Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 13
ÞJOÐHATIÐARBLAÐ 17. júní 1944 13 Stórvirkustu framleiðslutækin Framh. af bls. 11 TOGARI FRAMTÍÐARINNAR. SVO SEM kunnugt er efndi Sam- trygging ísl. botnvörpunga á s. 1. ári til verðlaunasamkepni um J,eikning- ar að nýtísku togara. Var efnt til þess arar samkepni í tilefni af 20 ára starfsafmæli Samtryggingarinnar og skyldi teikningunum gefið nafnið: „Botnvörpuskip framtíðarinnar“. Samtryggingunni bárust 5 teikn- ingar, frá fjórum mönnum. I dóm- nefnd voru eftirtaldir menn: Kjart- an Thors framkvæmdastjóri, tilnefnd. ur af Fjelagi ísl. botnvörpuskipaeig- enda og var hann formaður nefnd- arinnar, 'Asgeir Þorsteinsson for- stjói'i, tilnefndur af Samtryggingu ísl. botnvörpunga, Kolbeinn Sigurðsson skipstjóri,'tilnefndur af Skipstjóra- fjelaginu Ægi, Jón A. Pjetursson, hafnsögum., tilnefndur af sjómanna- fjelögunum í Reykjavík og Hafnar- firði og Þorsteinn Árnason vjelstjóri, tilnefndur af Vjelstjórafjelagi ís- lands. Dómnefndinni kom saman um að lokinni athugun, að engin fyrstu verðlaun yrðu veitt. Hinsvegar skyldu veitt tvenn önnur verðlaun, og hlutu þau þeir Þórður Runólfsson verksmiðjuskoðunarstjóri og Erling- ur Þorkelsson vjelfræðingur. Sam- trygging ísl. botnvörpunga ákvað, eftir að hafa keypt teikningar þess- ar, að gefa þær Fjelagi ísl. botn- vörpuskipaeigenda, og hefir blaðið fengið leyfi hjá því til að birta myndir af þeim. (Sjá myndir á s. 11). TEIKNING ÞÓRÐAR RUNÓLFSSONAR. FER hjer á eftir stuttur útdráttur úr greinargerð (skýringum) á teikn- ingu Þórðar Runólfssonar: Aðalmál skipsins: Lengd: 52.20 m. Breidd: 8.50 m. Dýpt: 4.30 m. Rými nálægt 535 smálestir. Gengið er út frá því að skipið geti jafnt stundað ísfiskveiðar og siglt með aflann til Englands, ^ða megin- lands Evrópu eða saltfiskveiðar við Island og nálæg fiskimið. Fiskilestar skipsins eru fjórar, og samanlagt rúmmál þeirra nál. 445 teningsmetrar. Lestarnar eru einangr aðar eins og venjulegt er um kæli- rúm í skipum, svo að hægt sje að að geyma í þeim kulda. I vjelarúmi er gert ráð fyrir tveim kælivjela- samstæðum, sem eiga að halda lest- unum köldum. Skipið er alt með tvöföldum botni ■* ■> * t ÞANNIG LITU ÚT nýjustu togarar Ameríkumanna fyrir stríð. og í því eru sjö vatnsþjett þil. Akker- isvindan er rafknúin og komíð fyrir uppi á hvalbaknum. Undir hvalbakn um er-komið fyrir lýsisbræðslu og vjelum til fiskimjölsvinslu, allstórri veiðarfærageymslu, salerni og skáp. Undir 'þilfari fremst í skipinu er stafnhylki, keðjukjallari og fiski- mjölslest nál. 80 ten.m. að rúmmáli, aftan við hana er lítil lest til veiðar- færageymslu. Hylki (tankar) í skipinu eru fjög- ur fyrir neytsluvatn samtals 105 smál., tvö fyrir eldsneytisolíu fyrir samtals nál. 170 smál., sem er ná- lægt 35 daga forði handa skipinu í fullum gangi. Undir öxulgangi er hylki undir 2 smál. smurningsolíu. Aftur í skut er nál. 25 smál. hylki fyrir lýsi. Vjelabúnaður skipsins: • Aðalvjelar eru tvær, hvor 500 hö. með 375 snún. á mín. Knýja vjelarn- ar sameiginlega einn skrúfuás með tanndrifi, sem lækkar snúningshrað-- ann svo að snúningshraði skrúfunn- ar verður 125 á mín. Vjelarnar eru ekki gangskiptanlegar og tengdar beint við tanndrifið. Skrúfan er af svokallaðri „Kam- ewa“-gerð, með hreyfanlegum bföð- um. Slíkar skrúfur hafa lengi verið þektar á smáum skipum, en fyrir að- eins fjórum árum, var slík skrúfa sem hjer um ræðir, sett á stór skip, en sú tegund er nú< í notkun á 50 til 60 hafskipum, m. a. á sænska far- þegaskipinu ,,Suecia“ sem er 7200 smál. að stærð. Gert er ráð fyrir að ganghraði skipsins sje nálægt 12 mílur með báðum vjelum í fullum gangi, en 8 mílur ef aðeins önnur vjelin er í gangi. Mannaíbúðir: Eru miðskipa og á afturskipinu. Aftur af stýrishúsi er kortaklefi, íbúð skipstjóra sem er skrifstofa, svefnklefi og baðklefi. í brúnni er einnig klefi loftskeyta- manns og er loftskeytastöðin þar einnig. í neðri brúnni framanverðri er herbergi fyrir 1. stýrim. og vjel- stjóra og borðsalur fyrir yfirmenn. Gangur liggur aftur eftir vjelarreisn. Aftur á skipinu undir bátadekki, , eru borðsalur, þvottaherbergi, sjó- klæðageymsla, fjögúr tveggja manna herbergi, eldhús og aftast í skipinu matvælageymsla. Undir þilfari aftast eru tvö átta manna herbergi og tvö fjögra manna.' Á bátaþilfari eru tvö tveggja manna íbúðarherbergi, aftan við þau er kæli klefi fyrir matvæli skipsins, og þar. fyrir aftan klefi fyrir stýrisvjelina, sem gert er ráð fyrir að sje fjarstýrð vökvaþrýsti-stýrisvjel. Bátar skipsins eru tveir 18 feta langir og hanga í nýtísku, skrúfuðum bátauglum. Skipið er að sjálfsögðu búið öllum nýtísku siglinga- og ör- yggistækjum. Teikning ERLINGS ÞORKELS- SONAR. HJER er einnig stuttur útdráttur úr skýringum Erlings Þorkelssonar: Aðalmál skipsins: Lengd: 50.29 m. — 165 fet ensk. Breidd: 8.23 m. —- 27 fet ensk. Dýpt: 4.27 m. — 14 fet ensk. Þilfarshús: Eru bygð á afturþilfari í allri breidd skipsina á 14. 5 m. lengd, í 4 m. breidd á miðju þilfari. Stýrishús, loftskeytaherbergi og í- búð skipstjóra er ofan á þilfarshúsi fremst. Stýrisvjelarhús er aftast yfir þilfarsbyggingu. Aftan við stýrishúsið er kortaklefi og loftskeytaklefi, en þar fyrir aft- an eru tvö herbergi fyrir skipstj., ( auk salernis og baðherbergis. Neðan þilfars er skipinu skipt þannig með vatnsþjettum skilrúm- um: Fremst stafnhylki. Keðjukjall- ari og netalest, en þar undir hráoliu- tankar. Fram-fiskilest. Aftur-fiski- lest. Fiskimjölslest. Vjelarúm. Mannaíbúðir. Lýsisgeymar eru í skipinu fyrir ca. 120 tunnur lýsis. Og hráolíugeymar fyrir ca. 165 tonn. Aðalvjel skipsins 1000 til 1100 HK dieselvjel með beinu sambandi á skrúfu og er þessi vjel eingöngu not- uð til þess að drífa skipið áfram. En auk þess eru ýmsar hjálparvjelar svo sem sjó- og lensidælur, loftdæl- ur, olíudælur og díeselmotor og raf- all fyrir togvinduna. , Ibúðir skipverja eru fyrir als 35 manns. Fyrir aftan vjelarrúm undir þilfari, eru fjögur eins manns her- bergi, eitt tveggja jnanna, eitt þriggja og tvö fimm manna herbergi. I yfirbyggingu skipsins á þilfari er einn 8 manna klefi og annar 4 manna. I þilfarshúsi fyrir framan vjelarrúmsop, er sitt herbergið fyrir hvorn 1. vjelstj. og 1. stýrim. Og í stjórnpalli eins og fyrr segir, tvö her- bergi fyrir skipstjóra og loftskeyta- klefi sem er íbúð loftskeytamanns. Borðsal er komið fyrir aftast bb-megin í þilfarsbyggingu, og ej ætlaður fyrir a. m. k. 20 manns. Eld- hús er þar fyrir framan. Sömuleiðis er í þilfarsbyggingunni geymslur fyrir matvæli, geymsla fyrir hlífð- arföt, vatnssalerni o. fl. Gengið er inn í þilfarsbyggingu sb og bb. frá þilfari aftast. Er þessi inngangur lok- aður með tveim hurðum (venjul. hurð og þjettihurð að utan), er þjetti hurðin til þess að hægt sje að loka ganginum alveg, ef vont er veður. Tveir gangar liggja aftur með vjel- arreisn, en sameinast í einn gang þar fyrir aftan. Frá þessum göngum er gengið inn í íbúðarherbergi, mat- sal, eldhús, geymslur, W. C. og bað- herbergi, niður til íbúða undir þil— fari og upp á bátaþilfar, einnig inn í vjelarreisn. BB-megin liggur gang- ur fram þilfarsyfirbygginguna og er gengið úr þeim gangi inn í herb. 3. vjelstj. og stýrim., en áframhaLl gangsins liggur fram í herbergi tog- vinduvjela og upp til stýrishúss. Þannig er innangengt unf allar íbúðir skipverja, til matsalar, vjelarrúms og stýrishúss. I vjelarrúmi er frystivjel, nægilega stór til þess að kæla með fisklestar skipsins, þegar fluitur er ísfiskur. I sambandi við rafmagnskerfi skipsins er komið fyrir hæðarmælum, sem hægt er að lesa á, ef straumur er settur á þá, hve mikið vatn eða oha Framh. á bls. 30. EINN AF NÝRRI TOGURUM Breta, sem stundaði veiðar hjer við land fyrir stríð. ÞESSI ÞÝSKI TOGARI gat haldið áfram veiðum á Halamið- um fyrir stríð, þegar íslensku togararnir urðu að leita hafna vegna veðurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.