Morgunblaðið - 17.04.1957, Síða 11
Míðvlfcuclagtir 17. apríl 1957
monfítJNnr 4»ib
11
tlngverjaland:
Uppreisn mennfamanna
eftir ungverska ritstjórann
Lazlo Hámori
HÖFL’NDTJK þessarar greinar
er ungverskur, Lazlo Hámori,
doktor í lögum og ritstjóri,
faeddur 1911 í Búdapest. Hann
var pólitískur ritstjóri við
sósíalistablaðið „Nepzsava" í
Búdapest árin 1945—1947 en
flýði land sitt 1948 og hefir
verið búsettur i Svíþjóð síðan
1949.
Hann er fréttaritari blaðsins
„Die Weltwoc,he“ í Zúrich og
„The New Leader“ í New
York og „Preuves“ í París.
Hann hefir m.a. ritað bækurn-
ar „Hundrað miiljón fangar"
og bók um Júgóslavíu.
FYRIR ÁRI bauð sænska félagið
„Frjáls menning“ um það bil 50
rithöfundum, prófessorum, upp-
eldisfræðingum og blaðamönnum
frá hinum þremur Norðurlöndum
til fundar í Gautaborg, þar sem
eitt af dagskrármálunum var: Á-
hrifin á almenningsálitið. Máls-
hefjendur og aðrir þátttakendur
í 'umræðunum ræddu einkum um
þáð, hver áhrif menntamenn
þjóðanna hefðu á almennings-
álitið í hinum skandinavisku
lóndum.
Kenndi nokkurrar svartsýni í
umræðum þessum. Komust menn
m.a. að þeirri niðurstöðu að áhrif
menntamannanna með þessum
þjóðum, væri alltakmörkuð, og
má vera að þetta séu afleiðingar
þess, að yngri rithöfundar þess-
ara þjóða séu afskiptalausir og
svartsýpir. Sauðsvartur almúg-
inn er hrifnæmari en gáfumenn-
irnir, ef um er að ræða að taka
afstöðu til viðburða líðandi
stundar. Háskólaæskan hefir
misst tökn á fjöldanum.
Viðburðimir í Ungverjalandi
hafa svarað þessum spurningum
og mótmælt öllum vangaveltum
þátttakendanna í Gautaborgar-
þinginu svo kröftuglega sem hugs
azt getur.
„FR1»ARRÁ®“
Samtímis þvi að það varð
tizka meðal Vestur-Evrópu-
þjóðanna ,að menntamennirn-
ir sýndu niðurlægjandi og
aumkunarlega sjúklegt af-
skiptaleysí og hurfu frá öllum
tilrannum sinum til að hafa
áhrif á almenningsálitið, lögðu
komnrúnistar sjálfir æ meira
upp úr þvi að hæna að sér
viðurkennda andans menn,
eins og kemur fram m.a. í því,
að sífellt fjölgaði þeim vest-
urevrópisku visindamönnum,
rithöfundum og listamönnum,
sem komust í alls konar „frið-
arráð“. Greinilegt var af fregn
um frá Moskvu, að nöfn
frægra manna, svo sem Joliot
Curie, Picasso eða Sartre
voru meira virði fyrir braut-
argengi kommúnismans en þó
þeir fengju þúsundir iðnverka
manna í lið með sér.
NAFNTOGADIR MENN
í Austur-Evrópulöndum voru
kommúnistaflokkarnir sólgnir í
að hæna að sér alls konar nafn-
togaða menn, allt frá styrjald-
arlokum, og nota þá til að laða
menn að flokki sínum.
Því miður bar liðsöflun komm
únista góðan árangur meðal
menntamanna í Ungverjalandi,
Pollandi, Rumeníu, Búlgaríu og
Austur-Þýzkalandi, þar sem í-
haldsöfl eða hálfgerðar einræðis-
stjórnir höfðu haldið um stjórn-
artaum.
Þá var það bemlinis skylda
hvers maims í þessum lönd-
um að vera róttækur, ekkl að-
eins í Vestur-Evrópu, heldur
líka í Austur-Evrópu. Það var
ekkl langt bil milli þessarar
afstöðu og félagsþátttöku i
flokkunum, ekkl sizt á árun-
um, meðan kommúnistar í
Austur-Evrópu héldu stefnu
sinni og fyrirætlunum leynd-
um.
VÍSAÐ ÚR EANDI
Allir þeir rithöfundar, vísinda-
menn og listamenn, er létu ekki
kjassmælgi kommúnista hafa á-
hrif a sig, var vísað úr landi,
eða í flestum tilfellum í fangelsi
öryggislögreglunnar, er vissu-
lega gefur til kynna, að komm-
únistar hafi engan veginn verið
á þeirri skoðun, að menntamenn-
irnir væru hættir að hafa áhrif
á almenningsálitið í landinu.
„LAYOUT“-MENNIRNIR OG
HIN NÝJA YFIRSTÉTT
Eftir valdatöku kommúnista í
Ungverjalandi og öðrum Austur-
Evrópulöndum breyttist afstaða
menntamannanna gagngert til
verkefna þeirra. Frá því að vera
skapandi, hugsandi manneskjur
urðu þeir eins konar viljalaus
verkfæri, er stjórnin heimtaði
að ynnu eftir settum reglum.
Þeir urðu að vinna í auglýsinga
skyni fyrir stjórnina. Forsjónin
var kommúnistaflokkurinn og
vörurnar, sem auglýsa átti, voru
kommúnistahugsjónirnar, fram-
leiðsluaukning, fifnm ára áætlan-
ir samyi’kjubúa og fleira þess
háttar. Hin voldugu ríkisfyrir-
tæki pöntuðu mikið af myndum í
áróður þennan hjá málurunum,
myndhöggvurunum og sefandi
tónlist áttu tónskáldin að leggja
til. Jafnvel vísindamennirnir
voru þvingaðir til, hver á sínu
sviði, að færa sönnur á marx-
leniu-stalinisk stærðíEræði og
marx-lenin-stalinisk grasafræði
og allsk. kynja- og töfrabrögð.
Allt átti þetta að lita út sem vís-
indi, en var í raun réttri ekkert
annað en kommúnismi, hreinn og
klár.
í þessum tiltektum sínum
gleymdu kommúnistarnir ekki
heldur skólunum og þýðingu
þeirra fyrir áróðurinn. í Austur-
Evrópu varð marx-lenin-stalin-
isminn og rfissneskan meginatrið-
ið í því allsherjarkennslustarfi,
sem átti að iðka alla leið frá
ungbarnaskólunum til háskól-
anna.
Mikið hlutverk var ætlað lýð-
skólum og háskólum í Austur-
Evrópulöndunum. Þangað átti hið
andlega forystulið að sækja
menntun sína, sem átti ekki að
starfa eftir fyrirskipunum, en
skólana átti að reka af innilegum
eldmóði hugsjónamanna, er
myndu vera fullfærir um að
greina frá grunduðum vísindum
kommúnistafræðslunnar. Þess
vegna voru háskólarnir og lýð-
skólarnir opnaðir fyrir þeim
nemendum sem höfðu fengið á-
gætiseinkunnir 1 kommúniskum
fræðum og tekið þátt í skipu-
lagðri vinnu ungkommúnista.
ALDREI í HEIMSSÖGUNNI
Aldrei i heimssögunni hefir
nokkurt ríki, þó með séu talin
öll páfaveldi miðaldanna og
Þýzkaland Hitlers, haft svo full-
komið tæki til múgsefjunar og
notað sér af þvi í jafnríkum mæli.
Áróður hinna voldugustu sam-
taka, er notar milljónir í auglýs-
ingaskyni til að kaupa sér
„goodwill“, er eins og dropi í
hafið samanborið við framkomu
kommúnista.
Óttinn um það meðal andans
manna í Vestur-Evrópu og á
Norðurlöndum að kommúnistum
tækist að sefja múginn, hefir
sýnt sig vera úr lausu lofti
gripinn. Slík vélræn áróðursáhrif
hafa ekki þau áhrif á fjöldann,
er búizt var við. Ahrifin af áróðri
nazistanna og bolsjevikkanna í
Þýzkalandi og Sovétríkjunum
virðast að verulegu leyti koma
af því, að menn byggðu á hug-
myndaheimi þjóðarinnar sjálfr-
ar og venjum og þjóðernistilfinn-
ingum.
í Ungverjalandi, eins og í öðr-
um Austur-Evrópulöndum, hitti
kommúnisminn fyrir hugsjóna-
kerfi og þjóðfélagsform og meim
ingu, sem var honum að öllu
leyti andstæð, og hlaut hann því
að lúta í lægra haldi,
— O —
Ungverska þjóðin hefur um
fimm alda skeið haldið uppi
linnulausri baráttu fyrir þjóð-
frelsi sínu. Hefir þjóðin sett stolt
sitt í hana, svo að hvorki soldán-
unum tyrknesku né Habsborgar-
keisurunum hefir tekizt að buga
þjóðina. Hún hefir ekki látið und
an kenningum Múhameðstrúar-
manna eða gerzt handbendi
þýzkra. Sömuleiðis hefir ung-
verska þjóðin fyllzt þjóðlegum
metnaði, er hún hefir getað stað-
ið styrk á takmörkum balkan-
landanna og eflt þar sína gömlu
hreinu menningu ,sem að öllu
leyti er ungversk og í eðli sínu
með sérkennum Vestur-Evrópu
í sínum þjóðlega merg.
SÁLFRÆÐILEG UNDIRRÓT
U PPREISN ARINN AR
Vanhirt og svikul etfnahags-
kerfi kommúnista og yfirráða-
pólitík þeirra hafa komið því til
leiðar, að leppþjóðirnar hafa
búið við sífellt versnandi lífs-
kjör. Óánægjan og gremjan yfir
hlinum ófullnægjandi launa-
kjörum setur mark sitt á allt líf
Austur-Evrópuþjóðanna. Útilok-
að var að menn kæmu nokkrum
breytingum í framkvæmd. Ör-
yggislögreglan hefur með ár-
vekni séð fyrir því að sérhver
minnsta óánægjuhreyfing hefir
verið kæfð í fæðingunni.
í mótsetningu við óeirðirnar i
Austur-Berlín og Poznan, hófst
frelsisstríð Ungverja ekki upp úr
neinni launadeilu, heldur var það
háskólaæskan ,sem efndi til hóp-
göngu í því skyni að mótmæla
skyldunámi í rússnesku og komm
úniskum fræðum. Kröfurnar um
sjálfstæði og mannréttindi sátu
í fyrirrúmi fyrir kröfum um bætt
lífskjör. í kröfum verkamanna-
ráðsins sem samdi við Kadar-
stjórnina, var ekki minnzt á
launahækkun eða stytting vinnu
tímans, heldur útgáfu sjálf-
stæðs og óháðs blaðs, er lyti engri
ritskoðun. Þá var komin uppreisn
í öllu landinu og fyrsta verk al-
mennings var að fjarlægja sovét
skjaldarmerkin og setja i staðinn
upp gömlu ungversku skjaldar-
merkin um allt landið. Þetta til-
finningamál og þessi ósjálfráðu
viðbrögð eru eins táknræn fyrir
frelsisbaráttu Ungverja og orða-
lag þjóðsöngsins, en þar er kom-
izt svo að orði: „Guð blessi Ung-
verja". En þjóðsöngurinn, sem
var bannaður á dögum kommún-
istastjórnarinnar, var nA aong-
ínn við öll tækifæri.
SKERFUR MENNTAMANN-
ANNA
Enda þótt andstaðan gegn
kommunismanum væri almenn
og viðbjóðurinn á þeim rótgró-
inn meöal almennings í landinu
og hjá öllum fjöldanum, hefði
ekki orðið neitt úr uppreisninni
23. okt. sl. ef menntamenn hefðu
ekki haustið 1955 og næstu mán.
snúizt öndverðir opinberlega
og gefið þjóðinni áþreif-
anlegt fordæmi, er væri nægilegt
til að vinna eftir. Frelsisstríð
Ungverja byrjaði fyrir ári í rit-
höfundafélagi þeirra með ávarpi,
sem nokkrir rithöfundar sendu
flokksstjórninni. Þeir, sem skrif-
uðu nöfn sín undir þetta ávarp,
fóru fram á, að afnumin yrði öll
ritskoðun og horfið frá skyldunni
til að halda uppi sósíalrealisman-
um. Enda þótt flokksstjórnin vís-
aði þessum tilmælum algerlega
á bug með venjulegri frekju, kall
aði þau „borgaraleg“ og send-
enduma andbyltingarsinna, hélt
hreyfingin áfram að vaxa óð-
fluga gegn flokksstjórninni.
PETÖFI-KLÚBBURINN
Næsta skrefið í uppreisn
menntamannanna var íélagsskap
ur er nefndist Petöfi-klúbburinn.
Þar voru haldnir margir um-
ræðufundir, þar sem andstæðing
ar ríkisstjórnarinnar létu til sín
heyra. Rithöfundar, blaðam. og
prófessorar, er voru andstæðing-
ar ríkisstjórnarinnar, leystu frá
skjóðunni, við mikinn fögnuð
þjóðarinnar. Á fundi Petöf-
klúbbsins 28. júní s.L hélt ekkja
Lazlo Rajks, þess sem kommún-
istar tóku af lífi, ræðu. Samkom-
an endaði með háværri kröfu-
göngu. Þetta var fyrsta kröfu-
gangan, sem hafði verið haldin i
10 ár, sem rikisstjórnin átti ekki
upptökin að, og leiddi hún til
þess, að hinn hataði einvaldur
Ungverja, Mathias Rakozi, fór írá
völdum.
Þessi fyrsti mikli sigur há-
skólaæskunnar styrkti hana i
andstöðu hennar við kommún-
ista.
Hinn 19. okt. héldu stúdentam-
ir í Búdapest-háskólanum fund
í aðaláheyrendasal háskólans,
þar sem þeir kröfðust að hinn
opinberi kommúnistafélagsskap-
ur stúdenta yrði leystur upp.
Samhliða létu þeir í ljós samúð
sína með uppreisninni í Póllandi
gegn rússneska hershöfðingjan-
um Rokossovsky og stalinistum.
Hinn 20. okt. ákváðu stúdent-
arnir í Szeqed í einu hljóði að
segja sig úr félagsskap stúdenta-
sambands kommúnista. Næsta
dag mynduðu 3000 stúdentar frá
háskólum landsins og öðrum
kennslustofnunum óháð stúdenta
samband og kröfðust þess að
skyldukennslan í rússnesku væri
afnumin. Á sama fundi var ákveð
ið að haldinn skyldi opinber
fundur 23. október og ætti hann
að gangast fyrir því að blóm-
sveigar yrðu lagðir að minnis-
merkjum frelsishetjanna frá
1848, og skyldi landsstjórninni
afhent skjal, þar sem skráðar
yrðu þær kröfur, sem stúdent-
arnir færu fram á.
Þúsundir stúdenta fylktu liði
á götum Búdapest þennan dag
en þeim útifundi bættist aragrúi
iðnverkamanna, sem streymdu út
úr verksmiðjum sínum. Á torg-
inu fyrir framan ríkisþingsbygg-
inguna, þar sem ríkisstjórnin
hafði aðsetur sitt, biðu hundruð
þúsund manns í ofvæni eftir að
heyra undirtektir rikisstjórnar-
innar. Svarið kom á þann hátt,
að öryggislögreglan hóf skothríð
á mannfjöldann.
HINIR V ONSVIKNU
Allir rithöfundar, listamenn og
blaðamenn, sem urðu þess vald-
andi að uppreisn menntamann-
anna brauzt út, og eru
enn skoðaðir, sem leiðtogar henn-
ar, hafa verið sannfærðir komm-
únistar. Sumir þeirra hafa vegna
sannfæringar sinnar setið árum
saman í fangelsum eða verið í
útlegð af sömu ástæðum. En allir
hafa þeir af lífi og sál tekið þátt
í „sósíalistískri endurreisn", eft-
ir seinni ófriðinn. Samstarfs-
menn þeirra hafa ausið á þá
ýmiss konar heiðursmerkjum o.s,
frv. Enginn gat með góðu móti
haldið því fram að framgirni
réði gjörðum þeirra eða eigin-
girni hafi ráðið, þegar þeir tóku
þær ákvarðanir að segja skilið
við kommúnista.
Ungverskir menntamenn hafa
ekki gert uppreisn gegn marx-
ismanum eða hugmyndakerfi
hans, en uppreisn þeirra hefur
beinzt gegn því, hvernig hann
er framkvæmdur í verki ðg
hvaða aðferðir hann notar.
í stuttu máli: Menntamenn
Ungverjalands hafa snúizt gegn
sóvét-imperialismannm, gegn
ágengni Sovétríkjanna, gegn rit-
skoðun þeirra, gegn hinum sósíal-
istiska realisma. í einu orði sagt,
gegn Sovétríkjunum. Það gefúr
auga leið að hvorki rithöfundar,
er í nóvember 1955 settu skrið-
una af stað með ávarpi sínu sem
að ofan getur eða hinir, sem léðu
þeim fylgi sitt ætluðust til að
andspyrna þeirra leiddi til vopn-
aðs frelsisstríðs. Þá fóru rithöf-
undarnir fram á, að málfrelsi
yrði lögleitt af nýju. Eins og þeir
orðuðu það sjálfir, höfðu þeir
verið sviptir andlegu frelsi, sam-
bandi sínu og áhrifum á fjöld-
ann.
Þegar rithöfundar og mennta-
menn komast að raun um að þeir
eru orðnir áhrifalausir meðal
þjóðar sinnar, glata þeir sköp-
unarþrótti sínum og rithöfund-
arhæfileikum.
I byrjun uppreisnarinnar gekk ungverski alþýðherinn í lið með þjóðinni.