Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 3
Fimmtaiagur 14. Júni 1956 MORCUTSBLÁÐIÐ 3 Glerkýr sambandsins AAÐALFÚNDI Kaupfélags Eyfirðinga konx í Ijós, að Sambandið hefir ekki talið ástæðu til þess að nota gjaldeyrisyfirfærslur sínar til þess að kaupa girðingarefni og gaddavír handa norð- lenzkum bændurn. Hefir Tíminn viljað kenna Sjálfstæðismönnum um að þeir hafi af illmennsku sinni ekki viljað veita Sambandinu gjaldeyrisyfirfærslur fyrir girðingaefninu! Slíkar fullyrðingar falla um sjálfa sig, en síðasti Dagur á Akur- eyri ber þess glöggt vitni í auglýsingadálkum sínum til hvers Sam- bandið hefir notað gjaldeyrisyfirfærslur sínar. Þar er ekki annað auglýst en dýrindis krystall, postulín og glerkýr á sama tíma sem bændur skortir girðingarefni. Auglýsingin er svohljóðandi og þarf ekki frekar vitnanna við um hvað Sambandið telur „nauðsyn- legasta innflutninginn". Nýjar vörur daglega Krystall Postulín Skartgripir Þýzkt keramik og mjög fjölbreytt úrval af blásnum glervörum. Athugið verðið áður en þér kaupið annars staðar. BLÓMABÚÐ K E A Það er mikil gleði ríkjandi á Suður-Tjörninni, þar sem hin stoltu álftahjón eru að uppfóstra tvo unga sína, sem komu í heiminn um helgina. Álftarpabbi er árvakur vörður heimilisins í Þorfinns- hólma og ræðst hiklaust til atlögu gegn hverjum þeim, sem hann telur koma of nærri netgirðing- unni umhverfis tjörnina og hólmann. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.i Utanríkisráðfíerrann og Framsókn á Keflavíkurflugvelli Tt MIN N hcfur fyrir skemmstu kvartað yfir persónulegum árásum andstæðingablaðanna á utanríkisráðherrann dr. Krist- inn Guðmundsson og m. a. nefnt Morgunblaðið í því sambandi. Er það háttur vesalla blaða, með lélegan málstað, og lítt karl- mannlegt, að kveikna sér með þessu móti við rökföstum ádeilum á skoðanir og stjórnmálaaðgerðir valdamanna. Morgunblaðið hefur aldrei haft neina tilhneigingu til persónu- legra árása á ráðherra Framsóknar í samsteypustjórninni, þó að Tíminn hins vegar aldrei hafi þreyzt á hverskonar skætingi í garð ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið hefur farið hlýjum orðuni um dr. Kristinn Guðmundsson persónulega, enda er hann flestum stjórnmálamönnum fremur maður óáreitinn, friðsamur og vinsæll. Hitt er annaö mál, að það hefur oröið hlutskipti hans að vera tnerkisberi flokks síns í utanríkismálum, og getur því ekki hjá því farið, að hann sæti ámæli fyrir stefnu, aðgerðir og bardaga- hætti Framsóknar í þeim málum. Þykist Morgunblaðið ekki ganga of nærri æru ráðherrans þó að þess sé krafizt, að hann standi við orð sín, og skýri þau, eða láti skýra þan, ef með þarf. Utanríkisráðherra landsins má helzt ekki tala af sér um mikilvæg efni. Sænskt blað hafði nýlega þessi ununæli eftir ráðherranum: „Bandaríkin lofuöu að blanda sér á engan hátt í íslenzk inn- anríkismál. Þau hafa ekki haldið þetta loforð. Þau hafa ekki vílað fyrir sér að styðja Sjálfstæðisflokkinn.“ Morgunblaðið gerði fyrirspurn til ráðherra hvort ummælin væru rétt eftir honum höfð. Hvorki hann né blaö hans svaraði. Þá bað Morgunblaðið ráðherrann að færa rök fyrir þessum ummælum. Því var svarað með þögn, bæði af ráðherranum og Timanum. Sú þögn talar skýrt sínu máli. Áður hafði ráðherrann látið þessi orð falla í grein í Tímanum: „Alltaf hefur mér þótt óviðkunnanlegt hið nána samband, er mér hefur virzt vera milli Sjálfstæðisflokksins og bandarískra aðila á Keflavíkurflugvelli. Skal það skýrt nánar ef óskað er.“ Þjóðviljinn prentaðí þessi ummæli upp tvívegis, og bað um þær skýringar, sem ráðherrann hafði boðizt til að gefa, ef þess væri óskað. En ráðherrann og blað hans þögðu. Hvað var annað hægt? PREIMTIVIEME Getum tekið einn prentnema í prentsniiðju vora. JpWjgnnMaíúð 17. júní-blómin Kaupið í dag- eða á morgun STÚDEIMTARÓSINA Blóm og Ávextir, sími 2717. FRAMSÓKN OG KEFLAVÍKUR-GRÓÐINN Ekki voru varnarmálin fyrr komin í hendur Framsóknarflokks- ; ins en sett var á laggirnar sérstakt varnarmálaráðuneyti. Mátti I cngan íslending ráða til starfa í þjónustu varnarliðsins nema meö j samþykki þess ráðuneytis — og hefur það alla tíð verið aðaláhuga- j mál þess, að koma sem flestum Framsóknarmönnum í góða atvinnu á Keflavíkurflugvelli. Siðan hafa engir verið ráðnir til slíkra j starfa nema gráöugir Framsóknarmenn, sem hafa lyktað uppi ' hverja matarholu á vellinum, og lagt hana undir sig og sína. Og nú er þetta fólk huggað með því, að það þurfi engu að kviða þó að varnarliðið fari — þá taki við íslenzk vallargæzla, og þar með sé því borgiff. Samband isl. samvinnufélaga var látiff eignast fjórðung í Aðal- verktökum, sem hefur með höndum alla mannvirkjagerð á flug- j vellinum. En dótturfélag Sambandsins selur alla olíu til farþega- flugvéla. Og eitt af fyrstu verkum varnarmálaráðuneytisins var aff veita hlutafélaginu Reginn einkarétt á viðgerðum og viðhaldi allra fast- ! eigna á Keflavíkurflugvelii — en aöaleigendur þess eru nokkrir : sprengvirðulegir Framsóknarmenn, Helgi Þorsteinsson, Hjálmtýr , Pétursson (gjaldkeri Timans) o. fl. Hvenær sem nú er talað um regin-hneyksli finnst mönnum sem j crðið sé myndaö af nafni hlutafélagsins Reginn. Þaff veröur því að teljast mjög líklegt að flokksmenn utanríkis- ráðherrans liafi beðið hann að stcinþegja framvegis um náið sam- band milli einstakra stjórnmálaflokka og gróðalindanna á Kefla- víkurflugvelli. Varnarmálaráðuneytiff virffist aðallega hafa verið til þess stofnað, að sjá um að sem mest af þeim gróffa rynni til Framsóknarmanna. Engum dettur í hug að sakast við dr. Kristinn Guðmundsson einan um þaö sem ótilhlýðilegt hefur veriff í þeim ágangi. Svona flokkur er Framsókn — og hefur ævinlega veriff. Kruml- urnar notaöar til aff hrifsa til sín hvern matarbita sem í næst — en munnurinn til að óskapast yfir gróðafíkn Sjálfstæðismanna. Fnunhaldsnóra fyrir hús- mæðrokennaro í Banmorku EINS og að undanförnu hefst námskeið í hússtjórnarvís- indum við Háskólann í Árósurn í Danmörku í október n. k. Tekið er á móti umsóknum þegar, og ber að senda þær til Special- kursus i Husholdning ved Aarhus Universitet, Aarhus, Danmark. Hægt er að velja um þrjár greinar eins og áður, og standa námsskeiðin yfir frá okt.—apríl eða í sex mánuði. Hinar þrjár mismunandi greinar eru: A. Nær- ingar- og fæðuefnafræði. B. Heimilistækni. C. Heimilishag- fræði. Ennfremur gefst nemend- um á öllum þrem námskeiðum kostur á að hlýða á fyrirlestra í sálarfræði. Námskeið þessi eru haldin fyrir húsmæðrakennara, og sækja þau kennslukonur frá öllum Norðurlöndum. Öll kennsla er ókeypis, pg verður umsóknum svarað jafnóð- um og þær berast. Einnig gefst nemendum kostur á mjög hent- ugu og góðu húsnæði á sérstöku stúdentaheimili fyrir mjög vægt verð, og þarf að sækja um það fyrir 15. ágúst. Allar nánari upp- lýsingar er hægt að fá hjá Helgu Sigurðardóttur, skólastjóra Hús- mæðrakennaraskóla íslands, frá Specialkursus i Husholdning ved Aarhus Universitet eða frú Karen Harrikilde Petersen, Kollegium 7, Aarhus Universitet. Óska eftir vinnu fyrir sendiferðobíl (Chevrolet station, model 1953) eftir kl. 5 síðdegis. Uppl. i síma 4391. — (Geymiff auglýsinguna). Nýtízku suniar- Kvenföskur Kvenhanzkar Barnatöskur Innkaupaföskur Vönduð seðlaveski. — Skoð ið hið glæsilega úrval. Leðiirrörucleild Hljóhfærahiíssins Bankastræti 7 (Efra húsið). er fróðlegasta og handhægasta kosningabókin og hcnni einni fylgir tíu þúsund króna kosni nga getraun. F J Ö L V í S BEZT AB AVGtÝSA I MORGVmLAÐINV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.