Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. af>rí 1957 MOn CVNfíL AÐIB 1% Húsnæðismálin á Alþingi i gær: Gunnor Thoroddsen s ;eair löuin írd 1955 8TAKSTEÍNÁR stærstn dtnkið í húsnæðismdlunum Fáheyrt skrum Karl Kristjánsson hrekur ádeilur Hannibals Valdemars- sonar á fyrrverandi ríkisstjórn I GÆR kom til fyrstu umræðu í Efri deild frumvarp ríkisstjórnar innar um húsnaeðismálastofnun, byggingarsjóð ríkisins og sparnað ti-1 íbúðabygginga. Hannibal Valdemarsson félagsmálaráð- herra fylgdi frumvarpinu úr hlaði með framsöguræðu, gerði grein fyrir tilgangi þess og rakti það allýtarlega. í ræðu sinni deildi Hannibal allhart á stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar í hús- næðismálunum. Kvað hann rík- isstjórnina haía geíið almenningi loforð um það að hver sá, sem vildi koma upp íbúð yfir höfuð sér, gæti fengið kr. 100.000 lán til þess í veðlánakerfinu. í trausti þessara góðu loforða hefðu siðan þúsundir manna lagt ut í húsþyggingar og eftir að hús- næðismálastjórn hefði starfað í fáeina mánuði, hefðu þúsundir af umsóknum legið fyrir hjá henni. En reyndin varð sú, sagði Hannibal, að ríkisstjórnin stóð ekki við loforð sín, sem hún hafði gefið almenningi. Svo var komið nú fyrir áramótin að 3.000 um- sóknir lágu fyrir nefndinni, sem ekki var unnt að afgreiða og reyndin varð einnig sú, að þeir sem lán hlutu, fengu aðeins rúm- ar kr. 50.000 í stað helmingi hærri upphæðar. Og auk þess hefðu verið byggðar óhóflega stórar íbúðir á síðustu árum, lúxusíbúð- ir, og vitnaði Hannibal því til hliðsjónar í sænskar byggingar- skýrslur, sem sýna að aðeins um 12% íbúða í Svíþjóð sem byggð- ar hafa verið síðustu árin, hafa verið fjögur herbergi eða stærri. Þannig hefði rikisstjórnin fyrri bæði vanefnt loforð sín og farizt framkvæmdir illa úr hendi. Hún hefði auk þess lofað 100 millj. kr. til húsbygginga á ári, en reyndin hefði orðið tæpar 40 millj. kr. á ári í þess stað. SVAR KARLS KRISTJÁNS- SONAR Að lokinni framsöguræðunni tók Karl Kristjánsson til máls. Svaraði hann árásum Hannibals á fyrrverandi ríkisstjórn, eink- um ádeilum hans á fyrrv. félags- málaráðherra Steingírm Stein- þórsson. Veðlánakerfi það, sem fyrrv. ríkisstjórn beitti sér fyrir, að sett var á laggirnar, sagði Karl, reyndist ágætlega og hjálpaði mörgum manninum yfir örðug- asta hjallann, eins og til var ætl- azt. I>að gerði því mikið gagn, þótt hitt sé rétt, að ekki var unnt að veita öllum úrlausn, sem um lán sóttu. Sem dæmi um hvað fyrrv. rík- isstjórn hefði gengið ötullega fram í því að styðja húsbyggj- endur með lánum til starfseminn- ar, þá nefndi Karl það, að á tíma- bilinu 1952—1955, hefðu verið veittar 400 millj. króna til íbúða lána til um 1600 lántaka. Óneitanlega hefði hér verið mikið unnið og það væri því rakaleysa, sem félagsmálaráð- herra hafði haldið fram að fyrrv. ríkisstjórn hefði svikið loforð sín. Þvert á móti hefðu þá fyrst verið stigin spor til þets að tryggja fjármagn til íbúðabygginga, byggingar- frelsi komið á og aldrei meiri framkvæmdir í þessum efnum en einmitf á þessum árum. Þá tók til máls Gunnar Thor- oddsen og fara kaflar úr fyrri hluta ræðu hans hér á eftir, en síðari hluti ræðunnar mun birt- ast í næsta blaði. UPPHAF RÆÐU GUNNARS THORODDSENS Húsnæðismálin eru eitt af mestu vandamálum þessa þjóð- félags og eitt meginatriði hús- næðisvandans er lánamálin. Það er því ekki að undra, að það var eitt höfuðstefnumál bæði fyrr- verandi ríkisstj., sem mynduð var 1953 og núverandi ríkisstj. að reyna að leysa þau mál. Þegar ríkisstj. var mynduð 1953 með samstarfi Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins, var um það samið að gera verulegt átak til lausnar húsnæðismál- anna. Þau mál voru vel undir- búin og 1954 var lagt frv. fyrir Alþ. til iaga um húsnæðismáia- stjórn o. fl. Þessi lög voru síðan afgreidd og staðfest sem lög nr. 55 frá 1955. Hér var um mjög markvert mál að ræða, sem hafði verið óvenjuvel undirbúið eins og bæði frv. sjálft og hin ýtar- lega greinargerð þess ber vitni um. í því voru ýmis nýmæli og málefnið tekið föstum tökum. I fyrsta lagi var lögfest almennt veðlánakerfi. f öðru lagi hafði ríkisstj. tryggt með samningum við banka, áður en hún lagði frv. fyrir Alþingi, að verulegt fjár- magn fengist til þessara lána. Var samið til tveggja ára, fyrir 1955 og 1956. f þriðja lagi var tekið upp það nýmæli að reyna sölu vísitölutryggðra skuldabréfa og hefur sú tilraun gefið góðan ávöxt. GRUNDVÖLLUR LAGÐUR Eins og kemur fram í grg. þess frv. hafði verið tryggt, að til út- lána árið 1955 og 1956 fengjust rúmar 100 millj. hvort árið, eða samtals um 200 millj. króna á þessu tveggja ára bili. Nú kom fram í ræðu hæstv. félagsmála- ráðherra og grg. þessa frv. að veðlánakerfið hafi mistekizt og ekki verið staðið við gefin fyrir- heit. Þau ummæli voru hrakin I ræðu hv. þm. S-Þing. hér áðan. Á þessum tveim árum var lánuð til húsbygginga ríflega sú upp- hæð, sem gert var ráð fyrir, eða um 230 millj. kr. Hins vegar kom það í ljós fljót- lega, að byggingaframkvæmdir urðu allmiklu meiri heldur en áætlað hafði verið. Til þess lágu margar ástæður. Atvinnulíf var í blóma, jafnvægi í efnahagslífi, sparifjármyndun í landinu hafði verið örvuð með skattfrelsi spari fjár o. fl. og byggingafrelsi hafði aftur verið lögtekið. Mönnum var nú frjálst að byggja íbúðir af hóf- legri stærð þ. e. a. s. allt að 520 rúmmetra án þess að til þyrfti fjárfestingarleyfi. Þetta nýja byggingafrelsi, ásamt öðrum atrið um, sem ég hef nefnt, hófu nýja byggingaöldu, byggingafram-- kvæmdir urðu örari og eftirspurn I in eftir lánum meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Það kom því í ljós fyrri hluta ársins 1956 að afla þurfti enn meira lánsfjár og tryggja þurfti framhald þess, sem samið hafði verið um af fyrrverandi ríkisstj. við bankana. En þegar skyldi hefja þennan undirbúning til frekari fjáröflunar rauf Framsfl. stjórnarsamstarfið og stofnaði til nýrra Alþ. kosninga. Um sam- starf innan ríkisstj. til úrlausnar þessum málum var því ekki að ræða frá því snemma vors 1956, og stjórnin var í rauninni óstarf- hæf í þessum efnum sem fleirum fram yfir kosningar. Reynslan hafði hins vegar sýnt þennan skamma tíma, að með lögunum frá 1955 hafði verið lagður réttur, Gunnar Thoroddsen traustur grundvöllur. En nú þurfti að sjá fyrir fjármagni fram vegis, og vitanlega var það ein fyrsta skylda þeirrar ríkisstj., sem við tæki eftir kosningar. FJÖLLIN TÓKU JÓÐSÓTT Nú hefur hæstv. núverandi ríkisstj. setið í níu mánuði. Ekki er hægt að segja, að mikið hafi gerzt í þeim efnum, heldur eins og hæstv. ráðh. gat um, eru það aðallega nokkrar bráðabirgðaráð- stafanir. Eftir þessa níu mánuði er nú loksins lagt fram frv. að lagabálki, en þegar yfir þennan bálk er litið og hann skoðaður niður í kjölinn, þá er ógerlegt annað en taka sér í munn hið gamla máltæki: „Fjöllin tóku jóðsótt og fæddist lítil mús“. Það er vissulega leitt að málgagn hæstv. félagsmálaráðh. skuli velja honum slík hæðiyrði sem það gerir í morgun: Fimm dálka fyrirsögn um að lagður sé „grunn ur að varanlegri lausn húsnæðis- vandamálanna,, „mikilvægur sig- ur alþý^ðu landsins", „sérstakt ánægjuefni að svo róttækt frv. skuli lagt fram“ o. s. frv. Hæstv. ráðh. gat ekki á sér setið að hefja ræðu sína um betta mál með harðvítugum og rang- látum árásum á fyrrverandi rikis- stjórn. í rauninni þarf ég ekki að svara þeim nema að litlu leyti, vegna þess að stuðnings- maður hæstv. ríkisstj. þm. S- Þing. hefur þegar hrakið þær. En húsnæðislöggjöfin frá 1955 byggði auðvitað á því, að á hverj- um tíma væru sæmilegir menn og til einhvers nýtir i ríkisstjórn, sem skildu það hlutverk sitt, að tryggja framhald fjáröflunar vegna þessarar löggjafar. Hæstv. ráðh. segir, að fyrrv. ríkisstj. hafi gefið „gullin loforð" um, að hver maður, sem vildi byggja, gæti fengið 100 þús. kr. lán. Þetta eru staðlausir stafir. Þessi löggjöf frá 1955 var að vísu stærsta átakið, sem gert hef- ur verið í húsnæðismálunum. Hins vegar datt engum manni í hug að gefa loforð um að tryggja lán öllum þeim, sem í byggingar vildu ráðast. Þetta er tilbúmngur hjá hæstv. ráðh. BRÁÐABIRGÐALÖGIN ÓMERKT Hvernig er svo þetta „róttæka" frv. ráðh., þessi „mikilvægi sigur alþýðunnar"? Hvar eru nýmælin, hvar eru umb'æturnar og hvar lausnarorðin? Ég skal rekja hér nokkur meg- inatriði þessa frv. Er þá fyrst þess að geta að í 1. gr. scgir, að starfa skuli húsnæðismála- stjórn, skipuð 5 mönnum. Slík húsnæðismálastjórn er nú starf- andi samkv. gildandi lögum og er þetta því ekkert nýmæli. En þó er eitt merkilegt við 1. gr. frv. Eins og menn muna, taldi hæstv. félmrh. skömmu eftir að hann komst til valda, að brýna nauðsyn bæri til þess að gefa út brbl. um það að fjölga í hús- næðismálastjórn og að skipa sér- staka framkvæmdastjórn innan hennar. Þessi brbl. hafa nú vet'ið keyrð gegnum Alþ. og voru af- greidd héðan skömmu eftir ára- mót. Nú gerist það undarlega, að í því frv. sem hæstv. ráðh. legg- ur nú fyrir, er ekki minnzt á nauðsynina á þessari fram- kvæmdastjórn. Efni bráðabirgða- laganna, sem Alþ. er nýbúið að af greiða, er nú alveg úr sög- unni. Þetta er röskleg kistulagn- ing á einu stærsta hugsjónamál- inu. Annað atriði er athyglisvert varðandi skipan húsnæðismála- stjórnar. Fjórir eiga að vera kosnir af Alþ., en fimmti maður á að vera tilnefndur af Lands- banka íslands. En fulitrúi Lands- bankans skal ekki hafa atkvæð- isrétt um lánveitingar. Nú mætti ætla, ef litið er á þetta frá al- mennu sjónarmiði, að eðlilegast væri, að þessar lánveitingar eins og aðrar væru í höndum banka og lánsstofnanna landsins en ekki í höndum fulltrúa hinna pólitísku flokka. Ég mirinist þess, að þegar lögin frá 1955 voru til meðferðar, kom það mjög til orða, — og ég var einn þeirra, sem taldi það langeðlilegast, — að um úthlutun byggingalána færi eftir venjulegum reglum bankanna, þeir hefðu úthlutun- ina með höndum. Með þessu frv. er því gersamlega snúið við, sem er eðlilegast og réttast. Skv. frv. eiga fulltrúar pólitísku flokkanna einir að ráða, en fulltrúi þjóð- bankans hefur ekki einu sinni atkvæðisrétt um úthlutun lán- anna. Á þetta að þýða lögfest- ing á því, að hér eftir skuli lán- veitingar úr byggingarsjóði ein- göngu fara eftir pólitískrim lín- um, en ekki þörfum? ORBMÖRG UPPPRENTUN 2. gr. þessa frv., sem er all- ýtarleg upptalning á ýmsum verkefnum húsnæðisstjórnar, er að meginefni til uppprentun á gömlu L, en orðfleira en áður. Ég skal ekki rekja þessa liði; það gefst tími til þess við 2. umr.. Um nýmæli er þar ekki að ræða, sem neinu skipta. Einna athyglis- verðastur er þó 9. liðurinn um að húsnæðismálastjórn skuli beita sér fyrir lækkun á verði bygg- ingarefnis. Það er sérstaklega at- hyglisvert, þegar þetta kemur frá hæstv. ríkisstj., sem nú fyrir skemmstu hefur með stórkostleg- um nýjum tolla- og skattaálögum valdið því, að byggingarkostnað- ur hefur farið og mun á næstu mánuðum fara stórhækkandi. í frv, og grg. og ræðu ráðh. er mjög lagt upp úr því, hvað mikla þýðingu hefur að setja á stofn tæknilega nefnd til ráðu- neytis húsnæðismálastjórn. í gildandi lögum er ákvæði um það, að við lausn þessara mála skuli húsnæðismálastjórn leita eftir samkomulagi við þá aðila, sem hafa sérþekkingu á þess- um málum. Fulltrúar Sjálfstæðis manna í húsnæðismálastjórn lögðu einnig fram fyrir skemmstu till. um það, að formlega yrði stofnað samkv. þessari heimild í gildandi lögum, tækniráð, sem yrði húsnæðismálastjórn til ráðu neytis. Hins vegar er skipun þessarar nefndar samkv. frv. gölluð. M. a. eiga sumir aðilar, sem hafa einmitt athugun bygg- ingarmála með höndum, eins og Iðnaðarmálastofnun íslands, enga aðild að eiga að þessari nefnd. Hér lýkur fyrrihluta ræðu Gunnars Thoroddsens, en sem fyrr segir verður framhald ræð- unnar birt síðar. ,,Þjóðviljans“ Frásögn „Þjóðviljans" af hinu nýja frv. ríkisstjórnarinnar um húsnæðismálin mótast eins og vænta mátti af fáheyrðu skrumi. Segir blaðið m.a. að í því „felist mikilvægur sigur fyrir „alþýðu landsins". Á þessi „sigur“ fyrst og fremst að vera fólginn í stofnun „byggingarsjóðs ríkisins“. En stofnfé hans sé hvorki meira sé minna en 118 millj. kr. Lítur heizt út fyrir að blaðið ætlist til þess að fólk haidi að það fé sé nú handbært til útlána!! En hver skyldi nú vera sann- leikurinn í því máli? Ilann kem- ur bezt í ljós með því að athuga, hvert sé stofnfé byggingarsjóðs- ins nýja. Stofnfé byggingarsjóðs er sam- kvæmt frv. stjórnarinnar þetta: 1. Varasjóður hins almenna veð- lánakerfis 20,9 millj. kr. 2. Lán ríkisins til lánadeildar smáíbúða 32,8 milij. kr. 3. A. flokkabréf ríkisins, or keypt voru fyrir tekjuafgang ríkissjóðs 1955 11,3 millj. kr. 4. % hlutar af væntanlegum stóreignasktti 53,2 millj. kr. Innheimtist á 10 árum Nær helmingur af stofnfé hins nýja byggingarsjóðs er þannig væntanlegur hagnaður af stór- eignaskatti. En hann á að inn- heimtast á næstu tíu árum. Byggingarsjóður fær engan eyri af honum á þessu ári. Á næstu árum fær hann hins vegar e. t. v. af honum 5 milij. kr. á ári. Svo kemur vesalings kommún- istinn, sem situr í stól félagsmála- ráðherra og lætur „Þjóðviljann" básúna það út að stofnfé bygging- arsjóðs sé 118 millj. kr., þar af 53,2 millj. kr. af „væntanlegum stóreignaskatti“.!! Svo gífurlegt er veldi heimsk- unnar og fljótfærninnar í féiags málaráðuney tinu um þessar mundir. Það fólk, sem byggir vonir á að fá nú þegar lán úr hinum ný- stofnaða byggingarsjóði ríkisins verður því miður fyrir miklum vonbrigðum. Hlutur veðdeildarínnar smávaxinn Ekki verður hlutur veðdeildar Búnaðarbankans, sem á að fá einn þriðja af hinum væntanlega stóreignaskatti mikilfenglegur. Ef byggingarsjóðurinn, sem á að fá tvo þriðju hluta skattsins fær 5 millj. kr. á ári næstu H> árin þá ætti veðdeildin að fá um það bil 1,6 millj. kr. á ári. Þannig ætlar Framsókn að standa við það loforð sitt, að gera veðdeild Búnaðarbankans starfhæfa. Allt er þannig á eina bókina lært. Frv. ríkisstjórnarinnar um húsnæðismálin er kák eitt. Veiga mestu ákvæði þess eru að vísu uppsuða úr lögunum um hið alm. veðlánakerfi, sem Sjálfstæðis- menn beittu sér fyrir. En engin trygging er fengin f'yrir því að fjármagn fáist til þess að fram- kvæma ákvæði laganna. Spari- fjármyndunin er stöðnuð vegna vantrausts almennings á stjórnar stefnunni. Hinn nýi byggingar- sjóður er aðeins fálm út í loftið. Ríkisstjórnin heldur því enn á- fram að svíkja loforð sín. Skrum kommúnistablaðsins leysa ekki vandkvæði nokkurs manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.