Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 1
Gísli Sveinsson, íorseti sameinaðs Alþingis: © JÓN SIGURÐSSON FORSETI ÞJÓÐ O © X Jón Sigurðsson, forseíi. A þessum degi, 17. júní 1944, þegar stjórnmálaskilnað- ur við Danmörku fullkomnast og lýðveldi gengur i garð á íslandi — sem að vissu leyti er endurreisn hins forna ísienska þjóðveldis — ber fremst allra manna að minnast Jóns Sigurðssonar. íslendingar hafa helgað afmælisdegi hans þessa miklu viðburði, er standa munu meðal hinna mestu í sögu þeirra um allan aldur. Er það gert til rjett- mætrar minningar um æfistarf hans, sem var óslitið brar tryðjandastarf fyrir frelsi landsins og sjálfstæði þjóð- armnar, og hin sanna undirstaða þess, sem nú er að gerast. ÚRVAL MANNA með þjóðun- um fer engan veginn eftir stærð þeirra einni saman. Fyr og síðar eru þess mörg óg merkileg dæmi, að með fámennum þjóðum hafa alist afburðamenn fleiri en ætla mætti fljótt á litið. Hefir þetta verið kunnugt um allar aldir, þótt öðru hvoru jási öldur stærilætis hjer og þar um lönd fyrir sakir fólksmergðar og auðmagns eða herafla. Grikkir hinir fornu, smáir þjóðflokkar — Spartverjar Og Aþenumenn — hafa vegna fjölmargra afreksmanna sinna getið sjer ódauðlegan orðstír, sem land og lýður nýtur góðs af í áliti enn í dag. Er hjer óþarft að greina fleira, sem veraldarsagan þó getur oft og mörgum sinnum. Eigi þurfum vjer íslendingar að draga neina dul á það, að frái upphafi bygðar lands vors hefirj þjóðin átt marga ágætismenn í sjón og reynd, sem mikilhæfir hefðu þótt hvar um lönd sem var, og eigi síður. mörg mannsefni að hæfileikum, sem eigi fengu notið sín sem skyldi hjer úti á hala ver- aldar. En um slíkt ber nú eigi að fást. Um hitt munu svo sem allir íslendingar sammála nú (og er það ef til vill einstakt fyrir- brigði), að Jón Sigurðsson hafi á ýmsa lund verið einn mestur maður af þeirra bergi brotinn á síðustu öldum, mentamaður frá- bær, ötull til starfa og glöggur, áhugamaður í þjóðmálum fram- ar öllum samtíðarmönnum sín-' um hjerlendum og frelsisunnanai ættjarðarvinur frá því er hann fyrst hóf afskifti af almennum málum og til hinstu stundar. Og það merkilegasta var: Hann lilaut viðurkenning-u íanda sinna á þessu í lifanaa lífi, þrátt fyrir alt. Hvernig mátti það verða? Jeg hygg, að tvent beri til þess aðal- iega. Annað var það, að hann var maður svo lærður í sögu þjóðar- innar, kunni svo óræk skil á ein- kennum hennar fyr og síðar, að enginn gat talist honum jafnvíg- ur á þau efni á hans tíma. Yfir- burðir hans þar, er komu honum og málsstað íslands að svo ómet- anlegu gagni á stjórnmálasvið- inu, \Tiru svo ótvíræðir, að eng- inn gat í móti mælt, þótt ella mætti þá eins og nú deila um ýms og reyndar fjölmörg atriði, sem vjer getum betur greint sundur nú en samtíðarmenn hans, er þá stóðu ,,í eldinum“ eins og hann. Og íslendingar hafa aldrei gleymt því að meta sögu- fróðleik og þjóðsöguleg rök, og þótt þeim hafi stundum missýnst á þá hluti, kom það hjer rjett nið- ur, að því er snerti Jón Sigurðs- son. — Hitt, sem jeg tel, að gert hafi þenna vissulega glæsilega mann svo áhrifamikinn og vin- sælan meðal svo að segja allrar íslensku þjóðarinnar meðan hann lifði, er það, að hann ól aldur sinn með annari þjóð, en vann fyrir þessa, — átti jafnvel heima hjá þeirri, er íslendingar áttu í höggi við. Hánn var búsettur í Danmörku, sem reynslan sýnir, að fyrrum gat haft öfug áhrif á menn við það, sem nú virðist al- gengast. Mætti styðja þetta með fleirum dæmum, sem þó telst þarflaust að fara inn á hjer. En það er eins og vitað er ekki nærri áltaf, að menn sjeu viðurkendir ,,spámenn“ í sínu eigin föður- landi, þótt verðskuldað væri, ef menn eru þar innan um fólkið og verða að taka daglegan þátt í öllum þess krit og smámunum. Hvernig fór líka ekki fyrir J. S. í ,,kláðamálinu“ alkunna, er hann tók að sjer og beitti sjer hjer inn- an lands fyrir ákveðnum aðgerð- um í því, aðgerðum, sem voru á móti skapi fjölda manna og brutu bág við það, sem þeir töldu sam- rýmast einkahagsmunum sínum? Hann varð á tímabili hastarlega „óvinsæll" af því, og hefði eflaust lengi eimt eftir af því o. fl., ef hann hefði setið hjer heima. En hann ljet ekkert á sig fá — og sat í öðru landi. Þótt það kunni að hljóma ein- kennilega í eyrum manna, þá var þetta líklega happ íslandi og mál- efnum þess.------- í þessum orðum, er hjer eru skráð um Jón Sigurðsson, er eng- in nauðsyn að rekja starfssögu , hans, sem er margþætt og víð- tæk, enda er til þess hjer hvorki tími nje rúm. Það hefir og oftar en einu sinni verið gert af gegn- um og fróðum mönnum, og verð- ur vissulega einnig gert með korpandi kynslóðum. Gera verð- ur ráð fyrir, að þjóðin þekki hann framar mörgum öðrum. Ekki að- eins æfiatriði hans í heild (nokk- ur æfi-ártöD eru við niðurlag þessarar greinar), heldur og þá miklu þýðingu, sem störf hans f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.