Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 1
43. árgangur 132. tbl. Fimmtudagur 14. júní 1956 Prentsmiðja Morguiiblaðsins Helmingur íbúa heims er læs FLORENS, Ítalíu, 13. júní — Á ársþingi alþjóðasambands útgef- enda skýrði dr. Luther Evans, framkvæmdastjóri mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóð anna frá því að 25 milljónir rnanna bættust árlega í hóp læsra manna í heiminum. Margir þess- ara manna fengju iöngun til þess að lesa bækur, sagði Evans. Evans upplýsti að læsir menn í heiminum væru 1300 milljónir, eða helmingur íbúa heimsins. Eflið S kosningasjóð i Sjalfstæðis- ílokksins SJÁLFSXÆÐISFLOKKUR- $ INN gengst nú fyrir fjár- s söfnun til þess að standa 1 straum af kosningunum. Þeir | sem styrkja vilja söfnun þessa s eru vinsamlega beðnir að ‘í koma á skrifstofu flokksins í • Sjálfstæðishúsinu eða að til- j kynna þangað símleiðis að S þeir vilja gefa í kosningasjóð- • inn (sími 7100). Verður gjöf- j in þá sótt til þeirra. Fram- S kvæmdastjóri söfnunarnefnd- ■ arinnar er Axel Einarsson. ■ Sem viðurkenningu fyrir ( gjöfinni verður mönnum af- S hent merki það sem myndin' hér að ofan sýnir. ( Þegar hafa margir iagt fé s í kosningarsjóðinn og má ■ nefna að á Hvatarfundinum ( nú fyrir skömmu söfnuðust s á 7. þús. kr. Sýnir þetta hinn ■ einstaka dugnað og hjálpfýsi ( Sjálfstæðiskvenna, sem nú s eins og jafnan áður hafa ekki j látið sitt eftir liggja í barátt- j unni fyrir glæsilegum sigri \ Sjálfstæðisflokksins. . Skoraðð er á alla Sjálfstæð- ■ ismenn að gera sitt bezta til j sigurs Sjálfstæðisflokksins í s þcssum kosningum.* ■ Leggið í kosningasjóðinn. ( Berið merki flokksins. s Flugmálunum hefur fleygt fram undir forystu Ingólfs Jónssonar Flugvöllum hefur stórlega fjölgad Cerbylting í öryggis- málum flugsins AÞVÍ tímabili, sem Ingólfur Jónsson ráðherra hefur haft flugmálin með höndum, hafa orðið mjög stórfelldar breytingar í framfaraátt á allri flugmálastarfsemi. Flug- vallakerfið hefur aukizt og flugöryggisþjónustan verið stór- bætt. Starfsemi flugfélaganna hefur og aukizt mjög mikið. Þar sem enn eru ekki landflugvellir eru notaðar sjóflugvélar, keppt er að því að koma upp sem flestum landflugvöllum. Itlýjungar Adenauer heimsækir Eisenhower WASHINGTON, 13. júní — TH GEVSIMIKIÐ ÁTAK f FLUGVALLAGER® Síðan 1953 hafa sjö flugvell- ir verið gerðir, þar á meðal flugvöllurinn við Akureyri, Þórshafnar-flugvöllurinn og flugvöllurinn í Grímsey. Allir þessir sjö flugvellir hafa haft stórþýðingu fyrir hinar dreifðu byggðir, fært þær nær umheimnum, ef svo má orða það og verið til þæginda og öryKgis fyrir fólkið. Ýmsir af þessum flugvöllum eru á af- skekktum stöðum og hefur orðið af þeim hin mesta sam- göngubót. Má segja að flug- vallarkerfið nái til flestra byggðarlaga landsins, en þó eru nokkur svæði þar sem tilfinnanlega vantar flugvell. svo sem eins og Vestafjarða- og Aust- fjarðakjálkana, enda þótt Egils- staðir eigi að vera miðstöð fyrir þann landshluta. í sambandi við sjúkraflug- vellina má geta þess, að fyrir atbeina ráðherrans, er nú þeg- ar hafin gerð fleiri slíkra valla og er fyrirhugað að gera 10— 15 sjúkraflugvelli nú i sumar. í ráðherratíð Ingólfs Jónsson- ar, eða á s.l. 3 árum, hefur verið varið um 10 milljónum króna til flugvallagerðar og er það meira en helmingi meira fé en á sam- bærilegu tímabili áður. . -■ VfA • ÖRYGGI FLUGSINS "' Meðan flug hér á landi var í bernsku og raunar síðar, urðu nokkur flugslys, sem vöktu óhug og gerðu menn trega til að nota hið nýja samgöngutæki. Fá lönd munu hafa öllu meiri þörf fyrir flugsamgöngur en ísland og þarf ekki mörgum orðum að því að eyða. Það er auðsjáanlega undirstöðu atriði að flugsamgöngurnar séu svo öruggar sem verða má. Á timabilinu síðan 1953 hef- ur flugöryggisþjónustan ver- Frh. á bls. 2. PHILADELPHIA í gær—Stjörnu fræðingar frá Bretlandi, Frakk- landi og Bandaríkjunum hafa setið hér á ráðstefnu óg rætt um miðlungsstóra sjónauka. — Stjörnufræðingarnir segja að hægt sé með notkun rafeinda að finna stjörnur með 20 þumlunga (50,8 cm.) sjónaukum, sem áður sáust ekki nema í 200 þumlunga (508 cm.) sjónaukum. ★ CHICAGO í gær — Á ársþingi ameríska læknafélagsins (AMA) hefur dr. Frank P. Foster, frá Lahey læknastofunni í Boston, skýrt frá nýrri einfaldri aðferð til þess að uppgötva hina svo- kölluðu duldu hjartasjúkdóma. Læknirinn sagði að aðferð þessi væri líklega mikilvægasta skref- ið í sjúkdómsgreiningu, sem stig- ið hefur verið frá því að raf- magns hjartaritinn var tekinn í notkun. marks um það að Eisenhower for- seti er á góðum batavegi, er þess getið að hann ætli að taka á móti dr. Adenauer, kanslara Vestur- Þýzkalands, sem er um þessar mundir staddur í Washington. Mun dr. Adenauer heimsækja forsetann í Walter Reed sjúkra- húsið. Dr. Adenauer verður fyrsti gesturinn, sem kemur á fund forsetans, frá því hann veiktist s. 1. föstudag, að undanskildum nánustu starfsmönnum hans og að sjálfsögðu fjölskyldu hans. Forsetinn nærist enn aðeins á fæðu, sein sprautað er inn í æð. ★ f SAMEIGINLEGRI tilkynningu sem dr. Adenauer og John Foster Dulles birtu í dag, segir að sam- eining Þýzkalands sé enn sem fyr eitt af þeim málum sem efst séu á baugi í heiminum. Þlngkosningar í Hollandi í gær Bretar yfirgela „slærsiu herstöð erlendis" Kairo, 13. júni. HAAG, Hollandi, 13. júní. OLLENDINGUM er lögum samkvæmt skylt að sækja kjörfund, en í kosningunum, sem fóru fram í dag til neðri deild- ar hollenska þingsins hafði aðeins helmingur kjósenda sótt kjör- fund þremur klukkustundum áð- ur en kjörstöðum var lokað. Búist var við fjölmenni á kjörstað síð- ustu minúturnar. Kosið er um 100 þingsæti. Á fráfarandi þingi höfðu jafnaðar- menn og kaþólskir hvor um sig 30 þingmenn. Þessir flokkar hafa farið með stjórn Hollands í ýms- um samsteypustjórnum frá því árið 1945. Ekki er búist við miklum breyt ingurn í kosningunum í dag, og er þó ekki talið ólíklegt að kaþólskir hefni ófaranna fyrir jafnaðarmönnum við síðustu kosningar er jafnaðarmenn hlutu 16 þús. atkv. meir en kaþólskir. ( Margir nýjir flugvellir hafa \ i verið gerðir sem bæta sam- ■ ■ göngur og auka öryggi fólks- ( ( ins. Farþegafjöldi flugvélanna ) ) fer sívaxandi. LONDON í gær — Anthony Nutting, aðstoðar utanríkisráð- herra Breta, skýrði frá því í dag, að brezka stjórnin hefði ekki fengið staðfesta þá fregn enn sem komið væri, að kommúnistar hefðu látið Egyptum í té tvo tundurspilla. RÓLEGA og með virðuleika héldu síðustu brezku hei- mennirnir í dag frá herbæki- stöðinni á Súezeiði, mestu her- stöð sem gerð hefur verið er- lendis, fimm dögum áður en samningur Breta og Egypta um brottflutning herliðsins gekk úr gildi. Bretar hafa verið í 50 ár að fullgera þessa herstöð. Hermennirnir sem fóru í dag, voru 11 liðsforingjar og 68 her- menn. Þeir fóru frá Suez til Kýpur. * Áttatíu mínútum eftir að brezku hermennirnir voru farnir var egypski fáninn dreginn að hún á flotabyggingunni í Port Said. Þúsundir manna höfðu safn ast saman við bygginguna «g fögnuðu þeir mjög. Samkvæmt brezk-egypzka sátt- málanum verða brezkir sérfræð- ingar um kyrrt á eiðinu og eiga þeir að aðstoða Egypta við að starfrækja herstöðina þar. Brezki herinn kemur aftur á eiðið ef árás verður gerð á eitt- hvert ríkjanna í Arababandalag- inu eða á Tyrkland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.