Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. aprí 1957 MORGUNBLAÐtÐ 3 þarf að endurnýja vélarnar kosta' þær margfalt í krónum. Þegar leitað er að réttlætinu í máli eins og þessu, verður fyrst deilt um það, hvað netto-eign manna má vera mikil áður en þeir komast í stóreignaskatt og er skipað í flokk með milljóna- mæringum. Flestum mun finn- ast sanngjarnt, að menn megi eiga þak yfir höfuðið og jafn- vel eitthvað smávegis að auki, án þess að vera settir á bekk með þeim ríku. Ég álít að það atriði eigi að athugast gaumgæfilega hvar skuli draga línuna, á hvaða eign skatturinn skuli byrja. Ekki sízt með tilliti til þess að flestir sem undir hinn nýja skatt koma, hafa þegar greitt stóreignaskatt af þessum sömu eignum. Við þessa umræðu málsins og með þeim stutta tíma sem menn hafa haft til íhugunar síðan í gær, að frv. var lagt fram í deild inni, er ekki við því að búast að hægt sé að ræða málið ýtar- lega. Verða því umræður nú að- eins lauslegar athuganir. FÉLÖG SLEPPA VH) SKATT- INN Ég vil þó á þessu stigi benda á nokkur atriði, sem ég tel að verulegu máli skipti. 1. í lögum um stóreignaskatt 1950, var félögum gert að greiða skatt fyrir hluthafa sína eða félagsmenn, að því leyti sem til- heyrði eign einstaklinganna í félögunum. Þessi greiðsla var þá ekki afturkræf. Nú er gerð sú breyting að félögin geta krafizt endurgreiðslu frá félagsmönnum. — Nokkrar umsagnir Framh. af bls. 1. irfarandi umsögn um hótanir Rússa við íslendinga: „Hinar frjálsu þjóðir eiga að- eins eitt svar við hótunum hins risavaxna rússneska ainr'æðisrík- is, — aðeins eina leið til að forð- ast hið versta og vernda frelsi sitt, — það er að standa einhuga um pólitískt, efnahagslegt og hernaðarlegt bandalag sitt Einræðisöflin skilja aðeins ein rök: — Það er að hart sé látið mæta hörðu, svo að þau þori ekki að hætta á hernaðarátök." VILJA BRJÓTA SKARÐ í VARNARSAMTÖKIN Franz Joseph Strauss, land- varnaráðherra Vestur-Þýzka- lands, komst svo að orði: „Hót- anir Rússa í garð Vestur Evrópu- ríkja eru tilraun til að brjóta skarð í varnarsamtök þeirra.“ — Hann sagði, að ef Bandaríkin flyttu herlið sitt á brott frá Þýzkalandi myndi mjög vaxa hættan af rússneskri kjarnorku- árás á Þýzkaland. ÖRÐUGLEIKAR RÚSSA Enska stórblaðið Daily Telegraph ræðir um hótanir Rússa. Segir það m. a.: — Þær bera vott um einhverja örðugleika í innaniandsmál um Rússlands. Með hótunum þessum ætlar Krúsjeff að beina athhygli, bæði Rússa sjálfra og annarra þjóða frá þessum örðugleikum. En efnahagsörðugleikar Rússa hafa birzt í ýmsum myndum und- anfarna daga. Nefnir Daily Tele- graph m.a.: Fyrir nokkrum árum var skyldusparnaður fyrirskipað- ur í Rússlandi, sem lán til ríkis- ins. Nýlega var komið að greiðsludegi, en þá fyrirskipaöi Krúsjeff greiðslufrest ríkisins. Þetta segir sína sögu. HAFA ENGIN ÁHRIF Austurríska blaðið Neue Tageszeitung segir m. a. um rússnesku hótanirnar, að það sé eftirtektarvert að þær hafi engin áhrif haft í löndum þeim sem hótað var. Þjóðir þessar hafi almennt vitað að Rússar voru vísir til hvers kyns grimmdarverka. Hótan- irnar sanni aðeins enn betur þörfina fyrir að vestrænar þjóðir sameinist gegn ógninni. Með þessu móti komast félögin algjörlega hjá því, að greiða nokkurn skatt af eignum sínum, hversu rík sem þau eru. En ein- staklingarnir verða að borga af eignarhlut sínum í félögunum þótt þeir hafi engin tök á að ná út nokkru af eign sinni úr félög- unum til þess að standa straum af greiðslu skattsins. Á þetta sér- staklega við um hlutafélög, sem bundin eru með ströngum laga- ákvæðum um notkun sjóða og greiðslu arðs. Það er engin sanngirni í því, að svo sjálfstæðir fjárhagsaðilar sem hlutafélög, sleppi við skatt- inn — en einstaklingarnir beri hann án þess að þeir geti á nokkurn hátt notfært sér þau verðmæti sem þeir eru taldir eiga í félaginu. Ef þessu atriði verður ekki breytt í frv. er fyrirsjáanlegt, að í félögunum geta risið miklar deilur milli félagsmanna í þessu efni. TÍU ÁRA GREIDSLUFRESTUR OF SKAMMUR Fyrri stóreignaskattur átti að greiðast á 20 árum og var hann þó ekki talinn, að mig minnir, nema meiru en 50 millj. króna. Nú á að innheimta 80 millj. kr. á 10 árum. Þótt aldrei geti hjá því farið, að slíkur skattur hafi mikil áhrif á efnahagskerfið, er þó dregið úr hinum truflandi áhrifum hans því meira sem hann er greiddur á lengri tíma. 10 ára greiðslufrestur er of skammur. Svo stuttur tími getur haft hættulegar afleiðingar. Eina skynsamlega leiðin til að forðast slíkt er að hafa greiðslufrestinn svo langan að efnahagskerfið verði fyrir sem minnstri truflun. Vextir af fyrra skattinum voru 4%. Nú gerir frv. ráð fyrir 6% vöxtum. Að vísu hafa vextir hækkað síðan en ég mundi telja sann- gjarnt að vextir væru ekki hærri en 5%. Eins og ég sagði áðan, er á- ætlað að allur skatturinn sé um 80 millj. kr. Þessa fjárhæð á að taka með 8 millj. króna afborgun á ári auk vaxta, sem í byrjun geta numið um 4 millj. kr. Hér eru því raunverulega teknar um 10—12 millj. kr. fyrstu árin, af veltufé atvinnuveganna, á einn eða annan hátt, og sett í nýja fjárfestingu, þar sem skatt- urinn á allur að renna til íbúða- bygginga. Ég skal ekki lasta fjárfestingu í þessu skyni, en okkur er þá jafnframt nauðsynlegt að gæta þess, að reisa okkur ekki í þessu efni, frekar en öðru, hurðarás um öxl — meðal annars með því að draga svo mikið fé frá atvinnuvegunum og hinum al- menna rekstri í landinu, að það geti valdið samdrætti og kreppu. Eða að það geti valdið enn meiri þenslu verðbólgunnar, sem þjóð- in reynir nú að spyrna á móti. Fróðlegur fyrirlestur dr. Boumans um Sonatorrek f GÆRKVÖLDI flutti holle’nzki I Væri bygging kvæðisins öll hin prófessorinn og fræðimaðurinn ' merkasta: Fyrsti þátturinn (4.—7. dr. Bouman fyrirlestur sinn um vísa) Sonatorek. Var fyrirlesturinn fluttur í 1. kennslustofu Há- skólans. Dr. Steingrímur J. Þorsteins- son prófessor ávarpaði gestinn og kynnti hann og ritverk hans. Síðan tók prófessor Bouman til máls og flutti langan og fróðleg- an fyrirlestur um hið merka kvæði Egils og skáldið sjálft. Fjallaði hann einkum um um- hverfi skáldsins og hugarástand og lagði áherzlu á áhrif þau, sem hann hefði orðið fyrir, á meðan hann dvaldist í Englandi. Er það of flókið mál til þess að farið verði út í það hér. — Þá lagði prófessorinn mikla áherzlu á byggingu kvæðisins og benti á, að það væri byggt upp með sex þátt um, ef svo mætti segja, sem síð- an væru ofnir saman í eina heild. er n.k. hornsteinn kvæð- isins; þar fjallar skáldið um sorg ina og skáldskapinn og verður tíðrætt um, hve erfitt honum er um að yrkja. f öðrum þætti fjall ar skáldið um ættina, í hinum þriðja (8.—9. vísa) um uppreisn- ina gegn guðunum, en síðan er aftur vikið að ættinni *g kemur þá örðið bræðraleysi fyrir í fyrsta sinn. f fimmta og sjötta þætti er loks rætt um Óðinn og skáldskapinn. — Verður þetta látið nægja um það, sem fyrir- lesarinn sagði um byggingu kvæð isins sem er mjög föst og ákveðin. Loks benti hann á, að Sona- torrek markaði straumhvörf í skáldskap norrænna þjóða og væri það eitt merkasta kvæði, sem ort hefði verið í Evrópu á þessum tíma. Kvæðið mun vera ort árið 961. H-moll messo Bochs flut! í Húskólunum ú púlmusunnudug Dr. Páll ísólfsson skýrir verkið Hussein þreiiui lyrir sér • Hussein konungur ræddi í dag við ýmsa stjórnmála- leiðtoga í Jórdaníu í viðleitni sinni til að fá myndaða nýja ríkisstjórn með þáttöku allra flokka nema kommúnista og róttækustu vinstri manna. • Meðal þeirra sem hann ræddi við voru tveir stjórn- málamenn, sem líklegast er talið að hann feli stjórnar- myndun. Þeir eru Haleem el Nimer, er átti sæti í fráfar- andi stjórn Nabulsis sem land varnaráðherra og Said Mufti, sem er kunnur stjórnmála- maður en stendur utan flokka. Sá síðarnefndi var m.a. for- sætisráðherra, í desember 1955. Vildi hann aðild að Bagdað-bandalaginu, en varð þá að hrökklast frá völdum cftir innanlandsróstur. Fyrirlestur um söluiækni UNDANFARIÐ hefir dvalið hér á vegum Sölutækni sænskur sér- fræðingur í gluggaskreytingum, Fer Skjönberg að nafni. Hefir liann haldið hér námskeið í sínu fagi og komust færri að en vildu. í dag kl. 2 mun hann flytja fyrir- lestur á vegum Verzlunarmanna- félags Reykjávíkur og Sölutækni. Fjallar hann um þýðingu nýtízku gluggaskreytinga fyrir verzlanir. Fyrirlesturinn verður haldinn í Tjarnarcafé. SÍÐUSTU háskólatónleikar í vet- ur verða í hátíðasal Háskólans á morgun, pálmasunnudag, kl. 5 e.h. Verður þar fluttur af hljóm- plötutækjum skólans síðari hluti Hámessunnar í h-moll eftir Joh. Sebastian Bach (kaflarnir: Credo, Sanctus og Agnus dei), en fyrri hlutinn (Kyrie og Gloria in excelsis) var fluttur á sunnu- daginn var. Þetta öndvegisverk er hér flutt af Sinfóníusveit Vín- Ferðafélagið efnir fil fveggja 5 daga öræfaferða um páska Farið verður á Þórsmörk og að Hagavafni UM PÁSKANA efnir Ferðafélag íslands til tveggja skemmtiferða í óbyggðir og tekur hver þeirra fimm daga. í báðar ferðirnar verður farið kl. 8 á skírdagsmorg un, fimmtudag, frá Austurvelli. HAGAVATN Önnur ferðin er að Hagavatni og á Langajökul. Verður gist í sæluhúsi félagsins að Hagavatni. Ekki þarf fólk að taka með sér annað en svefnpoka og nesti því öll hitunartæki og áhöld eru í skálanum. 0 ÞÓRSMÖRK Þá er farið inn í Þórsmörk. Má vænta mikillar þátttöku í þeirri ferð, þar sem Þórsmerkurferðir félagsins eru yfirleitt með þeim allra vinsælustu. Þar verður einn ig gist í skála félagsins, Skag- fjörðsskála í Langadal, sem er sérstaklega vel búinn öllum tækj um. Ur báðum ferðunum verður komið heim á mánudagskvöld. Þaulkunnugir farastjórar verða, sem skýra ferðafólkinu frá ör- nefnum og merkum stöðum. All- ar upplýsingar varðandi ferðirn- ar eru gefnar í skrifstofu félags- ins Túngötu 5. x'jölritarar og til fjölritunar. Einkaumboð Finnbogi Kjartansson Austurstræti 12. — Sími 5544. Flugvél af Keflavíkur flugvelli leitar rússnesku selveiðimannanna Á MIÐNÆTTI í nótt fór leitar- flugvél af Keflavíkurflugvelli á þær slóðir sem búizt er við að mennirnir af litla selveiðibátn- um rússneska, sem týndist 150 mílur norður af Jan Mayen, séu á ísnum. Ragnar Stefánsson full- trúi skýrði Mbl. frá þessu í gær- kvöldi. — Báturinn týndist fyrir nokkrum dögum og fannst skömmu síðar í þremur hlutum í ísnum. Áhöfn bátsins, sem mun vera minnst þrír menn, er ekki fundin ennþá og er þeirra stöðugt leitað. -* Áætlað var að flugvélin sem er búin hinum beztu björgunartækj- um, yrði yfir slysstaðnum í birt- ingu. Litlar líkur munu vera til þess að mennirnir finnist, jafnvel þótt þeir hafi komizt á ísinn, því erfitt mun að greina þá frá selun um úr lofti, eftir því sem fulltrúi Landhelgisgæzlunnar skýrði blað inu frá í gærkv., er það leitaði hjá honum frétta, en hann var með strandgæzlubátnum Rán, er arborgar, Hinum akademíska samkór sömu borgar og austur- rískum einsöngvurum. Stjórn- andi er Hermann Scherchen. Bæði flutningur og hljóðritun eru með ágætum, og að fenginni reynslu frá síðustu tónleikum mun síðarihlutinn njóta sín enn betur en fyrrihlutinn gerði. En í síðarihlutanum eru ýmsir frægustu þættir verksins, svo sem krossfestingarkórinn og ten- órarían Benedictus. Fyrir þá, sem koma tímanlega, verða rifjaðir upp nokkrir þætt- ir úr fyrrihluta h-moll mess- unnar, meðan þeir bíða fram- haldsins. Dr. Páll ísólfsson mun skýra verkið, eins og hann gerði einnig á síðustu tónleikum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Nú má Dag koma NEW YORK, 12. apríl. — f dag sendi kvislingastjórn Kadars í Ungverjalandi tilkymiingu til Dags Hammarskjölds, fram- kvæmdastjóra S. Þ. að hér eftir yrði honum heimilt að heimsækja Budapest hvenær sem hami sjálf- ur óskaði. Hammarskjöld óskaði sl. haust eftir að heimsækja Ungverjaland fyrir 15. nóv., til að athuga ástand ið þar í landi en stjórn Kadars bannaði honum að koma að því sinni. — Reuter. ★ Höfðaborg, 9. apríl: — Eitt versta járnbrautarslys í sögu Suður Afríku varð í morgun, þegar tvær lestir rákust saman á miklum hraða, aðeins um 3 km fyrir utan Höfðaborg. Leiðrétting: Sú prentvilla varð í tilvitnun í Tímanum í Staksteinum í gær, . að Hjörtur Hjartar var nefndur fór fyrir þrem dögum norður að i fomaður Framsóknarflokksins, en ísröndinni til að leita mannanna I átti að vera formaður Framsókn- án árangurs. | arfélagsins. Ungling vantar til blaðburðar við Kleifarveg HORIMLOÐ við miðbæinn til sölu. Á lóðinni má byggja ca. 200 ferm. hús. Lóðin selst gegn hluta í væntanlegu húsi. Tilboð merkt „Hornlóð — 5413“ sendist afgr. blaðsins fyrir n.k. miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.