Morgunblaðið - 17.04.1957, Page 8

Morgunblaðið - 17.04.1957, Page 8
MORCHNfíT 4fí1Ð 9 Miðvikudagur 17. apríl 1957 „Ársól gljár við unnar svið ot'in báruskrúða. A Sauðárkróki býr duglegt og bjartsýnt fólk P AUÐÁRKRÓKUR er ^ einn hinna sumarblíðu kaupstaða á Norðurlandi. Á eyr- unum, sem myndazt hafa af fram burði Gönguskarðsár og Sauðár, stendur . þessi rúmlega þúsund manna bær í skjóli undir Nöfun- um, sem árnar hafa rist giljum og skorningum. Atvinnuóstondið höfuðvnndnmnlið — Rætt við Jón Þ. Björnsson og Björgvin Bjurnuson Þessi mynd er tekin af Sauðárkróki hinn 27. maí árið 1900. Á MORGUNGÖNGU MEÐ YFIRVALDI SKAGFIRÐINGA Ég hef sjaldan orðið heillaðri af fegurð Skagafjarðar en sunnu dagsmorgunn á sæluvikunni, er ég gekk upp á Nafir með hinu aldurhnigna yfirvaldi þeirra Skagfirðinga, Sigurði sýslumanni Sigurðssyni, sem brátt mun láta af embætti og kveðja þennan kæra stað. Sólin var að gægjast upp yfir austurfjöllin og hedti geislum sínum yfir snjódeplað- an Skagafjörðinn. Við fætur okk ar lá Krókurinn, eins og hann er almennt nefndur. Kyrrð og frið ur ríkti á mölinni, en hér uppi á Nöfunum strauk sunnanblær- inn vangann. f slíku veðri og með slíka útsýn finnst manni ekkert illt geta verið til í ver- öldinni, allra sízt þegar maður hlustar á rómantík aldamóta- mannsins. Á slíkum stundum hljóta fegurstu Ijóð lyrisku skáld anna okkar að hafa orðið til. Og fagurfræðingurinn og skáldið, sem við hlið. mér stendur, kann á þeim góð skil og margar beztu ljóðperlur íslenzkrar tungu ber- ast út í morgunblæinn. Mér kemur í hug vísan, sem móðir mín kenndi mér þegar ég var lítill: Á leiðinni niður í bæinn gríp- ur mig löngun til þess að kynn- ast nánar þessum stað. Ná í nokk- ur brot úr sögu hans og lífi, kynna mér vandamál hans og framtíðardrauma. RÆXT VIÐ SÖGUFRÓÐAN SAUÐKRÆKLING Mér kemur fyrst í hug að leita til einhvers af eldri kynslóðinni, sem fæddur sé og uppalinn hér á staðnum og kunni góð skil á sögu Sauðárkróks. Mér var bent á Jón Þ. Björns- son fyrrum skólastjóra, en hann var jafnframt lengi hreppsnefnd- oroddviti á Sauðárkróki og því manna kunnugastur lífi og sögu fólksins hér á þessari öld, enda er hann nú að safna gögnum í sögu Sauðárkróks. Jón tekur mér vel og leysir greiðlega úr spurn- ingum mínum. Fer hér á eftir að efni til það sem hann sagði mér. LANDNÁMSMENN KOMU SKIPUM SÍNUM í GÖNGU SKARÐSÁRÓS Það er fyrst og fremst höfnin, sem er móðir Sauðárkróks. f fornum sögum er þess allvíða getið að landnámsmenn komu skipum sínum í Gönguskarðsárós. Þá mun áin hafa fallið allmiklu öðru visi en hún fellur nú, eða suður með Nöfunum og komið til sjávar þar sem nú er höfnin. Framburður hennar hefir síðan i myndað undirlendi það, sem nú Björgvin Bjarnason, bæjarstjóri. sveitarfélag, en þau réttindi fékk hann 1907. Upphaflega er Krók- urinn hluti úr Sauðárhreppi, en í hreppnum voru auk hans, Gönguskörð, Reykjaströnd og Borgarsveit. Um miðja síðustu öld er eng- in byggð hér á Sauðárkróki, að- eins ofurlítið samsafn af verbúð- um og uppsátur fyrir báta. Á spegúlantatíðinni frá um það bil 1850 til 1870 verzla spegúlantar hér á skipum sinum. Lágu þeir hér nokkra mánuði að sumrinu fyrir framan ósinn og verzluðu þar. Rétt upp úr 1870 er sett upp hér fyrsta verzlunin í landi og hét sá Halldór Ásgrímsson, sem hana átti. Var verzlun þessi ósköp lítil, en verzlunarhúsið stóð til skamms tíma hér á Krókn um. FYRSTI LANDNÁMSMAÐURINN Árið 1872 flytur hingað Árnt nokkur Árnason vert handan af Jón Þ. Björnsson, frv. skólastjóri. Ræffir smára rjóffan viff rósin táraprúffa“. Á Sauffárkróki er allmikil útgerð trillubáta. Hér sjást sjómennirnir nýkomnir aff og til þeirra era komnir kunningjar ofan úr bæ og rabba viff þá um aflabrögðin. Þannig lítur Sauffárkrókur út í dag. Hlýlegur bær í skjóli undir Nöíunum. er undirstaða hafnarmannvirkj- anna. Eftir því sem framburður ár- innar hlóðst upp fyrir tilverknað úthafsöldunnar hefir gamli ósinn smátt og smátt lokazt, síðan myndazt tjörn innan við rr.alar- kambinn, sem gamlir menn muna vel, en er nú horfin, en Göngu- skarðsá fellur síðar beint til sjávar norðan við eyrar þær er hún myndaði i árdaga. Raunar hefði staðurinn ekki átt að hljóta nafnið Sauðárkrókur, heldur Gönguskarðsárós, því hann bygg- ist fyrst og fremst utan um höfn- ina við ósinn. ÞRJÚ MERKISAFMÆLI Á ÞESSU ÁRI í rauninni á Sauðárkrókur merkileg afmæli í ár og full ástæða til þess að minnast hans einmitt af þeim sökum. Hinn 28. maí árið 1857 er gefið út konung- legt leyfi til verzlunar á staðn- um. Og Sauðárkrókur á fleiri afmæli, og það merkisafmæli, á þessu ári. Nú eru liðin 50 ár frá því hann varð sjálfstætt austurlandinu, en svo er byggðia við austanverðan Skagafjörð tíð- um nefnd, og reisir hann þá hér hið fyrsta íbúðarhús. Er hann því í raun og veru landnámsmað- ur staðarins. Er fjölskylda hans fyrsta fjölskyldan sem búsett er á Sauðárkróki. Nafnið Sauðárkrókur er komið til af því að áður fyrr rann Sauð- á í krók norður með Nöfunum og til sjávar, gaf þessi bugða á ánni nafnið. Nú rennur Sauðá hins veg ar beint út í Áshildarholtsvatn, en þangað var henni veitt af mannavöldum, en vatnið hefir samgang við Miklavatn og sjó. Eftir 1872 fór að glæðast hér byggð. Bændur úr nágrannasveit- unum hafa átt hér búðir og upp- sátur og gert út smábáta. Fleiri og fleiri flytjast til staðarins og settar eru upp nokkrar verzlan- ir. Félagslíf fer að dafna og sýn- ir margt stórhug og menningar- þroska hinna fyrstu byggjenda, 1882, eða 10 árum eftir að fyrsta fjölskyldan sest hér að, er ráðist í byggingu skólahúss. Árið 1892 er svo byggð hér kirkja sú er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.