Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 18
18 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 13. aprí 1957 Snjöll unglingabók Stefán Jónsson: Hanna Dóra. Útgefandi: ísafold- arprentsmiðja HF. Reykja- vík 1956. ÉG leit yfir þessa unglingasögu og þótti hún góð, las hana síðan öðru sinni og þótti hún enn betri. Þó að skömm sé frá að segja, hefi ég ekki lesið nærri allar bækur þessa höfundar. En svo mikið veit ég þó, að þær hafa notið mikilla vinsælda. Þekkt hefi ég börn, sem kunnað hafa ljóðakver hans utan að spjaldanna á milli og hafa haft af því yndi mikið að syngja barnakvæði hans. Enga bók hans hafa þau látið fram hjá sér fara. Hanna Dóra er saga af óvenju greindri og tápmikilli reykvískri telpu, sem missir móður sína um 12 ára aldurinn og á þá ekki margra kosta völ, en verður að téfla hugrekki sínu og hyggjuviti gegn sjálfselsku og hjartakulda veraldarinnar. Enginn vill vera henni beinlínis vondur, en öllum finnst þeir eigi meira en nóg með sjálfa sig, þeir eru svo full- ir af sínum eigin áhugamaálum smáum og stórum, að annað kemst ekki að. Samúðin og til- finningarnar standa grunnum rótum. Hálf er öld hvar. Reyndar á hún föður á lífi, en aldrei hefur hann við hana talað, enda svallari og spilltur af eftir- læti í uppvexti. Samt getur barn- ið ekki hugsað sér annað en hann hljóti að vera góður maður og sezt niður við það í vandræðum sínum að skrifa honum átakan- iegt bréf, sem hún þorir þó ekki að senda. Er. það verða seinna ein af hinum mörgu, sáru von- brigðum lífsins, hvernig þessi glansmynd, sem ung og óspillt sál gerir sér af föður sínum, er hún þekkir ekki, hlýtur að fölna og mást út í skærri birtu veruleik- ans. Aftur á móti er afinn kjarna- karl, hrjúfur að utan en hlýrri inni við beinið, og elskar af- kvæmi sín eins og ljónið hvolpa sína. Vill hann reynast sonar- dóttur sinni vel, og byrjar með því að senda hana í sveit. Hún fer að Staðarhöfða til Bárðar gamla Hjálmarssonar, sem er af- komandi höfðingja. Hefir hann mikinn höfuðburð en framkvæmd ir minni, enda tekin að förlast sjón. Lifir hann mjög í liðinni tíð og fárast yfir lágkúruhætt- inum og sauðaskapnum í kring um sig, en huggar sig helzt með því að fá sér í staupinu. Einkum þykir honum Þórunn ráðskona sín vera kotungssál og sínöldr- andi að hætti heimskra manna um einskisverða hluti. Aftur á móti þykir henni Bárður skrýtinn og ráðlaus. Reyndar er þetta mesta dugnaðarkona, sem held- ur heimilinu á réttum kili með iðju sinni og forsjá. Þarna er líka á heimilinu Jón, sonur Bárðar. misheppnaður listamaður, sem er yfirkominn af „þreytu ættarinn- ar“ og hefir ævinlega verið eins og úti á þekju. Smám saman koma fleiri til sögunnar: Jakob Klingenberg, veitingamaður og húmoristi, sem ekki er allur þar sem hann er séður, Auður kona hans, og son- urinn ívar, sem yrkir vísur, er ákveðinn í því að verða speking- ur, og ætlar sér að kvænast telp- unni, þegar tími er til kominn. Henni finnst hann gróflega asna- legur, en hefir þó hálfgaman af honum. Dísa heitir systir Þór- unnar, ljósmóðir og barnakenn- ari. Hún er sísuðandi vaðals- skjóða, sem fræðir telpuna um margt varðandi móður hennar, er hún vissi ekki áður. Loks er gleraugnapresturinn: séra Hjálm- ar í Kleifarholti, sonur Bárðar gamla, sem ferðast um sveitina á sinni skjóttu meri. Hann er boð- beri nýja tímans öllum til hrell- ingar, prédikar andatrú, reynir að koma upp barnaskóla, berst fyrir skógrækt, stofnar ung- mennafélag, til að spila á harmon iku, og baksar í því að reyna að koma á fót kaupfélagi. Allt þetta finnst gíimla manninum vera gert til að storka sér eða vinum sín- um og verða af þessu miklir stríð leikar milli feðganna. Sagan er skemmtilega skrifuð, og allar standa þessar söguper- sónur ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum lesandans, með áhyggjur sínar og vandamál. Viðbrögðum telpunnar við hálfvelgju og sljó- leik mannfélagsins er lýst af mikl um næmleik og stundum á áhrifa mikinn hátt eins og þegar hún kemur grandalaus að uppbúnu rúmi móður sinnar í sjúkrahús- inu, eftir að hún er dáin. Hún bíður þar og heldur að hún komi bráðum, því að enginn hafði sagt henni þetta, er með einkunna- bókina sína og ætlar að gleðja mömniu með því, hvað hún hefir staðið sig vel í skólanum. En allt í einu tekur hún eftir því að hljóðskrafið kringum hana smá- þagnar, og verður að hvísli. Allir taka að horfa til hennar flótta- lega eins og hún sé til óþæginda. Grunurinn fer svo að smáseytla inn í hana unz hann verður að fullri vissu, og þá brýzt sorgin fram með ofsalegum krafti: „Ó, mamma mín, hvers vegna máttir þú ekki lifa?“ Það er enginn klaufi, sem skrif ar þessa og aðrar eins lýsingar í bókinni, heldur maður sem horf- ir skyggnum augum á lífið. Stíll- inn er samanþjappaður og oft er undramikilli hugsun komið fyrir í stuttum setningum. Engu að síð- ur er frásögnin fjörleg og vel til þess fallin að halda áhuganum vakandi. Hér er þó hvergi lýst stórfenglegum né æsandi atburð- um eins og vant er að vera í reyf urum, heldur reynt að lýsa hversdagslegu lífi venjulegra manna, en þar gerast líka ævin- týri fyrir þá, sem augu hafa til að sjá. Auga þessa höfundar er jafn- glöggt fyrir því sem broslegt er og sorglegt, fyrir kostum og veil- um mannlegs eðlis. Þess vegna er jafnvægi og hófsemi í allri efnismeðferð hans. Hann gerir sér far um að láta allar persónur sínar njóta sannmælis, ýkir hvergi úr öllu hófi, heldur vill kenna mönnum að skilja og um- bera hvern annan. Með því móti hyggur hann að unnt sé að öðlast hærra og sanngjarnara sjónarmið á lífinu en þar sem hver og einn böðlast áfram blindur í sinni kreddu. Slíkar bækur eru vitk- andi og mannbætandi á þessari dapurlegu öld þröngsýninnar. f þeim geta eldri menn sem yngri fundið kyrrláta gleði utan við alfaraveg skarkalans. Auk þess eru bækur Stefáns góðar þjóð- lífslýsingar ritaðar á fögru máli. Á undanförnum árum hefir margt verið gefið út af barnabók- um og harla misjafnt að gæðum. Er jafnvel sumt af því, sem þýtt hefir verið og ungað út handa börnum og unglingum til lestrar af lélegasta tagi eða beinlínis siðspillandi. Mönnum virðist ætla að skiljast það seint, að það er ekki betra verk heldur verra, að eitra fyrir sálir unglinga með vondu lesmáli heldur en það væri eitrað, sem þau legðu sér til munns, enda þótt ólíku harð- ara sé tekið á hinu síðarnefnda. Þess vegna er það miklu dýr- mætara en menn gera sér ljóst í fljótu bragði fyrir andlega holl- ustu æskulýðsins og þjóðina í heild að eiga höfunda eins og Stefán Jónsson, sem vinna að því af alúð og köllun að skrifa góðar unglingabækur, sem eitthvert bókmenntabragð er að, þar sem hlynnt er að greind og góðum mannkostum. Margir virðast halda, að barna- og unglingabækur þurfi að vera eitthvert léttmeti, sem enginn viti borinn maður geti lagt sig niður við að lesa. Þetta er fjar- stæða. Hitt er sönnu nær, að góð barnabók sé einnig góð fyrir hvern sem er. Þarf ekki annað en benda á Ævintýri Andersens því til sönnunar. Það þarf gott skáld til að skrifa góða barnabók. Ein- mitt þess vegna hefir Stefáni Jónssyni svo vel tekizt, að hann. er gáfaður og vandvirkur rithöf- undur. Benjamín Kristjánsson. TOGARAFLAK Óli Garðar, sem liggur í Fossvogi er til sölu. Tilboð sendist í pósthólf 1145 fyrir 16. þ.m. TIL LEB G8J við miðbæinn, á mótum 3ja gatna, húsnæði hentugt fyrir læknastofur, heildverzlun o. fl. — Lofthæð 3.15 m. — Grunnflötur 160 eða 80 ferm. Uppl. í síma 7324. t LESBÓK BA RNA N:7A LESBÓK BA RNA NNA 9 Svo þreif hann allt i Anu aumingja, svanga, magra sparigrísinn sinn og kastaði honum í gólfið. „Aldrei getur þú orðið feitur og fullur af aurum eins og sparigrísinn henn ar systur minnar", orgaði hann öskureiður. ,,Það er þér sjálfum að kenna", svaraði faðir hans og svo sagði hann honum þetta ævintýri um grísana tvo. Þið megið vera viss um, að eftir það átti drengurinn sjaldnar er- indi í sælgætisbúðina á horninu. Svona er það nú með sparigrísana, að jafnvel fimmeyringar þykir þeim ágætis matur. Þinn spari- gris er auðvitað aldrei svangur? tk* Ráðningar ur síðasta blaði Þrautin: Strikið er dreg- ið eins og sýnt er á þess- ari mynd. Myndagátan: Karlmannsnafnið er: ÁSMUNDUR. Frjálsar Sjónhverfingar. Þið kannist öll við málsháttinn: „Ekki er allt sem sýnist". Nú getið þið sannfærst um, að þessi málsháttur er réttur, með því að virða fyrir ykkur myndirnar, sem þið sjáið hérna. Þær munu sýna ykkur að augun eiga það stundum til að láta ykk- ur sjá, jafn vel einfalda hluti, öðruvísi en þeir í raun og veru eru. Horfið þið stundarkorn á myndina af þessum tröppum án þess að renna til augunum. Allt í einu hættið þið að sjá tröppur, heldur nokkurs konar hvelfingu með stuðla- bergsstöllum. Hvort eru dökku lín- urnar í ferningnum á myndinni beinar, eða sveigjast þær inn að miðju hringsins? stundir Hvort sýnist þér í fljótu bragði þessi tunna héma fremur vera teikntuð með mörgum ílögum, bognum reitum, eða með einni á- framhaldandi línu? ISl Frímerkjaþáttur Þróun frímerkjanna. Allt fram undir 1900 bera frímerkin það greini lega með sér að þeim er fyrst og fremst ætlað að vera eins konar kvittun fyrir greiðslu burðar- gjalds. Myndin á þeim er því oftast af þjóðhöfð- ingjanum, skjaldarmerki ríkisins eða aðeins talan, UNDARLEGT DYR Getið þið séð, hvernig teiknarinn hefur búið þetta kynjadýr til? í því sjást greinileg einkenni átta dýra. — Hver eru þau? sem sýndi gildi frímerkis- ins. En um aldamótin fór mönnum að skiljast, að í sambandi við frímerkin voru miklir möguleikar til landkynningar og aug- lýsinga t.d. þegar minnast átti merkisatburðar í sögu einhverrar þjóðar. Árið 1892 gaf U.S.A. út stórkostlega frímer'kja- seríu til minningar um að þá voru 400 ár liðin síð- an Kolumbus fann Ame- ríku. Grikkland gaf út frímerki 1896 í tilefni af Olympíuleikjunum í Aþenu og þannig mætti lengi telja. Um aldamótin 1900 höfðu um 16.000 mismun- andi frímerki verið gefin út í heiminum. Nú er tal- ið að til séu að minnsta kosti 125.000 frímerki sem öll eru sitt af hverri gerð. fgr Kæra Lesbók. Ég ætla að senda þér eina skritlu og þrjár get- raunir Skrítlan: Móðirin: Þú ættir bara að vita, hvað hann Jói litli er orðinn duglegur í reikningi. Hvað eru tveir og tveir mikið, Jói? Jói: Þrír. Móðirin: Sko, það mun- aði bara einum. Getraunirnar: 1. Hvað gerir klukkan, sem maður má aldrei gera? 2. Hvers vegna fljúga farfuglarnir til suð- lægra landa á haust- in? 3. Hvernig eru steinarn- ir á botni Þingvalla- vatns? Ég sendi svörin, en þau má ekki birta fyrr en í næsta blaði. Vertu blessuð og sæl. Sigrún Valbergsd., Rvík. Kæra Lesbók. Ég ætla að senda þér þessar sex gátur: 1. Hver er þvegin og þurrkuð daglega, en er þó aldrei hvít? 2. Hvað hefur enga vængi, en flýgur þó? 3. Hvaða kambur er það, sem enginn getur greitt sér með? 4. Hver hefur höfuð, en hvorki nef né augu? 5. Hver fær kindur bóndans án þess að borga fyrir þær? 6. Hvað er það sem gengur, en stendur þó alltaf kyrrt á sama stað? Með kærri kveðju, Margrét Oddný Magn. úsdóttir, 7 ára, Reykjav. Kæra Lesbók. Ég hef gaman af að lesa þig og ætla að senda þér tvær skrýtlur. Á batavegi. Sigga litla er lasin, ligg ur í rúminu og má ekki hreyfa sig. Jón bróðir hennar getur samt ekki setið á sér með að stríða henni ofurlítið og þegar mamma þeirra heyrir það, segir hún: „Ef hún systir þín væri ekki svona veik, þá skyldi ég blótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.