Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 14
n MOR'GVNBlAÐ1¥> Miðvikudagur 17. aprfl 1957 — RœÖa Bjarna Benedikfssonar Framh. af bls. 13 f géftri tró og hafa sína fullu Jxýðingu miðað við óbreyttar að- atæður, eins og þær þá voru og •aorða kunna aftur einhverntím- Mt síðar, heldur verður í þess- •m efnum að meta aðstæðurnar »ins og þær eru hverju sinni. tví er það líka út af fyrir sig gagnslaust að segja, að við vilj- wn vera í NATO, í Atlantshafs- bandaiaginu, en við viljum ekki vera f bandalaginu á þann veg, sem nú skiptir höfuðmáli, að leggja okkar fram til þess, að heimsfriðurinn geti haldist, til þess að mynda þann hlekk í varn- arkeðjuna, að árásaraðili þori síður að ieggja út í þá eyðilegg- ingu, sem af nýrri heimsstyrjöld myndi leiða. AF HVERJU EKKI BRÉF TH. ÍSEANDS? Og það er einmitt i þessu ljósi, sem skoða verður hina nýju hót- unarherferð Rússa. Fyrst bréfin til Norðmanna og Dana. ísiendingar hafa raunar ekki fengið neitt samsvarandi. Kommúnistar eru hér í stjórn, gagnstætt því, sem í Noregi og Danmörku er, og þess vegna telja valdhafarnir í Kreml sér e. t. v. ekki þörf að senda stjórninni hér slíkt bréf, þar sem þeir hafa beinan aðgang að henni með öðr- um hætti. En efnið, sú opin- bera hótun, sem send var í málgagni rússneska hermáiaráðu neytisins, er eins og ég hygg, að Tíminn hafi sagt í fyrradag, alveg hið sama eins og í bréfunum, sem þeir Gerhardsen og H. C. Hansen hinn danski fengu. RÉSSAR VITNA f ÁLYKTUNINA 28. MARZ En aðstaðan er ekki aðeins ólík hér og í hinum löndunum varð- andi það, að» hér eru kommún- istar í stjórn en ekki þar, held- ur höfum við sérstöðu vegna yfir- lýsingarinnar frá 28. marz 1956. Ef til vill er það eftirtektarverð- ast af öllu í hótuninni í Rauðu stjörnunni, að þar er íslenzki ut- anríkisráðherrann beinlínis sak- aður um brot á þessari yfiriýs- ingu, sem sjálft Alþingi íslend- inga hafi gefið. í grein Rauðu stjörnunnar stendur orðrétt: „Afstaðan, sem Guðmundsson tók er í mótsögn við ályktun Al- þingis frá 28. marz 1956, þar sem þess var krafist að bandarískar hersveitir færu frá fslandi". Þetta er orðrétt tilvitnun í það, sem málgagn rússnesku stjórnar- innar segir. Á þessu er byggt, að varnir á íslandi séu gegn vilja íslenzku þjóðarinnar. Þannig höf um við það í fyrsta skipti í sögu íslenzku þjóðarinnar, að erlendur valdhafi segir við íslenzkan ráð- herra: Þú hefir beinlínis brotið gegn þeirri yfirlýsingu, sem þitt eigið þjóðþing, Alþingi íslend- inga, hefir samþykkt, og við höf- tun reiknað með, að yrði í heiðri höfð. TEEJA SIG SVIKNA Vissulega tóku Rússar eftir því, þegar yfirlýsingin var gefin 28. marz 1956. Sænskur blaðamaður, sem var viðstaddur, þegar Molo- tov lét uppi ánægju sína yfir þessari samþykkt, hefir skýrt frá því, að auðheyrt hafi verið, að Rússar hafi þarna talið sig vinna einn sinn stærsta stjórnmálasig- ur í kalda stríðinu. Þeim mun meiri verða vonbrigði þeirra og gremja, þegar þeir nú sjá eða óttast a.m.k. um sinn að ekki eigi að fara eftir þessari ályktun. Og þess vegna slengja þeir því nú framan í þessa ríkisstjóm, sem þeir raunar sjálfir eiga fulltrúa í hér heima á íslandi: „Þið eruð að brjóta á móti því, sem Alþingi íslendinga hefir sam þykkt, þið eruð að brjóta á móti vilja islenzku þjóðarinnar. Hvern ig ætlist þið þá til þess, að slíkir andstöðumenn sinnar eigin þjóð- ar og þeirra gerðir séu teknar gildar og ályktanir þeirra í há- vegum hafðar"? Þannig hefur glapræðið, sem gert var með samþykktinni frá 28. marz í fyrra, nú snúizt, ekki aðeins stjórnarflokkunum held- ur allri íslenzku þjóðinni, enn á ný til óþurftar og er nú notað sem vopn á móti málstað íslenzku þjóðarinnar, af þeim sem verst vilja í þessum efnum. FLANID 28. MARZ Að öðru leyti er óþarfi að rekja þá sorgarsögu, sem hófst með gerð samþykktarinnar frá 28. marz 1956. Sú samþykkt var þannig til komin, að Alþýðuflokk urinn hafði borið fram tillögu, sem að vísu var ekki mjög hyggi- leg en þó ekki ákaflega skað- samleg, um breytingu á fyrir- komulagi varnarmálanna, — að- allega um uppsagnarfrest varnar samningsins. Þessari tillögu Al- þýðuflokksins var á síðustu stundu gerbreytt með breytingar- tillögu frá Hermanni Jónassyni og Gylfa Þ. Gíslasyni kommún- istum til þurftar og til þess að fá fýlgi þeirra við hana. Full ástæða er til að ætla, að áður en sú breyting hafi verið gerð, hafi ekki verið haft lögform- legt samráð a. m. k. við Alþýðuflokkinn og jafnvel ekki Framsóknarflokkinn. Svo brátt var í brók um að koma fram á síðustu dögum þingsins í fyrra samþykkt, sem gæti orðið til þess að sameina alla vinstri fylking- una í slíku megin máli gegn Sjálfstæðisflokknum. Við Sjálfstæðismenn sögðum ófamaðinn þegar fyrir. Ég skal ekki rekja okkar ummæli þá. Þau eru mönnum enn í fersku minni. Við lögðum áherzlu á, að við íslendingar hefðum vitanlega einir úrslitaráðin í þessum efn- um, en óhyggilegt væri frá okkar eigin sjónarmiði að taka um þetta ákvörðun áður en víð bær- um ráð okkar saman við banda- lagsþjóðir okkar og að mjög valt væri að treysta því bliðubrosi, sem þá væri á andlitum valdhaf- anna austur í Moskvu. Að betra væri að bíða enn um sinn og sjá, hvernig reynslan yrði áður en við íslendingar yrðum fyrstir allra þjóða til þess að taka mark á þeirri mjúkmælgi, sem þá heyrðist frá Kreml. ELDURINN BRENNUR UNDIR Við vitum ósköp vel hvað síð- en hefir gerst. Eftir vagnavelt- ur og stóryrði varð niðurstað- an sú, að nokkru fyrir jól í vet- ur kyngdu stjórnarflokkarnir, og þar á meðal kommúnistar ekki síður en hinir, þá kyngdu þeir öllum fyrirætlunum eða eins og utanríkisráðherrann sagði í Kaup mannahöfn, — „heimsástandið, eins og það hefir sýnt sig í þró- un síðustu tíma gerði að engu óskirnar um slíka endurskoðun. Vamarsamningurinn gildir á- fram, eins og áður“. Þetta er lýsing utanríkisráð- herrans sjálfs á því, sem gerð- ist. Hann lætur raunar í það skína, að atburðir síðustu mán- aða hafi um þetta valdið öllu. Enginn veit þó betur en utanrík- isráðherrann sjálfur, að atburðir síðustu mánaða voru sízt af öllu einstæðir atburðir, heldur atburð ir, sem menn urðu að vera bún- ir við að gætu orðið, hvenær sem var meðan meinsemdin heldur áfram að grafa um sig. Meðan eldurinn brennur undir er það tilviljun hvenær og hvar blossinn logar upp úr hverju sinni. Þess vegna var það, sem gerðist í haust, engin ný tíðindi. Það var einungis afleiðing af heimsástandinu, eins og það var fyrir ári, eins og það var fyrir 10 árum og eins og það verður þang- að til veldi hins alþjóðlega komm únisma hefir hrunið, eða hann hefur breytt svo um eðli, að þær hættur eru úr sögunni, sem hon- um eru nú fylgjandi. VARNIRNAR GERDAR AÐ FJÁRHAGSMÁLI En látum vera þó að stjórnar- herrarnir beri það nú fyrir, að breytt heimsástand hafi hér um ráðið nokkru. Og víst má segja, að atburðirnir hafi orðið ennþá óhugnanlegri heldur en við höfð- um gert ráð fyrir. — Eitthvað fíkjublað verða menn þó að hafa til þess að skýia nekt sinni, þeg- ar illa er fyrir þeim komið og víst skyldum við ekki öfunda þá af því fíkjublaði, sem þeir hafa fyrir sig bera. Hitt er miklu verra, að lausn varnarmálanna hefir nú verið sett í beint sam- band við þeim alveg óviðkomandi mál, sem sé fjárhagsmálin. Allir vita, að lántakan, sem gerð var fyrir áramótin og feng- in var hjá Bandaríkjunum, þeg- ar íslenzka stjórnin fékk 4 millj. dollara — og efasamt er, að rík- isstjórnin hefði getað haldið velli, ef hún hefði ekki fengið þá skild- inga hjá Bandaríkjamönnum, — sú lánveiting var bein forsenda þess, að fallið var frá endurskoð- un varnarsamningsins nokkrum vikum áður. SAMHLIÐA SAMNINGAR Utanríkisráðherra hefir lýst því yfir, og ég efast ekki um að það sé satt hjá honum, að hann hafi aldrei sjálfur átt viðræður við Bandaríkjamenn um slíkar lánútveganir. En samhliða því, sem hann átti í sinum viðræðum, samhliða — og raunar einnig áð- ur og eftir — þá átti Vilh'jálmur Þór, bankastjóri, ýmist í Banda- ríkjunum eða hér samninga við Bandaríkjastjórn til að biðja um lánin. Og dyrnar fyrir lánveit- ingunum opnuðust ekki fyrr en búið var að gera samninginn um það að falla frá endurskoðun varnarsamningsins. í bandarísk- um blöðum, var um leið og fallið var frá endurskoðuninni, sagt, að í þessu sambandi ætti að verða töluverðar lánveitingar til íslend- inga. Sú frásögn hefir síðan rætzt. Hún rættist með lántökunni fyrir áramótin, sem beinlínis var veitt úr sjóði, sem ætlaður er til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Hún rættist með þeirri lánveit- mgu, sem veitt var nú fyrir fá- um dögum, og þar sem því var iýst yfir, um leið og lánssamn- ingarnir voru undirritaðir, að þeir væru gerðir til þess „að styrkja framtíðarsamvinnu Bandaríkjanna og fslands". Þessu var lýst yfir af hálfu Banda- ríkjastjórnar og Vilhjálmur Þór, bankastjóri, tók undir það. En í fréttatilkynningunni frá íslenzku ríkisstjórninni er þessari for- sendu lánveitingarinnar sleppt, þó að Bandaríkjamenn segi hik- laust frá henni. Um þessar mundir er verið að ganga frá láni til Sogsins, sem er auðvitað mjög gott mál og mikilsvert út af fyrir sig, en tíminn, sem það er afgreitt á og atvik öll segja nokkuð í hvaða sambandi við önnur mál það er gert. VARNARLIÐSVINNA Þá er kunnugt, að íslenzka rík- issstjórnin hefir mjög rekið á eftir því, að byrjað yrði á varnar- liðsvinnu að nýju. Nú eru einar tvær vikur frá því að sagt var frá því í blöðum hér, að byrja myndi áður en langt um líður varnarliðsvinna fyrir 50 til 60 millj. kr. Ríkisstjórnin fékkst þá ekki til þess að staðfesta þessa fregn og blöð hennar hafa enn þá ekki sagt frá henni. Þau hafa heldur ekki mótmælt henni, enda er það ekki hægt, því að fréttin er örugglega rétt. í stað þess að meta varnir ís- lands og nauðsyn þess, hvort við eigum að vera í Atlantshafs- bandalaginu og ekki einungis sem óvirkir aðilar, heldur sem einn af þeim, sem leggur eitthvað af eigin mörkum fram, til þess að halda heimsfriðnum við, í stað þess að meta þetta eftir eigin verðleikum, þá er nú þannig komið, að það er gert að beinni verzlunarvöru út á við. Það er sett í samband við smálán, í samband við nauðsynlegar fram- kvæmdir eins og Sogsvirkjunina, í samband við það hversu mikil varnarliðsvinna skuli • verða, — þetta eru atriðin, sem eru látin hafa úrslitaáhrif um það, hvort íslendingar vilji leggja sitt til þess, að heimsfriður geti haldizt. — Eftir þessu á að meta stöðu ís- lands í heiminum um það, hvort þetta minnsta ríki af öllum sýni manndóm og þroska, borið sam- an við stærri og voldugri þjóðir. LÁNSTILBOÐ RÚSSA Mat Rússa sézt mjög vel af þvi, að fullyrt er, að rétt áður en hótunin í Rauðu stjörnunni birt- ist hafi íslenzku ríkisstjórninni borizt staðfesting á tilboði um 400 millj. kr. lán frá Rússum. Virðist svo sem Rússar hafi skil- ið hvaða lykill það er, sem geng- ur að núverandi valdhöfum á ís- landi. Til frekari áherzlu, og til þess að enginn misskilji í hvaða skyni þessi formlega staðfesting á lánahjaldi Einars Olgeirssonar, er nú loksins veitt, þá kemur hótunin í Rauðu stjörninni rétt á eftir. Hótun, sem ég vek áthygli á, að Þjóðviljinn segir alveg réttilega um í morgun: „GAMALKUNN SANNINDI" „Sjónarmið þau, sem koma fram í hinu rússneska blaði, eru gamalkunn sannindi, sem and- stæðingar hersetu á fslandi hafa ævinlega brýnt fyrir þjóðinni". Þetta stendur orðrétt í Þjóð- viljanum í morgun. Hér er orð- rétt og óumdeilanleg staðfesting á þvi, sem við höfum haldið fram árum saman, að hótanírnar, sem Einar Olgeirsson og aðrir komm- únistar hafa verið með á Alþingi, í blöðum og á mannfundum um það, að atomsprengjum skyldi rigna yfir okkur, ef við þyrðum að fara okkar eigin fram um vernd landsins og sjálfstæða ut- anríkisstefnu, eru ekki neitt, sem þessir menn sjálfir hafa fundið upp, heldur hafa þær verið lagð- ar þeim í munn af rússnesku valdhöfunum. Það er alveg rétt, sem Þjóðviljinn segir; þetta eru „gamalkunn sannindi“, þetta er alveg hið sama, sem húsbænd- urnir í Rússlandi hafa sagt þeim, að þeir ættu að halda fram hér á íslandi. LAMBIÐ RÆÐST Á ÚLFINN Þjóðviljinn segir raunar: „Það er mjög athyglisvert, að her- námsblöðin skuli kalla þessi ummæli „hótun“. Því aðeins eru þau hótun, að fallist sé á þá forsendu, að herstöðv- arnar hér verði notaðar til árása á Sovétríkin, en hernámsblöðin hafa ekki fyrr en nú viljað við- urkenna, að sá sé tilgangurinn með hersetunni." Þetta stendur í Þjóðviljanum. En hvað höfum við lesið í fréttum Þjóðviljans af því, sem valdhafarnir í Rúss- landi hafa sagt um atburðina í Ungverjalandi? Voru það, sam- kvæmt þeim boðskap, Rússar, sem réðust á hina frjálsu ung- verzku þjóð? Nei, það voru Ung- verjar, og það var ekki ungverska þjóðin, sem reis upp, það voru Hortyistar, nokkrir fasistar og óaldarmenn, nánast glæpalýður, sem gerði uppþot, sem neyddi Rússa, þessa friðsömu engla, til að friða þetta að öðru leyti frið- sæla land! Rússar hafa löngum, síðan kommúnistar náðu þar völdum, iðkað það í málfærslu sinni út á við, að snúa við alveg við merk- ingu einfaldra orða. Þegar þeir tala um, að aðrir ætli að gera á þá árás, þá merkir það, að þeir ætli sjálfir að gera árás á aðra. Nú, þetta er enginn nýr boðskapur. Við munum öll ósköp vel eftir því hér áður fyrr, hvað úlfurinn var hræddur við lamb- ið, sem ætlaði að ráðast á hann og rífa hann á hol. Það er gamla sagan, að ef yfirgangsseggur ætl- ar sér að beita ofbeldi og yfir- —■■■■■ ~ 1,1 ■ ....... » gangi, þá sakar hann andstæðing- inn um sína eigin fyrirætlun. HÓTUNIN VEKUR ÞJÓÐINA Þegar Rússar segja hú: Ef ís- land verður notað til árása, þá munum við greiða því gereyðing- arhögg, þá er það alveg sama hugsunin eins og þegar Hitler spurði Dani og aðra að því vorið 1939: „Dettur ykkur í hug, að ég ætli að ráðast á ykkur. Segðu mér bara, Stauning, dettur þér í hug, að ég ætli að ráðast á þig?“ „Ja“, sagði aumingja Stauning, „nei, það hefir mér aldrei dOttið í hug, að Hitler ætlaði að ráð- ast á Danmörku." En ekki var liðið nema tæpt ár, þá var kom- ið að Dönum óvörum og land þeirra hertekið einn morgun, nærri því áður en þeir vöknuðu. Eins og ég sagði, hefir heimur- inn lært mikið síðan. Og þó að Hitler tækist með samblandi af hótunum og vinmælgi að halda þjóðunum sundruðum 1939, þá munu hótanir Rússa nú, þrátt fyrir blíðmælgi inn á milli og lána tilboð, verða til þess að magna andstöðuna gegn árásarhættunni og vekja fslendinga eins og aðr- ar þjóðir til vitundar um þá hættu, sem yfir okkur vofir. ÞÖRF ÞJÖÐAREININGAR Víst er, að aldrei hefir verið þörf meiri þjóðareiningar í þessum efnum en einmitt nú. Þeim mun kynlegar hlýtur mönn. um að koma fyrir hin furðulega undanfærsla Hermanns Jónasson- ar á því að lofa þegar í stað, að samráð skyldi haft við stærsta flokk þjóðarinnar um það, hvern- ig við skyldi brugðist þessum hótunum. Skiptir' þá ekki öllu máli, hvort þær koma fram í bréfsformi eða látið er sitja við þá hótun, sem Rauða stjarnan hefir nú þegar birt. Það skal að vísu sagt Fram- sóknarmönnum til lofs, að Tím- inn nú í morgun tékur á þessum málum mjög í þeim anda, sem einn er sæmilegur góðum íslend- ingum. Skal ég ekki efast um, að það sjónarmið verði ofan á hjá Framsóknarmönnum í þessu áður en yfir lýkur. Vart er þó að treysta því blint, vegna þess að við höfum séð undanfarna mánuði, að það blað er skrifað, ekki sízt í utanríkismálum, út frá tvennum gjörsamlega ólík- um sjónarmiðum. SJÁLFSTÆÐISMENN EIGA RÉTT Á AÐ FYLGJAST MEÐ Enda hlýtur það að vekja tölu- verða tortryggni, að utanríkis- málanefndin er, held ég, sú nefnd in, sem allra minnst hefir starf- að í allan vetur — og hafa þær þó margar gert lítið —. Utan- ríkismálanefnd hefir engan fund haldið nema til þess að kjósa sér formann og ritara, og ekkert annað gert. í lögum, frá 1951, segir á þessa leið: „Utanríkismálanefnd kýs úr sínum hópi með hlutfallskosn- ingu 3 menn til ráðuneytis ríkis- stjórninni um utanríkismál, enda skal stjórnin ávallt bera undir þá slík mál, jafnt milli þinga sem á þingtíma". Þingið mun hafa verið sett 11. október, nú er kominn 14. apríl og það hefir ekki unnizt tími fram á þennan dag til að kjósa þessa þrjá menn. Það er þó bein lagaskylda. í sjálfu sér var það algjör óþarfi, ef í það hefði verið far- ið, þegar Ólafur Thors spurði Hermann Jónasson og gaf hon- um kost á að lýsa því yfir, að auðvitað yrði í slíku stórmáli haft samráð við stjórnarandstöð- una, langstærsta flokk þjóðar- innar, hér um bil helming henn- ar. Það var algjör óþarfi að spyrja að þessu, vegna þess að það er bein lagaskylda. Það stendur í lögum, að það á að kjósa þrjá menn af utanríkismálanefnd í þessu skyni, og stjórnin skal áv- allt bera undir þá slík mál, jafnt milli þinga sem á þingtíma. Við Sjálfstæðismenn eigum rétt á að hafa einn mann af þessum þremur og stjórninni ber skylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.