Morgunblaðið - 17.06.1944, Side 15
15
í>JÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 17. júní 1944
TA LAND Á
MENN KUNNA
ÆRINN AUÐ
AÐ NOTA’ANN
Nokkru fyrir aldamótin hóf fjelaus
og heilsulítill sveitapiltur að nafni
Halldór Guðmundsson, — ættaður
úr Skaftafellssýslu, •— járnsmíðanám
í Reykjavík og lýkur því árið 1898 þá
23 ára gamall.
Árið 1899 siglir Halldór til Kaup-
mannahafnar til þess að leggja stund
á vjelfræði og þó að hann verði sjálfur
að sjá sjer farborða með því að vinna
að vjelsmíðum jafnframt náminu, lýk-
ur hann þar prófi árið 1901 með á-
gætri einkunn og öðlast sem fyrsti ís-
lendingur rjettindi til þess að taka að
sjer vjelstjórn á stærstu línuskipum.
Ufn þetta leyti var rafmagnið að
ryðja sjer til rúms meðal hinna helstu
menningarþjóða og áhugi vaknar nú
‘hjá Halldóri fyrir því, að halda til
Þýskalands til þess að nema þar hina
nýju tækni, sem á eftir að gjörbreyta
lifnaðarháttum þjóðanna — rafmagns
tæknina.
Hinn ungi maður hefir skilið það á
undan flestum samlöndum sínum, að
rafmagnið á ekki síst erindi til ætt-
lands hans íslands.
Umsókn sendri Alþingi — um styrk
til að nema raffræði — er hafnað,
þrátt fyrir ágæt meðmæli fjelags ís-
lenskra iðnaðarmanna í Kaupmanna-
Halldór Guðmundsson.
\
höfn. En ekki verður þetta að fóta-
kefli. Þrátt fyrir fjárskort og ýmsa
aðra erfiðleika er námið hafið árið
1902 í Berlín og prófi lokið í raffærði
30. september 1903.
Framundan blasti nú við hið
ónumda framtíðarland: ísland með
fossum og flúðum — þjóð er sat í
myrkri og kulda. Nú skyldi beisla foss-
ana og veita orkustraumum yls og
ljóss inn á sem flest heimili og sjá iðn-
aðinum fyrþ' hagnýtu hreyfiafli.
Fyrstu vatnsaflsstöðvar eru nú
reistar úti um sveitir landsins og
smám saman tekur draumurinn að
rætast . . .
Hjer er ekki rúm til þess að rekja
æfiferil brautryð j andans Halldórs
heitins Guðmundssonar, fyrsta raf-
magnsfræðings þessa lands. Fyrirtæki
hans Halldór Guðmundsson & Co., er
rak all-umfangsmikla starfsemi á sviði
rafmagnsiðriaðar og verslunar, lagðist
niður frá fráfall Halldórs árið 1924.
★
— Fyrirtæki vort, Gísli Halldórsson
h.f., er einskonar áframhald af fyrir-
tæki Halldórs Guðmundssonar og
runnið af sömu rótum.
Vjer viljum — eins og hann —- vinna
að aukinni og bættri tækni í landinu.
★
— Á þessum hátíðisdegi íslensku
þjóðarinnar hefir oss þótt rjett að
minnast eins af brautry ð j endum
hennar á verklega sviðinu. Mun það
mála sannast, að í framtíðinni er eigi
alllítið undir því komið að þjóðin megi
eignast sem flesta slíka menn og kunna
að meta þá og hugsjónir þeirra að
verðleikum.
Með nýjum,. hagnýtum og mikil-
virkum vjelum mun hin íslenska þjóð
lyfta þeim grettistökum, er liggja á
vegum hennar í framtíðinni og skapa
sjer á ný ódauðlega menningu.
r
VERKFRÆÐINGAR OG VJELASALAR