Morgunblaðið - 26.10.1956, Side 3
Föstucfagur 26. okt. 1956
MORCTJNfíL AÐIÐ
3
Sparifjársöfnun skólabama
Öll 7 ára börn fá 10 kr.
oð gjöf frá Landsbankanum
Blaðinu hefir. borizt eftirfar-
andi frá Sparifjársöfnun skóla-
barna:
SPARIFJÁRSÖFNUN skóla-
barna hófst, sem kunnugt er,
háustið 1954. Gaf þjóðbankinn þá
hverju skólabarni á 7—13 ára
aldri 10 krónur í sparisjóðsbók.
Yar þá ennfremur hafizt handa
um sölu sparimerkja í barnaskól-
um kaupstaðanna og nokkrum
öðrum skólum utan þeirra.
Skyldi þetta starf miða að því,
að glæða sparnaðar- og ráðdeild-
arhug meðal uppvaxandi æsku.
Haustið 1955 gaf þjóðbankinn
einnig 10 krónur hverju barni í
landinu, sem varð 7 ára á því ári.
Og nú í haust gefur hann öllum
börnum, sem verða 7 ára á þessu
ári, 10 króna gjöf og hafa ávísan-
ir á þessar 10 krónur verið send-
ar skólunum, og þess óskað að
þeir gefi þær út og afhendi þær,
eins og áður. Fái börn, fædd 1949,
ekki þessar krónur er það vegna
þess, að ekki hefur fengizt vitn-
eskja um þau, sem þó hefur verið
leitað eftir. Er enn tími til þess
að senda slíka vitneskju frá þeim
stöðum, sem eftir eru, en það
væri mjög æskilegt, svo að ekk-
ert barn yrði sett hjá.
Þar sem seld eru sparimerki
eiga 7 ára börnin, auk þess, að
fá sparimerkjabók ókeypis, eins
og áður.
Á sl. skólaári störfuðu 64 skól-
ar að sparimerkjasölu og bætast
nú nokkrir við.
Hafa kennarar sýnt þessu starfi
skilning og velvild, yfirleitt, og
heimilin tekið því vel. Og þess
er fastlega vænzt að börnin hafi
af því nokkurn ávinning.
í ávarpi til heimilanna nú er
m.a. tekið fram:
1. HOLLAR VENJUR ERU
BARNI NAUÐSYN
Það er vandi að gæta hófs í
Isl.-sænska
félagið stofnað
MÁNUDAGINN 22. október var
haldinn í Þjóðleikhúskjalláran-
um í Reykjavík stofnfundur fé-
lags, sem nefnist íslenzk-sænska
félagið. Segir í lögum félagsins,
að tilgangur þess sé að efla vin-
áttu og samskipti íslendinga og
Svía, og vinna að gagnkvæmri
kynningu þessara þjóða. Til
stofnfundarins var boðað af 25
mönnum úr hópi sænskmennt-
aðra Reykvíkinga og annarra
Svíþjóðar-vina, en I félagið gengu
á stofnfundinum um 80 manns.
Fundarstjóri var Árni Tryggva-
son hæstaréttardómari. Guðlaug
ur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri,
hafði orð fyrir undirbúnings
nefnd, skýrði frá aðdraganda og
tilgangi þessarar félagsstofnun
ar og gat þess m. a., að í Svíþjóð
væru nú starfandi þrjú félög á
sams konar grundvelli, | Stokk-
hólmi, Uppsölum og Gautaborg.
Magnús Kjaran, stórkaupmaður,
rakti sögu þeirra félaga, sem
áður hafa starfað hér á líkum
grundvelli of árnaði hinu nýja
félagi heilla. Formaður félagsins
var kjörinn Guðlaugur Rósin-
kranz, en aðrir í stjórn eru: Árni
Tryggvason, Halldór Kiljan Lax-
ness, Helgi Hjörvar, Jón Magnús
son, Sigurður Hafstað og Sig-
urður Þórarinsson. Samkvremt
lögum félagsins á sænskur lektor
við Háskóla Islands sæti á stjórn
arfundum þess. Núverandi lek-
tor er Bo Almkvist, fil. mag. í
fundarlok kvaddi ambassador
Svía, Sten von Euler-Chelpin,
sér hljóðs og lýsti ánægju sinni
yfir stofnun þessa félags.
viðskiptum við börn. Þau' heimta
oft mikið, og því meira, sem
meira er eftir þeim látið. Þess
vegna þarf að festa hollar venjur,
sem barninu eru skiljanlegar og
ekki er í sífellu hopað frá. Það
þykir. t.d. rétt, að börn fái
snemma einhverja smáupphæð
til ákveðins tíma, t.d. viku, sem
þau mega verja að vild, en séu þó
látin gera grein fyrir hvernig
notuð var í vikulokin.
Þessara „vasapeninga“ mega
þau gjarna afla sér fyrir ákveðna
vinnu í heimilinu, og gildi þá á-
kveðinn taxti fyrir ákveðið starf.
Venjast þau þá síður á að fá pen-
inga fyrir ekki neitt. En mikil-
verðast er, að þau geti lagt fyrir
af þessu fé, og þá gjarnan í ein-
hverjum ákveðnum tilgangi. —
En upphæð þess fjár, sem börn fá
þannig til ráðstöfunar, verður að
miðast við aldur og aðstæður. —
En umfram allt er það brýn nauð
syn, að foreldrar gæti þess, að
börn þeirra hafi aldrei mikla fjár
muni með höndum, sem þau
mega fara með að vild.
2. RÁÐDEILD ER ÞJÓÐAR-
__NAUÐSYN
Öruggasta ráð til að hindra
verðfall gjaldmiðils er almenn
ráðdeild. Og að því er börn
snertir má það víst telja, að aur-
ar þeirra, er kynnu að safnast,
myndu annars hafa farið í ein-
hvern óþarfa, sem væri þeim ó-
hollur, og hefði ekkert varanlegt
eftir skilið, en hins vegar ýtt und-
ir ýmsar varhugaverðar eyðslu-
venjur, sem flestum reynist síðar
meir erfitt að losna við, og marg-
an hafa leitt á glapstigu.
3. HIÐ UPPELDISLEGA
GILDI ER AÐALATRIÐH)
Það er staðreynd, að sá sem
stöðugt eyðir meiru en hann afl-
ar, hvort sem um einstakling er
að ræða eða þjóð, getur ekki til
lengdar séð sér farborða. Hann
þarf því að temja sér þá reglu, að
lifa ekki um efni fram.
Það starf, sem hér er hafið,
er því fyrst og fremst uppeldis-
legs eðlis, sem telja verður að
einstaklingi og þjóð sé mikil þörf
á að unnið sé að af skilningi og
festu.
Heitum vér því á alla góða
menn til samstarfs.
Þann 22. þ. m. hófu Loftleiðir reglubundnar flugferðir til Bretlands. Mynd þessi er tekin á leið til
flugstöðvarínnar frá millilandaflugvélinni Sögu á Renfrew-flugvelli hinn 22. þ. m. Fremstir ganga
Kristján Guðlaugsson formaður stjórnar Loftleiða og Allan McLean borgarstjóri í Paisley, en hann
var einn þeirra, sem tók á móti flugvélinni í þessari fyrstu ferð hennar.
NATO veiiir náms- og
frœðimönnum styrki
NORÐUR-ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) veitir í apríl
á næsta ári nokkra styrki til náms- og fræðimanna.
Tilgangur NATO-styrkjanna er
að stuðla að auknu námi og rann-
sóknum á sögu aðildarríkjanna,
stjórnmálum þeirra, stjórnarskrá,
lögum, félagsmálum, menningar-
málum, tungu, efnahagsmálum,
vísinda- og varnarmálum þeirra,
einkum með tilliti til sameigin-
legra erfða og sögulegrar reynslu
Norður-Atlantshafsríkjanna sem
samfélags og athugana á núver-
andi þörfum þess og samstöðu
aðildarríkjanna í framtíðinni.
Styrkirnir eru tvenns konar,
auk ókeypis ferðakostnaðar.
1) Námsstyrkir til ungra náms-
manna að upphæð 500 þúsund
franskir frankar fyrir skólaárið
1957—58 eða jafngildi þeirrar
upphæðar innan annars aðildar-
ríkis í Evrópu eða 2000 dollarar
fyrir sama tímabil í Bandaríkjum
Ameríku eða Kanada.
2) Rannsóknarstyrkir fyrir
fræðimenn að upphæð 200 þús.
franskir frankar á mánuði i 2—4
mánuði eða jafngildi þeirrar upp
hæðar innan annars aðildarríkis
í Evrópu.
Styrkþegar til vísindarann-
sókna verða valdir með tilliti til
rannsóknarefnis og hæfileika.
Stúdentar verða váldir eftir
námsafrekum, eftir því hvar þeir
vilja stunda nám og hvert náms-
efnið er.
Barnakennarar í Skapf. ræða útgáfu námsbúka
SAUÐÁRKRÓKI, 21. okt.: —
Barnakennarafélag Skagfirðinga
hélt aðalfund sinn að Sauðár-
króki laugardaginn 20. okt. Voru
þar rædd ýmis félags- og menn-
ingarmál, m.a. um mót Sambands
norðlenzkra kennara, sem verð-
ur haldið í Skagafirði næsta vor.
Námsstjóri Norðurlands, Stef-
án Jónsson, var mættur á fund-
inum, ræddi við kennara um
störf vetrarins, og flutti erindi
um kennslu og uppeldi.
Á fundinum voru m.a. sam-
þykktar eftirfarandi tillögur:
„Aðalfundur Kennarafélags
Skagfirðinga 1956 fagnar því að
skólafróður maður skuli hafa val-
izt til að veita Ríkisútgáfu náms-
bóka forstöðu, og að skólavöru-
verzlun skuli fyrirhuguð í sam-
bandi við afgreiðslu útgáfunnar".
Jafnframt skorar fundurinn á
Ríkisútgáfu námsbóka:
1. Að gefa út litprentaða landa-
bréfabók, eins fljótt og tök eru
á.
2. Að við næstu endurprentun
Skólaljóða, verði þau gefin út
með skýringum, eins og upp-
haflega var gert.
3. Að nú þegar verði hafizt handa
um útgáfu nýrrar Islandssögu,
eða að minnsta kosti viðbót við
núverandi sögu er nái fram til
ársins 1944.
4. Þar sem nú á að gera meiri
kröfur um betri meðferð á
námsbókum, þá verði þær eft-
irleiðis gefnar út í heppilegu
bandi.
Stjórn félagsins var endur-
kjörin, en hana skipa: Björn
Daníelsson, Sauðárkróki, Magnús
Bjarnason, Sauðárkróki, Garðar
Jónsson, Hofsósi og Guðjón Ingi-
mundarson, Sauðárkróki. — jón.
SjóUstæðismenn
Styrkþegum ber að gefa skýrslu
um rannsóknir sínar eða nám á
ensku eða frönsku og afhenda
Norður-Atlantshafsbandalaginu
eigi síðar en þrem mánuðum eftir
að stýrktíma lýkur. Umsóknar-
frestur er til 1. janúar 1957.
Styrkir þessir eru veitt-
ir með hliðsjón af 2. grein Norð-
ur-Atlantshafssamningsins frá
1949, er hljóðar svo:
„Aðilar munu stuðla að frekari
þróun friðsamlegra og vinsam-
legra milliríkjaviðskipta, með því
að styrkja frjálsar þjóðfélags-
stofnanir sínar, með því að koma
á auknum skilningi á meginregl-
um þeim, sem þær stofnanir eru
reistar á, og með því að auka
mögúleika jafnvægis og velmeg-
unar. Þeir munu gera sér far um
að komast hjá árekstrum í efna-
hagslegum milliríkjaviðskiptum
sínum og hvetja til efnahagssam-
vinnu sín á milli, hvort heldur er
við einstaka samningsaðila eða
alla.“
Umsóknir ber að senda til ut-
anríkisráðuneytisins, sem lætur
umsóknareyðublöð í té og veitir
allar nánari upplýsingar.
(Frá utanríkisráðuneytinu) .
Skilyrði Bandaríkjanna
fyrir viðskiptum við Kína
TNNANRÍKISRÁÐUNEYTI Bandaríkjanna lét nýlega svo um-
mælt, að ekki kæmi til greina, að Bandaríkin léttu viðskipta-
banni sínu af Kína, á meðan leiðtogarnir í Peking neita að hætta
valdbeitingu gegn Formosu.
Skýrsla sú, sem innanríkisráðuneytið gaf út, var svar við tillögu
þeirri, er fulltrúar kínversku kommúnistastjórnarinnar báru fram
í Genf nýlega þess efnis að Bandaríkin léttu viðskiptabanni sínu
á Kína.
EFTIR 5 dagu verður dregið
í bifreiðahappdrætti Sjálf-
stæðisflokksins. Vinsamlegast
gerið skil á heitnsendum happ-
drættismiðum sem fyrst. —
Skrifstofa Sjálfstæðisflokks-
ins er opin í dag frá kl. 9 f. h.
til kl. 7 e. h.
EKKERT SAMKOMULAG
Hér fer á eftir útdráttur úr
skýrslunni:
„í rúmlega 13 mánuði hafa
Bandaríkin átt viðræður við full-
trúa kínversku kommúnistastjórn
arinnar í Genf með það fyrir
augum að fá leysta úr haldi
bandaríska þegna í Kína, og fá
kínverska kommúnista til þess að
samþykkja það, að valdbeitingu
gegn Formósu verði hætt.
Ekkert samkomulag hefur
enn þá náðst í þessum málum.
SKÝRSLA KÍNVERJA
Hinn 21. september s.l. gaf
kínverska kommúnistastjórnin út
skýrslu, þar sem skýrt var frá
því, að hún hefði borið fram til-
lögu á fundunum í Genf, þar sem
mælzt var til þess að viðræður
yrðu teknar upp við Bandaríkin
um að þau léttu viðskiptabanni
sínu af Kína, en að Bandaríkin
hefðu í raun og veru neitað því.
HALDA
PÓLITÍSKUM GISLUM
Bandaríkin eru ekki reiðubú-
in að taka upp viðræður við
Rauða-Kína um afléttingu við^
skiptabannsins, á sama tíma og
Kínverjar neita að hætta vald-
beitingu sinni gegn Formósu og
halda bandarískum þegnum í
haldi sem pólitískum gislum,
þrátt fyrir það loforð, er þeir
gáfu 10. september árið 1955, um
að leyfa þeim að halda heimleiðis
tafarlaust.
Við höfum tílkynnt kínverzku
kommúnistunum þetta í Genf.
Það er ekki hægt að búast við
því, að Bandaríkin vilji taka upp
viðræður um að aflétta viðskipta-
banninu á Kína, þar sem slíkt
myndi aðeins verða til þess að
styrkja leppríki, sem neitar að
hætta valdbeitmgu gegn okkur.“
101 lágu
í valnum
LONDON: — Á dögunum fóru
fram í London helztu veð-
reiðar ársins í Bretlandi. Var
geysilega mikill mannfjöldi
viðstaddur — og var þar m. a.
Bretadrottning. Er hlaupinu
var nær lokið, kom fyrir at-
vik, sem koin allmörgum úr
jafnvægi. Er einn reiðskjótinn
stökk yfir hindrun — and-
spænis sæti drottningar — féll
knapinn af baki — og hreyfði
síðan hvorki legg né lið. Virt-
iát hann með öllu meðvitund-
arlaus og var borinn út af
leikvanginum. En það voru
fleiri, sem bornir voru út, því
að atvik þetta örkaði svo mjög
á áhorfendur, að um 100
manns féllu í yfirlið — og
voru bornir út. Drottning
sýndi engin skapbrigði, en bað
strax um að fá fregnir af líð-
an knapans. Innan stundar
fékk hún að heyra það, að
hann væri nú raknaður úr
rotinu, en hefði fengið heila-
hristing — svo að nauðsynlegt
var að aka honum í sjúkrahús.