Morgunblaðið - 30.04.1933, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.04.1933, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ 15 >©•« Vertu íslendingur! m mg gm mm Kauptu Alafossfot m m Aldrei hefir verið betra tækifæri en nú til þess að fá sjer góð Álafoss föt. — Úrvalið er betra en nokkru sinni áður. Fötin raunu klæða yður betur en nokkru sinni áður. A.V. Varíst hinar innfluttu erlendu eftirlíkingar. — Þær spilla atvinnulífi íslendiuga. Yðar líður bet«r ef þjer klæðist í ÁLAFOSS-FÖT. V«rslið við Álafoss, Laugaveg 44. Sími 3404. ' Álafoss útibú Bankastræti 4. Sími 2804. Sjóvðtiyggingariieiag fslands h.f. var stofnað haustið 1918 og er hlutafje þess 1% miljón króna. Fyrstu lárin, sem fjelagið starf- aði, rak það eingöngu sjóvátrygg- ingar, en bætti við sig sjerstakri brunatryggingardeild 1925. Til þess að skilja starfsemi þessa fjelags rjett og sjá hvaða fjárhagslega þýðingu hún hefir haft fyrir þjóðina, með því að haida í landinu því fje, sem að öðrum kosti hefði runnið út úr landinu, má nefna eftirfarandi tölur: I stajfslaun, laun ril umboðs- manna innanlands og annari inn- lendan kostnað, hefir fjelagið nú greitt rúmlega 1% miljón króna. í skatta og útsvör hefir það greitt um 100 þús- króna. Fyrstu 13 starfsárin greiddi það 112% ajrð af innborguðu hlutafje, og safnaði jafnframt í varasjóði rrimlega 100 þús- króna. Framkvæmdastjóri fjelagsins frá því að það var stofnað hefir verið A. Y. Tulinus, en í stjórn fjelagsins eru nú Jes Zimsen kaup maður (formaður), Lárus Fjeld- sted hrm., Aðalsteinn Kristinsson framkvæmdastjóri, Halldór Þor- steinsson framkvæmdastjóri og Hallgrímur Tulinius stórkaup- maður. Vielsmiðja Hiistiðns Gfslasonar. Árið 1917 stofnuðu þrír dug- legir járnsmiðir, Kristján Gíslason, Guðmundur Jónsson og Steindór Magnússon, eldsmiðju við ný- lendugötu. —- Fyrirtæki þetta gekk vel og tveimur árum seimia bættu þeir við sig vjelsmiðju. — Keyptu þeir til hennar nýtísku vjelar frá Ameríku og bygðu þá steinhús á Nýlendugötu 13 B yfir báðar smiðjurnar og eru þær þar enn. Árið 1924 keyptu þeir tveir hlut hins þriðja í fyrirtækinu og 1927 keypti Kristján hlut fjelaga síns og hefir rekið einn þessa at- vinnustofnuu síðan. Yjelsmiðjan hefir jafnan kapp- kostað að vanda alla vinnu sem mest og hefir því fengið á sig mikið álit. Er saga hennar dæmi þess hverju orkað fá ráðvendni í viðskiftum og einbeittur hugur og dugnaður. því að úr litlu fje mun liafa verið að spila í byrjun og engu öðru en lánsfje. En þetta iiefir blessast vel. Vjelsmiðjan hefir aðallega unnið að allskonar viðgerðum á „rnótor- um“ og öðrum vjelum, ennfremur að vinnu í togurum og öðrum vjelskipum. Hún setti upp olíu- geyma „B. P.“ :4 Klöpp og hún b.efir sett upp 10 olíugeyma út um land, á ísafirði, Akureyri, Aust- fjörðum. Hún hefir smíðar tvær Ioftpressur og ýmsar aðrar vjelar handa sjálfri sjer, til þess að þurfa ekki að kaupa þær frá út- löndum. II)in hefir smíðað mikið af dragnótavindum fyrir litla og stóra báta, og hafa. þær revnst ágætlega. Þá hefir hún og smíðað t síldarnótavindur og mörg fleiri á- liöld til veiðiskapar. Nú sem stendur vinna 10 menn í vjelsmiðjunni. Þess má geta, að það var Krist- ján Gíslason, sem rtáði togaranum „Max Pemberton" á flot, þar sem Iiann lá strandaður við Sljettu, og kom honum til Akurevrar. Bættist þannig einn togari við íslenska veiðiskipaflotann. Klæðaverksmiðjan „Álafoss“. Það eru nú bráðum 40 ár síðan að Björn Þorláksson reisti tó- vinnuvjelahús að Álafossi. Þetta var fyrsti vísirinn að hinu mikla fyrirtæki, sem þar er nú — klæða- verksmiðjunni Álafoss. Margt hefir breytst hjer á landi á þessum árum og ekki hefir breytingin orðið minst að Álafossi. Þar sem fyrir 40 árum var óbygt og ónumið land, þar sem vatns- afl og jarðhiti var látið algerlega ónotað, er nú risið upp lieilt þorp með alt að 100 íbúum, sem byggja tilveru sína, á samstarfi við afl- gjafa vatns og hitaorkuna í skauti jarðar. Þessu þríþættar samstarfi er svo varið til þess að auka verð- mæti íslenskrar framleiðslu ög lijálpa þjóðinni til þess að búa sem best að sínu. Árið 1919 eignaðist Sigurjón Pjetursson klæðaverksmiðjuna og hefir rekið hana síðan með sínum alkunna dugnaði. Með ái'i hverju hefir hann fært út ltvíarnar, lceypt nýjar vjelar handa verksmiðjunni, bygt ný hús o. s. frv. Með ári hverju hefir framleiðslan aukist og verið gerð fjölbreyttari, svo að nú er Klæðaverksmiðjan Álafoss eitt af þjóðkunnustu fyrirtækjum íslendinga. Það er sorglegt til þess að vita að enn skulum vjer fleygja mikl- um hluta af ullarframleiðslu vorri í útlendinga fyrir sára lítið verð, en kaupa aftur af þeim allskonar tilbúinn fatnað og fataefni fyrir of' fjár. Vjer gætum áreiðanlega framleitt í landinu sjálfu allan þann fatnað, sem vjer þurfum á að halda og það yrði til þess að tryggja betur landbúnaðinn, því að þá. heldist iðnaður og landbún- aður í hendur. Klæðavei’ksmiðjan Álafoss hefir afrekað mikið á þessu sviði og,á þó eflaust eftir að af- réka mikið meira. Oll starfsemi hennar er bygð á þjóðlegum grundvelli. og það er metnaðarmál vmr fslendinga að styðja sem best öll slík fyrirtæki, sjá um að þau nái að blómgast og eflast til bless: unar fyrir land og lýð. Blikksmiðia Guðmundar Breiðfjöið , Árið 1902 setti Guðmundur Breiðfjörð á fót blikksmiðju og er það næst elsta fyrirtæki í þeiri’i grein hjer í bæ. Blikksmiðjan var fyrst í Lækjargötu 10, en hefir nú verið um 30 ára skeið á Lauf- á.svegi 4. Guðnxundur varð fyrstur nxanixa til þess að útvega sjer áhöld til þess að smíða þakrennur og hefir jafnaxx getað kept við xxtlenda framleiðslu á þeirri vöru. Hann varð fyrstxxr til þess að útvega sjer áhöld til þess að smíða brjóst- sykursdósir og niðursuðudósir með laxxsu loki. Erxx nú fjögur ár síðan, eix á þessunx tíma hefir brugðið svo við, að framleiðsla hans á þessum vörxxtegundum liefir nær algerlega útrýmt innflutningi á þeim frá útlöndum. Guðmundur. hefir einnig fengið sjer sjerstök áhöld til þess að tinhúða ýnxsar vörxxr, sem gerðar eru úr járni og stáli, svo sem mjólkurbrúsa o. fl. og stenst hann þar algerlega sanxkeppni við út- lönd. Hann liefir og smíðað íxxikið af litlunx mjólkurbrxxsum og hefir íxú í hyggju að færa út kvíarnar nxeð fraxxxleiðslu hinna stærri teg- unda af mjólkxxrbrúsum, þótt það sje að vísxx ei’fiðara að halda þar uppi samkeppni við erlenda fram- leiðslu. Frá seinxxstxx áraixxótunx er Agn- ar sonxxr Guðmuiidar meðeigandi í verksmiðju föðxxr síns. 10 ARA ABYRGÐ S-ACME WRINCER Hjer sjáið þjer hina fullhomnu þuottauinðu og taurullu ACME, Það er 10 ára ábyrgð á A C M É, en hún mun endast í mannsaldur. HÚSÍVIÆÐUR! Biðjið um ACME, og at- hugið að nafnið stendur á hverri vindu. ACME vindur selja: Mjólkurfjelag Reykjavíkur, Hafnarstræti 5. Sigurður Kjartansson, Laugaveg 41. Verslunin Edinborg, Hafnarstræti 10. Verslun Jóns þórðarsonar, Bankastræti. yerslun Jes Zimsen, Hafnarstræti 21. Ólafur H. Jónsson, Hafnarfirði Gunnar J. Árnason, Keflavík. Kaupíjelag Eyfirðinga, Akureyri. Jóh. F. Guðmundsson, Siglufirði. Aðalumboð á íslandi fyrir HGME WRIKGERS Ltd. Glasgow Guðm. Guðmundsson, Reykjavík. Notið íslensk skip.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.