Morgunblaðið - 17.06.1944, Side 23
ÞJOÐHATIÐARBLAÐ 17. júní 1944
23
FRAMTÍÐ LANDBÚNAÐARINS
Eftir Jón Sigurðsson, alþingism. Reynistað
i.
ÞEGAR ritstjórar Morgunblaðsins
fóru þess á leit við mig í tilefni af
þeim merkilegu tímamótum, er nú
standa fyrir dyrum, að jeg skrifaði
greinarkorn um framtíð íslensks
landbúnaðar, tók jeg því fálega. Þeg-
ar vordagarnir koma, eru helstu
verkefni okkar bændanna atð hlúa að
nýgræðingnum og nýju lífi; merkilegt
starf, sem of fáir kunna að meta eins
og vert er. Það eru störf, sem taka
bóndann allan, ef hann ber það heiti
meir en að nafni. Skriftir og ritsmíðar
verða þá hvimleið viðfangsefni, sem
flestir óska horfin út í hafsauga.
Þetta verðúr að vera afsökun mín
fyrir því, að til þessarar greinar er
ekki svo vandað sem jeg hefði kosið
og efnið verðskuldar. —
Það skal tekið fram, að í einum
þætti þessarar greinar er stuðst
mjög við athuganir, er gerðar hafa
verið og fram koma í sámkepnisrit-
gerð, sem send var B.fjel. íslands.
II.
ÞVÍ MIÐUR verð bæði jeg og aðr-
ir að taka undir með skáldinu: „Lítið
vitum aftur' en ekki fram, skyggir
Skuld fyrir sjón“. Þetta gildir jafn-
vel framar venju nú, meðan alt er í
óvissu um, hvað ofan á verður hjá
stórþjóðunum, t. d. í verslunar- og
tollmálum o. m. fl., er íslenskan land
búnað varðar miklu.
Jeg geri þó fastlega ráð fyrir, að
hlutverk íslensks landbúnaðar og
bændastjettar haldist óbreytt eins
og það hefir verið á liðnum öldum
frá upphafi Islands bygðar, en það
er:
1. að sjá þjóðinni fyrir hollri og
kjarnmikilli fæðu;
r.
2. að leggja þjóðinni til efni til
iðnaðar, t. d. ull í hlýjaij, klæðnað og
skinnavöru ýmiskonar.
3. að framleiða gjaldeyrisvöru til
útflutnings • að því leyti, sem fram-
leiðsla landbúnaðarvara er meiri en
innanlandsþörfin krefur á hverjum
tíma.
4. að ala upp tápmikið og heilbrigt
fólk bæði á líkama og sál.
5. að varðveita tungu þjóðarinnar
og íslenska bændamenningu.
Jeg er sannfærður um, að framtíð-
arheill þjóðarinnar veltur meðal ann
ars mjög á því, hvort íslensk bænda-
stjett verður þess megnug að leysa
þessi verkefni vel af hendi.
III.
ÁÐUR EN jeg ræði frekar um
framtíðina vil jeg þó fyrst staldra
við. Síðan um síðustu aldamót hef-
ir fólki fækkað í sveitum, þar með
talin kauptún með færri en 300 íbúa,
úr 62919 manns ofan í 46984 manns
árið 1940. En sveitirnar hafa ekki að
eins mist rúmlega V\ af mannafla
sínum og vinnuorku, sem hefir flutst
til kauptúna og sjávarþorpa. Með
þessu fólki hafa einnig flutst miklar
fjárhæðir á mælikvarða okkar bænd-
anna. Þetta hefir ekki verið rann-
sakað, en er þó vissulega rannsókn-
arefni. Grunur minn er, að hjer sje
um marga miljónatugi að ræða, mið-
að við núgildandi verðlag peninga.
Þrátt fyrir þessa blóðtöku hafa
þeir sem eftir sátu orkað því að al-
sljetta mörg tún og hefja mikla tún-
útgræðslu og engjarækt, byggja víðs-
vegar bæði íbúðar- og útihús úr var-
anlegu efni, gera girðingar, sem ná
yfir afar miklar vegalengdir og ótal
önnur mannvirki. Á sama tíma hefir
búpeningi bænda fjölgað. Töðufallið
meir cn tvöfaldast. Útheysfengurinn
aukist nolckuð, og ef tekið er tillit til
aukinna afurða búfjárins á hvern
einstalding, má telja, að á síðustu 43
árum hafi fram’eiðsla landbúnaðar-
ins aukist um nálægt 50%.
Á síðari árum hafa auk þessa mörg
hjeruð og sveitir lagt á sig stór gjöld
til vegagerðar innanhjeraðs. Þetta, á-
samt fjárframlögum rikisins, hefir
orkað því, að árlega fjölgar þeim
býlum, sem fá akfæran veg heim til
sín, svo fjarlægðirnar hverfa nú óð-
um.
Allar þessar framkvæmdir og auk-
in afköst eru hvað sem hver segir
Grettistak, sem íslenskir bændur hafa
lyft, þrátt fyrir mikinn missi bæði
manna og fjármuna.
Þetta sýnir ljóslega orku íslenskra
bænda, en það er atriði, sem ekki er
hægt að ganga framhjá, þegar rætt
er um framtíðina, og hvers vænta
má af bændastjettinni, ef það tekst,
sem jeg vona, að búa henni þau
starfsskilyrði, að hún geti meytt að
fullu krafta sinna.
IV.
TIL ÞESS að íslenskir bændur geti
valdið þeim verkefnum nú og fram-
veg'is, er vikið var að hjer að fram-
an, verða bændur að fá framleiðslu-
verð fyrir vörur sínar. Margir draga
í efa, að bændur geti að stríðinu
loknu selt vörur sínar erlendis fyr-
ir framleiðsluverð. Þeir gera því ráð
fyrir, að framvegis verði bændur að
framleiða eingöngu fyrir innlendan
markað. Ef hrakspár þessar rætt-
ust, væri loku skotið fyrir allan vöxt
■* v
landbúnaðarins um langt skeið. Alt
tal manna um nýbýli, samvinnubygð
ir og margt fleira, væri þá óvitahjal.
Þeir sem trúlausastir eru á framtíð
ísl. landbúnaðar, fengju þá að sjá
drauma sína rætast, er nær hálft
landið legðist í eyði.
Hjer er því eins og sakir standa
um mjög þýðingarmikið atriði að
ræða fyrir framtíð landbúnaðarins,
og verður þess vegna ekki hjá því
komist að athuga það sjerstaklega.
V.
ÍSLAND er af búfróðum mönnum
talið vel fallið til landbúnaðar, þótt
framleiðslan geti ekki orðið fjöl-
breytt. Jarðvegurinn er mjög vel
fallinn til ræktunar. Veðráttan veld-
ur bændum að vísu örðugleikum, en
ýms ráð eru nú fyrir hendi til að
bæta úr því, sem áður þektist ekki,
og þeim hjálparráðum fer vafalaust
fjölgandi. Bændur í öðrum löndum
hafa einnig við margvíslega örðug-
leika að stríða af völdum náttúrunn-
ar, þótt þeir búi sunnar á hnettinum.
Skilyrði eru hjer góð til grasræktar
bæði að því er snertir uppskerumagn
og gæði hennar, en á grasræktinni
byggist ísl. landbúnaðurinn. Búpen-
ingurinn er lítt ræktaður, en kyn-
góður og stendur til mikilla bóta.
Loks er hjer gnægð ræktunarlands,
víðlend og grösug heiðarlönd til
sumarbeitar og lengur, ef samtök
væru um að notfæra sjer þau á rjett-
an hátt> og ódýrt jarðnæði, saman
borið við nágrannalöndin.
Við höfum því frá náttúrunnar
hendi skilyrði til að keppa við aðrar
þjóðir um sölu búfjárafurða, ef ann-
að brysti ekki.
Framh. á bls. 25.
SÁMSSTAÐIR í FLJÓTSHLÍÐ. Eitt mesta fyrirmyndarbú á landinu í nýtísku stíl, í höndum Kleménsar Kristjánssonar tilrauna-stjóra.
Húskapurinn þar bendir á margt um fr amtíð íslensks landbúnaðar.