Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 24
Veðrið Vaxandi S.A.átt, allhvass rigning 87. tbl. — LaHgardagur 13. apríl 1957. HÓLAR Sjá grein á Ws. 8 og 9. Ný lántoko í Bandaríkjunum Má endurgreiðast í íslenzkum peningum. ÁRDEGIS í GÆR sendi ríkis- stjórnin út fréttatilk. um að gengið hefði verið frá lántöku í Bandaríkjunum. — Fréttatilk. er svohljóðandi: „í gær var undirritaður í Washington samningur milli rík- isstjórna íslands og Bandaríkj- anna um, að Bandaríkjastjórn leggi fram fé til kaupa á vörum þar í landi, að fjárhæð allt að 2.785 þúsund dollurum, sem ís- lendingar eigi kost á að fá gegn greiðslu í íslenzkum krónum. Koma þar til greina eftirtaldar vörur: Hveiti, Fóðurvörur, Hrísgrjón, Baðmullarfræs/soya olía, Lin- seed olía, Tóbak, Ávextir, Baðm- ull. Þessi viðskipti munu fara eftir venjulegum verzlunarleiðum og er gert ráð fyrir, að þau geti hafist mjög fljótlega. Fyrir ís- lands hönd undirritaði Vilhjálm- ur Þór, hankastjóri, samninginn, en Thorsten V. Kalijarvi, að- stoðarráðherra, fyrir hönd Banda ríkjastjórnar. Samningur þessi er- gerður í samræmi við sérstök lög í Banda ríkjunum, sem heimila slík við- skipti. Er gert ráð fyrir, að 80% af andvirði varanna verði lánað til framkvæmda á íslandi." Nýja lónið veitt til að styrkja íramtíðarsamvmna Bandaríkjanna og íslands EFTIR að bandaríski ráðherrann! Thorstein V. Kalijarvi, hafði undirritað samninginn um hina nýju lánveitingu Bandaríkja- stjórnar til íslands, lýsti hann yfir því, að samningurinn væri gerður til að „styrkja framtíðar- samvinnu" íslands við Banda- ríkin. Vilhjálmur Þór bankastjóri, sem undirritaði samninginn af íslands hálfu sagði: „Mér finnst, eins og þér lýstuð því, að þessi samningur muni leiða til þess að styrkja fram- tíðarsamvinnu milli beggja landa okkar“. Athygli vekur, að íslenzka ríkisstjórnin skýrði ekki frá þess- um yfirlýsingum í fréttatilkynn- ingu sinni. Lyfjum varpað úr flugbáti vestur á Isafirði í fvrrinótt J IFYRRINÓTT tókust ungir flugmenn hjá Flugfélagi íslands á hendur erfiða flugferð vestur á ísafjörð með lyf til konu, sem mjög var þungt haldin, og sjúkrahúslæknirinn taldi óráðlegt að bíða til morguns að afla. Lyf pessí fengust ekki þar fyrir vestan. Það var um miðnætti sem ósk barst Flugfélagi íslands, um að senda flugvél vestur með þessi lyf. Á ísafirði er sem kunnugt er enginn flugvöllur. Þar er ólend- andi fyrir katalínuflugbátinn Sæ- faxa nema í björtu veðri. Um klukkan 1.45 var búið að búa um lyfin í góðum vatns- heldum umbúðum, því ákveðið var að freista þess að varpa þeim niður úr flugbátnum. Hafði verið þannig frá þeim gengið að björg- unarbelti var bundið við lyfja- pakkana, en þeir voru þrír. Þá var sett á þá lítil fallhlíf og loks ljós sem kveikt var á þegar þeim var varpað út. Segir ekki af freðum flugbáts- ins fyrr en hann kemur til ísa- Fulltrúaráð Heimdallar í D A G kl. 2 e. h. verður haldinn áríðandi fundur í Fuil- trúaráði Heimdaiiar, FUS, í Val- höil við Suðurgötu. Fulitrúaráðsmenn eru hvattir til þess að mæta stundvíslega. fjarðar. Þar var þá dimmt í lofti og vandasamt flug að komast nið ur úr skýjunum, svo hægt yrði að varpa niður lyfjunum. En um síðir tókst þetta. Flugbáturinn lækkaði flugið inn yfir Presta- vík, en þar úti lá bátur. Tvær slíkar atrennur voru gerðar og einum lyfjapakka varpað í hvorri ferð. Fundust þeir fljótt þar eð ljósin loguðu á þeim, þar sem þeir flutu í sjónum. En þeg- ar varpa átti þriðja pakkanum var orðið svo dimmt að flug- stjórinn Ingimundur Þorsteins- son taldi ógerlegt að stinga sér niður á Prestavík. Var þá komið dimmt él. Sneri flugbáturinn þá til Reykjavíkur og kom hingað úr þessari eftirminnilegu og erf- iðu flugferð um klukkan 5 í gær- morgun. Fréttaritari Mbl. á ísafirði, innti sjúkrahúslækninn eftir líðan konunnar í gær. Hann kvaðst á þessu stigi verjast allra frétta, en víst væri að vel hefði tekizt hjá flugmönnunum sem þetta vandasama flug tóku að sér. Auk flugstjórans Ingimundar Þorsteinssonar voru á flugbátn- um þeir Ríkharður Jónatansson, flugmaður, Ásgeir Ásgrímsson, Henning Finnbogason og Jón Gunnarsson, en þessir menn voru við botnhlerana í flugbátnum og vörpuðu lyfjapökkunum niður um hleraopið. Karachi, 9. apríl: — Gunnar Jarring, sáttasemjari S.Þ. í Kasmír-deilunni kom í dag flug- leiðis frá Nýju Delhi til Karachi höfuðborgar Pakistan. Hann mun enn ræða við stjórnarvöld í Pakistan og halda síðan til Genf. Gata með gulum húsum — Myndin er máluð á Spáni. Þingi frestað tii 24. apríl í GÆR voru síðustu fundir I deildum og Sameinuðu þingi fyr- ir páska. Einar Olgeirsson, for- seti Neðri deildar, óskaði þing. mönnum góðrar heimferðar og gleðilegra páska. — í efri deild kvaddi Bernharð Stefánsson, for- seti deildarinnar, þingmenn með árnaðaróskum og í Sameinuðu þingi kvaddi Emil Jónsson, for- seti Sþ., þingmenn með sömu óskum. Tilkynnti hann jafn- framt að fundir þingsins yrðu væntanlega boðaðir að nýju hinn 24. ápríl, eða miðvikudaginn eft- ir páslia. Bjami Benediktsson þakkaðr þeim Einari Olgeirssyni og Emil Jónssyni árnaðaróskir og óskaði þeim og fjölskyldum þeirra gleði- legrar hátíðar. Gunnar Thoroddsen þakkaði Bernharði Stefánssyni árnaðar- óskir af hálfu þingmanna Efri deildar og óskaði honum gleði- legrar hátíðar. Baldur Edwins opnar málverkasýningu Hefur ekki sýnf hér áður Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 s.d. UNGLINGAR OG FULLORÐNIR Hér er um algera nýlundu að ræða, sagði Ingólfur Guðbrands- son í viðtali við blaðamenn í gær. Islenzkur kór þannig skipaður hefur ekki sungið hér á landi áður. 'Skipan kórsins er þannig að í sópran og altröddum eru börn og unglingar á aldrinum 11—18 ára. En í tenór og bassa- röddum eru 9 kunnir söngmenn úr Fóstbræðrum. Slík er skipun allra leiðandi kirkjukóra erlendis, að því undanskildu að drengir skipa sópran og altraddir, en hér eru það aðallega stúlkur. Með þessu er tilraun gerð til að sýna, að hér er hægt að skipa kóra á þennan hátt. Uppistaðan í kórnum eru nem- endur Barnamúsikskólans, sagði Ingólfur, en auk þess eru allmarg- ir nemendur ýmissa framhalds- skóla í Reykjavík. Öll hafa börn- in hlotið meira og minna nám í tónfræði, syngja t. d. öll eftir skrifuðum nótum. EFNISSKRÁIN Á efnisskránni á tónleikunum eru sem fyrr segir aðallega verk eftir miðaldameistarana — verk frá 16. og 17. öld er fleirraddað- ur söngur stóð með sem mestum blóma. Kórinn syngur: Ég lofa KLUKKAN 4 síðdegis í dag verð- ur opnuð í bogasal Þjóðminja- safnsins málverkasýning Baldurs þitt nafn, úr kantötu Bachs, Sálm og Maríuvers eftir Pál ísólfsson, Ave verum Corpus, eftir Mozart, Adoramus eftir di Lasso og Cantate Domino eftir Gumpelz- haimer. Dr. Páll leikur Canzona, eftir Gabrieli og Frescobaldi, til- brigði eftir Sweelinck og Passa- caglia, d-moll eftir Buxtehude. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en efnt verður til sam- skota að söng loknum til að standa straum af kostnaði og verði ágóði rennur það í sjóð til að halda þessari starfsemi áfram. í GÆRMORGUN um kl. 7,30 fannst lík af karlmanni hér í Reykjavíkurhöfn, vestur við Örfirisey. Reyndist þetta vera lík af manni, sem ekki var vitað um að týndur væri, en maður sá hét Bjarni Guðmundsson og var frá Seyðisfirði, um fimmtugt. Hér í bænum átti Bjarni ekki fast heimili eða aðsetur. Hanh var einhleypur maður og var stundum til sjós, annað hvort á skipum héðan frá Reykjavík eða þá á bátum úr verstöðvum Edwins. Við opnunina flytur Magnús Víglundsson ræðismaður Spánar, ræðu, en Baldur hefur stundað listnám í 3 ár í Madrid og Valencia. Sýningin verður opin 13.—25. apríl frá kl. 2—12. ★ Baldur Edwins, listmálari, er fæddur í Danmörku 1918, sonur hjónanna Ástu Valgerðar Ás- mundsdóttur og Aage Nielsen Edwin, myndhöggvara. Hann hóf listnám strax í barnæsku hjá föð- ur sínum, en síðar nam hann í Vínarborg, París og Madrid, en þar hefur hann stundað nám und anfarin þrjú ár. Til þess náms hefur hann notið styrks frá Menntamálaráði íslands um tveggja ára skeið. Baldur sýndi verk sín í fyrsta sinn á Charlottenborg vorið 1939, og keypti þá „Kunsforeningen“ eitt af verkum hans. Eftir þá sýningu var honum boðið að sýna 16 myndir á haustsýningunni í Charlottenborg, og hlutu þær myndir góða dóma. Baldur hefur einnig sýnt á „Salonen“ í París og á sýningum í Madrid og Val- encia á Spáni. Þessi sýning hans er fyrsta sjálfstæða sýningin, sem hann heldur og í fyrsta sinn, að hann sýnir verk sín á fslandi. Baldur hefur verið íslenzkur rík- isborgari sl. tíu ár. — Á sýningu hans hér, verða 50 myndir. á Suðurnesjum. Engan átti hann að hér í bænum, svo vitað sé og því mun hans ekki hafa verið saknað og ókunnugt um hvarf hans. Auðséð var að lík Bjarna var búið að liggja lengi í sjó, senni- lega hartnær 3 mánuði. Er ekki vitað um ferðir hans hér í bæn- um frá því 28. desember. Rannsóknarlögreglan gat þekkt Mk hins látna á Túri á handlegg hans m. a. fangamark hans. Kirkjutónleikor á sannadag með algerlega nýja sniði 45 manna hlandabur kór syngur og Páll Isölfsson leikur á orgel \SUNNUDAGINN kl. 20,20 verður efnt til kirkjutónleika í Kristskirkju á Landakoti. Verða þar flutt nokkur verk mið- aldameistaranna. Blandaður kór syngur, stjórnandi Ingólfur Guð- brandsson, ýmist með undirleik dr. Páls ísólfssonar eða án undir- leiks, og auk þess leikur dr. Páll ísólfsson einleik á orgel. Aðgangur að tónleikum þessum er ókeypis. Likið þekktist á flúri á handleggnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.