Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 14. júní 1956
MORGUNBLAÐIÐ
15
Tvœr stúíkur
óskast nú þegar í eldhús Vííilsstaðahælis til að leysa af
í sumarleyfum. Upplýsingar hjá ráðskonunni milli kl. 2
til kl. 4 og eftir kl. 8. Sími 9332.
Allar beztu húsgagnaverzlanir þjóðarinnar hafa áklæði
frá Gefjuni. Nýjar gerðir koma fram reglulega og haldast
hönd í hönd við tízkusveiflur okkar og annarra þjóða.
Ullarverksmiðjan Gefjun
^Sk
Marteimi _
Einar$son*Co
Þeir, sem byggja vöndúð hús, nota aðeins mulið og
harpað steyþuefni.
Guðni Bjarnason, verkstjóri, sími 582 í Keflavík, ann-
ast sölu á efninu og gefur allar nánari upplýsingar.
Uppreimaðir
STRIGASKÓR
barna
rauðir, svartir, brúnir.
SKÓSALAN
Laugavegi 1.
Halló stúlkur!?
2 ungir sjómenn vilja kom-
ast í kynni við stúlkur á
aldrinum 18—3C ára. Tilboð
óskast ásamt mynd, sendist
á afgr. blaðsins fyrir föstu-
dagskvöld. Myndir endur-
sendast. Þagmaelsku heitið,
Merkt: „Bakkabræður —
2622“. —
Ýmsar framkvæmdir á vepm
Skógræktarfélags Hafnarfjarðar
Frá aðalfundi félagsins
HAFNARFIRÐI
SKÓGRÆKTARFÉLAG Hafnari'jarðar hélt aðalfund sinn 28. maí
síðastliðinn. Formaður félagsins, Jón Gestur Vigfússon, flutti
skýrslu stjórnarinnar. Sagði hann, að gróðursettar hefðu verið
8500 plöntur í Gráhelluhraunsgirðinguna, og voru það mjög lítil
afköst miðað við félagatölu og afköst annarra skógræktarfélaga.
HRAUNIÐ FULLSETT
Jón gat þess, að varla væri
hægt að setja meira magn af
plöntum í hraunið, bæði vegna
þess, að mikils til væri þar nú
orðið fullsett og eins af því, hve
erfitt verk það væri að búa plönt-
unum þar sæmilegt vaxtarstæði.
Hefði áhugi fólks dvínað svo við
útplöntunarstarfið, að til stór
vandræða horfði. Formaðurinn
skýrði frá því, að félagið hefði
haft mann til starfa í girðingunni
s.l. vor, og vonir stæðu til að hægt
væri að fá mann til sama starfa
nú, en það kvað hann mikinn
ávinning fyrir félagið. — Þá upp-
lýsti Jón, að sala á happdrættis-
miðum Landgræðslusjóðs á s.l
vetri hefði orðið 37500 króíia
hagnaður fyrir félagið. Bæri að
þakka hinar góðu undirtektir
fóiks í því máli, — og einnig
hversu frábærlega vel gengi að
ná inn árgjöldunum.
Girðingin um gróðurreitina í
Undirhlíðum var endurnýjuð á
árinu með mjög traustri girðingu
-— og á þessu sumri yrði hafizt
handa um ýmsar framkvæmdir
þar.
NÝJA LANDIÐ
Að lokum gat formaðurinn
þess, að sterkar líkur væru nú
íyrir því, að í sumar yrði hægt
að fullgera nýja girðingu um land
það, sem félaginu á sínum tíma
var úthlutað austanvert við Hval
eyrarvatn, en við það myndi hag-
ur félagsins og framtíðarhorfur
batna að mun. Sú von, að hægt
væri að fá sneið af Áslandinu
innan þeirrar girðingar nú, væri
af margumtöluðum ástæðum að-
eins draumur, sem þó væri ekki
útilokað að gæti einhverntíma
ræzt. — Formaður þakkaði að
|lokum bæjarráði og bæjaryfir-
völdunum góðan skilning og
stuðning við málefr.i félagsins frá
því fyrsta.
STJÓRNIN
í stjórn Skógræktarfélagsins
voru endurkosnir þeir Jón Magn-
ússon og Ólafur Vilhjálmsson,
sömuleiðis Sigurjón Vilhjálmsson
i varastjórn, Björn Jóhannsson og
Jón Pálmason sem endurskoðend-
ur og Guðjón Gunnarsson til
vara. — Kosnir voru 5 fulltrúar
á aðalfund Skógræktarfélags ís-
lands, sem halda á að Reynihlíð
við Mývatn um mánaðamótin
júní—júlí.
Stjórn Skógræktarfélags Hafn
arfjarðar skipa nú þeir Jón Gest-
ur Vigfússon formaður, Ingvar
Gunnarsson varaform., Jón
Magnússon, Ólafur Vilhjálmsson,
Pálmi Ágústsson, Páll V Daníels
son og Kristján Símonarson.
Einar Sæmundsen flutti að af-
loknum fundi erindi um skiól-
belti og sýndi skuggamyndir til
skýringar.
Royal
KALDIR
BÚÐINGAR
Buxur
Blússur
Saiiifeslingar
Köldu ROYAL-búðingarnir eru ljúf-
fcngasti eftirmatur, sem völ er i.
Svo auðvelt er að matreiða þi, að ekki
þarf annað en hracra innihaldi pakk-
ans saman við kalda mjólk, og er búð-
ingurinn þá tilbúinn til framreiðslu.
Reynið ROYAL-búðingana, og þár
verðið ekki fyrir vonbrigðvm
Gallabuxur
og köflóttar
SKYRTUR
Áklæði fró Gefjuni
Húsgögn frá Kristjáni Siggeirssyni,
Laugavegi 13
Þvingur
BLOKK-ÞVINGUR óskast keyplar strax. Staðgreiðsla.
Upplýsingar í síma 9702.
Mnlnrndm
Suðurnesjn h.f.
tilkynnir:
Verð á steypuefni frá okkur er sem hér segir:
Ámokað á bíl í malarnámi okkar við Stapafell:
Sandur, kr. 3,00 hver tunna.
Möl, — 8,50 hver tunna.
Ef við flytjum efnið á byggingarstað, er verðið sem hér
segir: Keflavík: Sandur,kr. 6.00 hver tunna
Möl, — 11,50 — —
Njarðvíkur: Sandur, — 6,00 — —
Möl, — 11,50 — —
Sandgerði: Sandur, — 7,50 — —
Möl, — 13,00 — —
Garður: Sandur, — 7,50 — —
Möl, — 13,00 — —
Keflavík.flugvöllur, Sandur, — 6,00 — —
Möl, — 11,50 — —
Grindavík: Sandur, — 9,00 — —
Möl, — 14,50 — —
Vogar: Sandur, — 7,50 •— *—
Möl, — 13,00 — —
V atnsley sust rönd: Sandur, — 8,50 — —
Möl, — 14,00 — —
Hafnarfjörður: Sandur, — 11,50 — —
Möl, — 17,00 — —
Reykjavík: Sandur, — 13,50 — —
Möl, — 19,00 — —
Hugsanlegt ‘er, að unnt verði að selja efnið ódýrara í
Hafnarfirði og Reykjavík, ef um verulegt magn er að
ræða.