Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 24
Veðrið Hægviðri. Léttskýjað. Vormenn Islands Sjá grein á bls. 6. 70 DAGAR TIL KOSNINGANA Sjálfstæðismerm, herðum sóknina STOKKHÓLMI, 13. júní — Eld- ur kom upp í hesthúsunum á Olympíuleikvanginum við Stokk- hólm síðdegis í dag. Engum hest- anna varð meint. Bygging reiðskólans á sömu slóðum brann til kaldra kola. Þetta alþekkta vörumerki er nú orðið táknrænt fyrir islenzk utanrikismál. Dr. Kristinn þekkir rödd herra síns, Hermanns Jónassonar, og hlýðir henni í blindni!! Rakalausar ásakanir SLYSAVARNAFÉLAGIÐ hefur birt fréttatilk. um að það hafi vegna blaðaskrifa í sambandi við sjóslysið, er vélbáturinn Vörður fórst við Selvogsvita, látið fram fara rannsókn á því, hvort Slysa- varnafélagið hafi ekki gert það sem í þess valdi stóð til þess að bjarga áhöfn bátsins og látið rannsaka hvort ekki hafi verið brugðið nógu skjótt við. Var um þetta fjallað í siglinga- dómi, sem sent hefur Slysavarna- félaginu tilk. um að við rannsókn málsins, sem enn sé ekki að fullu lokið, hafi ásakanir á hendur SVFÍ um að hafa ekki brugðið nógu skjótt við, „við engin rök að styðjast". ❖❖❖❖•:••:••:••:•❖❖❖❖❖❖❖❖•:••:•❖❖❖❖❖< Reykjavíkurhátíð Sjálfstæðis- manna í Tívolí annað kvöld Engin greinnrgerð liggur enn fyrir hvorki d Alþingi né innon ríkisstjórnnrinnor SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík efna til hátíðar í Tívolí annað kvöld. Hefst hún kl. 20.30 og er mjög til dagskrárinnar vandað. Ávörp fiytja Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, frú Ragn- hildur Helgadóttir, stud. jur., og Jóhann Hafstein, bankastjóri. Skemmtiatriðin eru mjög fjölbreytt. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Karlakórinn Fóstbræður syng- ur undir stjórn Ragnars Björnssonar, Guðmundur Jónsson syngur einsöng, Baldur Hólmgeirsson og Hjálmar Gíslason syngja gamanvísur. Kl. 23.30 syngja óperusöngvararnir Stina Britta Melander og Einar Kristjánsson. Að skemmtiatriðum loknum verður stiginn dans og leikur hljómsveit Björns R. Einarssonar fyrir dansinum. Happdrættismiðum verður varpað niður úr flugvél og er vinningurinn í happdrættinu mjög glæsi- legur. Ferðir verða úr úthverfum bæjarins að Tívolí og verður nánar auglýst um þær á morgun. STUÐNINGSMENN D-LISTANS. GERUM REYKJAVÍKURHÁTÍÐ SJÁLFSTÆDISMANNA GLÆSILEGA OG FJÖLMENNUM í TÍVOLÍ ANNAÐ KVÖLD. m ❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖ . »*» »** ❖ ❖ «$♦ «$« Ólafur Thors Gunnar Thoroddsen Stjórnmálafundur í Keflavík i kvöld Fmmmælendur: Ólafur Thors og Gunnar Thoroddsen SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN heldur almennan stjórnmálafund í Bíóhöllinni í Keflavík í kvöld kl. 8,30. Frummælendur á fundinum verða: Ólafur Thors, forsætisráðherra og Gunnar Thor- oddsen, borgarstjóri. Allir innanhéraðsmenn velkomnir á fundinn. Stjórnmálafundur á Selfessi í kvöld SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN boðar til almenns stjórnmálafund- ar í Selfossbíói í kvöld kl. 8,30. Frummælcndur á fundinum verða: Ingólfur Jónsson, viðskiptamálaráðherra og alþingismenn- irnir Jóhann Hafstein og Sigurður Ól. Ólafsson. 1 Húsmæðraskólinn á ísafirði ISAFIRÐI, 12. júní. — Húsmæðra skólanum Ósk á ísafirði var slitið s.l. miðvikudag. Ungfrú Jakob- ína Pálmadóttir, sem gegnt hefur skólastjórastörfum í vetur, í fjar- veru Þorbjargar Bjarnadóttur, flutti skólaslitaræðuna. Gerði hún ýtarlega grein fyrir skóla- starfinu. f vetur stunduðu 34 stúlkur víðs vegar að af landinu nám við skólann. Hæstu einkunn- ir við burtfararpróf hlutu Björg Jónsdóttir 9,50 stig, og Friðbjörg Vilmundardóttir 9,30 stig. Frú Lára Edvarðardóttir ávarp- aði námsmeyjar og afhenti fyrr- nefndum tveim námsmeyjum verðlaun úr Minningarsjóði frú Camillu Torfason, sem var stofn- aður á s.l. vori. f nafni nemenda flutti skólanum og kennurum kveðjur ungfrú Guðríður Vil- mundardóttir og afhenti í nafni námsmeyjanna skólanum að gjöf 1000 kr. Lauk skólaslitaathöfn- inni með því að öllum viðstödd- um var boðið til kaffidrykkju. Sýníng á handavinnu var svo op- in í tvo daga. Var þar mikið af fallegum og vel gerðum munum og var mikil aðsókn að sýning- unni. Kennarar við skólann voru Jakobína Pálmadóttir skólastjóri, sem kenndi sauma, Dagrún Krist- jánsdóttir, sem kenndi mat- reiðslu,- Guðrún Vigfúsdóttir kenndi vefnað og Guðrún Sig- urðardóttir, sém tók við kennslu- störfum Þorbjargar Bjarnadótt- ur. — J. KR vann Fram 2:0 KR sigraði Fram í Reykjavíkur- mótinu í gærkvöldi með 2:0, KR oð Valur eru þá jöfn að stigum og verða að leika til úrslita. Á VEGNA yfirlýsingar þeirrar, sem utanríkisráðherra lét birta í útvarpinu í gærkvöldi, varð- andi uppsögn varnarsamnings- ins, óskar forsætisráðherra að taka þetta fram: Á Ummæli utanríkisráðherra staðfesta þá frásögn ráðherra Sjálfstæðisflokksins ,,að eng- in greinargerð lægi fyrir, hvorki á Alþingi né innan rík- isstjórnarinnar, um þau atriði, sem íhuga þyrfti og var því þess vegna beint til utanríkis- ráðherra að hann léti rannsaka öll þau atriði, er máli skipta og legði um þau fullkomna skýrslu fyrir næsta Alþingi. Þessi tillaga Sjálfstæðismanna var felld og hefur þess ekki orðið vart innan ríkisstjórnar- innar, að nein rannsókn þess- ara atriða hafi farið fram.“ Reklor Kaupmanna- hafnarháskóla lálinn KAUPMANNAHÖFN í gær: — Hans M. Hansen, rektor Kaup- mannahafnarháskóla andaðist. í dag, á sjötugasta aldursári. ár Að öðru leyti telur forsætis- ráðherra ekki hæfa að taka upp deilur milli ráðherra i útvarpinu með þeim hætti sem gjört er í yfirlýsingu utanríkis ráðherra. Kristiiiboðsstöðin varð fyrir skemmdum í BJARMA, blaði Sambands isl. kristniboðsfélaga, sem komið er út, er frá því skýrt að kristniboðs- stöð sambandsins í Konso í Ethiopíu hafi orðið fýrir nokkrum skemmdum er fárviðri gekk yfir. — Tók þá af hluta af þaki skóla- hússins, en það tókst að finna aftur þakplöturnar og festa þær á aftur. Urðu skemmdirnar minni en búast hefði mátt við, segir Felix kristniboði Ólafsson, í bréfi sínu um þessar skemmdir. -- í vetur urðu talsverðar skemmdir á sjúkraskýlinu, er eldur kom upp í því. Segir Bjarmi, að við fyrsta tækifæri verði send þang- að suður þau tæki og áhöld sem forgörðum fór í bruna þessum. VKosningaskrifstofur SjólfstæðisOokksins í Reykjavik STUÐNINGSFÓLK D-listans, hafið samband við kosmnga- skrifstofur Sjálfstæðisflokksins. — í Reykjavík eru skrif- stofur á eftirtöldum stöðum. í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU, sími 7100. Opið daglega kl. 9—7. í VALHÖLL, Suðurgötu 39. — Skrifstofa fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, opin daglega kl. 10—10. Símar 7100 — 7102 — 81192. Skrifstofa Heimdallar F.U.S. Opin daglega kl. 9—7. Sími 7100 — 7103. í VONARSTRÆTI 4 (V.R.) — Þar eru gefnar allar upp- lýsingar varðandi utankjörstaðakosningu og kjörskrá. Opið daglega kl. 10—10. Símar 81860 — 7574. Hverfaskrifstofur /ESTURBÆR SUNNAN HRINGBRAUTAR: I KR-húsinu við Ægissíðu. Opin daglega kl. 1—10 e. h. Sími 7314. nANGHOLTS- OG VOGAHVERFI: Á Langholtsvegi 117. Opið daglega kl. 10—10. Sími 80143. SMÁÍBÚÐA- OG BÚSTAÐAHVERFI í Akurgerði 25. Opið daglega kl. 1—10 e. h. Síml 81952.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.