Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. aprí 1957 MORCUNBLAÐIÐ 9 H.F. EGILL Bessar myndir eru tekuar á hinu ágæta smíðaverkstæði verki, — á Holurn og sýna nokkra nemeiutuina %ð Laugaveg 118 — Sími 81812 und, til sölu með' 50% afslæíti, ef keyptar eru 100 rúður eða fleiri: 40x65 kostaði 29,85 kostar nú 15,00 40x70 —- 32,15 — — 16,00 45x75 — 38,75 — — 19,40 50x85 — 48,75 — — 24,40 50x105 — 60,25 — — 30,10 60x80 — 55,10 — — 27,60 Kaupið glerið strax í dag, því svona tækifæri stendur ekki lengi. Skólastjóri og kennaralið Bsendaskólans á Hóluiu. — í baksýn er skólahúsið. író því í okt. og apríl í fyrravet-i ur. Elztu ær á búinu voru á 6. vetri. Allar ær, sem fengið höfðu lömb þyngdust um 1,6 kg. að meðaltali. Ær á 4., 5. og 6. vetiú þyngdust um 2,85 kg. Ær á 3. vetri þyngdust um 0,17 kg. og ær á 2. vetri léttust um 3,06 kg. Allar höfðu þessar ær sama fóður og fengu sömu beitarmeðferð. Af þessu dregur Árni þá álykt- vn að einungis borgi sig að hleypa til gimbranna að nægi- legt fóður sé til, sökum þess lxve þær taka nærri sér að ganga með lambi. AI KA BER FRJÓSEMINA MEÐ KYNRÆKTUN Ég spyr Árna nú hverja raun hormónatilrauniinar hafi gefið og hvort hann telji það almennt heppilegt að taka slíka aðferð UPP til að auka frjósemina. Hann kveður heppilegast að •uka ír'jósemina með kynræktun, þó sé hægt að auka hana með meiri íóðurgjöf um fengitímann og einnig með hormónagjöf. í ár «ru þeir í þriðja sinn með tiiraun með hormónagjöf. Eru 80 *er sprautaðar með mismunandi magni og 20 hafðar til saman- burðar. Allar hafa ær þessar að- •ins verið einlembdar áður. — Minnsta magn, sem sprautað er I hverja kind eru 250 einingar; þá mr annar flokkur, sem fær 500 ciningar og 3. fl. fær 750 ein- ingar. Samanburður á serumi i blóðvatni, sem fengið er frá Keldum og þurrkuðu, dönsku •erumi hefur leitt í ljós að þar er •nginn munur é. Var í þessu •kyni hafur einn tilraunaflokk- Ui'. Niðurstaðan er sú að 250 ein- Ingar gera sáralítið gagn, 500 ein- ingar. Samanburður á serumi í flokknum sem fær 750 einingar eru of margar marglembur. Hafa þeir fengið bæði fjórlembur og fimmlembur, en 4-lembingar hafa lifað, hinir ekki. Komið hef- ur í ljós að tví- og fjórlembingar lifa frekar en þrí- og fimmlemb- ingar. Erlendis hefur því verið haldið fram að hormónagjöf væri til- gangslaus nema einu sinni hverri á — að féð þyldi ekki meira, félli jafnvel dautt niður af tauga- áfalli, ef þetta væri gert oftar. Árni segir þetta hafa einu sinni komið fyrir á Hólum að kind félli niður dauð skömmu eftir innspýtingu. 'Sú kind var í 500 ein. fl. og hafði aldrei svarað hormónagjöfinni. Að öðru leyti virðist þetta hafa reynzt vel þótt gert sé ár eftir ár. Árni gerir ekki ráð fyrir að hormónagjöf verði almennt upp- tekin en telur að þetta sé vel framkvæmanlegt fyrir þá, sem hafa nægilegt og gott fóður og vilja auka afurðir kinda sinna. Hins vegar telur hann að frjó- gemina eigi fyrst og fremst að auka með kynræktun. FARIÐ f ÚTREIÐAR Næst göngum við með Krist- jáni til hesthúss á ný. Gísli Ein- ersson, ráðsmaður á Hólum, er um þessar mundir fjarvei’andi vegna veikinda, annars hefur hann á hendi yfirumsjón með hesthúsinu og hrossaræktinni, en búið á auk þeirra hrossa, sem eru í eldi, 66 hross í stóði. Okkur Sigurði stendur nú til boða að koma á hestbak. Fýsir mig að sitja stóðhestinn Hrein og er það fúslega veitt. Sigurður hlýtur að reiðskjóta hryssu eina, sem Vaka er nefnd og fyrr átti Sigurður frá Brún. Stígum við Sigurður nú á bak og ríðum til fjárhús- anna, en þar er Guðjón Jónsson, 'fjármaður búsins, að hýsa hið fal- lega fé. Eftir að hafa virt það fyrir okkur góða stund stígum við enn á bak gæðingum okkar og ríðum nú sem leið liggur fram undan landnámsjörðinni Hofi, en þar er íþróttakennarinn á Hólum búsettur. Þykir okkur þetta hæfi- legur sprettur og höldum heim á leið í það mund er skugginn frá vesturfjöllunum er að berast yfir dalinn. BÆNDASKÓLINN Á HÓLUiVI NÚ 75 ÁRA Eftir hressandi sprett tekur Kristján okkur á göngu um skóla- húsið og sýnir okkur kennslu- stofur og vistarverur nemenda, sem um þessar mundir eru 22 í skólanum, en voxu 24 í haust. Um leið ræðum við kennaraskipun- ina. Auk Kristjáns sjálfs og þeirra, sem ég hef þegar nefnt, kenna þeir Vigfús Helgason, bók- legar greinar, séra Björn Björns- son íslenzku og Friðbjörn Trausta son kennir söng. I kennslustofu eldri deildar skólans eru máí- verk af fyrrverandi skólastjói-um hans. í þessu sambandi berst í tal að Bændaskólinn á Hólum verður 75 ára á þessu ári. Stofn- andi hans og fyrsti skólastjóri var Jósep Björnsson, þá kom Her- mann Jónasson, en síðan Siguið- ur Sigurðsson og Páll Zóphonías- son. Af öllum þessum mönnum eru málverk I stofunni. Ótaidir eru þá skólastjórarnir Steingrím- ur Steinþórsson og núverandi skólastjóri, Kristján Karlsson. LÍKABÖNG HRINGT Næst höldum við út í hina fornu dómkirkju. Við fáum að heyra hljóminn í Líkaböng, þótt vart sé það sannmæli að fullu, sem oft er talið, að eirt klukkan í kirkjunni sé gerð af málmi úr gömlu Líkaböng, en hún var send til Kaupmannahafnar til þess að steypast upp að nýju. En nýja klukkan var aðeins gerð af litlum hluta þess málrns, sem var í gömlu Líkaböng, en afgangur- inn var greiddur með kr. 500 og hefur sennilega verið notaður í danska fallbyssukjafta. Eftir að hafa klifrað upp í hinn 20 m háa klukkuturn, sem við kirkjuna stendur, förum við að tygja okk- ur heim á leið. Við höfum notið góðra veit- inga, sannrar islenzkrar gest- risni, bæði í matsal skólans og á heimili skólastjórahjónanna. — Okkur hefur verið tekið með ágætum á allan hátt. Við kveðj- um *Kristján skólastjói-a ög frú hans og ég vil segja: Hafi Hóla- menn og þá skólastjórahjónin fyrst og fremst þökk fyrir ánægjulegan dsg. ELTINGALEIKUR VIÐ MANNLAUSAN BÍL Á Ieiðinni heim virtist okkur færið sízt hafa skánað. Við fest- um okkur líka einu sinni í snjó- skafli. Við höfðum enga skóflx< meðferðis og var nú fátt til ráða. Kom okkur þá í hug, þar sem hvorugur okkar gat einn urn sig ýtt bílnum lausum, að reynandi væri að setja bílinn í gír og láta hjólin snúast laus, því bíllinn sat á kúlunni. Fórum við síðan baðir út úr honum og settum hrygginn í hann framanverðan og fór þá svo að hann losnaði. Svo hagaði til að ég var nær bílstjóradyrun- um og gleymi ég því ekki þegar 'Sigurður sendi mér hvatningar- orðin: „Fljótur nú að ná í hann", þar sem bíllinn bi'unaði stjóm- laus aftur á bak. Má geta sér iil hve kátlega það hefur litið út að vera á harðahlaupum á eftir stjörnlausum bíl úti á miðjum vegi, enda hlóum við félagar dátt að þessu á eftir. Síðan gekk allt að óskum. Við renndum inn í Sauðárkróksbæ rétt er klukkunni hallaði að 7 um kvöldið og sólin var að hníga fyrir Molduxa. vig. Keflavik TILBOÐ ÓSKAST í Studibaker Champion, smíðaár 1947. Bifreiðin skemmd ist af eldi og selst í því ástandi sem hún er nú. Til sýnis á Sunnubraut 17, laugardag kl. 1—5 e.h.,'sími 389. EIIMBÝLISH1J8 I Kópavogi til leigu í 1 ár, 3 herbergi og eldhús. — Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 2813 frá kl. 2—6 í dag. ÆJkrancs Húsið nr. 25 við Vesturgötu á Akranesi, ásamt eignarlóð er til sölu. Húsið er steinsteypt, 2 hæðir og kjallax'i og selst í einu lagi eða hver hæð fyrir sig. Uppl. veitir VALGARDUR KRISTJÁNSSON, Iögfr., Akranesi, sími 398. (eftir kl. 18 dagl.) ALLT Á SAMA STAD ÓDÝRT GLER Eftirtaldar rúðustærðir af 6 mm gleri, AA bezta teg- Hesturinn á myndinni er stóðhesturinn Hreinn frá Hólum. Hefir hann tvívegis unnið Sleipnisbikarinn, sem sést á myndinni til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.