Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 8
8 MoncuyrtT 4fítr Laugardagur 13. aprí 1957 lleim að Hólum gaman að vera kominn heim að Hólum, eins og Skagfirðingar nefna það og raunar fleiri lands- menn. Góðkunningi minn einn verður mér úti um jeppabifreið að láni og ég fitja upp á því við Sigurð Þorsteinsson, lögreglumann úr Reykjavík, hvort hann sé ekki fáanlegur til að gera sér daga- mun og bregða sér í smáferða- lag. Sigurður hefur að undan- förnu dvalizt hér á Sauðárkróki og þjálfað héraðslögreglumenn og nú skal hann dvelja hér þar til sæluvikunni líkur. Enn sem komið er, er allt rólegt og engin þörf lögreglumanna til eftirlits og raunar hefur sælu- vikan orð á sér fyrir að þar fari allt fram með stillingu, þótt hver maður skemmti sér eins og hann framast má. hlaði. Fátt gleður hugann jafn- innilega og ferð um fagurt land á heiðbjörtum sólskinsdegi. Allt gengur vel og við komum sem næst hindrunarlaust austur að Sleitustöðum þar sem við beygjum inn í Hjaltadalinn. Asa- hlákan undanfarna daga hefur gert það að verkum að vegir eru nú teknir að spillast af aurbleytu. Og vegurinn upp Hjaltadalinn má heita eitt vellandi forað, þar sem ekki eru snjóskaflar um hann þveran. Ferðin gengur því seint, en allt kemst jeppinn. Það er því komið fram um hádegi þegar við rennum í hlaðið á hinu fornfræga setri íslenzkrai hámenningar. í dag sitja ungir og hraustir bændasynir og nema búnaðarfræði þar sem áður sat Galdra-Loftur og þuldi latínu og galdraþulur. Nú nema menn Séð heim að Hólum. — Hinar Ijósleilu byggingar skera sig' Xítt úr siuedrifnu Xandslagiuu. — en alls eru í fjósinu 58 hausar, þar af 40 fullorðnar kýr. Hóla- fjósið er snotur nýtízkubygging, enda aðeins fárra ára gömul. Gripirnir eru sýnilega vel hirtir. Við erum fræddir á því að náms- efnum til góðs síðar f búskap þeirra að hafa þar numið jafn- nauðsynlegt handverk og þar er kennt. Verkstæðinu stjórnar Jón Friðbjarnarson. í sömu byggingu og verkstæðið Þessi fallega mynd sýnir nokkum hluta hins glæsilega fjárhóps á Hóium. í hópnum hjá kindunum stendur hinn dugandi fjármaður, Guðjón Jónsson. — Eins og í greininni stendur er þetta fé sér staklega afurðamikið og kyngott. (Myndirnar tók vig). að í fyrra hafi svo til ekkert kjarnfóður verið gefið, nema hvað gemlingar fengu 50—60 gr. á dag frá áramótum og ám var lítils háttar gefið í vor þegar farið var að beita. Annars var féð fóðrað á töðu eingöngu. MIKIL FRJÓSEMI í STOFNINUM í fyrra voru afurðir eftir hverja vetrarfóðraða kind, þá all- ir hausar taldir, 41,84 kg. lifandi þungi og 17,41 kg. dilkakjöt. Séu taldar lembdar ær og gimbrar verður þetta 47,11 kg. lifandi þungi og 19,60 kg. dilkjakjöt.Séu svo enn taldar þær ær og gimbr- ar, sem voru með lömbum um rúning verður samsvarandi þungi 48,48 kg. lifandi og 20,14 kjöt. Lömb voru að meðaltali 1,4 á lembdar ær og gemlmga, sem voru með lömbum um rún- ing. Þessa góðu útkomu þakkar Árni mikilli frjósemi sem er í stofninum. Um fóðrunina tekur Árni það sérstaklega fram, að ær á 2. og 3. vetri, sem hafa verið látnar fá sem gemlingar, komist ekki af með töðuna eingöngu, heldur verði að gefa þeim kjarnfóður svo þær léttist ekki til mikilla muna.Um þetta vitna vigtartölur GENGH) UM RÍKI KRISTJÁNS Á HÓLUM En hættum þessum hugleiðing- um og samanburði við forna tíð. Við okkur blasir glæsilegt seíur. Við ætlum okkur að kynnast of- urlítið lífi og starfi bændaefn- anna, ræða við skólastjóra og kennara stofnunarinnar og skoða búpeninginn á staðnum. Kristján Karlsson skólastjóri tekur okkur mætavel og fylgir okkur um ríki sitt. Við komum fyrst í hesthúsið þar sem fjórtán hestar eru í eldi. Þar er hinn margfaldi verðlaunagripur, stóð- hesturinn Hreinn og rétt laglegur þriggja vetra foli brúnn, sem talinn er efni í góðhest, svo eitt- hvað sé talið. Þessir gripir eru nú báðir leiddir fyrir mynda, él- ina. Frá hesthúsinu er haldið í fjósið og þar sýnir fjósameistari, Diðrik Jóhannsson, okkur kýrn- ar. Þar er margt fallegra gripa, Þetta er gamli Hólabærinn. hann og varðveita. piltarnir starfi jafnaðarlega rúma viku í senn í fjósinu, en það er einn þátturinn í námi þeirra. GOTT SMÍÐAVERKSTÆÐI Að sinni yfirgefum við gripa- húsin og höldum til smíðaverk- stæðis skólans. Þar getur margt athyglisvert að líta. Þetta smíða- verkstæði er mjög fullkomið og rekið með miklum myndar- og glæsibrag. Nemendurnir smíða margt glæsilegra gripa, svo sem stóra og vandaða skápa, hefil- bekki og skrifborð, borð alls kon- ar og fleira góðra og gagnlegra muna. Þetta verkstæði er til sannrar fyrirmyndar og mun áreiðanl. verða mörgum bænda- væri til að hressa upp 4 er svo iþróttahúsið. Við horfum um stund á Pál Sigurðsson íþrótta kennara þjálfa piltana í yngri deild. Frá íþróttahúsinu er haldið inn í aðalskólabygginguna. Ég hitti þar að máli Árna Pétursson kennara, en hann hefur á hendi umsjón tilrauna með hor- mónagjöf sauðfjár. Við tökum tal saman um hirðingu fjárins og afurðir og tilraunir þær, sem Hólamenn eru þar með á prjón- unum. Alls eru um 520 fjár á búinu, þ.e. 450 fullorðnar ær, 50 gimbr- ar, 5 lambhrútar og 14 fullorðnir hrútar. Um fóðrunina segir Árni mér Ástæóa Myndirnar eru af málverkum af fjórum fyrstu skólastjórum Bændaskólans á Hólum. Tv. er Sigurður Sigurðsson, þá röðin ofan frá og niður: Jósep Björnsson, Hermann Jónasson og Páll Zophoniasson, JAFNVEL þótt enn hylji fannir mikinn hluta Skagafjarðar ljóm- ar fegurð af hverju leiti í skini vorsólarinnar. Svo skært er skin- ið að þess er enginn kostur að líta til fjallanna nema skyggja fyrir augu. Það bærist ekki hár á höfði og hvergi getur að líta minnsta skýhnoðra á heiðbláum himninum. Það er að minnsta kosti 12 stiga hiti. Yfir slíku veðri er hreint ekki ástæða til að kvarta fyrstu dagana í apríl. Mér flýgur í hug að nú væri Bænduskólinn 75 nrn. Skemmti- ferð á sólbjörtum npríldegi JARÐÝTA ÞAR SEM ÁÐUR STÓÐU HELGA OG ÞÓRUNN Sigurður er því undir eins til með að taka þessa ferð á hend- ur og eftir að við höfum íklæðzt reiðfötum, að sið hestamanna, stígum við glaðir og reifir upp í jeppann rauða og þeysum úr meðferð dráttarvéla þar sem áður var prentuð Guðbrandsbiblía og nú stendur jarðýta, International TD 9, í hlaðvarpanum þar sem áður stóðu Helga og Þórunn og tóku á móti Jóni biskupi og sonum hans er þeir komu úr hinum frækilegu ferðum sinum frá því að dreifa Dönum á flæðarflaustur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.