Morgunblaðið - 26.10.1956, Side 11

Morgunblaðið - 26.10.1956, Side 11
Föstudagur 26. okt. 1956 MORGUNKLAÐIÐ 1 Ekki heppilegt að haia óvarin hernaðarmann- virki standandi á íslandi Samfal v/ð Gorúon Gray, a&sfoðar- landvarnaráðherra Bandarikjanna Washington 17. október. Frá fréttaritara Mbl. r'iORDON GRAY aðstoðar-land- varnaráðherra Bandaríkj- anna lýsti því yfir í dag á fundi með allmörgum fréttamönnum frá Evrópulöndum, að varnar- stöðin á Keflavíkurflugvelli væri enn mjög þýðingarmikil fyrir varnarkerfi vestrænna ríkja. Hann bætti því við, að hann teldi hernaðarsérfræðinga ekki geta fallizt á, að það væri heppi- legt, að hafa óvarin hernaðar- mannvirki standandi á íslandi. Ráðherrann svaraði spurningu frá fréttaritara Morgunblaðsins um þetta efni. Spurningin var á þessa leið: — Hvaða þýðingu heíur það fyrir öryggi vestrænna rii ja, að varnarliðið hverfi á brott frá Keflavíkurflugvelli? VIÐKVÆMT MÁL. — Ég held ekki að hernaðar- sérfræðingar geti fallizt á, að það sé heppilegt að hafa óvarin hern- aðarmannvirki standandi á fs- landi. Ég hef hér rætt um sér- fræðilegar staðreyndir. En málið er stjórnmálalegt og heyrir því' fremur undir utanríkisráðuneyt- ið, en okkur hér í landvarnar- ráðuneytinu. — Við Bandaríkjamenn mun- um ekki standa fast á því, að hafa varnarlið á íslandi, ef ís- lenzka ríkisstjórnin er mótfallin því. Það má vel vera, að það sé ekki nauðsyn að hafa fulla tölu þeirra varnarliðsmanna, sem nú eru þar. Svo mikið er víst, að við erum mjög fúsir að leita nýrra leiða, ef íslendingar geta betur sætt sig við það. VESTRÆN RÍKI HYGGJA ALDREI Á ÁRÁS Á fundi þessum spurði Mich- aele Mottola, ritstjóri Corriere de la Sera í Mílanó, ráðherrann nán- ar um hvort hann teldi friðvæn- legt í heiminum. Ráðherrann svaraði á þessa leið: — Friðarhorfurnar fara eftir því, hvað Sovétríkin hafa í huga. Vestræn ríki hyggja aldrei á ár- ás. Og nú teljum við að þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um af- vopnun hafi hernaðarstyrkleiki þeirra aukizt. — Við teljum þó að ekki sé sem stendur yfirvofandi hætta á alheimsstríði. En við vitum þó ekki, hvað getur komið fyrir. Það er enn yfirvofandi hætta á styrjöld á takmörkuðum svæð- um. Við höfum orðið að þola slíkar takmarkaðar styrjaldir áð- ur, t.d. í Kóreu og Indó-Kína. Nú er t.d. yfirvofandi styrjaldar hætta í nálægum Austurlöndum, þar sem Arabaríkin hafa fengið gnægðir af hergögnum frá Rúss- um. Við vitum ekki fyrir víst nema „eldgos“ geti brotizt þar út. — Einn þáttur þessa máls er mjög athyglisverður, hélt ráð- herrann áfram og það er að eitt mikilvægasta verkefni okkar, ef styrjöld brýzt út á takmörkuðu svæði, er að reyna eftir beztu getu að hindra útbreiðslu henn- ar. Við megum þess vegna ekki miða allar okkar landvarnir við það, að heyja mikla styrjöld, held ur líka við það að standast and- stæðingunum snúning í takmörk- uðum styrjöldum. Venjulegur landher er því enn fjarri því að vera úreltur. NATO SÉ ÁFRAM STYRKUR SKJÖLDUR Hans Ulrich Kempski, frétta- stjóri Miinchen-blaðsins Sud- deutsche Zeitung, spurði Gordon Gray ráðherra, hvaða álit banda- ríska landvarnarráðuneytið hefði á vígbúnaðarvandamálum Vest- ur-Þýzkalands. Ráðherrann svar- aði á þessa leið: — Það hefur margsinnis verið skýrt ýtarlega frá tilganginum með stofnun vestur-þýzkra her- sveita. Forsendur þess máls eru enn óbreyttar, árásarhættan frá Rússum hefur ekki minnkað og við teljum nauðsynlegt, að NATO sá áfram styrkur skjöldur vest- rænna þjóða. Þess vegna hefur það valdið öll um þátttÖkuríkjum Atlantshafs- bandalagsins vonbrigðum, að mál ið hefur dregizt á langinn. Þess var óskað að herskyldutíminn í Þýzkalandi yrði upphaflega 18 mánuðir. Það er miður farið, að Adenauer forsætisráðherra skuli hafa orðið að semja við aðra flokka um 12 mánaða herskyldu- tíma. Að vísu er það sæmilegur æfingatími, en þessi ákvörðun hefur ekki góð áhrif á almenn- ingsálitið í öðrum þátttökuríkj- um bandalagsins. — Ýmislegt fleira kom til um- ræðu á blaðamannafundi þess- um, en þitta er það sem athygl- isverðast var. — Þ. Th. Svar Gordons Grays . j þessa leið: — Þetta er mjög viðvæmt mál,; sem ég get ekki rætt ýtarlega um. j Vil ég benda á, að þetta er ein- mitt mál, sem reynt. verður að i leysa í viðræðum, sem hefjast 15. nóvember. Verður þar rætt um| þau viðhorf núverandi ríkis-. stjórnar íslands, sem fram komul í þingsályktun Alþingis sl. vor, j um að varnarliðið skuli hverfa á I brott, sakir þess að friðsamlega horfi í heiminum. — Hér er um að ræða mál, sem snertir ekki aðeins sambúð ís- j lands og Bandaríkjanna, heldurj einnig Atlantshafsbandalagið í j heild, enda var varnarliðið sent þangað samkvæmt ósk þess. — Ef maður lítur á beinar hernaðarlegar staðreyndir þessa máls, hélt Gordon Gray áfram, þá teljum við, að varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli sé mjög þýð- ingarmikil fyrir sameiginlegar varnir vestrænna ríkja. HERNADARSTYRKLEIKI RÚSSA EYKST — Það er álit okkar, að þótt Rússar hafi tilkynnt fækkun í herliði sínu, hafi ekki dregið úr hernaðarstyrkleika þeirra, held- ur hafi hann þvert á móti aukizt. Við teljum þess vegna, að árásar- hættan frá Sovétríkjuuum, sé sízt minni en hún hefur verið. \ Þegar ég segi þetta þá geri ég mér grein fyrir því, að skoðun j okkar að þessu leyti er önnur, en' skoðun núverandi ríkisstjórnar íslands. Ráðherrann hélt enn áfram: Hörð harátfa háð fyrir tiiveru gelískunnar YjtYRIR TÆPUM sjö öldum var Hékon gamli Noregskonunr - ur sigraður í orrustu, sem háð var í Largs á vesturströnd Skc lands. Skotar hafa ávallt síða minnzt þess atburðar með miklu stolti, enda má segja, að norræn- um yfirráðum yfir Suðureyjum ^ ljúki með ósigri Hákonar. Nú erj Largs lítill og viðkunnanlegur j ferðamannabær, krökkur af fólki á sumrum, en þeim mun fámenn- ari á vetrum, friðsamur og yfir- lætislaus. Þá var ég viðstaddur atburði í Largs fyrir skemmstu, sem minntu mig á orrustu Há- konar við Skota, þótt engar blóðsúthellingar ættu sér þar stað. GELÍSKUMÆLANDI MENN í Skotlandi er féi: our, sem heitir An Comui ' 'o.'duhea- lach. Það er félag gelít colandi manna. Tilgangur þess e: að efla gelíska tungu og gelískar bók- menntir og styðja allar þær fögru listir, sem iðkaðar hafa ver ið í Hálöndunum og Suðureyj- um. Á hverju ári heyr þessi fé- lagsskapur þing, sem á gelísku Sréfkorn frá Skot'andi Hættuieg lyf í fre'stundí umbúium 1 BRETLANDI farast daglega 45 ’ manns í slysförum. í Finnlandi eru 36% allra dauðaslysa drukkn! un í aldursflokki 1—14 ár. — í Þýzkalandi eru 30% allar dauða- slysa innan fjögurra veggja heim ilanna. í Frakklandi ferst fjöldi manns árlega með þeim hætti að detta út um glugga og fjöldi barna þar í landi deyr af eitrun. í Noregi er reynt að draga úr hinum tíðu drukkunarslysum með því að banna opna brunna. Á íslandi hefir dregið mjög úr slysum vegna drukknunar, síðan ?“nd- I kennsla var lögboðin í barna-1 skólum. Þetta eru nokkrar upplýsingar, sem WHO (Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin) hefir safnað sam- an um slysahættuna og leiðir til að afstýra slysum. í skýrslu WHO er þess getið, að hættuleg lyf og eiturefni valdi oft slysum meðal barna, ef þau séu í freistandi umbúðum, eða ef um slík lyf er búið í sykur og súkkulaðihúð. f Frakklandi er það algengt, að börn fari sér að voða með því að smakka á vökva, sem geymdur er í snotrum um- búðum. kallað Mód, eftir norræna . j'inu mót. Á þingi þessu fer am keppni í ýmsum greinum, ovo sem söng, dansi, sagnalist. Á ri.Ii.um þessum úir og grúir af pilsklæddum Skotum, sem fylgj- ast með keppninni á daginn, en þreyta dans og drykkju um næt- ur. Mótin standa venjulega yfir eina viku, og þann tíma munu þeir margir, sem unna sér lítillar hvíldar og einskis svefns. Þar verður stundum svo gleðimikið, að hver stund þykir of dýrmæt oiissa af neinu. rf.\R0*R DEILUR Mótið í ár varð einna róstu- samast allra móta, og því minnti það mig á orrustu Hákonar forð- um. Á mótinu var barizt um til- vist og rétt gelískrar tungu. Að- steða hinnar fornu keltnesku tungu er sú, að mælendum henn- ar fer sífækkandi, enda er al- gengt, að börn gelískra foreldra tali ekki orð á tungu forfeðra sinna. í barnaskólum fer öll kennsla fram á ensku, hvort sem börnin tala gelísku eða ekki. Og sú fræðsla, sem skólarnir veita í gelísku, er nauðalítils virði. Mótin berjast af mikilli hörku fyrir auknum rétti og bættum aðstæðum tungunnar, og jafn- framt leggja þau mikla áherzlu á fagran og skýran framburð henn- ar. Á þessu móti tóku sextíu söngvarar þátt í keppni um gull- pening mótsins, sem þykir mikill virðingarauki. En áður en þeir fá að taka þátt í keppninni, verða þeir að ganga undir próf í gel- ískri tungu. Og núna féllu fimm á þvi prófi og fengu því ekki að syngja. Meðal þeirra, sem féllu, var ung stúlka frá Glasgow, sem var tvímælalaust einn bezti söngvarinn, og þótti sumum hún líklegust til að vinna keppnina. Þetta var þriðja mótið, sem hún tók þátt í, og á fyrri mótum reyndist gelísku-prófið ekki of erfitt, og undar. ' "in misseri hef- ur hún sótt tíma í gelísku á hverri viku. VERÐUM AÐ GERA SÍ- AUKNAR KRÖFUR Þessi harðvítuga afstaða dóm- ara hefur valdið mikium deilum á mótinu. En dómararnir vörðu sig með því, að þetta væri ekki venjuleg söngkeppni, heldur keppni um söng á gelísku, og því sé ekki hægt að leyfa öðrum þátt töku í keppninni, en þeim, sem tala gelísku sæmilega vel. Menn höfðu komizt að þeirri niður- stöðu, að gelísku-kunnátta kepp- enda væri ekki nógu góð, og því var prófið þyngt í ár. Einn af helztu leiðtogum Gelíska féíags- ins, pjóðernissinninn Hohn Bann- ermann, sagði við mig um dag- inn: „Við verðum að gera auknar kröfur um vandaða tungu, ella á málstaður okkar engan rétt á sér.“ Dómararnir fóru einnig hörð- um orðum um meðferð söngvara á hinum fornu söngvum frá Suð- ureyjum. Gelísk sönglist er við- kvæm og flókin. Hún krefst meiri músíkgáfu, meiri ná- kvæmni og hreinni tónmeðferð- ar en títt er með nútíma söng, með hátölurum og bergmálandi sönghöllum. Nú eru góðir gelísk- ir söngvarar orðnir mjög sjald- gæfir í Skotlandi. Og þeir fáu, sem eftir eru, koma ekki á mót- j in. Hins vegar er enn hægt að ; heyra þá úti í eyjum, þar sem | fólk syngur sjálfu sér til skemmt unar. Þar í eyjunum syngur fólk 1 gjarnan við vinnu, og hefur af ! geysimiklum söngvafjölda að j taka og syngur með frumstæðri 1 og fágaðri tækni,' sem það hefur 1 lært af fyrri kynslóðum. Á mótinu var einnig háð bók- menntakeppni, um bezta frum- samið kvæði á gelísku. Sá, sem vinnur þá keppni, er á eftir krýndur skáldkonungur með mik illi athöfn. Gelískar bókmenntir eru miklu fátækari en írskar og kymriskar bókmenntir, einkum eru ritaðar bókmenntir á gelisku harla fábreyttar. Og bókmennt- unum fer síhrakandi. Að vísu koma annað slagið fram skáld á borð við Somhairle MacLéighe- an, en það er svo sjaldan, og ljóðagerð virðist vera hálfdauð, og aðrar bókmenntagreinar eru enn verr settar. ÁSTRALSKUR SIGURVEGARI í ár voru sex skáld, sem sendu kvæði í keppnina, og þótti það táknrænn en beiskur sannleik- ur, að vinnandinn var ekki skozk- ur, heldur ástralskur. Að vísu var hann fæddur hérlendis, en hann hefur alið mestan hluta ævinnar á Ástralíu og á þar þegnfesti. Hið nýkrýnda skáld heitir Ian Moffat-Pender og hef- ur stundað fjárbúskap um þrjá- tíu og tveggja ára skeið í Ástral- íu. Hann lærði gelisku í fyrri heimsstyrjöld, þegar hann stjórn- aði herdeild frá Ljóðhúsum. Sið- an hefur hann haft brennandi á- huga á gelískri tungu. Hann stofnaði félagsskap, sem heitir á íslenzku „Börn beitilyngsins“, og er félögum þess ekki leyfilegt að skrifast á né talast við á annarri tungu en gelisku. Hann lærði einnig að mæla á írska tungu og bretónsku. Þessi merkilegi mað- ur er forrikur og ver stórum upp- hæðum til að glæða hag gelískr- ar tungu. En þetta atriði, að út- lendur maður hefur fengið svo rómantískan áhuga á tungunni, bervitni um feigð hennar. Kvæðið, sem Moffat-Pender hlaut skáldakrúnuna fyrir, var um orrustuna við Largs. Ósjálf- rátt kom mér til hugar, að sá tími mynui einhvern tíma koma, að annað skáld verði til þess, að yrkja um mótið, sem nú var háð í Largs. Því eitt er víst: Allt virðist benda til þess, að geliska hætti brátt að vera lif- andi mál, og mótið í Largs bar skýran vott um þann ósigur, sem gelísk tunga er að bíða fyrir á- sókn enskunnar. lylagnús Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.