnin verk.“ Á grund- velli þessarar skoðunar lagði nefndin til að sex tilgreindum skáldum (Einari Hjörleifssyni, Þorsteini Erlingssyni, Valdimar! Briem, Guðmundi Magnússyni, Guðmundi Guðmundssyni og Guðmundi Friðjónssyni) yrðu veittar 1200—2000 kr. hverjum1 fyrra ár fjárhagstímabilsins, en ekkert síðara árið. Jafnframt lagðist nefndin gegn því, að Einar myndhöggvari Jónsson hlyti föst, áiieg laun, en lagði til að stjórninni væri heimiluð 2400 kr. fjárveiting til högg- myndakaupa. Gæti lnin þá lát- ið Einar njóta þess fjár að miklu eða öllu leyti, eftir því sem á- stæður þættu til. Allar þessar ráðstafanir skyldu gerðar í því skyni, að sýna lis'tamönn- unum sem greinilegast/ að þeir skyldu ekki treysta um of á fjárstuðning frá alþingi. Þótt fjárhagsnefnd yrði eigi sökuð um ofrausn í garð skálda, voru til þeir þingmenn, sem fannst alltof skammt gengið í lækkunarátt, og voru jafnve'l fylgjandi allsherjar niðurskurðí. Sigurður Sigurðsson, þm. Ár- nesinga, kvað þjóðina að vísu ekki telja eftir stuðning við g'óða listamenn, en kvað það hins vegar „hneyksli, að það skuli standa á fjárlögum ár eftir ár heil halarófa af mönn- um, skáldum og iistamönnum, sem njóta styrks á þennan hátt, meðal annars af þvi að mjög eru skiptar skoðanir um ágæti þeirra yfir höfuð.“ Vill Sigurður, að þingið veiti árlega dálitía fjárhæð til listrænnar starfsemi, sem stjórnin úthluti síðan eftir tillögum nefndar, er skipuð væri valinkunnum mönnum, t. d. eftir tillögum háskólaráðs. Einar Jónsson á Geldingalæk flutti tillögu um að lækka skáldastyrki að miklum mun frá því sem nefndin hafði stungið upp á. Kvaðst hann e. t. v. geta fylgt þeirri hugmynd, að veitt yrði lítils háttar fjár- veiting til lista og bókmennta, ef með því yrði hægt að „kaupa skáldin burt af fjárlögunum“. Umkvartanir um skáldalaunin kæmu víðs vegar utan af lands- byggðinni. Óánægjan með „bitlingana kemur frá gjald- endum landsins og það eru þeir, sem kaupa verk skáldanna. Með því að kvarta yfir skáldalaun- unum, sýna menn að þeir vilja ekki vinna það fyrir verkin skáldannai" Fyrr í umræðunum hafði verið vitnað til dauðdaga Sigurðar Breiðfjörðs og Sigurðar málara og hvílík smán það væri fs- lendingum, að fara þannig með listamenn sína. Að því víkur Einar: „Ég er viss um það, að Reyk- víkingar láta aldrei sín skáld deyja úr hungri, og eins er ég viss um, að Árnesingar halda tór unni í séra Valdimar Briem.“ Er Einar hafði þetta mælt, greip Bjarni frá Vogi fram í: „Ætla þá Rangæingar að passa Þor- stein Erlingsson og Guðmund Guðmundsson?“ Einar svaraði: „Ég þykist mega fullyrða það, að ef þeir koma austur verða þeir ekki látnir drepast, og get- ið þið látið þá koma, ef þeir eru að sálast.“ Að ræðulokum gat Einar á Geldingalæk þess, að einhver þingmanna hefði látið þau orð falla, að skáldin hafi kveðið í oss kjarkinn. „Ég vil spyrja hinn háttvirta þingmann: Hve- nær hafa þau kveðið í oss mat- inn?“ 250 kr. ritlaun íyrir tveggja ára vinnu. Allmargir þingmenn töluðu eindregið gegn niðurskurði á fjárveitingum til listrænnar starfsemi. Me'ðal þeirra var1 Jón Jónsson (Aðils). Hann mælti: „Þeim, sem þekkja, livernig högum flestra íslenzkra rit- höfunda er háttað, er kunnugt, að þeir geta fæstir unnið að rit- störfum nema þeir séu styrktir til þess. Ritlaun eru hér svo lág, eins og eðlilegt er í fá7 menninu, að enginn getur á rit- störfum lifað. Ég veit ekki, hvað mikinn tíma skáld þurfa til sinna starfa, en ég get sagt frá því til gaman, að til eins rits- ins, sem ég gaf út, varði ég tveimur árum, og 250 kr. fékk ég í ritlaun fyrir þa'ð..Það er oft talað utn, aí nauðsynlegt sé að gera ísland kunnugt út- lendingum. Ég skal sízt mæla á móti því. En má ég spyrja, er þetta ekki bezti vegurinn, að styrkja unga og efnilega menn, í því skyni, að þeir fái g'etið sér og þjóð sinni frægð? Stórveldi verðum við aldrei í ytra skilningi. En ég fyrir mitt leyti Itugsa svo hátt og finnst ekkert á móti því, að við get- um með tímanum orðið stór- veldi í andlegum skilningi. Það þarf ekki aö fara saman að hafa tugum bryndreka og tugum ágætra rithöfunda á að skipa. Ég veit með fullri vissu, að margur skínandi gimsteinn gáfna og andlegs atgerfis er fal- inn með þjóð vorri, og það svo, að fæsta grunar. Það er marg- ur frjóangi að grafa um sig í djúpinu, sem getur vaxið og orðið að fögrum meiði, ef ekki er allt kæft með skammsýni og smásálarskap.“ HvaS er „bitlingur"? Enginn hélt þó skörulegar á málstað listamanna en Bjarni frá Vogi. Veittist hann allhart að fjárlaganefndinni fyrir naumleik hennar, en hirti enn rækilega þá þingmenn, sem ákafast höfðu beitt sér fyrir niðurskurði á skáldalaunum. Hér skal birtur kafli úr einní ræðu Bjarna við þessar uni- ræður: „Þá skal ég minnast á 15. I gr. Mér verður þá fyrst fyrir að [ minnast á það ofsahatur, sem kemur svo almennt fram hjá kjósendum, þingmönnum og öðrum, gegn þeim hlut, sem kallaður er bitlingar. Hvað er svo þetta,' sem menn nefna bitlinga? Bitlinga nefna menn þá fjárstyrki, sem veittir eru einstökum mönnum til þess að halda áfram störfum, sem eru nauðsynleg fyrir landið. Ég skal nefna eitt dæmi, sem mér er vel kunnugt, og þó að það sé bróðir menn, sem þar á hlut að máli, þá skal ég taka hann til dæmis upp á þessa menn. Þegar betlarar. En hvað gerir svo þingið? Þingmönnum varð ekki illt af því í fyrra að hækka sitt eigið kaup, svo að nemur mörg- um slíkum styrkveitingum, sem til listamanna ganga. Þó að ég beri mikla virðingu fyrir okkur þingmönnum og starfi okkar, þá er ekki hálft gagn að setu okkar hér móti verki eins slíks manns. Og sízt getum við stað- ið okkur við að brigsla þessum mönnum um betl, þegar við er- um að auka okkar eigin tekjur. En hvað segjum við svo um al- menning, bændur og fólk út um land? Það kann ekki verri löst á neinum manni heldur en þann að hann hafi einhvern tíma fengið bitling. Ég veit það, að mínir kjósendur, sumir hverjir, bera til mín þungan hug fyrir bað. að ég er hlynntur skaldum og listamonnum, cg eg : býst við að það sé það alvarleg- asta, sem þeir hafa á móti mér. En ef við lítum nú á fjárlögin, þá sjáum við að bændur og búa- lið hefur líka sína bitlinga... Þeir (þ. e. bændur) hafa styrk til að búa til smjör og styrk til að slétta tún, en þetta kalla þeir ekki styrk til einstakra manna, heldur til búnaðarins. Það eru þó einstakir menn, sem fá sína bitlinga af þessum styrkveitingum. Það er alveg eins hægt að segja, að það sem ég er að biðja um, sé ekki styrkur til einstakra manna, heldur sé það styrkur til listar- innar og vísindanna. .... Yfir höfuð eru þær hlægilegar, allar þessar umtölur um þessa styrki á 15. gr. Það sýnir, hve litlir fjármálamenn þessir menn eru. Þeir verja mál sitt af mik- ílli andagift, þegai’ þeir vilja veita styrki, sem nema mörgum tugum þúsunda, en horfa í barm sér og hrína, þegar minnst er á nokkur hundruð króna styrk. Þeir eru miklir og örlátir, þegar um þúsundirnar er að ræða, en þegar komið er niður í hundruðin, renna á þá tvær grímur, því að þá fara þeir að skilja upphæðirnar ..“ Hannes Hafstein. við bræðurnir vorum unglingar í skóla, þá fórum við ætíð í| frístundum okkar upp um fjöll' og heiðar og út um eyjar til að; safna grösum og jurtum. Hugur ' Iíelga bróður míns hneigðist' snemma að grasafræð'inni, og hann vildi vinna það til, áð leg'gja út í einsýnan sult til þess að geta stundáð þessa fræðigrein. Hann heíur verið duglegur starfsmaður frá því fyrsta, sívinnandi að þessum áhugamálum sínum, en jafnan haft lítil laun starfa sinna. Fjárlaganefudiu hoíur nu lagt til að lækka þann styrk, sem hann hefut’ undanfarið haft, og skal ég koma að því at- riði síðar. Heföi hann oröið prestur eða bónci. þá heí i hann sjálfsagt getað álnast. enr.u síð- ur en aðrir menn i þ.eim sdlð’un, Þannig er þetta um aiia okk- ar listamenn og vísindamenn. Þeir verða aó gera sér að góðu að fá vanþakklæti og eftirtölur að launpm fyrir starfa sinn. Þessir áhugamenn, sem vilja fórna lífi sínu til að fylla þau skörð, sem auð standa, fá það eitt fyrir, að þeir eru kallaðir Sjóður fyrir visindi og listir. Hannes ráðherra Hafsíein taldi brýna nauðsyn til bera að koma stuðningi við vísindi og listir á hagkvæman grundvöll. Kvað hann rétt, að gera grein- armun á launum.og styrkjuni. Þeir menn, sem hefðu sýnt slíka afburði við skáldskap og vísindastörf, að þjóðinni væri ótvíræður hagur í að einbeita starfsorku þeirra að þess kon- ar viðfangsefnum, ættu að hljóta föst, árleg laun. Jafn- framt bæri að styrkja unga og efnilega menn til náms og ut- anfara. Loks væri rétt að launa rithöfunda og vísindamenn til ákveðinna verka. Lagði Haf- stein til, að mál þetta væri fal- íð stjórninni til athugunar óg undirbúnings. Skyldi hún koma með ákveðnar tillögur fyrir fjárlagaþingið 1915. Pétur Jónsson frá Gautlöna- um kom fram með hugmynd uin lista- og vísindasjóð. Hann mælti: „Eins og öllum er kunnugt, þá eru á hverju þingi veittar til vísinda og lista fjárveitingar bundnar við nafn einstakra manna, sem nema á hverju fjár- hagstímabiJi tu.-í 20 bús. kr., og

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.