Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. júni 1956 MORCVNBLAÐÍÐ 7 „Umbóta“-sijórn áronna 1934—’39 rýrði kjör almennings um 15—20% lbrátf fyrir bafnandi verz lunarárfer&i Taíla II. Vörutegundir: Innflutningur í þús. kr. 1933 1935 1936 1937 1938 1. Ávextir .. 1220 1271 541 377 677 2. Vefnaðarvara og fatnaður ... .. 6725 4203 3295 4045 3434 3. Skófatnaður .. 1660 1171 731 1057 655 4. Verkfæri, búsáhöld o. fl. ... .. 3081 1138 1085 1592 1202 5. Hreinlætisvörur 608 374 221 263 267 6. Hljóðfæri, leðurvörur 81 52 41 44 52 7 Úr, klukkur o. fl 99 72 50 62 66 ISÍÐASTA sunnudagsblaði Tímans birtist 6 dálka grein, þar sem hinir sókndjörfu Tíma- menn reyna að verja óstjórn Hrseðslubandalagsflokkanna 1934 ■—39 og þá stórfelldu skerðingu lífskjara almennings í landinu, sem leiddi af þeirri óheillastefnu í efnahagsmálum, scm þá var fyigt. HVEKJIR KOMU INN- FLUTNINGSHÖFTUNUM Á? I>að má að vissu leyti telja framför, að í nefndri Tímagrein er þó sýnd ofurlítil viðleitni til þess að rökræða alvarleg vanda- mál, í stað þess að beita gífur- yitum fullyrðingum einum sam- an eins og Tíminn hefir nær ein- göngu gert til pessa. Heldur fara þeir Timamenn þó óbjörgulega af stað, þegar þeir eetla sér, eins og þeh- komast sjálfir að orði, að fara að ræða málið „í ljósi staðreyndanna". Fyrirsögn greinarinnar, sem prentuð er með geysistóru letri, hljóðar svo: „Fyrstu i nnflutn- ingshöftin voru sett, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn stóð að ríkis- stjórn“. Hér er „staðreyndunum" nú dálítið vikið við, því hið sanna er, að innflutningshöftin voru sett í október 1931, en þá íór einlit Framsóknarstjórn enn með völd. Ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirssonar, sem Sjálfstæðis- menn áttu einn ráðherra í, tók ekki við völdum fyrr en vorið 1932, og er því ekki hægt að klína því á hana, að hún hafi komið innflutningshöftunum á. „KRAFTAVERKI0“ 1934—39 Tíminn segir að ríkisstjórnin, sem sat árin 1934—39 hafi gert „kraftaverk", og virðist hai'ma það, að fólk sé nú farið að gleyma þessum kraftaverkum. Lítið fer þó fyrir því að varpað sé „ljósi staðreyndanna" yfir þessi krafta- verk. Þess er þó getið, að ríkis- stjórnih hafi látið byggja 1—2 síldarverkmsiðjur á þessum ár- um, en líklega hefði hvaða ríkis- stjórn sem setið hefði á þeim tíma reynt að styðja eflingu síld- ariðnaðarins, því að hún var ís- lendingum blátt áfram lífsnauð- syn, eins og þá stóð á. Það væri því ekki úr vegi að afhjúpa kraftaverkið, sem gerðist 1934 nokkru betur í ljósi staðreynd- anna, ef slíkt gæti orðið hjálp Tímanum til handa til að bæta úr því minnisleysi kjósenda. sem blaðið kvartar yfir. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði á árunum 1934—39 úr 228 stigum í 271 stig, eða um 19%. Tímakaup verkamanna hækkaði á sama tima úr kr. 1.40 í kr. 1.45 eða um 3.5%. Rýrnun kaupmáttar tímakaupsins nam þannig rúmlega 15%. Tala atvinnuleysingja í Reykjavík var sem hér segir ár- in 1933 og 1938: 1. febr. 1933 ........ 623 1938 ........ 690 Telja má líklegt, að aukning atvinnuleysis í kaupstööum og sjávarþorpum utan Reykjavíkur hafi þó verið meiri en þessar tölur gefa til kynna, því að at- vinnan þar er í ríkara mæli háð afkomu sjávarútvegsins en í Reykjavík, en sem kunnugt er, var sjávarútvegurinn sú atvinnu- grein, sem mest drógst saman á þessum árum. Þá mætti loks birta nokkrar tölur, sem sýna innflutning nokk- urra almennra neyzluvara árið 1933 og þau 4 ár sem „krafta- verks“-stjórnin sat við völd. Eru töturnar teknar úr álitsgerð þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar og Eysteins Jónssonar um gjald- eyrismál, en þeir voru skipaðir í milliþinganefnd, er um þessi mál fjallaði skömmu eftir byrjun stríSsins. (Sjá töflu II) Þessar tölur þurfa ekki nánari skýringar við. Innflutningur á flestum almennum nauðsynjum var skorinn niður um meira en helming á valdatímabili „krafta- verka“-stjórnarinnar, þannig að í lok þess var orðinn mjög tilfinn- anlegur skortur þessarra nauð- synja. HVER VAR ORSÖK IIINS SÍVERSNANDI ÁSTANDS I EFNAHAGSMÁLUM 1934—39? Það er nú að vísu út fyrir sig engin sönnun fyrir slæmu stjórn- arfari, þótt lífsafkoma almenn- ings versni á einhverju tímabili. Þjóðarbúið getur auðvitað orðið fyrir óviðráðanlegum áföllum, sem gera kjaraskerðingu óhjá- kvæmilega jafnvel þótt skynsam- lega sé stjómað. En því var ekki til að dreifa á þessu tímabili að ytri aðstæður breyttust í óhag. Verzlunarkjör fóru mjög batnandi frá og með árinu 1934, og voru öll árin 1934 —39 miklu hagstæðari en á rík- isstjórnarárum Ásgeirs Ásgeirs- sonar, en þeirri ríkisstjórn hafði þó tekizt að halda í horfinu bæði hvað snerti þróun verðlags og innflutning nauðsynja. Orsakanna til hinnar síversn- andi afkomu almennings á þess- um tíma var því að leita á inn- lendum vettvangi. Hið vaxandi ófremdarástand stafaði fyrst og 1. maí 1. ágúst 1. nóv. 268 226 . 569 345 316 ' 804 fremst af stefnu þeirri í efna- hagsmálum, sem þá var rekin. Alræði hinna pólitísku nefnda, sem skipaðar voru að jafnaði mönnum, sem litla þekkingu höfðu á atvinnu og viðskiptamál- um, hafði slík lamandi áhrif á allt atvinnulíf að framleiðsluaf- köstin minnkuðu stórum, og þjóðartekjurnar rýrnuðu þar af leiðandi. Hér við bættist skatta- brjálæði ríkisstjómarinnar, sem reið öllum heilbrigðum atvinnu- rekstri á slig. BATNANDI MANNI ER BEZT AÐ I.IFA Það er e. t. v. fagnaðarefni, að þegar Tíminn nú stendur á biðils- buxum frammi fyrir kjósendum, reynir hann að afneita sem ræki- legast þeirri stefnu, sem ávallt hefir verið rekin þegar Hræðslu- bandalagsflokkarnir hafa ráðið stefnunni. Nú er ekki talað leng- ui um „innilokun kaupgetunnar" eða „skipulagðan innflutning“ sem lausn allra efnahagsvanda- mála, eins og Tíminn og Alþýðu- blaðið gerðu hér fyrr á árum, þegar þessi málgögn voru að reyna að verja stefnu þeirrar rík- isstjómar, er þau höfðu stutt. Nú er þvert á móti farið hinum hörðustu orðum um „haftafarg- ánið“, sem hinn versta vágest í efnahagslífi þjóðarinnar. Og svo kemur rúsínan í pylsu- endanum, þegar Tíminn í áður- nefndri grein klykkir út með eftirfarandi klausu: „Eina leiðin til að hægt verði að draga úr höftunum er að tryggja sigur bandalags umbóta- flokkanna, er berst fyrir því að breytt verði um stefnu í efna- hagsmálum og stuðlað að eflingu framleiðslunnar og auknu jafn- vægi, er geri m. a. mögulegt að draga úr höftunum". Heyr á endemi! Það á m. ö. o. að vera öruggasta ráðið fyrir kjósendur til þess að forðast haftaöngþveitið og þá vissulega stórfelldu kjaraskerðingu og vandræði sem það ávallt hefur haft í för með sér, að efia til valda þá flokka, sem ævinlega hefir á skömmum tíma tekizt að slcapa slíkt öngþveiti, þegar þeir hafa ráðið! Það fer sannarlega ekki mikið fyrir dómgreind hins almenna kjósanda að dómi Tímans! . Aðalstræti 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 38 Snorrabraut 38 — Garðastræti 6 i i N i i s \ s s s s s s s s s s s ) s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ) SUMARSKÓn Daglega nýjar sendingar Aðalstræti 8 — Laugavegl 20 — Laugavegi 38 Snorrabraut 38 — Garðastræti 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.