Morgunblaðið - 30.04.1933, Side 24

Morgunblaðið - 30.04.1933, Side 24
20 MORGUNBLAÐIÐ BLACKS TJOLD eru notuð um allan heim. ,Palomine“ Tjald uppsett. „Palomrae** Tjald í umbúðuxn. Lengd 7 fet, breidd 5 fet, hæð 4 fet og 6 þumlungar, vegghæð 1 fet. Þyngd: 3 kg. með súlum og aluminium hælum. Verð: Hvít kr. 35.00, græn kr. 45.00. — Gúmmíbotn kr. 14.00. Utvegum aJIar tegundir af Tjöldum. Blacks Tjöld selur: MAGNÚS KJARAN í Reykjavík, VERSLUNIN NORÐURLAND á Akureyri. Hótel Borg. Það var árið 1927 að Jóhannes Jósefsson glímukappi kom hing- að heim frá Ameríku, og árið eftir að hann kom hingað fór hann að hugsa um að reisa hjer gistihús og veitingahús. Var þessa hráð nauðsyn, því að Al- þingishátíðin fór í hönd, og allir vissu það hjer, að til þess að geta tekið almennilega á móti hinum mikla ferðamannastraum, sem þá var von á, gátum vjer ekki kinn- roðalaust sagt þeim, að hjer væri ekkert nýtísku gistihús. Það sán margir, og þó frekast þeir, son víða höfðu farið um heim, eins og Jóhannes Jósefsson, að við svo búið mætti ekki lenda. Rjeðist hann því í það að reisa stórhýsið Hótel Borg við Pósthús- stræti- Var það að fullu smíðað áður en Alþingishátíðin hófst, og vegna þess urðu viðtökur útlendra gesta hjer miklu viðkunnanlegri heldur en annars hefði verið. Fyrsta árið sem Hótel Borg starfaði veitti hún um 100 manns atvinnu. En nú vinna þar að stað- aldri um 60 manns. Það er gaman að því fyrir ís- lendinga að Reykjavík skuli nú eiga gistihús, er jafnast á við gistihús erl. stórborga. Það setur svip á bæjarlífið. Merkur kaup- sýslumaður í Rvík, sem staddur var suðnr í Rómaborg 1 vetur, sendi Jóhannesi á Borg brjefspjald þaðan og segir meðal annars svo: — Höfum verið á nokkurnm fyrsta flokks hótelum og hvergi sjeð jafn góð herbergi og á ílótel Borg, að jeg nú ekki tali um verðið. Það er gaman að geta sagt að „Borgin“ sje be«t. Rúllu og hleragerð Reykjavfhur. Það var árið 1906, þegar fyrsti íslenski togarinn „Jón forseti” kom hingað, að Flosi Sigurðsson trjesmiður stofnaði fyrirtæki það, er enn starfar og nefnist Rúllu og hleragerð Reykjavíkur. Stofnun þessarar atvinnugrein- ar var eðlileg afleiðing af því, að flutt voru ný veiðiskip til lands- ins — skip, sem þurftu á alt öðr- um veiðarfærum að halda held- ur en vjer höfðum þekt hjer áð- ur, svo sem eru botnvörpuvölt- ur og botnvörpuhlerar. Um öll þessi ár, síðan tcgaraútgerðin hófct hjer, hefir FIosi Siguros- son smíðað þessi veiðarfæri handa togurum vorum, og hafa þau jafnan líkað ágætlega. Starf- semin fór auðvitað vaxandi með ári hverju eftir því sem togurum fjölgaði. Við þetta fyrirtæki vinna nú 8—14 starfsmenn. Stundum hafa þeir verið fleiri, því að einu sinni skiftu 35 togarar við Rúllu og hleragerðina. Var þá oft unnið bæði nótt og dag, því að ekki mátti tef ja skipin, sem voru að færa björg í þjóðarbúið. Og þá var Flosi og menn hans bæði mikilvirkir og hraðvirkir, enda mun útgerðarfjelögum hjerbera saman um það, að gott hafi verið -ð eiga Flosa að og að vinna hans hafi verið hin prýðilegasta í alla staði. RUllU Símar (Hleragerð Heykiavlkur Klapparstlg 8, 3820 Heima 3363 Trollhlerar. Vírahringar. Flalningsborð. Banjnspírnr. Ljósastoðir. Fiskikassar. Spiltrje. Hleralallar. Banlnr. F skihakar. Fiskistingir. Lestarborð. Lanternnbretti. Lúgnfleigar. N I LFISK ryksugan gerir hremgemingamar aúðveldar og akemtilegar. NILFISK þarf að komast inn á hvert' heimili á íslandi, því hún eykur hreinlæti og heil- hrigðí landsmanna. Ný hljóðlaus gerð er komin á markaðlnn. NILFISK fæst með afborgunum. Aðalumboð á Islandi fyrir Nilfisk: Raftækjaversltinm Jón Sígtirðsson. Austurstræti 7. Simi 3836. Reykjavík. MIÐJAN H J EÐ I N N Sími 1365 (2 línur) Símnefni: H j e ð i n n REYKJAVI K 3 Rennísmíðja Ketílsmíðja Eldsmíðja Málmsteypa Framkvæmum fljótt og vel viðgerðir á skipum, vjelum og eimkötlum. Smíðum allskonar vatns- túrbínur. Útvegum m. a. og önnumst uppsetn- ingu á hita- og kælilögn- um, stálgrindahusum og olíugeymum. ; /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.