Morgunblaðið - 30.04.1933, Side 33

Morgunblaðið - 30.04.1933, Side 33
29 MORGUNBLAÐIÐ íieildverslun Qarðars Qíslasonar Reykjovík. INNFLUTNINGUR Hefír birgðir af neðantöldum vörum og útvegar kaupmönnum og kaupfjelögum þær frá útlöndum til allra hafna: Komvörur, kaffi, sykur og ávextir, Umbúðapappír og pokar, prentpappir og skrifpappír. Ritföng og skrifstofutæki V ef naðarvörur Smávörur Hreinlætisvörur og Coopersbaðlyf. ,Vesta“ saumavjelar og „Hipkins“ peningaskápar, „Austin“ bifreiðar, „Ariel“ bifhjól, og „Hercules" reiðhjól. ‘ Sími 1500 4 línur ÚTFLUTNINGUR Símnef ni: „Garðar“. Kaupir eða tekur tO umboðssölu eftir samkomulagi flestar islenskar afurðir svo sem: Ull (þvegna og óhreina), Gærur (vel saltaðar), Húðir og skinn, Hesta ftil útflutnings), Fje (til slátrunar), Selskinn (hert vorkópaskinn), Sundmaga (stóran og glæran), Lýsi (allar tegundir). Hexveiksmiðian Frön. Eins og nafn verk.smiðjnnnar bendir til er það fyrst og fremst markmið hennar að framleiða kex og kökur. Verksmiðjan tók til starfa árið 1927 og byrjaði fram- leiðslu sína í smáum stíl. Fram til ársins 1931 var framleiðslan að meðaltali um 40 smálestir á ári. f árslok 1931 keypti hr. stór- kaupmaður Eggert Kristjánsson allar vjelar verksmiðjunnar og jafnframt flutti verksmiðjan í stórt og rúmgott búsnæði á Grett- isgötu 16. Verksmiðjan tók svo aftur til starfa í marslok 1932. Nú hefir verksmiðjan aftur fengið aukið húsnæði, og hefir nú neðstu hæðina í báðum húsunum, Grett- isgötu 16 og 18 ca- 380 fermetra. Húsakynnin eru mjög björt og rúmgóð og allur frágangur í besta lagi. Samhliða því, sem verksmiðjan fekk aukið húsnæði, hefir einnig verið bætt við nýjum og fljót- virkari vjelum, þannig að fram- leiðsla verksmiðjunnar er nú sem svarar ca. 150 smálestum á ári, en með tiltölulega litlum kostn- aði er hægt að auka hana mjög mikið. Verksmiðjan hefir aðallega framleitt alskonar kex og kökur, og hafa þessar vörur náð svo miklum vinsældum hjer á landi, að óþarfi er að fjölyrða um þær. Á iðnsýningunni sl. sumar hafði verksmiðjan fjölbreytta sýningu, og það mun hafa verið óskift álit sýningargesta að framleiðsl- an jafnaðist fyllilega á við kex' og kökur, sem áður hefir verið fiutt inn frá útlöndum. 1 nóvember sl. byrjaði verk- smiðjan að framleiða blandað á- vaxtamauk og getur framleitt af því ca. 5 smálestir á mánuði, án þess að það þurfi að tefja fyrir annari framleiðslu- Þessi vara * liefir einnig líkað mjög vel og selst eftir hendinni, en nokkur vandkvæði hafa verið á því að fá nauðsynleg hráefni til þess- arar framleiðslu. Við verksmiðjuna starfa ínú 23 manns, konur og karlar. Ágúst Jóhannesson er yflirbákari, 'en framlcvæmdastjóri er Sigurður Guðmundsson. Verksmiðjan lætur auk þess framleiða allar umbúðir sínar hjer álandi.Vjelar verksmiðj- unnar eru knúðar með rafmagni, en gas er notað til bökunar. Verk- smiðjan notar einnig mikið af inn- lendum hrávörum, svo sem mjólk, smjöri og smjörlíki. Kaupgreiðsl- ur, ásamt því, sem greitt er fyrir gas, rafmagn og innlend hrá- efni nemur um kr. 100.000, á ári, en sem vitanlega eykst með auk- irni framleiðslu. Árið 1930 var innflutningur á kexi og kökum ca- 370 smálestir fyrir ca. 450 þúsund krónur (þar í falið skipskex). Tnnflutningur þessi er væntanlega bráðum úr sög unni, því það er þegar ljóst orð- ið að engin ástæða er til að sækja þessar vörur til annara landa. Um íslensku vikuna munu menn sjá vörur verksmiðjunnar í flestum búðargluggum, en aðal- sýngingin verður í Austurstræti nr. 14. Innlend framleiðsla á sem flest- um sviðum á að vera kjörorð allra sannra íslendinga, því innlendur iðnaður mun á næstu árum taka: svo miklum framförum hjer á landi, að hann mun verða talinn einn af hymingarsteinum hins ís- lenska þjóðfjelags, er styður að aukinni atvinnu í landinu, og styrkir þar með efnalegt sjálf- stæði þjóðarinnar. Húsgagnavinnustofa Hjálmars Þorsteinssonar Klapparstíg 28. 115—20 ár hefir Hjálmar Þor- steinsson rekið sjálfstæða trje- smíðaiðn hjer í bænum, smíðað húsgögn allskonar og unnið aðra tr j esmí ð avinnu. Árið 1929 bygði Hjálmar stór- hýsi við Klapparstíg 28 fyrir iðn- rekstur sinn. Eru þar vinnustof- ur á tveim hæðum, vjelasalur á neðri hæð, þar sem vjelavinnan er unnin. En á efri hæðinni er vinnustofa fyrir hina fínni vinnu við samsetningar og annað slíkt. Alls hefir fyrirtæki þetta haft alt að 30 manns í þjónustu sinni, þegar vinna hefir verið mest. Hjálmar Þorsteinsson var með al þeirra, er fyrstir byrjuðu með húsgagnastíl þann, sem algeng ur er nú orðinn í húsgagnasmíði hjer í bænum, og ber mjög svip hins nýja tíma. Á seinni árum hefir Hjálmar' gert allan húsbúnað í mörg ný stórhýsi bæjarins, þ. á. m. Arnar- hvol, þar sem hann gerði skil- rúm öll, í Mjólkurfjelagshúsið, og nú síðast í hina nýju Oddfell- owhöll, þar sem hann hefir gert allar „innrjettingar" og húsgögn í fundarsali og veitingasali.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.