Morgunblaðið - 26.10.1956, Page 10

Morgunblaðið - 26.10.1956, Page 10
10 MORGUNBL4ÐIÐ Fostudagur 26. okt. 1956 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Síjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr. 25.00 á mánuði ínnanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Úti í Evrópu og hér ÚTI f EVRÓPU eru nú örlaga- ríkir viðburðir að gerast. í lepp- rikjum Rússa, þar sem fámennar klíkur kommúnista hafa haldið uppi ofbeldisstjórn undanfarin ár logar nú allt í óeirðum og upp- reisnum. í Póllandi hefur sjálfur kommúnistaflokkurinn gert upp- reisn gegn Sovétstjórninni í Moskvu og ofurveldi hennar. Rússneskum ráðherrum í stjórn Póllands hefur verið vikið frá og hinir pólsku kommúnistar hafa ekki þorað annað en lýsa því yfir, að horfið muni verða til aukins lýðræðis í landinu. Fleiri en einn stjórnmálaflokkur eiga jafnvel að fá að bjóða fram til þings. Hvílíkt frelsi í kommún- ísku ríki! „Aukið frelsi á öllum sviðum í Póllandi“ Svo rammt kveður að frelsis- aukningunni í hinu kommúníska Póllandi að „Þjóðviljinn“ kemst að orði á þessa leið í stórri fyrir- sögn í fyrradag: „AUKIÐ FRELSI A ÖLL- UM SVIÐUM í PÓLLANDI“. Hvað er nú þetta, „Þjóðvilji“ sæll? Hefur þú ekki alltaf haldið þvi fram í römmustu al vöru, að í Póllandi og öðrum „alþýðurikjum“ ríkti hið eina sanna „frelsi“? Og nú kemur þú allt í einu og segir íslenzku fólki, að „aukið frelsi á öllum sviðum í Póllandi“, sé eitt- hvert stórkostlegt nýmæli og náðarbrauð. Hafa þá Pólverjar eftir allt saman ekki búið við frelsi? Hefur það þá verið lygi og blekking að „alþýðu- lýðræði“ leppríkja Rússa feli í sér hið eina sanna frelsi? Það er alveg greinilegt, að það er þetta, sem íslenzka kommún- istablaðið hefur lýst yfir. „Alþýðulýðræðið“ svik og blekking Kommúnistar hafa því tekið eina stórkostlega kollsteypu til viðbótar. Nú hafa þeir Iýst því yfir, að hið marglofaða „alþýðu- lýðræði“ hafi ekkert lýðræði ver- ið. Það hafi þvert á móti verið svívirðileg kúgun, fals og blekk- ing. Þetta verður Þjóðviljagreyið að lepja upp eins og önnur komm únistablöð. Ritstjórar hans verða að éta ofan í sig allt skrumið um „alþýðulýðræðið“ og ágæti þess. Það er vissulega mikið að gera við „ofaníát" hjá kommúnist um þessar vikurnar. Fólkið hristir hlekkina — en kúgunin heldur kommúnistastjórnirnar loforðin um hið aukna frelsi. Það sem er að gerast úti í Evrópu um þessar mundir er í stuttu máli sagt þetta: Fólkið í lepparíkjum Rússa hristir hlekkina, sem hinn alþjóðlcgi og rússneski komm- únismi hefur lagt á það. Jafn- vel kommúnistarnir sjálfir gera uppreisn gegn Moskvu- valdinu. En Rauði herinn held ur frelsisbaráttu fólksins niðri og tryggir kommúnistum enn um skeið völdin. öllum er hins vegar ljóst hvert stefnir. Þjóðirnar eru að undirbúa að brjóta af sér hið kommúníska ok — og gera það um leið og tækifæri gefst til þess. Eru Framsókn og kratar hreyknir? Allir lýðræðissinnaðir íslend- ingar fylgjast með baráttu hinna kúguðu þjóða úti í Austur-Evrópu af samúð og áhuga. Allir heiðar- legir menn óska þeim sigurs. Kommúnistar og blað þeirra segja hins vegar að um „gagnbyltingar- tilraunir" sé að ræða þarna úti. Og auðvitað stendur „Þjóðvilj- inn“ með Rauða hernum og Rúss- um. Spyrja mætti, hvort Fram- sókn og kratar séu ekki eink- ar hreyknir af kommúnistum, samstarfsmönnum sínum í rík- isstjórn, um þessar mundir? Finnst þeim ekki sérstaklega geðþekkt að stjórna Islandi með mönnunum, sem verja nú í líf og blóð siáturverk komm- únista í Ungverjalandi? Það getur vel verið að leiðtog- ar Framsóknar og krata séu hreyknir af þessu. En almenning- ur í flokkum þeirra er það áreið- anlega ekki. Alþýðublaðið er að vísu svo glámskyggnt í gær, að það heldur að atburðarásin úti í Evrópu um þessar mundir sé að færa jafnaðarmenn og komniún- ista nær hvor öðrum. En það er áreiðanlega mikill misskilningur Því ljósara sem öllum almenningi verður eðli „alþýðulýðræðisins“, kúgun þess og spilling, þeim mun meiri andstyggð fá allir lýð- ræðissinnaðir menn á kommún- istum. Jafnframt vex skilningur- inn á því, að við þá er hvergi hægt að hafa samvinnu um stjóm landsins, hvorki á íslandi né annars staðar. Það er vissulega mikils vert, ekki síður en yfirlýsing Krus- jeffs í vetur, um að Stalín hafi verið fjöldamorðingi og glæpamaður, að kommúnistar hafa nú sjálfir játað og viður- að „alþýðulýðræði“ þeirra sé fúlasta einræði, á ofbeldi og svívirði- Iegri kúgun og klíkuskap. „ (jjullnci liliÁiÉ Lh^tur óocip ui ítöL ur í ^Joreai „NJTullna hliðið", hið gam alkæra leikrit Davíðs Stefáns- sonar um sálina hans Jóns míns, var frumsýnt í leikhúsinu í Roga- landi 2. okt. sl., við góðar mót- tökur gagnrýnenda. Leikritið hefur verið þýtt á nýnorsku af Olaf Dalgard, og voru allir gagn- rýnendur samdóma um, að hún væri mjög góð, en prólóginn voru þeir ekki ánægðir með, enda var hann þýddur „úr íslenzku á eitt- hvert norrænt mál, sem var næst um óskiljanlegt", segir einn gagn- rýnenda. Þá þýðingu gerði Ivar Orgland. Leikritið var sett á svið af kunnum leikhúsmanni, Bjarne Andersen, en leiktjöld málaði Per Fjeld. Þykir þeim hafa far- izt verkið vel úr hendi. -Tnllir gagnrýnendur voru sammáda um, að hér væri á ferðinni stórbrotið og athyglis- hliðið" samt djarfara. „Það er skrifað í hrjóstrugu og vinda- sömu landi, þar sem skynsemis- hyggjan er samofin þránni eftir hinum björtu himnesku strönd- VF agnrýnanda „Stavang er Aftenblad“ þykir sýningin í Rogalandi of þunglamaleg. Þar skorti þá kímni og þann léttleika, sem höfundurinn hafi blásið í verk sitt og gefi því hið sérstæða gildi. Ennfremur segir hann, að þetta mikla verk hafi að nokkru leyti borið leikendurna ofurliði, þar sem það krefjist beztu leik- krafta í öll aðalhlutverk. Eilif Armand, sem leikur Jón, er þó undantekning. Leikur hans þykir viðburður, og „koma hans úr pok- anum á leiksviðið var tvímæla- laust hápunktur sýningarinnar". Hann sýnir til fullnustu hinn Jón, kona hans og kölski. vert leikrit, sem gerði miklar krCjiur til leikenda. Sumir bentu á, að því svipaði um sumt til „Péturs Gauts", en Jón bóndi þykir heilsteyptari persóna, ein- lægari syndaselur en hinn norski stallbróðir hans. Þá benti einn gagnrýnenda á það, að „Gullna hliðið“ væri að efni og framsetn- ingu skilt stórverkum eins og „La Divina Commedia" og „Faust“, og einnig sænska leikritinu „Himlaspelet" eftir Rune Lind- ström, sem var sýnt hér á íslandi sem kvikmynd fyrir nokkrum ár- um. í samanburði við þetta síð- ast nefnda verk þvkir „Gullna kjaftfora, forherta og djarfa syndasel, sem er eins og holdi klætt náttúruafl. slaug Tönnesen veld- ur ekki hlutverki sínu að fullu, þótt oft bregði fyrir djörfum og skemmtilegum leik. Hún þykir ekki sýna til fullnustu þá ein- lægu ást manni sínum, sem knýr hana til að bjarga sál hans frá logum vítis. Hún virðist fremur gera það til að bjarga mannorði þeirra beggja. Hana skortir þá frómu og ynnilegu trú, sem höf- Hvers á almenningur að gjalda ? áfram. Á eftir uppreisninni 1 Póllandi kom blóðug uppreins í Ungverja- landi. Þar hafði nokkrum Moskvu kommúnistum verið steypt af stóli með byltingu í kommúnista- flokknum. En það dugði ekki til. Hinn nýi forsætisráðherra, sem verið hafði í ónáði fyrir Tító- isma, hikaði ekki við að biðja Rauða herinn rússneska um að- stoð til að bæla niður treisis- baráttu Ungverja. Hinar komm- únísku hersveitir Moskvuvaldsins hafa svo dundað við það undan- farna sólarhringa að brytja nið- ur verkamenn og menntamenn í Budapest. Þannig framkvæma SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN hélt tónleika í Þjóðleikhúsinu s.l. þriðjudagskvöld, og söng hin kunna bandaríska söng- kona Blanche Thebom nokkur verk með hijómsveitinni. Söng konan hafði áður komið fram á vegum Tónlistarfélagsins við mikla hrifningu áheyrenda, og þegar það kvisaðist, að hún mundi syngja með hljómsveit- inni, gerðu tónlistarunnendur sér vonir um að fá að heyra hana þar, enda voru tónleik- arnir auglýstir í blöðum á þriðjudagsmorgun. En þær góðu vonir reyndust á sandi reistar. Þegar menn spurðust fyrir um aðgöngumiða, gripu þeir í tómt, og var þsim sagt, að allir miðar væru uppseldir. Sannleikurinn í málinu mun hins vegar vera sá, að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafði boðið fjölmörgum ráða- mönnum á hljómleikana og selt aðra miða „undir bo-ð:í5“. Nú er ekkert nema gott um það að segja að bjóða þeim mönnum á hljómleika, sem vænlegastir eru til stuðnings við áframhaldandi starf hljóm sveitarinnar. Slíkt er góður og sjálfsagður siður. En hefði ekki verið viðkunnanlegra að selja aðra miða opinberlega, þannig að allur almenningur ætti kost á að sækja þessa hljómleika, en ekki bara þeir, sem „þekkja mann sem þekkir ina.ni***- undurinn hefur sýnilega ætlað henni að eiga. A llir gagnrýnendur eru á einu máli um það, að tón- list Páls ísólfssonar hafi dýpkað anda verksins og gefið því auk- inn þjóðlegan blæ. „f henni sam- einast hinn hátíðlegi kóralsöngur og hinir þjóðlegu rómantísku tónar“. Þó finnst tveimur gagn- rýnendum, að skaðlaust hefði verið að sleppa stóra kóratriðinu, í þriðja þætti og langa sálmin- um í fyrsta þætti. Gagnrýnendur segja, að leikhúsið í Rogalandi hafi ráð- izt í stórvirki með því að sýna þetta mikla íslenzka verk, og enda þótt ýmsar misfellur hafi verið á sýningunni, hafi hún ver- ið ógleymanleg reynsla. Leikrit- ið sé svo auðugt að krafti og kímni, alvöru og sönnum lýsing- um á breyskum manneskjum, að það hljóti að hrífa áhorfandann til hluttöku í kjörum hins ís- lenzka almúgafólks, sem í ein- faldleik hjartans skeggræðir við Pétur, Pál og sjálfan skrattann. Ný bók handa stúlknm ÉG ER EKKI vön að skrifa um bækur, en ég var að lesa Hönnu, sem Knútur Kristinsson, læknir, hefur þýtt, og mér þykir vænt um að sú bók er komin á íslenzku. Það hefur svo margt verið þýtt á undanförnum árum, sem lítið erindi hefur átt til íslenzkra ungl inga, bækur, sem ekkert gildi hafa, lýsa iðjuleysi og rangli — og ef til vill glæpaverkum ungra og gamalla. Þar er oft lítil hvatn- ing til dáða. En í þessari bók kveður við annan tón. Hanna litla er hraust og framtakssöm stúlka, sem verð- ur að brjótast áfram í lífinu. Munaðarlaus fer hún að heiman frá Danmörku og leitar gæfunn- ar í hinu fjarlæga Frakklandi. En hún lætur hendur standa fram úr ermum. Hún veit að gæfan fellur þeim einum í skaut, sem leita hennar og láta hana ekki ganga úr greipum sér vegna tómlætis og iðjuleysis. Hanna litla kemur til frænku sinnar í Frakklandi, sem orðin er ekkja og veröldin búin að leika grátt á margan veg. Hanna réttir henni hjálparhönd og gefur henni nýja trú á lífið. Hanna kynnist mörgu fólki á ferð sinni og í hinu nýja heim- kynni. Hún tekur þátt í störfum þess og áhugamálum, en hún kann líka að njóta lífsins, þegar frænka hennar býður henni til Monte Carlo. Mér finnst bókin vera sérstak- lega skemmtileg og ég hlakka til að lesa þær bækur, sem eftir eru í þessum bókaflokki. K. Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.