Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 26
22 MOKttUKBLAÐIfrÐ meti. Það er líka eina reykhúsið í bænum, sem reykir lax, fisk og síld. Framleiðslan eykst árlega, því að fólki líka vörumar vel og eru þær viðurkendar fyrir gæði. En vegna takmarkaðs framboðs á nýrri síld hjer í bænum, er hún minna reykt en skyldi. Þetta get- ur þó lagast í framtíðinni, þeg- ar Reykvíkingar fara að gá að því hve mikil síldveiði getur orð- ið hjer í sundunum. Nú er mikið reykt af ýsu og er hún þegar orð- in talsverð verslunarvara hjer í bænum. í sambandi við reykhúsið er bæði verslun og frystihús. Eru þar allar nýjustu vjelar, sem þurfa til þess atvinnurekstrar. Er þar lagt alt kapp á það að gera íslenskar matvörur sem útgengi- legastar fyrir íslenskan markað. Egili Vilhjálmsson. Um áramótin 1930—’31 hafði Egill Vilhjálmsson komið upp stórhýsi á Laugaveg 118 fyrir bílaverslun og bílaviðgerðir. Flötur hússins er röskir 900 fer- metrar. Er það tvær hæðir og kjallari undir helmingnum. I kjallaranum er geymsla fyrir varahluti í bíla. Á fyrstu hæð eru skrifstofur, verslun og bílavið- gerðarsalur. Er hann svo rúmgóð ur, að þar má gera við 20 bíla í senn. Á annari hæð er málning- arvinnustofa fyrir bíla, og fer málningin þannig fram, að lakki er dælt á bílana, en ekki hand- málað. Er gaman að sjá þau vinnubrögð. Rafmagnsvjel vinn- ur aðalverkið og mun hún hafa kostað um 2000 kr. Úr dælunni kemur lakkið sem dögg og verð- ur því jafnt og áferðarfallegt á öllum bílnum. Það þornar svo fljótt, að eftir 10 mínútur er það orðið glerhart. En svo er hvert lag þunt að tíu yfirferðir þarf að fara áður en bíllinn telst fullmál- aður. Er þetta mikið vandaverk og því sendi Egill bróður sinn, útlærðan málara, til útlanda í fyrra til þess að læra aðferðina við þessa sprautumálningu af fagmönnum þar. Annað þótti hon um ekki trygt. — Nú er verið að smíða þarna ,,body“ á fjóra nýja strætis- vagna, sem hjer eiga að bætast við. Er öll vinnan við þetta, trje- smíði, járnsmíði, bólstrun sæta og svo framvegis framkvæmd þarna á vinnustofunni. Á efra lofti hússins er enn fremur bílageymsla og má þar koma fyrir 60 bílum; af því geta menn nokkuð sjeð hvað húsið er stórt. Egill var hálfkvíðandi fyrir því í byrjun að hann mundi hafa færst of mikið í fang með bygg- ingu stórhýsisins og fyrirtækinu í heild sinni. En þannig hefir það nú æxlast að nú býst hann við því, að verða að stækka við sig til þess að geta fullnægt þörf við- skiftavinanna. Húsið getur hann stækkað að flatarmáli, og eins bygt tvær hæðir ofan á það, því að allir veggir og undirstöður voru í upphafi gerðir með það fyrir augum. Atvinna við þetta fyrirtæki hefir aukist um rúman helming á einu ári. í fyrra unnu þar nær 10 manns að staðaldri, en nú vinna þar 22. Árið sem leið hefir Egill feng- ið sjer margar nýjar vjelar til þess að geta leyst allar bílavið- gerðir sem fljótast og best af hendi. Mun láta nærri að vjelar þessar hafi kostað 10 þúsundir króna. Bræðurnir Ormsson. Eiríkur Ormsson byrjaði að vinna við rafmagnsiðnina árið 1913, við byggingu rafmagns- stöðvarinnar í Vík í Mýrdal, og þá með hinum ágæta frömuði í rafmagnsiðninni Halldóri heitnum Guðmundssyni rafmagnsfræðing. Það kom brátt í Ijós, að Eiríkur Ormsson hafði óvenju hæfileika til þessa starfa, sem annars er hann hafði lagt stund á, og mun það hafa verið ekki síst fyrir áeggjan Halldórs heit. Guðmundssonar, að Eiríkur gerði rafmagnsiðnina að lífsstarfi sínu. Eiríkur vann óslitið hjá Hall- dóri heit. fram á árið 1920. Á því tímabili annaðist hann byggingu útinetsins við rafmagnsstöðina í Vestmannaeyjum þegar hún var bygð, byggingu rafmagnsstöðv- arinnar á Bíldudal, og að nokk- uru leyti byggingu rafmagns- stöðvarinnar á Patreksfirði, auk fjölda annara verka hjer í bænum og annars staðar. Árið 1920 fór Eiríkur til Dan- merkur til þess sjerstaklega að fullkomna sig í viðgerðum á raf- magnsvjelum og rafmagnsmæli- tækjum, og vann hann þá meðal annars í hinum þektu verksmiðj- um Tomas B. Trige í Odense, og þá aðallega við vjelavindingar. í októbermánuði 1921 stofnaði Eiríkur vinnustofu sína í húsi þeirra bræðra Óðinsgötu 25. Tók hann þá þegar að sjer alls konar viðgerðir lá rafmagnstækjum og vjelum. Um vorið 1922 gekk Jón bróðir Eiríks í fjelag við hann, og færðu þeir þá þegar út verk- svið sitt með því að taka að sjer alls konar lýsingar í húsum og skipum, einnig byggingu raf- magnsstöðva fyrir þorp og sveita- bæi. Þeir munu nú hafa bygt um 30 slíkar stöðvar víðsvegar um landið, og má óefað telja, þær einhverjar þær fulkomnustu stöðv- ar, sem bygðar háfa verið hjer á landi. Fyrsta húsið sem bræðurnir raf- lýstu hjer í bænum mun hafa ver- ið Dómkirkjan. Auk hennar hafa þeir raflýst fjölda húsa lijer í bænum, af þeim stærstu má nefna húsið Austurstræti 14, Hó- ■ tel Borg og Nýa barnaskólann. Auk viðgerða á allskonar raf- magnstækjum og vjelum hefir Ei- ríkur Ormsson frá byrjun unnið að ýmiss konar umbótum á, raf- tækjum, hefir hann fundið upp sjerstakar gerðir skipalampa sem taka mjög fram öðrum lömpum sem fáanlegir hafa verið, hvað gæði snertir, og eru „ORMS“- skipalamparnir komnir langt með að útrýma erlendum skipslömpum hjer á landi. Einnig hefir Eiríkur fundið upp sjerstaka gerð loft- dósa fyrir húslýsingar, sem nú eru því nær eingöngu notaðar hjer í Reykjavík. Hann hefir einnig fundið upp sjerstaka gerð Bökunaröropar. Hóruötn. Gluggasýning Áfengisverslunar ríkisins á Bökunardropum og Hár- vötnum, fekk 1. verðlaun Islensku vikunnar í fyrra, Þá er hitt alkunna að sjálfir Bökunardroparnir fá hvarvetna æðsta lof fyrir gæði, enda ekki þakkarvert. Aðflutningur er bannaður á þessari vöru frá útlöndum, og Áfengis- verslunin ein má nota þau efni til framleiðslunnar, sem hagkvæmust eru. Öðru máli gegnir um Hárvötnin, þau eru ekki eins góð og hin erlendu, alt um það eru einungis notuð úrvalsefni. HiPsvegar eru okkar Hárvötn miklu ódýrari en erlend og munar það meiru en á gæðunum. Seljum verslunum Bökunardropana; 25 glös sjerpökkuð í pappastokk, hvort heldur er af 10, 20 eða 30 gr. glösum. Hárvötnin seld verslunum, rökurum og hárgreiðslukonum. Sendlum gegn póstkröfu á viðkomustaði strandferðaskipanna. MUNIÐ: Bökunardropar Á. V. R. eru bestir. Hárvötn Á. V. R. eru ódýrust. Fifengisuerslun ríkisins, Reykjauík. lítilla vatnsafls- og vindaflsstöðva' sem nú eru farnar að ryðja sjer til rúms hjer á landi, og hafa þær reynst mjög vel, auk þess hefir hann smíðað alls konar hitatæki, spennubreytira, turbínur og raf- afla (dynamo) af ýmsum stærðum og hefir hann nú á síðustu árum bygt margar vjelar fyrir aðra raf- virkja sem annast uppsetningar út um land- Auk þess sem hjer hefir verið talið, hefir Eiríkur smíðað 0 fjölda annara tækja sem ekki er rúm til að telja hjer upp. Til viðbóta má þó geta þess að Bræðurnir Ormsson smíðuðu loft- skeytasendistöð í togarann „Jón forseta“ og gaf sú tilraun svo góðar vonir að þeir mundu hik- laust hafa haldið áfram smíði slíkra stöðva ef markaður hefði verið fyrir þær hjer á landi. Áður en þeir gerðu þessa tilraun voru flestir togarar búnir að fá sendi- ( stöðvar. Stöðin á „Jóni forseta“ | mun hafa orðið nálægt helmingi ódýrari en erlendar stöðvar, af sömu stærð, voru á þeim tíma. % TTm áramótin 1931—32 geltk Jón Ormsson úr firmanu „Bræð- urnir Ormsson'1 og hefir Eiríkur Ormsson rekið firmað einn síðan, með svipuðu sniði og áður. Frá byrjun hefir firmað Bræð- urnir Ormsson verið eitt merkasta firmað í sinni grein hjer á landi, og eitthvert hið stærsta. Það hefir ávalt haft marga ágæta fagmenn í þjónustu sinni, auk þess hafa þeir kent all-mörgum rafvirkjum, enda hefir ungum mönnum þótt fýsilegt að komast til þeirra til náms, sökum þess hve alhliða vinnu þeir hafa haft með höndum í iðninni. Áður en Eiríkur Ormsson stofn- setti vinnustofu sína, varð að 1,11 - ■■■■■ - ■»" Reykhúsiö, Grettisgötu 50 B, er eitt stærsta reykhús landsins, og það eina, sem reykir allar fisktegundir. í sambandi við það er dlrifin Kjötverslun, og Pylsugerð. Af vör- pm þeim sem framleiddar eru má nefna: Vínar- pylsur, Miðdagspylsur, Medistapylsur, Kinda- bjúgu, Kjötfars og Fiskfars. Einnig alls konar Áleggspylsur. Allar vörur frá okkur eru viður- kendar fyrir gæði, enda öll áhersla lögð á vöru- vöndun. Höfum allar fullkomnustu vjelar til matvælagerðar, og enn fremur frystihús. Þeir sem enn ekki hafa reynt vörur frá okkur, ættu nú að reyna þær. Kjöt- og Fiskmetisgerðin, Grettisg. 64. Sími 2667. Reykhúsið, Grettisg. 50 B. Sími 4467. Útibú: Fálkagötu 2. Sími 2668. senda allar vjelar sem alvarlegra, stofnun vinnustofu lians hafi verið viðgerða þurftu með, til útlanda' stigið mjög þarft og þýðipgar- til að fá gert við þær. Hafði það mikið spor fyrir okkar unga og mikil óþægindi og kostnað í för fábreytta iðnað, auk þess sem með sjer, má því telja að með uppfinningar og nýsmíðar Ei-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.