Morgunblaðið - 30.04.1933, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.04.1933, Qupperneq 18
14 MORGUNBLAÐIÐ TIMBURHLOÐUR. Timburverslunar Árna Jónssonar viö Vatnsstíg 6, Hverfisgötu 54. Laugaveg 39 — allar samliggjandi - hafa venjulega úr nægum birgðum aö velja. YINNUSTOFA með nauðsynlegum trjesmíðavjelum af nýjustu gerð, býr til hurðir og allskonar lista til húsagerða o. fl. ÞURKUN á timbri eftir nýjasta og besta útbúnaði. TIMBURKAUP verða því enn hagkvæmari en áður. Timburverslun Árna Jónssonar Sími 1333 (tvær línur) Reykjavík. Símnefni: STANDARD. Heitt og Kalt Matsölustofuna Heitt og Kalt stofnaði ungfrú Elísabet Siguröar- dóttir hjer í bænum fyrir tveimur árum. Var byrjað í smáum stíl og aðeins tekin lítil húsakynni í Veltusundi til að byrja með og sjá hvernig reksturinn gengi, því að það markmið setti forstöðukonan sjer í upphafi, að hafa á boðstól- um aðallega íslenskan mat og selja hann við svo vægu verði að fyrir flesta væri það hreinn og beinn sparnaður að borða þar í st.að þess að hafa matseld heima hjá sjer, sjerstaklega fyrir þá, sem gátu sparað sjer vinnukonu með því móti. Þetta virtist nú nokkuð djarft teflt. en það hefir lánast svo vel, að Heitt og Kalt hefir orðið að auka við sig húsnæði margfaldlega og hefir nú einhvern stærsta borð- sal í bænum, fyrir utan minni her- bergi. Þessu veldur tvent: hvað maturinn er ódýr og hvað hann er góður. íslendingum er það fyrir bestu að neyta þeirra fæðuteg- unda, sem þeir framleiða sjálfir, og þegar til lengdar lætur kunna þeir best við þær, því að þær eru þeim beilsusamlegastar. Gæti mat- sölustaðir hjer óefað gert meira yfirleitt til þess en. nú er, að nota íslenskar fæðutegundir og kenna fólki að meta þær. Björn Eiríksson flugmaður hefir nýskeð sett á fót nýtt iðnaðarfyrirtæki á Klappar- stíg 18 hjer í bænum. Er það gljá- hýðis-vinnustofa og fæst þar sett á allskonar málma gljáhúð úr ,,chrome“, nikkel og kopar. Er hægt að gera gamla hluti þar sem nýja. Mest vinnan liggur í því að hreinsa og fága hlutina áður en gljáinn er settur á þá. Er það gert í sjerstakri fægivjel sem hefir 3 hestöfl. Má á hana setja allskonar fægihjól og snúast þau með 2920 snúninga hraða á mínútu. Er sá hraði svo geisilegur, að jafnvel fægihjól, sem gerð eru úr sundur- lausum dúkpjötlum, renna saman við snúningshraðann og verða hörð og þjett eins og þau væri úr trje. Þegar búið er að fægja hlut- ina eru þeir settir í nokkurs konar moðkassa, þar sem mikill er hiti, til þess að ná af þeim öllum ó- hreinindum og fitu. Því næst eru þeir settir í bað það. sem við á. Eru þarna þrjú stór baðker, sem hlutunum er difið ofan í og látnir vera þar nokkra stund. Eru böðin hituð nokkuð og mjög lágum raf- magnsstraum hleypt á þau (6—8 volt). Er til þess sjerstakur* ,,Generator“ að tempra strauminn. í einu kerinu fá hlutirnir á sig stálhúð (chrome), í öðru nikkel- húð og í hinu þriðja koparhúð. Eins eru þarna sjerstök böð til þess að ná gljáhúð af gömlum munum. til þess að búa þá undir að fara í nýjan búning. Ýms fleiri böð þurfa hlutirnir líka að fá áð- ur en þeir koma úr þeim eins og þeir væri nýir. — Þýðingarlítið er að fara að lýsa þessu nákvæmar, en óhætt er að fullyrða að þama eru fullkomnustu tæki í þessari iðngrein hjer á landi, og vinna eftir því vönduð. Biarnsbakarí. Það er með elstu brauðgerðar- húsum hjer í bænum og var rekið með sama sniði og önnur brauð- gerðarhús, þangað til núv. eigandi, Björn Björnsson, tók við því, árið 1920. Hann hafði þá um rúmlega fjÖgurra ára skeið dvalist erlend- is, í Frakklandi og Danmörku, til að fullkomna sig í iðn sinni og kynnast nýjustu starfsemi ^líkra iðnaðarstofnana. Fyrsta verk hans, eftir að hann tók við bakaríinu, var að stofna í sambandi við það sjerstaka deild fyrir kökugerð og konfektgerð. Hafði hann keypt til þessa nýtísku vjelar. Hin nýja framleiðsla vakti þegar athygli, varð vinsæl meðal fjöldans og blómgaðist því vel- Þegar konungshjónin komu hingað 1921 voru allar skrautkökur og hátíðarlcökur í allar þær veislur sem ríki, bæjarstjórn og konungur helt, keyptar hjá hinni nýju köku- gerð, því að hún þótti fremst allra á þessu sviði. Og þegar á næsta ári var Björn Björnsson gerður að konunglegum liirðbakara. Björn hefir síðan siglt til út- lai^ia á hverju ári, til þess að fylgjast með í þeim breytingum, sem þar hafa orðið á samskonar iðnrekstri og hann hefir. Upp úr því var það að hann stofnaði Hressingarskálann 1929, og sam- einaði þar veitingar og útsölu á kökum og konfekti. Keypti hann til skálans ýmsar nýjar vjelar, sem ekki höfðu þekst hjer áður. Skál- inn varð brátt vinsæll og fyrir rúmu ári varð hann að flytja í stærri húsakynni — í Austurstræfi 20, þar sem hann er nú. Er hann nú orðinn með fjölsóttustu veit- ingastoðum í borginni. Með hverju ári liefir kökugerðin og konfektgerðin aukist, og er þar nú meiri ársframleiðsla í hvoru tveggja heldur en annars staðar. Stafar þetta meðal annars af alls- konar nýbreytni. sem upp liefir verið tekin. Má í þessu sambandi mirn/í) á, að Björnsbakarí varð fyrst til þess að framleiða hin svokölluðu ,.páskaegg“. Höfðu þau áður flust hingað frá útlönd- um. en nú er sá innflutningur fyr- ir löngu hættur, en íslensk fram- leiðsla af þessari vörutegund evkst árlega. Björnsbakarí veitir nú fleiri mönnum atvinnu en nokkur önnur samskonar iðnstofnun hjer á landi. Hefir það að staðaldri 40 manns í vinnu, og fleiri yfir sumartím- ann. Meðan íslenska vikan stendur yfir verður, eins og í fyrra, sýn- ing í gluggum Hressingarskálans á íslenskri framleiðslu firmans. Glerslípun L. Storr L. Storr byrjaði hjer verslun með gler-"'-ur og byggingar.vörur árið 1922, Nú hefir lianu nýlega komið á fót hjá sjer nýrri iðngrein, en það er glerslípun og hefir hún ekki áður þekst hjer á landi. Hefir hann fengið til þessa fjórar vjelar (eða hverfisteina). Geta menn nú fengið randslípað gler af livaða stærð, sem þeir vilja, en þurfa ekki að panta það frá útlöndum. Glerið er flutt inn í stórum rúð- um og síðan skorið niður eftir vild. Svo er það randslípað og telcur þá hver vjelin við af annari. Hin fyrsta er grófgerð og hraðvirlc, en svo erú hinar hver annari fínvirk- lerinu er á og „fasi“ heldur en á glerinu sjálfu. Um allan heim færist notkun glers mjög í vöxt. og er það nú notað á margvíslegri hátt en áður var, svo sem til þess að þekja veggi í anddyrum og eldhúsum o. s- frv. Um leið eykst atvinna við glerslípingu. Það sá Storr að hjer mundi notkun glers aukast sem annars staðar, og þá væri gott að færa þessa atvinnugrein, glerslíp- inguna, inn í landið. Þess vegna, rjeðist liann í að kaupa vjelarnar. En fyrst um sinn verður hann að hafa erlendan fagmann til þess að standa fvrir verkinu, meðan menn hjer eru að komast upp á það. ari og sú seinasta skilar f þannig, að fegurri gljái ,,kanti“ i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.