Morgunblaðið - 28.09.1956, Side 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 28. sept. 1958
Heyjað í vothey
Effir Árna G. Eylands
Fyrri grein
Ó AÐ votheysgerð sé fyrst og
fremst um hönd höfð til þess
að auka öryggi við heyskap og
heynýtingu, á hverju sem geng-
ur um tíðarfar, verður ekki
framhjá því gengið, að á miklu
veltur um vinnubrögð við vot-
heysgerðina. Verði fullkomnum,
auðveldum og hraðvirkum vinnu-
brögðum eigi viðkomið, við
að heyja í vothey, er til
einskis barizt að maela með
þessari heyverkun sem bjarg-
ráði. Á þessu sviði sem öðru er
það véltæknin sem mest veltur
á. Þegar heyjað er í vothey verð-
ur ekki hjá því komizt að fara
hóndum um og hreyfa mikinn
þunga, það er óþurrkað eða lítt
þurrkað gras, sem mikið vatn
er 1 Gefur það því auga leið,
að vélar, aflvélar og aðrar vél-
ar eiga mikið erindi í verkið,
með mannshöndinni og til að
létta af henni tökum og erfiði.
Svo vel vill til, að við heyskap
í vothey er hægt að beita vélum
engu síður en við þurrheyið, og
verður enn betur senn hvað liður.
Það sem helst bagar nú er að enn
hefir ekki verið tekið til skipu-
legrar rannsóknar hvernig véla-
vinnu verður bezt hagað við þenn
an heyskap, hvaða vélakost skuli
helst nota, eftir bústærð og að-
stæðum og hvernig verkin verða
unnin, bezt og fljótast og um
fram allt gerð auðveld og að-
að yfirleitt má gera ráð fyrir að
slegið sé með traktorsláttuvél.
Slegið í þurrki eða þurru veðri,
ef þess er kostur, og jafnvel lát-
ið hysja úr grasinu, í múgum,
áður en frekar er að gert. En ef
veður leyfir það ekki verður
að ganga að verkinu án allrar
forþurrkunar áður en grasið ný-
slegið er flutt í garð. Næst er
rakað saman í stórmúga. Til þess
er góð múgavél valið verkfæri.
Notkun rakstrarvéla af þeim
gerðum sem tíðkast hafa er úr
sögunni, en vera má að rakstrar-
vélar, sem eru nátengdar við
traktorinn og stjórnað með vökva
iyftimni, eigi rétt á útbreiðslu
og geti komið í notkun við að
múga og raka í vothey, í stað
múgavélar, ef hana vantar eða
með henni. En mega þessar vélar
heita óreyndar hér á landi, en ég
tel sennilegt að þær nái út-
breiðslu og vinsældum.
Nú er að koma stórmúgunum á
vagn. Tvíhjólavagnar eru að
verða algengastir. Að moka gras-
inu á vagninn með handverkfær-
um er of erfitt. Aðalverkið við
að hlaða vagninn verður að vinn-
ast með vélafli. Ein aðferð er
að ýta múgunum upp á vagninn
og telja margir það gefast vel. Sá
er kostur við þessa aðferð, að ein-
föld ýta framan á traktornum er
eigi til neinnar hindrunar við
aksturinn, er einn og sami traktor
Rakstrarvél, sem stjórnað er með vökvalyftunni á traktomum.
gengileg. Meðan svo er verða
ekki gefnar neinar algildar regl-
ur um að heyja í vothey, en
benda má á mismunandi mögu-
leika, mismunandi véltækni, og
vinnubrögð, sem bændur geta
valið um, að meira eða minna
leyti, eftir vild sinni, getu og
aðstöðu.
GRASIÐ HEILT EÐA SAXAÐ?
Flest bendir til þess, að það
sé ávinningur að saxa grasið
til votheysgerðar, en að þó sé
•kkert því til fyrirstöðu að verka
gott vothey án söxunar, ef skyn-
aamlega er að farið. Og því má
ekki gleyma að enn horfir svo
um aðstöðu og getu f jölda bænda,
að það væri sama sem að segja
þeim að verka ékki vothey, ef
gera skal söxunina að naegin-
atriði, alveg eins og það er að
bregða fæti fyrir framfarir á
þessu sviði að telja eigi aðrar
votheyshlöður boðlegar en turna.
Smábóndinn hlýtur að sníða sér
stakk eftir vexti um vélatækn-
ina. Sá sem meira hefir um hönd
og byggir sér turn, verður að
breyta tækni sinni í samræmi við
það, auka hana og efla, annars
er verr farið en heima setið.
Það er auðvelt að bregða upp
hugmyndum að tækni við að
heyja í vothey, en erfitt að gefa
forskrift og fyrirmæli.
HEYJAÐ f GRYFJU VIÐ
FREMUR LÍTINN VÉLAKOST.
Fyrst' er slátturinn. Traktorinn
er nú orðinn svo algeng búvél,
er notaður við bæði störfin að
hlaða vagninn og draga hlassið
í garð. Aðrir nota heyhleðsluvél,
en hvorttveggja er, að hún er dýr
og á því litla samleið með tak-
mörkuðum vélakosti, og að hey-
hleðsluvélin á bezt við notkun
stórra 4 hjólaðra vagna. En ef
nota skal heyhleðsluvél, við hey-
skap í vothey, verður að hafa
í húga að velja vél sem er til
þess ætluð, en ekki vél sem að
gerð er miðuð við þurrhey.
En er sá kostur að hafa vél-
kvísl framan á traktornum, sem
stjómað er með vökvalyftunni og
moka á vagninn úr múgunum
með traktornum og kvíslinni. Vél
kvísl á traktornum er ekki til
hindrunar við aksturinn er heim
er dregið. Slíkar vélkvíslar fást
nú orðið af mörgum gerðum og
eru álitleg verkfæri til að hlaða
grasi óþurrkuðu á vagna og sömu
leiðis þurru heyi. Verður verk-
færið því notadrjúgt og er hóf-
lega dýrt.
Er heim í garð kemur má gera
ráð fyrir að víða hagi svo til við
votheysgryfjuna, að hægt sé að
aka að henni svo hátt uppi að
eigi sé umfram eðlilegt erfiði að
moka af vagninum með handafli
yfír veggbrún gryfjunnar. Það
vinnst eigi fljótar á annan hátt.
Óráðlegt er að steypa hlassinu
i einu lagi af vagninum niður
í gryfjima, þó aðstæður leyfi slikt,
það torveldar svo mjög góða
jöfnun í gryfjunni, sem alltaf er
eitt meginatriði til að tryggja
jafnt sig og góða verkun.
Beri gryfjuna það hátt, að
srfitt sé, eða ótiltækilegt að kasta
grasinu með handafli af vagnin-
um í hana, kemur mest til mála
að nota litla bandlyftu af ein-
faldri gerð, við að koma grasinu
í tóft, (sjá Búvélar og ræktun
bls. 360, 409 mynd). Slíkar lyftur
eru nær óþekktar á búum bænda
hér á landi, en eru góð tæki, sem
auðvelt væri að smíða innan-
lands. Eigi þarf nema afllítinn
mótor til að knýja bandlyftuna,
hvort sem kostur er á rafmagni,
sem auðvitað er bezt, eða nota
verður lítinn olíumótor. Hér er
því um mjög athyglisverða tækni
að ræða, sem ekki hefur verið
nægur gauminn gefinn.
Ef bóndinn á heyblásara af
góðri gerð, til að blása þurrheyi
í hlöðu (t. d. Gnýblásara, norsk-
Svogerslev, sem eru viðaminni,
meðfærilegri og ódýrari. Sumir
bændur, sam þær eiga láta all-
vel af þeim, en aðrir miður. Ekki
er hægt að segja að nein greina-
góð athugun hafi verið gerð á
nothæfi þeirra hér á landi, en
hinsvegar er auðséð að þær
hafa ekki leyst vandann við að
heyja í vothey.
Sumarið 1053 keypti Guð-
mundur á Hvítárbakka sænska
an), er góður kostur að nota
hann til þess að blása grasinu
í hærri gryfjur og hálfturna. —
Hitt er enn eigi reynt, hvort Gný
blásarinn veldur því að blása
upp í turna 10 m háa eða meira.
Annað mál er að slíkur blásari
er aflfrekur og notkun hans get-
ur varla talist til þess að hafa
fremur lítinn vélakost.
MEIRI TÆKNI
Er fárið var að byggja vot-
heysturna, rak nauðsyn á eftir að
kaupa vélar til að koma grasinu í
turnana. Var þá sú leið farin víð-
ast hvar, sem kunnugt er, að nota
saxbálsara, sem grasinu er mok-
að í beint af vagni, er heim kem-
ur að turni. Saxblásarinn gerir
tvenn í senn að saxa grasið og
blása því jafnharðan upp í turn-
inn. Saxblásarinn er dýr og afl-
frek vél, en að öðru leyti er þessi
tækni í fullu gildi. Nokkrir bænd
ur hafa einnig reynt hina svo-
kölluðu knosblásara, sem merja
og tæta grasið fremur en að saxa
það. Knosblásarinn virðist ekki
megna að blása upp í háa turna,
og virðist ekki líklegur til mik-
illa nota, jafnvel þó miklu afli
sé beitt.
Nota má norska Gnýblásarann
til þess að saxa, um leið og hann
blæs grasi í hlöðu, en þá eykst
aflþörf hans mjög umfram það
venjulega.
Við blástur í votheyshlöðu ber
þess að minnast að hafa hreyf-
anlegan stút á blásturspípunni,
þar sem hún kemur inn í tum-
inn að ofan, svo að hægt sé að
stjórna því, hvemig grasið leggst
í turninn.
Víðast hvar, sem farið er að
verka vothey í turnum, og gras-
inu er blásið upp í tuminn með
saxblásara, eru tækin við slátt
og akstur svipuð því sem nefnt
hefur verið hér að framan. —
Nokkuð víða eru notaðir 4 hjóla
vagnar við aksturinn og á stöku
stað vörubílar, ef til eru og túnið
leyfir slíka umferð, og hey-
hleðsluvélar til að hlaða vagna
og bíla. Að órannsökuðu máli
dreg ég í efa að sú tækni taki
fram því að hlaða vagnana með
vélkvísl, eins og fyrr var nefnt.
En úr því verður ekki skorið
nema með vinnurannsókn.
Nokkrir bændur hafa sótt
lengra fram við slátt og
heimflutning í vothey. Fyrsta
vagnsláítuvélin af enskri gerð,
Wilder Cutlift var notuð á Hvann
eyri 1948, (sjá Búvélar og rækt-
un bls. 353-4, 401. og 402.
mynd). Önnur hefir verið og er
enn notuð á Hólum í Hjaltadal
og sú þriðja fór að Gunnars-
holti á Rangárvöllum. Þetta eru
miklar vélar, sem slá grasið og
færa það jafnóðum upp í vagn,
þar af nafnið. Síðar hafa verið
teknar í notkun nokkrar vagn-
sláttuvélar af danskri gerð,
Vélkvísl, ensk að stofni
en tindar og tindabjálki
norskur, frá Kverne-
land og hinn sami, sem
er á votheysvögum
frá þeirri verksmiðju.
vagnsláttuvél, af gerðinni Mc
Cormick S-50 og hefir notað síð-
an með sæmilegum árangri, en
ekki svo að leitt hafi til frekari
kaupa og notkunar slíkra véla,
enda var vélin upphaflega með
grófri greiðu, en þéttfingruð
greiða, er síðar fékkst, var notuð
í sumar sem leið með góðum
árangri.
Á örfáum stöðum hefir ver-
ið notuð stór handiyfta til
þess að koma grasi í turna,
þó háir séu. (Sjá Búvélar og
ræktun, bls. 359, 408. mynd). Gras
ið látið í tum, saxað eða ósaxað.
Það er kostur við að nota band-
lyftu, að hún er tiltölulega ódýr,
og að til þess að knýja hana þarf
lítið afl, 2—3 hö., en saxblásar-
inn er aflfrekur og það svo mjög
að bændur eiga þess vart völ að
nota rafmagn við saxblásturinn,
þó að rafmagn frá almennings-
veitu sé á heimilinu. Fylgir því
saxblásaranum að hafa traktor,
helzt eigi minni 18—20 ha, eða
jafngildan olíumótor, til að snúa
blásaranum. Gallar stórrar
bandlyftu eru, að hún er nokkuð
viðamikil og erfið í meðförum,1
sérstaklega ef flytja skal lyftuna
frá einum turni að öðrum, en auð
vel væri að smíða bandlyftur
þannig gerðar, að taka megi þær
sundur í miðju, og létta þannig
flutning þeirra.
ENNÞÁ MEIRI TÆKNI
í heimalandi votheysturnanna,
Bandaríkjunum, er saga saxblás
aranna á enda kljáð að mestu, og
smíði þeirra því nær lagt niður.
Sú staðreynd sker á engan hátt
heyja í vothey, ma greina í tvær
aðferðir: notkun saxsláttuvéla
og notkun múgsaxara.
Verð ég að lýsa þeim í höfuð-
atriðum.
Saxsláttuvélin gerir allt f
senn að slá grasið, saxa það og
færa saxið, venjulega með
blástri, en stundum með band-
lyftu, upp í heyvagn, sem við
hana er tengdur. Tvær eru aðal-
gerðir saxsláttuvélanna. Önnur
gerðin slær grasið á venjulegan
hátt, eins og aðrar sláttuvélar.
Hin gerðin er mjög frábrugðin
öll sem sláttuvél heitir. „Sláttu-
tækin“, ef svo mætti nefna það,
eru meira í ætt við jarðtæti eða
hamramyllu (sjá Búvélar og
ræktun bls. 393-4, 471. mynd).
Slík saxsláttuvél ber og tætir
grasið af jörðinni með slagjárn-
um, sem fest eru á ás, er snýst
mjög hratt. Vélar af þessari
gerð eru ódýrari í smíði en hin-
ar venjulegu saxsláttuvélar,
sem slá grasið með ljá við fing-
ur.
Þriðju gerð saxsláttuvéla má
einnig nefna, hún slær grasið með
láréttum „ljáum“, sem festir eru
á lóðrétta ása er snúast með mikl-
um hraða. Vélar þessar saxa ekki
grasið hreinlega, heldur merja
þær það og tæta líkt og knosblás-
ararnir gera.
Þegar slegið er í vothey með
saxsláttuvél, er ekki um neina
forþurrkun að ræða. Grasið er
slegið eins og það kemur fyrir
á jörðínni, en auðvitað er sóst
eftir að slá í þurrki, og grasinu
er svo ekið í tóft nýslegnu og
söxuðu, jafnótt og slegið er,
skipt er um vagn við saxsláttu-
vélina að vörmu spori, er vagn
fyllist.
Á einum stað hér á landi hef-
ir verið gerð tilraun með slík
vinnubrögð, við að heyja í vot-
hey. Sumarið 1953 keypti
Sveinn Jónsson bóndi á Egils-
stöðum saxsláttuvél af gerðinni
Gehl 81, með 5 feta greiðu, þétt-
fingraðri. Frá athugun á vinnu-
brögðum þessarar vélar er sagt
nokkuð í Frey nr. 22 nóv. 1953,
en því miður nær sú athugun
langt of skammt. Sveinn telur
að með vélinni sé hægt að slá
ha á 2 klst., ef ekki stendur á
vögnum og akstri, að og frá vél-
inni.
f Frey er vélinni gefið nafnið
Sláttukongur, sem er ótækt
nafn, til að tákna sérstaka gerð
véla, saxsláttuvélarnar, en
mætti nota sem verksmiðju-
heiti, á saxsláttuvél frá sér-
stakri, ákveðinni verksmiðju.
Múgsaxarinn er sú önnur gerð
véla, sem amerískir bændur
nota mest við að heyja í vot-
hey. Notkun múgsaxarans er
sprottin af þeirri fræðikenningu
og reynslu, að vothey verkist
bezt ef hið nýslegna gras er
forþurrkað nokkuð áður en það
er látið í votheyshlöðu. Múg-
saxarinn er þá liður í starfi.
Grasið er slegið með venjulegri
Múgsaxari að verki. Vélin tætir múginn í sig og blæs grasinu
söxuðu upp í vagn.
úr um það, hvort fram skuli
halda um notkun saxblásaranna
hér á landi eins og til hefir verið
efnt. En vert er að athuga hina
nýju heyskapartækni Banda-
ríkjamanna, við votheysverkun,
enda er byrjað að bóla á henni
hér á landi, þó eigi sé nema ör-
lítið, og í rauninni ekki nema á
einu eða tveimur stórbýlum.
Hina amerísku tækni við að
mótorsláttuvél. Það er látið
liggja í múgum og því er ef til
vill snúið eða rakað til, með
múgavél, uns svo hefir tekið af
því, að hæfilegt þykir. Þá er
rakað saman í stórmúga. Síðan
kemur múgsaxarinn, sem er ek-
ið langs eftir múgunum. Sax-
arinn tekur upp múginn, tygg-
ur hann í sig og skilar grasinu
Frh. á bls. 19.