Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 2
2 MORGVHBLATtlÐ Stóreignaskotturinn verður tekinn uf veltufé utvinnuvegunnu spurifé Hann mun bitnn á öðrum fremur en þeim sem greiðn honn IOÆR var lagrt fram í Neðri deild Alþingis frumvarp til laga um skatt á stóreignir. Eysteinn Jónsson talaði fyrir frv. og sagði það komið fram í sambandi við efnahagsaðgerðir stjórnar- innar frá því i vetur. Kvað hann þetta frv. einn liðinn í þeim ráðstöfunum. Af verðbólgunni hefði orsak- azt misskipting eigna og með lög- unum um útflutningssjóð hefði þurft mikla tilfærslu fjár í þjóð- arbúinu. Væri eðlilegast að leggja skattana á þá, sem fyrst og fremst hefðu hagnazt á verð- bólgunni. Samkvæmt þessu frum- varpi væri sparifé manna og rík- isskuldabréf undanþegin skattin- um, enda hefði verðgildi spari- fjár rýrnað að sama skapi og verðbólgan hefði vaxið. Þá skýrði ráðherra frumvarp- ið í einstökum liðum, m. a. það, að fatseignamat það, sem lagt yrði til grundvallar við álagn- ingu skattsins, yrði hið nýja mat sem nú færi fram, með 200% álagi. Þýddi þetta í sumum til- fellum 9-falda hækkun og í sum- um tilfellum 6-falda hækkun, allt eftir því, sem landsnefnd sú, er fjallar um þessi mál ákveður á hverjum stað. Þá kæmi og til nýtt mat á lóðum í þéttbýli. Þá kvað Eysteinn greiðslu þessa skatts aðeins krafizt af ein- staklingum en ekki af félögum. INNHEIMTAR 80 MILLJÓNIR Áætlað væri að innheimta ekki minna en sem svaraði 80 millj- ónum með þessum skatti. Að lokum sagði Eysteinn Jóns- son að fé þetta yrði ekki notað sem eyðslueyrir, heldur yrði því að 2/3 varið til byggingarsjóðs, sem gert væri ráð fyrir í frum- varpinu um húsnæðismálastofn- un o. fl., sem nú hefði verið lagt fyrir Efri deild, en 1/3 ætti að renna til Veðdeildar Búnaðar- bankans. Áætlað væri að bygg- ingarsjóður hlyti 5—6 milljónir á ári, er með væru taldar tekjur af skyldusparnaði, sem ráðgerður væri í frumv. um húsnæðismála- stofnun o. fl. Hins vegar myndi Veðdeildin ekki hljóta neinar tekjur af stóreignaskattinum á þessu ári, en gerðar hefðu verið ráðstafanir til þess að útvega henni 5 millj. kr. lán. Að lokinni ræðu Eysteins Jóns- sonar tóku þeir til máls Ólafur Björnsson og Björn Ólafsson og fara ræður þeirra hér á eftir: Ræða ólafs Björnssonar: FRUMVARPI því, er hér er til umræðu, var sem kunnugt er fyrst útbýtt í gær og höfum við þm. stjómarandstöðunnar því haft skamman tíma til þess að átta okkur á einstökum atriðum þess. En þar sem hér er um stór- mál að ræða, munum við að sjálfsögðu taka það til vandlegr- ar athugunar, þegar er til þess gefst tóm, og taka að því búnu afstöðu til málsins, bæði í heild og til einstakra atriða. Eg vil þó þegar á þessu stigi málsins drepa á nokkur atriði almenns eðlis að því er snertir væntanleg áhrif skattaálagningar sem þess- arar á fjármálakerfið í heild og þar með hagsmuni almennings. í greinargerð hæstv. ríkisstjóm ar fyrir frv. er sagt, að skattur þessi sé á lagður til þess að þeir, sem hann eigi að greiða, taki þannig á sig réttmætan hluta þeirra byrða, sem orðið hafi að leggja á þjóðina um sl. áramót, tii þess að stöðva verðbólguna, eins og það er orðað. Ekki get- ur það verið álitamál, að með þeim ráðstöfunrun voru lagðar allþungar byrðar á almenning, en hitt er um deilt. hvort með þeim ráðstöfunum hafi tekizt að stöðva verðbólguna, en ekki skal ég þó ræða það mál að svo stöddu. En hvað sem því líður, þá getur skattur sá sem hér er um að ræða, ekki verið liður í ráð- stöfunum til þess að stemma stigu við verðbólgunni, þar sem gert er ráð fyrir því, að öllu því fé, sem innheimta á á þennan hátt, skuli /arið til fjárfestingar. — Með því er auðvitað ekki sagt, að skatturinn gæti ekki af öðrum ástæðum átt rétt á sér og verður hér nokkuð að því vikið. „EKKI BER SKJÓNA ÞAÐ, SEM ÉG BER“ Ef hér væri aðeins um það að ræða, hversu eigi að skipta þeim byrðum, sem nauðsynlegt kann að vera að leggja á þjóðfélags- þegnana við og við, þá myndi slík skattlagning varla verða mikið ágreiningsefni. Það er eng- inn ágreiningur um það, að þeim aðilum, sem hér eiga hlut að máli, ber að taka sinn þátt í slíkum nauðsynlegum byrðum, því að til þess hafa þeir öðrum meira fjárhagslegt bolmagn. Sn hagsmunir stétta og einstaklinga eru svo samtvinnaðir í okkar þjóð félagi sem öðrum nútímaþjóðfé- lögum að þetta mál er engan veginn svo einfalt, að það sé hægt að gera ráð fyrir því, að Ólafur Björnsson skattar, hvort sem um er að ræða stóreignaskatta eða aðra skatta séu ávallt bomir af þeim sem skattamir eru lagðir á, þannig að skattaálagningin snerti enga aðra en þá. Slíkur hugsun- arháttur væri álíka raunsær og karlsins sem sagði forðum „Ekki ber Skjóna það sem ég ber.“ Til eru þeir, sem virðast hugsa sem svo, að eignir séu fyrst og fremst peningafúlgur, sem menn hafi handbærar, og eignaskattur hafi þá það eitt í för með sér, að þeim, sem slíka skatta greiða, sé gert að afhenda vissan hluta af fúlgunni. En það mikið þekkj- um við þó allir til fjármála, sem hér erum staddir, að við vitum, að þetta er ekki rétt. Eignir manna eru að jafnaði ekki nema að litlu leyti handbærar, heldur eru þær að mestu fólgnar í raun- verulegum verðmætum, svo sem húsum, skipum, vélum o. s. frv. eða lánum bundnum til lengri tíma. SKATTURINN GREIDDUR AF SPARIFÉ En þeim, sem slíkir skattar eru lagðir á, er gert að greiða þá i handbæru fé, og verður það því meginatriði í sambandi við áhrif slíks skatts á fjármálakerfið, hvernig slíks fjár er afiað. Fjórar leiðir koma til greina í því sam- bandi. Aðilar þeir sem skattinn greiða, geta í fyrsta lagi greitt hann af þeim hluta tekna sinna, sem þeir verja til persónulegrar neyzlu, en í öðru lagi af þeim hluta teknanna er þeir ella myndu spara. í þriðja lagi geta þeir ráðstafað sparifé, er þeir kunna að eiga til greiðslu skatt- anna og í fjórða lagi geta þeir selt af hinum skattlögðu eignum. Þar sem hér er eingöngu um vel efnum búna einstaklinga að ræða, eru engar líkur á því, að þeir takmarki neyzlu sína vegna skattgreiðslunnar, þannig að skatturinn mun verða greiddur nær eingöngu af spamaði eða sparifé, eða á þann hátt að skatt- greiðendur selja af eignum sín- um, en að því leyti sem sú leið yrði farin, yrði skatturinn greidd- ur að mestu eða öllu leyti af spamaði eða sparifé kaupend- anna. Niðurstaðan hlýtur að verða sú. að skattur þessi verð- ur að langmestu ef ekki öllu leyti greiddur af sparifé Log- gjöf þessi þýðir því í raun og vera að Alþingi ráðstafar þeim hluta af sparifé landsmanna, sem nemur upphæð skattins, til þeirra framkvæmda sem lögin gera ráð fyrir. Þar er vissulega um gagn- legar framkvæmdir að ræða, en vara ber við þeim misskilningi að hér geti verið um spor að ræða í þá átt að bæta úr láns- fjárskortinum. Það verður ekki um neina aukningu sparifjár- myndunar að ræða. Fé það, sem bankar og aðrar lánastofnanir hafa til ráðstöfunar, hvort sem er í þágu þeirra framkvæmda er verja á skattinum til eða annars, hlýtur að minnka noklturn veg- inn sem skattinum nemur. Láns- fjárvandamálið verður því I heild óleyst eftir sem áður. Jafn- framt þessu munu verða eigenda- skipti að nokkrum hluta himia skattlögðu eigna, en ekki verður auga komið á rök fyrir því, að slíkt verði þjóðarheildinni til hagsbóta, því ósannað verður auð vitað, hvort hinir nýju eigendur eru líklegir til að ráðstafa eign- um þessum betur en hinir fyrri eigendur. SKAÐLEG ÁHRIF Á EFNA- AUKNINGU ÞJÓÐARINNAR Eg hefi hér gert nolckra grein fyrir þeim áhrifum er mér í fljótu bragði virðist að skatta- álagning þessi muni fyrst í stað hafa á fjármálakerfið. Verður það svo auðvitað álitamál, hvort árangur sá er af þessu má vænta sé líklegur til að svara þeim kostnaði, er skattheimtan hlýtur að hafa í för með sér og hlýtur að verða verulegur. En með þessu er þó ekki öll saga þessa máls sögð Þetta er í þriðja sinn á áratug, sem skattur af þessu tagi er lagður á. Þær aðstæður geta vissulega verið fyrir hendi, að slík skattaálagn- ing sé skynsamleg, og í þau tvö skipti sem slíkur skattur hefir verið á lagður áður, hefir Sjálf- stæðisflokkurinn staðið að því. En fyrir því má ekki loka aug- unum, að stóreignaskattar sem lagðir eru þannig á með stuttu millibili,. getur haft mjög var- hugaverð áhrif á efnaaukn- inguna í þjóðfélaginu, sem allar framfarir byggjast á. Kunnur hagfræðingur og jafnaðarmanna- foringi á Norðurlöndum komst eitt sinn svo að orði, að stór- eignaskattur gæti verið skynsam- leg ráðstöfun einu sinni á hálfri öld, en ætti að framkvæma hann öllu oftar gæti hann haft hin óheppilegustu áhrif á fjárhags- kerfið. Sú ákvörðun hæstv ríkis- stjómar að undanþiggja sparifé skatti þessum er vissulega lofs- verð, og dregur hún nokkuð úr óheppilegum áhrifum slíkra skatta á sparifjármyndunina. En engu að síður tel ég á því mikla hættu að hinir síendurteknu stóreignaskattar hafi óheppileg áhrif á sparifjármyndunina. AFLEIÐINGARNAR BITNA FREMUR Á ÖÐRUM EN ÞEIM, SEM GREIDA SKATTINN Menn verða að hafa það hugfast að sparifjársöfnun einstaklinga er sjaldnast markmið í sjálfu sér, heldur spara menn að jafnaði í einhverjum ákveðnum tilgangi. Sá tilgangur er venjulega fjár- festing í einni eða annarri mynd, svo sem kaup fasteigna eða at- vinnutækja. Ef þeir, sem helzt hafa aflögu til að spara, fara að reikna með því sem vísum hlut, að festi þeir fé sitt í slíkum eign- um, þá verði það allt tekið af þeim á skömmum tíma í eigna- skatta, þá er hætt við, að sá hugsunarháttur verði ríkjandi, að peningum þeim, sem afgangs eru nauðsynjum sé betur varið til skemmtiferðalaga, veizluhalda og annars persónulegs munaðar, en til eignaaukningar. En eins og uppbygging okkar þjóðfélags er, verður öll efnaaukning og fram- farir í þjóðfélaginu mjög háð eignamyndun hjá einstaklingum, þannig að dragi úr henni hlýtur það að skapa kyrrsíöðu og myndi slíkt í miklu ríkara mæli bitna á öðrum en þeim, sem skattur þessi er nú lagður á. Þá verður það að teljast varhugavert, ^ð skuldabyrðar þær, sem með hin- um síendurteknu stóreignaskött- um eru lagðar á atvinnufyrir- tæki, gera áframhaldandi verð- bólguþróun að hagsmunamáli at- vinnurekenda, og getur það tor- veldað mjög baráttuna gegn verðbólgunni. Ætti það atriði ekki að þurfa nánari skýringa við, og ætti einnig að vera ljóst að óheppilegar afleiðingar þessa bitna í ríkara mæli á öðrum en þeim, er gert er að greiða skatt þennan. Stóreignaskattur sem þessi, og þeir er á hafa verið lagðir á undanfömum árum, getur átt rétt á sér sem liður í gagnlegum ráð- stöfunum til þess að skapa varan- legt jafnvægi í einahagsmálum. En sé farið að endurtaka slíka ráðstöfun í sífellu og beita slík- um aðgerðum í sambandi við efnahagsráðstafanir, sem engum dettur í hug að geti verið annað en bráðabirgðalausn, svo sem lög in um útflutningssjóð o. fl., fer ekki hjá því, að þeirra óheppi- legu áhrifa gæti er hér hefir verið gerð grein fyrir, og ber við því að vara, ekki sökum hags- muna þeirra, er skatt þennan eiga að greiða, sem að mínu áliti eru hér aukaatriði, heldur vegna hagsmuna almennings. Ræða Björns Ólafssonar: FRUMVARP þetta virðist að mestu sniðið eftir lögum um stór- eignaskatt frá 1950, sem settur var á um leið og gengisbreyting- in var framkvæmd það ár. Þegar gengisbreytingin var gerð í byrjun árs 1950, var tekið afleiðingunum af þeirri miklu byltingu, sem orðið hafði í efna- hagskerfi landsins í stríðinu og eftir stríðið — og þeirri miklu verðlækkun krónunnar, sem þá var orðin. Undir þeim kringumstæðum og eftir peningaflóð stríðsáranna mátti það að mörgu leyti teljast eðlilegt að ráðstöfim, eins og stóreignaskatturinn, væri gerð, — þótt hins vegar síðari reynsla, í sambandi við framkvæmdina, gerði það vafasamt hversu hyggi- leg ráðstöfunin hafi verið þegar öll kurl voru komin til grafar. En eins og á stóð, mælti margt með því, að þessi leið væri farin. Nokkrar aðrar þjóðir, þar á meðal Danir, fóru eftir stríðið út í eignakönnun og lögðu á stór- eignaskatt. En þar reyndist það svo, að þessar ráðstafanir höfðu í för með sér mjög óþægileg Laueardaerur 13. aurf 1957 áhrif á efnahagslífið, — svo að því var jafnvel haldið fram af fræðimönnum, að þessar ráðstaf- anir hafi reynzt Dönum þyngri í skauti en hernám Þjóðverja. NÝR STÓREIGNASKATTUR 7 ÁRUM EFTIR HINN FYRRI Nú er lagt til með frv. þessu, að nýr stóreignaskattur verði á lagður 7 árum eftir hinn fyrri, Er þessi skattur að mestu leyti lagður á hinar sömu eignir og fyrri skatturinn, því að fasteign- irnar eru grundvöllurinn undir skattinum. En þær eru hækkað- ar mjög I verði frá því sem áður var, eða frá 6-földu fasteigna- mati, sem gert var við fyrra skattinn, og upp í 15-falt fast- eignamat á húseignum í Reykja- vík. Björn Ólafsson Þegar hinn nýi stðrelgnaskatá- ur verður gjaldkræfur, eiga flest- ir skattgreiðendur enn ógreitt um % hluta af gamla skattin- um. Ég þekki ekki til, að endur- tekning á slíkum ráðstöfunum hafi átt sér stað í öðrum lönd- um, þar sem stóreignaskattur var á lagður eftir stríðið. í frv. er greind sú megin- ástæða fyrir þessum nýja skatti, að hann sé nauðsynlegur í þvl skyni að stöðva verðbólguna og koma efnahagsmálunum á traust- ari grundvöll. Svo segir 1 frv.J „Til þess að ná þessu marki er óhjákvæmilegt að leggja veru- legar fjárhagsbyrðar á þjóðfélags þegnana, og þykir rétt að þyngstu byrðarnar komi á þá, sem mest hafa hagnazt af verðbólgu und- anfarinna ára, þá sem mestar eignir eiga“. Ég er sammála um það, að þyngstu byrðarnar eigi að koma á þá sem breiðust hafa bökin. Ég er ekki að telja þá sem ríkir eru undan því að bera fyllilega sinn hlut, þegar nauðsyn þjóð- félagsins kallar. HVERJIR HAFA GRÆTT Á VERÐBÓLGUNNI? Hér virðist meginröksemda. færslan vera sú, að þeir sem hafa hagnazt á verðbólgunni, skuli skila nokkru aftur af því sem þeir hafa grætt á þennan hátt. Ég er líka þessu sammála. En spurningin er aðeins: Á hvaða hátt verður það réttlátlega gert? Og hverjir hafa grætt á verð- bólgunni? Maður, sem átti skuldlausa fasteign fyrir stríð, sem var 80 þúsund kr. að fasteignamati, gat naumast talizt stóreignamaður. Við gætum líklega frekar kallað hann bjargálna. Nú er búið, með frv., að 15- falda eignina í verði og honum er sagt að greiða af henni nokk- urn stóreignaskatt, eða 30 þús. Hann þurfti líka að borga í fyrrl skattinn. Þessi maður er nú ekkert rík- ari en hann var 1939. f bezta lagi stendur hann alveg í sömu sporum. Það sem gerzt hefir er, að krónan hefir lækkað í verði en eignin hefir staðið í stað og maðurinn hefir því ekkl tapað á verðfalli krónunnar. Sama gildir um vélar og tæki. Verðbólgan eykur ekki raun- verulegt verðgildi þeirra. Þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.