Morgunblaðið - 17.06.1944, Page 17
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 17. júní 1944
17
JJómaS
Cjuhnunclsson:
JJt vil jeg — heim
Af tvennum þræði cr hin tregandi heimþrá spunnin,
sem taiar upp úr rauðum svefni vors blóðs.
Úr óminnisfyrnsku, um farveg aldanna runnin,
vor fortíð leiíar oss uppi og kveður sjer hljóðs.
En það er á móíum minninga og drauma shma,
sem mannsins heimþrá skal sína ættjörð finna.
Því draumur og minning er leiðin til sama lands,
og Iandið er uppruni, saga og framtíð lians.
Og út vil ég — heim. Það var inntak norrænna Ijóða,
og enn er sama viðlagi hvíslað að þeim,
sem nú foera sárastan söknuð norrærma þjóða.
Því sjá! Þeir flýja sitt land til að komast heim.
Og engin kynsluð áður á Norðurlöndum
átti svo langan óg dapran veg fyrir höndum.
Og Island græíur að geía ekki leiðina stytt.
Nú getur þáð aðeins voítað bræðraþel sitt.
Og Finnland! Vér hörmum hlutskifti barna þinna.
Vér hörmuni þau örlög, er gerðu svo stoltri þjóð
að berjast til falls með fjandmönnum bræðra sinna.
'Oft fannstu þér verðugra efni í þín heíjuljóð.
En frelsisins eldur á alíari þínu mun brenna
hve ört sem þitt blóð og þín tár út í sandinn renna.
Og látum þá eina undrast hátterni þitt,
sem aldrei mundu verja föðurland sitt.
Og tigna Svíþjóð, á tungu Egils og Snorra
vér tjáum þér bróðurkveðjur og vinarorð!
Því ennþá rekjum vér ætterni feðra vorra
íil ungra norrænna guða á sænskri storð.
En einnig þér er vaxinn harmur og vandi.
Eg veit að þú tregar sjálf hvert fótmál af landi,
sem nágranna þinna níðingum opið stóð.
Svo nöpur gerðust þjer örlögin, sænska þjóð.
En heimurinn veit, þótt vitnist það seinna betur,
að vorri og þinni samúð er þangað stefnt
sem norska þjóðin þolir sinn langa vetur,
við þrautir og dauða, sem eilífð fær ekki hefnt.
Þú barðist ein þóít væri við varg að etja.
Hann vann ekki á þinni sál. Það er skáld og hetja,
sem fallin gengur fyrir víkingum þeim,
sem fyrsiir stíga á land er þú kemur heim.
En einnig hún má þúsund þjáningar bera,
sú þjóð, sem býr við hin glaðværu dönsku sund.
Og kannske finnst henni færra en mætti vera,
um frænda sinna kveðjur á slíkri stund.
En fólk, sem berst fyrir frelsi og hamingju sinnij
mun fyrst verða til þess að gleðjast með ættjörð minni, •
og bjóða þeirri þjóð í sitt bræðralag,
sem þráði um lengstar aldir sinn freísisdag.
Því vér höfum líka verið að heiman og barist.
Og væri stundum orðin tvísýna á því,
hvort sjálfum oss og öðrum vér fengjum varist,
kom íslenzk heimþrá og vakti þjóð sína á ný.
Og Iamri einhvern með land sitt í aðrar álfur,
hann ætti að láta sjer nægja að fara. það sjálfur.
Því stefnan er ein — hvorki ausíur né vestur um haf —,
og vér ætlum oss sjálfir það land, er oss Drotíinn gaf!
Því hingað var stefnt. Og frjálst skaltu einnig ferða,
mitt fagra land, og megi þtn unga þjóð
um eilífð þeirri veröld að liði verða,
sem vígir drengskap og rétti sín hetjuljóð.
Og megi vor arfur í ætíerni, máli og sögum,
Islandi verða leiðsögn á komandi dögum,
að ganga þeirri bróðurhugsjón á hönd,
sem heilögum sáttum skal tengja öll Norðurlönd.
einokuninni
Framh. af bls. 16.
til þess að landsmenn geti skilið,
hvað við er átt.
>V
Það er stundum á það bent, að við
íslendingar höfum ekki einir átt við
þessa kúgun að búa og að hún hafi
verið skilgetið afkvæmi þess aldar-
anda, sem þá ríkti og raunar í því
formi, sem verslunin tíðkaðist þá
sumstaðar. Þetta er að- ýmsu leytj
rjett athugað. En vert er þó að minna
á, að þótt verslunaráþján með að-
ferðum 20. aldarinnar kunni að ýmsu
leyti að vera með öðrum hætti og ó-
frelsisfjötrarnir riðnir öðrum þáttum
en fyrr var, verður slíkt helsi þó
vissulega ætíð jafn óbærilegt og af-
leiðingar þess jafn örlagaríkar fj'rir
þjóðina, sjálfsvirðing hennar og
manndóm.
★
Það tók íslensku þjóðina langan
tíma að losna úr viðjum einokunar-
verslunarinnar. I þeirri sókn var ekki
altaf langt á milli áfanga, en þó mið-
aði ætíð nokkuð á leið. íslendingar
kannast við marga þessa áfanga sem
merkilega atburði úr sögu sinni.
Stofnun Landsbankans og starfsemi
hans er fyrsta tilraunin til að hverfa
frá frumstæðri vöruskiftaverslun til
viðskifta á peningagrundvelli og jafn
framt fy'rsti vísirinn að ísl. myntinni.
íslensk verslúnarfyrirtæki rísa á fót
og hafa þegar í stað hagkvæm áhrif
á verð innfluítrar og útíluttrar vöru
og bæta verslunarbraginn. Stofnun
Islandsbanka bætir úr lánfjárþörf
verslunarinnar og greiðir fyrir bein-
um viðskiftum við útlönd. Lagning
sæsímans til landsins færir verslun-
inni nýtt blóð og kemur henni í líf-
rænt samband við umheiminn. Eim-
skipafjelag íslands er í senn líftrygg-
ihg íslensku þjóðaririnar á viðsjár-
verðum tímum og eitt mikilvægasta*
þjálpartæki verslunarinnar. Þannig
mæíti lengi telja, en eitt er þó mest
um vert: Verslunin hefir færst inn
í landið og er í höndum íslenskra
manna.
★
Framtíðin er óráðin gáta. Þótt
verslunaraðstaða okkar sje í dag að
ýmsu leyti sæmileg, er hitt jafn-
víst, að verslunarstjettarinnar bíða -
mörg vandamál, sem erfiít kann að
verða að leysa. Það er ósk mín og
von, að verslunarstjettin gangi að
starfi sínu í framtíðinni með dreng-
skap og hollustu við þjóðina, minn-
ug þess, að verslunin var um eitt
skeið örlagaríkasti þátturinn í lífi
þjóðarinnar.
Odclur Guðjónsson.
Hugsað vestur
Eitt brot af íslands bergi hörðu
í bjarma Vesturs rís.
Það berg er auðþekt allri jörðu,
þess efni menning kýs.
Ef einhver þrekraun á að vinna
á upphaf sitt og styrk þau berglög minna,
svo íslensknöfn og ættin hraust
í álfu nýrri vekja traust.
í'raun og örbirgð ísland mændi
á eftir mörgum hóp,
sem vestræn óbygð að sjer hændi
og ættlánd nýtt þeim skóp.
En fregn um barna hreysti og hróður
barst heim og gladdi ástartrygga móður.
Nú veit hún bjart um vöggu og gröf
og vor og sumar bak við höf.
Á óskastund, sem upp er runnin
um alfrjálst land og þjóð,
skal minst á barna afrek unnin
og ást — á Vesturslóð,
á trygð við móðurmálið góða,
á mátt er skapar virðing allra þjóða.
Heill, meiði þeim sem ísland á.
í álfu Leifs hann vaxa má.