Morgunblaðið - 17.06.1944, Page 25
25
/
I
)
'1ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 17. júní 1944
Framtíð landbúnaðarins
Framh. af bls. 23.
Gerðar hafa verið samanburðar-
rannsóknir á ýmsum þessum atrið-
um hjer og hjá nágrönnum okkar
austan hafs og vestan. Rannsóknir
þessar, sem bygar eru á opinberum
heimildum, leiða í Ijós, að hátt kaup-
gjald í landbúnaðarvinnu hjer á landi
samfara mikið minni vinnutækni og
minni vinnuafköstum veldur iang-
samlega mestu um, hve samkepnin
er íslenskum bændum erfið á erlend-
um mörkuðum. Eftir atvikum er það
hepni fyrir okkur, að meinsemd-
in skuli aðallega vera á þessum svið-
um, því á þessu er hægt að ráða bót.
VI.
AF FRAMANRITUÐU er það
Ijóst, að bændur verða framvegis að
leggja höfuðáherslu á að lækka fram-
leiðslukostnaðinn. Helsta leiðin verð-
ur að spara dýrt mannahald, en auka
í þess stað vjelanotkun á öllum svið-
um og hverskonar tækni utan bæjar
sem innan, svo að vinnuhraðinn og
afköstin aukist að miklum mun.v
Jafnhliða þessu’ þúrfa bændur og
þær stofnanir, er fyrir þá vinna, að
kappkosta að auka vörugæðin á allan
hátt, svo að vörur bænda verði eftir-
sóttar af innlendum og útlendum
kaupendum. Það hefir áður verið á
það bent, hversu mjög bændur juku
afköst sín á síðastliðnum 40 árum.
íslenskir bændur safna nú kröftum
til nýrra átaka að stríðinu loknu.
Með stuðningi þess opinbera, þætti
mjer ekki ólíklegt, að þeir gætu enn
tvöfaldað afköstin á tiltölulega fáum
árum.
VII.
TIL ÞESS að bændur geti alment
rekið búskap með nýtísku sniði verða
þeir með aðstoð ríkisins að vinna
að því, að þau starfsskilyrði fáist, er
henta hinu nýja búskaparlagi og geri
þeim kleift að keppa við aðra at-
vinnuvegi, bæði um fólk og fjár-
magn, og við aðrar þjóðir um mark-
aði.
\
Skal nú vikið stuttlega að því, er
gera þarf til þess að bændur fái við-
unandi starfsskilyrði:
1. Að vísindi, vjelar og tækni ann-
ara þjóða, er komið geta að gagni
fyrir landbúnaðinn, verði notuð til
hins ítrasta. Haft verði vakandi auga
á öllum nýjungum erlendum og inn-
lendum á þessu sviði og rannsakað
gildi þeirra. Útbreiddar vjelar og
vinnubrögð, er best reyndust, t. d.
með því að láta þar til hæfa menn
ferðast sveit úr sveit til þess að kenna
bændúm eða húsmæðrum meðferð
nýrra vjela eða hentugri vinnubrögð.
2. Að ítarlegar rannsóknir verði
gerðar á ýmsum hagfræðilegum at-
riðum, er snerta landbúnaðinn og við
mismunandi skilyrði, t. d. hvaða
jarðarstærð og bústærð svarar
hæstri búrentu. Hvar mörkin liggja
milli þess, að betur borgi sig að hafa
sauðfje en kýr. Hvaða búrentu svar-
ar stóðhrossaeign móts við annan
búpening og margt fleira mætti telja.
Búreikningaskrifstofa ríkisins er
sjálfkjörin til þessa starfa, en hana
skortir nauðsynlegt fje til að greiða
aðstoðar- og eftirlitsmönnum við
færslu búreikninga. Tillaga hefir
komið fram um, að sett yrðu á stofn
reynslubú, er hefðu á hendi hag-
fræðilegar tilraunir o. fl.
3. Að öll tún og áveitueogjar verði
gerð vjeltæk, svo að sláttur með orfi
og ljá verði í mesta lagi aðeins
ígripaverk. Nýjar og stórvirkar vjel-
ar gera það kleift að sljetta á fáum
árum alt túnþýfi, sem eftir er, og
rífa sundur harðbalann. Það mun
reynast hentugast sökum þess, hve
vjelarnar eru dýrar og mikilvifkar,
að Búnaðarsamböndin kaupi vjel-
arnar með stuðningi þess opinbera
og reki þær. Þar næst kemur röðin
að túnútgræðslunni, sljettun engja,
framræslu og áveitu, en alt þetta má
vinna með stórvirkum vjelum.
4. Að vegir færir bifreiðum verði
lagðir um allar sveitir og komist
smám saman á öll sveitaheimili, þar
sem slíkt er kleift. Þetta er eitt af
frumskilyrðum fyrir því, að hægt sje
að ná miklum afköstum. Það kæmi
t. d. að litlu haldi, þótt bóndi hefði
nýtísku mjaltavjelar, ef hann eyddi
hálfum deginum í að flytja mjólkina
á akfæran veg. Vegagerðin hefir til
skams tíma notað aðallega skófluna,
gaffalinn og kerruna. Nú eru stór-
virkar vegavinnuvjelar að koma í
stað þessara tækja og þeim fjölgar
vafalaust mjög á næstu árum. Við
þessa breytingu verður margt kleift
í vegamálum, sem áður virtist óvinn-
andi. Svo heppilega vill til, að sömu
vjelar má nota að miklu leyti við
jarðvinslu og skurðagröft og við
vegagerðina. Virðist auðsætt, að
Búnaðarsambönd og sýslufjelög hafi
samvinnu um kaup slíkra vjela og
noti þær jöfnum höndum til jarð-
vinslu og vegagerðar, eftir því sem
með þarf á hverjum stað, sparast við
það flutningur á vjelum milli vinnu-
staða o. fl.
5. Að rafmagn til verkaljettis, Ijósa,
suðu og hitunar komist á sem allra
flest sveitaheimili. Mjer er það Ijóst,
að mörg heimili og bygðarlög verða
að bíða lengi með þeim aðferðum,
sem nú eru notaðar við flutning raf-
magnsins. En hver veit, nema einn-
ig það breytist og að hægt verða að
flytja áður langt líður sterkan raf-
straum á einfaldan og ódýran hátt
jafnvel út á ystu annes. '
Fátt eða ekkert mundi verða hús-
mæðrum í sveitunum jafn mikið til
verkaljettis og ánægju, ef jafnframt
fylgdu fjölbreytt, vinnusparandi
tæki, en slíkum tækjum fjölgar og
verða fullkomnari með hverju ári,
sem líður. Þá má ekki gleyma vjel-
um, sem notaðar eru við utanbæjar-
störf og sem ganga fyrir rafmagni,
s. s. mjaltavjelar o. f 1., er geta haft
mikla þýðingu fyrir bændur. Auk
þessa mundi ýmiskonar iðnaður rísa
upp í sveitunum, ef kostur væri á
nægri raforku, þeim til mikils hag-
ræðis.
6. Að íslenskur búpeningur verði
kynbættur fyrst og fremst með
ströngu úrvali og sæðisflutningi frá
útlendum kynjum, ef þess gerist
þörf, til þess að ná eiginleikum, er
samrýmast markaðskröfum og ís-
lenskum aðstæðum. Jafnframt ver^i
gerð rækilega undirbúip tilraun til
að,útrýma öllum þeim sauðfjárkvill-
um, sem hægt er að losna við með
einfi átaki.
7. Að íbúðar- og útihús til sveita
verði bygð með sjerstöku tilliti til
þess að ljetta umgengnina, þ. e. spara
vinnu og tíma þeirra, er þar starfa.
Til þess að koma byggingarmálum
sveitanna í viðunandi horf hygg jeg,
að líklegasta leiðin verði, að Bún-
aðarsambönd eða smærri heildir
tækju byggingarmálið að sjer, þann-
ig að það hjeldi úti vinnuílokkum
byggingarmanna með fullkomnustu
tækjum, sem kostur er á, t. d. hræri-
vjelum, mótorum, steypumótum úr
málmblendingi o. s. frv. Húseigandi
sæi um, að alt efni væri fyrirliggj-
andi á staðnum, en Sambandlð legði
til vinnu og vjelar og skilaði húsinu
fokheldu, tækju þá fyrir næsta hús
o. s. frv. En innanhússmíðið yrði
vetrarvinna, sem eigandi annaðist.
A þennan hátt yrði komið við full-
komnurft vjelum og fljótvirkustu og
bestu aðferðum, sem tæplega verður
við komið, ef hver baukar fyrir sig.
Eins og áður er tekið fram, eru öll
þessi mál þannig vaxin, að fram-
kvæmd þeirra er nauðsynleg til þess
að bændur fái þau starfsskilyrði, er
þeir þarfnast við atvinnurekstur
sinn og geti teki upp nýtt búskapar-
lag. Þessar framkvæmdir eru einnig
nauðsynlegar, ef bændum á að verða
kleift að lækka afurðaverðið innan-
lands og utan, en fá þrátt fyrir það
fult framleiðsluverð.
Þetta tel jeg að verði eitt af höfuð
viðfangsefnum bændastjettarinhar
næsta áratuginn.
Jeg jhefi orðið nokkuð langorður
um þenna þátt framtíðarmála land-
búnaðarins. -Stafar það af því, að
jeg tel, að framleiðslan og samkepn-
ishæfni hennar sje grundvöllurinn,
sem framkvæmdir og framtíðar-
draumar bænda byggjast á. Skal nú
vikið litillega að öðrum viðfangsefn-
um, sem framundan eru.
VIII.
ÞESS verður mjög vart, að bænd-
tir eru svartsýnir á framtíðina, þótt
fjárhagsástæður þeirra sjeu ýfirleitt
vel viðunandi. Það er fólksleysi, sem
nú háir landbúnaðinum svo, að slíks
munu ekki dæmi áðúr hjer á landi,
og eykur stórlega erfiði þeirra, sem
eftir sitja, svo að mörgum finst þeir
geti vart undir því risið og örvænta
um sinn hag. Svo er jafnan, er harð-
indi ganga yfir, venjulega hafa þau
verið tengd vi hafís eða eldgos. Að
þessu sinni stafa þau af óáran í mann
fólkinu. Fjárstraumur stríðsáranna
hefir raskað dómgreind fjölda fólks
á hinn óheillavænlegasta hátt, svo
það virðist hafa mist öll stefnumið
nema krafsa til sín fje. En þessum
harðindum er líkt farið og öðrum,
þau taka enda og þá taka bændur til
starfa með nýjum áhuga og björtum
vonum. Fólksleysið og örðugleikarn-
ir, sem af því leiða, kennir bændum
að draga ekki lengur að hlíða kalli
tímans og taka vjelarnar og ódýrari
orku en mannsaflið í þjónustu sína
strax, þegar um rýmist, og sannast
þá, að fátt er svo með öllu ilt, að
ekki boði nokkuð gott. En þótt vjel-
arnar sjeu ágætar og breyti striti í
leik, þá þurfa þær manninn með
sjer. Verkafólksmál sveitanna verða
því þrátt fyrir þær eitt af framtíðar-
málunum, því ekki geri jeg ráð fyr-
ir tómum einyrkjabúskap í framtíð-
inni, hann hefir ekki þótt eftirsókn-
arverður hingað til, þótt margur
verði að bjargast við hann eins og
nú standa sakir.
Margt fólk setur markið aldrei
hærra en að hafa lífvænlega at-
vinnu og eigið heimili. Kjör verka-
manna í kaupstöðum fyrir stríðið
voru ekki eftirsóknarverð, þótt kaup
ið væri hlutfallslega hátt. Það virð-
ist því undarlegt, ef bændur geta
ekki á eðlilegum tímum veitt því
verkafóiki, sem er uppalið í sveit og
hefir yndi af skepnum og sveita-
vinnu, lífsskilyrði, sem meir en jafn-
ist á við að hírast í kjallaraholum
kaupstaðanna og oft við óvissa at-
vinnu. Líklegustu framtíðarlausnina
til að tryggja bændum gott ársfólk
til bústarfa, hygg jeg vera að þeir
sem fest hafa jáð sitt eða hafa það
í hyggju, eigi kost á lítilli en góðri
íbúð, helst í sjerstöku húsi, þar sem
það hefði heimili sitt. Kaupið yrði
greitt að nokkru í búvöru og fóðr-
um eftir gömlu lagi. A þenna hátt
verða hjúin þátttakendur í búrekstri
heimilisins og báðir hafa haginn ef
vel gengur. í gamla daga var það
besti skólinn fyrir ungt fólk að starfa
á góðu heimili áður en það reisti bú.
Þrátt fyrir allar skólagöngur er það
svo enn, og mun verða einnig í fram-
tíðinni.
IX.
NOKKUÐ er rætt öðru hvoru um
samvinnubygðir og nýbýlahverfi sem
framtíðarlausn til þess að bæta úr á-
göllum einyrkjabúskaparins. Færi vel
á því, að tilraunir yrðu gerðar í þá
átt, en ekki kæmi mjer á óvart, þótt
þar kæmu fram gallar, sem yrðu þess
valdandi, að þessar lausnir þættu
ekki eftirsóknarverðar er fram liðu
stundir. Takist bændum að koma
framleiðslumálum landbúnaðarins í
viðunandi horf, mun þróunin aðal-
lega verða á þá leið, að bygðin þjett-
ist við skiftingu jarðanna. Þetta hygg
jeg að verði framtíðarlausnin og að
öllu leyti sú æskilegasta. Þegar ak-
vegakerfið nær inn til dala og út á
annes, munu margar þær sveitir, sem
íólkið flýr nú vegna vegleysis ogþ>ar
af leiðandi einangrunar, fyllast að
nýju af starfandi fólki.
ísland er ekki of stórt, ef horft er
til framtíðarinnar, en bændurnir eru
ennþá of fáir. Gæði landsins notast
best í dreifbýli, og í dreifbýlinu hef-
ir íslensk menning þroskast.
i
X.
ÞEGAR jeg hugsa um framtíð land
búnaðarins, öfunda jeg þá bændur,
er verða á ljettasta skeiði, er stríðs-
ólgan þrýtur. Þá hefst, ef ekki verð-
ur því ver á haldið, nýtt starfs- og
nýskipunartímabil, sem verður ein-
stakt í búnaðarsögu okkar. Nýjar
vjelar og ný vinnubrögð ryðja sjer
til rúms. Jarðrækt allskonar, kyn-
bótum og vöruvöndun fleygir fram.
Kornrækt blómgast í hinum veður-
sælli hjeruðum, sem fullnægir að
minsta kosti fóðurkornsþörf lands-
manna. Nýjar og verðmætar trjáteg-
undir verða gróðursettar um land
alt. A hverju býli, þar sem landrými
og önnur skilyrði leyfa, rísa upp
skógarteigar, er þegar fram líða
Framh. á bls. 30.