Morgunblaðið - 17.04.1957, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.04.1957, Qupperneq 19
Miðvikudagur 17- aprfi 1957 MORCVNBLAÐIÐ 19 Við erum ekki hræddir við Sundknattleiksflokkur Ármanns. — Aftari röð frá vinstri: Einar Hjartarson þjálfari, Ólafur Guðmundsson, Pétur Kristjánsson, Guðjón Sigurbjörnsson, Sólon Sigurðsson, Ingi R. Ilelgason farar- stjóri. — Fremri röð frá vinstri: Gunnar Júlíusson, Guðjón Ólafs- son, Stefán Jóhannsson, Sigurjón Guðjónsson fyrirliði og Helgt Björgvinsson. Á myndina vantar bræðurna Theodór Diðriksson, sem hittir flokkinn í Kaupmannahöfn og Ólaf Diðriksson. 'if FERÐAÁÆTLUNIN Þeir sem í þessa för fara eru: Pétur Kristjánsson, Sigurgeir Guðjónsson, Guðjón Ólafsson, Ól- afur Diðriksson, Guðjón Sigur- björnsson, Gunnar Ólafsson, Sólon Sigurðsson, Ólafur Guðniundsson, Stefán Jóhannsson, Helgi Björg- vinsson, Einar Hjartarson, sem er þjálfari flokksins og Ingi K. Helgason, sem verður fararstjóri. 1 Kaupmannahöfn bætist við 13. maðurinn í hópinn, Theodór Dið- riksson, en hann stundar verk- fræðinám í Höfn. Yerið getur að hann hafi lagt drög að því, að flokkurinn leiki einn leik í Höfn, og verður hað þá annað kvöld. Á fimmtudag verður haldið um Gædscr með ferju til Warnemiinde og ekið 1 áætlunarvagni þaðan til Berlínar og þangað komið að morgni dags á föstudaginn langa. Það er oft harður aðgangur þeg- ar fast er sótt í sundknattleik og er þá lítt hirt um það þó maður fari í kaf og súpi eða fái smá höfuðhögg. Þetta sýnir myndin gleggst. Ólafur Guðmundsson (með svarta hettu nr. 5) reynir að skjóta en Guðjón í markinu hýr sig undir að verja fast skot. — Myndirnar tók Ragnar Vignir. að tíminn til undirbúnings hefði verið of stuttur, því boðið barst seint. En æfingar voru þá hafnar með þátttöku í Norður- landamótinu fyrir augum. En velja varð annan tveggja kosta, sagði UM StÐUSTU helgi minntist íþróttakennarafélag íslands á veglegan og eftirminnilegan hátt aldarafmælis skólaíþrótta á íslandi. Fjórar sýningar fjölbreyttar og skemmtilegar, voru að Hálogalandi á laugardag og sunnudag. Hápunktur hátíðahaldanna var svo í Þjóðleikhúsinu á mánudagskvöldið, þar sem efnt var til glæsilegrar hátíðarsýningar. Sundknattleikur er einhver erfiðasta íþrótt sem hér er iðkuð. Leik- urinn stendur 2x10 mín. án tafa, og á þeim tíma er um sífellda sprctti fram og aftur að ræða, auk þess sem oft cr þungt að berjast við mótherjann, þó að löglega sé að öllu farið. Hér sjást Ármenningar að æfingu. Það er handagangur í öskjunni og fast barizt um knöttinn. Það má mikið vera ef dómarinn hefur ekki dæmt þarna. En til erfiðra leika ganga nú Ármenningar við úr- valslið orlend. Vt AÐ HÁLOGALANDI Sýningarnar að Hálogalandi voru vel sóttar, en þar var um skemmtilegan íþróttaviðburð að ræða. Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri flutti þar setningaræðu á laugardaginn, en síðan komu fram á sýningunum fjórum sam- tals 30 flokkar og sýndu svip- myndir frá íþróttastarfinu í skól- unum. Hafi menn fram að þessu efast um gildi íþróttanna fyrir nemendur sem sitja á skólabekk, þá hlýtur allur efi að hafa horfið Drengjnhlaup í Keflovík Á SKÍRDAG fer fram í Kefla- vík drengjahlaup (víðavangs- hlaup) og stendur Ungmennafé- lag Keflavíkur að því. Hefst hlaupið kl. 2 síðdegis og er búizt við mikilli þátttöku. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni fer þar fram. Gefnir hafa verið tveir bikarar til keppn- innar, annan hlýtur sá er sigrar í hlaupinu, hinn hlýtur bezta þriggja manna sveit. Þátttaka er heimil öllum Suðurnesjamönn- um. Bikarana gáfu Hörður Guð- mundsson og Þórhallur Guð- jónsson. á þessum sýningum. íþróttirnar sem á borð voru bornar mæltu bezt með sér sjálfar, þær sönn- uðu gildi sitt svo að ekki verður hrakið. „Ónauðsynleg áreynsla“ hafa þær af sumum verið kallað- ar, skólaíþróttirnar. Hvílík þröng sýni! Hvað er ekki ónauðsynlegt, ef þessar léttu, frjálslegu og fögru hreyfingar sem miða að viðhaldi líkamans og stælingu, eru ónauðsynlegar. ★ EFTIRMINNILEGUR LOKAÞÁTTUR Hátíðasýningin á mánudags- kvöldið í Þjóðleikhúsinu tókst með afbrigðum vel og var eftir- minnilegur lokaþáttur í þessum hátíðahöldum íþróttakennaranna. Stjórnandi hátíðarinnar var Stef- án Kristjánsson, form. íþrótta- kennarafélagsins. Ræður fluttu Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi, er setti hátíðina og minnt- ist fortíðarinnar og áfanga í sögu skólaíþrótta, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, sem ræddi um uppeldislegt gildi íþróttanna, og áhrif þeirra á ísl. þjóðlíf fyrr og síðar, og Björn Jakobsson fyrrv. skólastjóri, er talaði um skólaíþróttir. Ræðum þeirra var vel tekið, þó sumum fyndist harður dómur Björns Jakobsson- ar, er hann mælti að banna ætti öllum börnum að starfa innan i- þróttafélaganna. Þykir það und- arlegt að menn sem varið hafa æfistarfi sínu til þess að hvetja til íþróttaiðkana og líkamsmennt- ar skuli vilja banna snaran þáti af öllu því starfi sem innt er at hendi í þá sömu átt Á GÓÐAR SÝNINGAR Síðan komu flokkar fraaa hver af öðrum, frá ýmsum skól- um. Menntaskólanemendur fluMH ásamt leikurum sögusýningu wn „Bændaglímuna", kvæði Grima Thomsen. 8 ára drenghnokkar úr Melaskólanum sýndu ýmislegt af því sem fram fer í leikfimistim- um þeirra, flokkur Menntaskóla- stúlkna, vel þjálfaður, sýndi und- urfagra leikfimi, svo og náms- meyjar íþróttakennaraskólans að Laugarvatni. Kennaraskóla- nemar sýndu fjölbreytta þjóð- dansa, stúlkur úr Laugarnesskól- anum, blandaður flokkur, átti skemmtilegan þátt í sýning- unni. Sama er að segja um flokk pilta í Menntaskólanum á Laug- arvatni. f upphafi og í lokin lék lúðrasveit barna og unglinga- skóla Austurbæjar. í heild var sýningin sem fyrr segir mjög vel heppnuð. Frjáls- leg og glöð kom æskan fram og sýndi líkamsmennt sína. Hver flokkurinn af öðrum kom fram og „sagði sína endursögn". Allir frá hinum yngstu til hinna elztu, brosandi og glaðir yfir því starfi sem innt er af höndum af gleði og til aukinnar ánægju fyrir sjálfa sig og aðra. Hafi allir er fram komu og að unnu þökk fyr- ir þessar ágætu sýningar. — A. St > —., Um 18000 hafa gengið LOKAÞÁTTUR Skíöalandsgönp- unnar er nú að hefjast og stend- ur yfir páskana. Göngunni lýkur 30. þ.m. Nú hefur verið gengið á nær 80 stöðum á landinu m.a. í Grínxsey. Þátttakendur £ göng- unni munu nú vera nær 18000 talsins. MEÐAL farþega með flugvél Flugfélags íslands til Kaup- mannaliafnar á morgun eru 12 sundknattleiksmenn Ármanns. Sú flugferS er upphaf keppnis- ferðalags þeirra til Berlínar, en i þá ferS fara þeir í boði þyzks félags. Þeir eru vænlanlegir heim aftur 28. þ. m. Margir mundu kalla þetta góða páska- ferð, en framundan hjá þess- um piltum er erfið -teppni við úrvalslið, og undanfari ferðar- innar eru þrotlausar æfingar, sem ekki hafa verið neinn barnaleikur. að fara 13 saman — segja sundknattleiksmenn er halda til Berlínar A laugardag hefst keppnin en það er sundknattleiksmót milli úrvalsliðs frá Prag, úrvalsliðs belgiskrar borgar, þriggja liða frá 3 þýzkum borgum og svo Ár- manns. Ármannsliðið leikur 2 leiki á laugardag, 2 leiki á páskadag og 1 á annan í páskum. Heim kemur flokkurinn frá Hamborg 28. apríl með flugvél. GOTT ClTHALD Einar Hjartarson þjálfari, sagði Einar, — að leggja aðaláherzlu á úthaldsþjálfun eða á leikinn. Ég valdi úthaldsþjálfunina og ég tel að úthald muni piltana ekki skorta. Tækni í leik þeirra mætti aftur sálfsagt vera betri. Þessi för gefur dýrmæta reynslu fyrir Norðurlandamótið. — Þið eruð ekki hræddir við að halda 13 af stað frá Höfn. — Nei, við höfum enga ótrú á tölunni 13. Við fáum að sjá hvar við stöndum, og njótum von andi skemmtilegrar ferðar. ÍR íslandsmeistarí í körfu- knattleik 1957 A MÁNUDAG var körfu- knattleiksmótinu fram haldið •g léku þá Gosar og ÍR. IR sigraði með 34 stigum gegn 33. Hafa þá ÍR ingar unnið alla sína leiki í meistaraflokki karla og þar með unnið titil- inn íslandsmeistarar í körfu- knattleik 1957. Nánar um þetta i blaðinu á morgun. Fra cinni syningunni að Háiogalandi. 100 ára afmælis skólaíþrótta, minnzt d eftirminnilegan hátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.