Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 3
Fimmludagur 18. aprfl 1957 MORGVHBLAÐIÐ W Bréí Gerhardsen til Búlganins kurteist en afdráttarlaust Búlganin: „fasista uppreisn" Gerhardsen: „uppreisn heillar þjóðar" HÉR A EFTIR birtist orðréttur texti bréfsins, sem Gerhardsen forsætisráðherra Norðmanna • sendi Búlganin forsaetisráð- herra Rússa. Bréfið var birt opinberlega seint í fyrrakvöld. Bréf Gerhardsens er all-langt, um 2000 orð, en bréf Búlganins var um 3500 orð. Bréf norska forsætisráðherrans er svohljóðandi: En það ætti einnig að vera aug- ljóst, að skerfur smáþjóðanna get ur aðeins orðið lítill í saman- burði við framlag stórveldanna, sem bæði að íbúatölu, efnum og herbúnaði standa miklu framar. Það er álit mitt, herra forsætis- ráðherra, að Sovétríkin hafi sem stórveldi mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna einmitt á þessu sviði. Gerhardsen forsætisráðherra. aðkomandi árás og að reyna með styrkri samstöðu, að koma í veg fyrir styrjöld. SKILYRÐI AFVOPNUNAR Norska stjórnin fagnar þeirri yfirlýsingu yðar, að stjórn Sovét- rikjanna leggi sérstaka áherzlu á afvopnunarvandamálið og að hún telji afvopnun raunhæfa og framkvæmanlega. Til þess að afvopnun verði framkvæmd, þarf fyrst að kom- ast á einlægni og traust milli þjóðanna; afvopnun mun síðan sjálfkrafa draga úr spennunni í alþjóðamálum. Á grundvelli samnings um alþjóðlega afvopn- un mætti finna nýja lausn á ör- yggismálum hinna einstöku Ev- rópulanda og þar með gætu Sam- einuðu þjóðirnar tekið að gegna því hlutverki, jafnt í Evrópu sem í öðrum hlutum heims, sem ör- yggisbandalög ákveðinna svæða hafa nú með höndum. SKULDBINDINGAR Ég hef lesið bréf yðar frái 19. marz 1957 með mestu at- hygli. Ég hef íhugað ásamt með ríkisstjórninni og öðrum þar til bærum stjórnarstofn- unum bæði ummæli yðar um ástandið í alþjóðamálum, sem og athugasemdir yðar úm sam búð Noregs og Sovétríkjanna. Þér bendið á það, að ástand- ið í alþjóðamálum hafi orðið alvarlegra upp á síðkastið og nefnið einkum sem dæmi um það atburðina í Egyptalandi og Ungverjalandi. Við í Nor- egi erum einnig áhyggjufullir yfir því, að ástandið hefur versnað. Smáþjóðirnar, frelsi og sjálfstæði þeirra, eru nú fremur en nokkru sinni fyrr háðar hinni almennu þróun alþjóðamála. Akveðin afstaða Eg ætla ekki hér að ræða ýtar- legar álit okkar á atburðunum í Ungverjalandi og nálægum Aust- urlöndum. Skoðanir Norðmanna á þeim hafa komið greinilega í ljós við umræður um þessi mál á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Norska sendinefndin tók ákveðna afstöðu gegn hinni erlendu hernaðaríhlutun bæði í Egyptalandi og Ungverjalandi. UPPREISN HEILLAR ÞJÓÐAR • I sambandi við Ungverjaland get ég þó ekki látið hjá líða að lýsa því yfir, að norska stjórnin er á sömu skoðun og yfirgnæf- andi meirihluti þátttökuríkjanna í S.Þ., að þar hafi verið um að ræða uppreisn heillar þjóðar fyr- ir frelsi sínu og sjálfstæði. Þróunin í alþjóðamálum ber þess skýrt vitni, að í heiminum ríki ekki það traust og samstarf, sem er nauðsynlegt til að tryggja frið milli þjóðanna. ÆSKILEGT ÖRYGGI Eftir seinni heimsstyrjöldina vonuðu Norðmenn, að Sameinuðu þjóðirnar mundu þróast í stofn- un sem yrði þess umkomin að tryggja okkar eigin landi og öll- um öðrum löndum í heiminum öryggi og frið. Þegar það kom hins vegar í ljós, að samtök þessi gátu ekki veitt þátttökuríkjunum nauðsynlega vernd, áleit norska stjórnin æskilegt að leita öryggis í samstarfi við ýmsar nágranna- þjóðir sínar og gerðist því þátt- takandi í Atlantshafsbandalag- inu 1949. NORSK STEFNA Norska þjóðin hefur ekki síður áhuga á því en yðar þjóð, að friður sé varðveittur og efldur. Það sjónarmið ásamt tilliti til öryggis landsins hefur ráðið norskri utanríkisstefnu. Norska stjórnin hefur haldið fast fram yfirlýstri stefnu sinni um að erlent herlið fái ekki bækistöðvar á norsku landsvæði, meðan ekki er gerð árás á Nor- eg eða landinu hótað með árás. Eg tek eftir því að Sovétríkin lýsa ánægju sinni yfir þessu. BYGGT Á MISSKILNINGI Þér segið að vísu, að eins og nú sé ástatt, nægi sú yfirlýsing ekki, vegna þess að þér staðhæf- ið að Norðmenn verði sem aðilar að NATO þvingaðir til að leyfa bækistöðvar sprengjuflugvéla, herskipa og kjarnorkuvopna á norskri grund, gegn vilja sínum og í andstöðu við hagsmuni þjóð- arinnar. Norska ríkisstjórnin verður að taka það ákveðið fram, að þessi skoðun yðar hlýtur að byggjast á misskilningi. Það er einmitt grundvallarlögmál í samstarfi At lantshafsþjóðanna, að hvert þátt- tökuríki hefur fullkominn sjálfs- ákvörðunarrétt, — og þá að sjálfsögðu í svo þýðingarmiklu máli, sem hér um ræðir. Það eru því norsk stjórnarvöld sjálf sem ákveða með hliðsjón af ástandinu í alþjóðamálum, hvort þau telja að landi okkar sé ógnað. HÆTTULEGAR, EF . . . Norska ríkisstjórnin gerir sér fulla grein fyrir því, að meðan slík óvissa ríki í alþjóðamátum, þá geti engin sú ríkisstjórn sem vill ábyrgjast öryggi þjóðar sinn- ar, leyft sér að gangast undir víð- tækar afvopnunarskuldbindingar, nema hvert einasta stig afvopn- unarinnar sé undir fullkomlega öruggu eftirliti. Meðan ástandið er eins og nú í alþjóðamálum á- lítum vér, að hægt sé að ná betri árangri með því að hefja nú þeg- ar afvopnun á þeim takmörkuðu svæðum, þar sem samkomuiag virðist nú framkvæmanlegt. TILLAGA UM TAKMÖRKUN Norska stjórnin leggur sér- slaka áherzlu á, að reynt sé að' ná. samkomulagi um þau vandamál sem tengd eru kjarnorkuvopnum. Ríkisstjóra yðar mun hafa veitt athygli tillögu sem Noregur hef- ur borið fram á þingi SÞ með Kanada og Japan um að allar til- raunir með kjarnorkuvopn verði tilkynntar fyrirfram til SÞ, en tillaga þessi er nú tii umræðu í afvopnunarnefndinni. Það er von norsku stjórnarinn. ar, að Sovétríkin taki þátt í um- ræðum um þessa tillögu i þeim skilningi, að fyrst í stað sé að minnsta kosti lrægt að vernda mannkynið fyrir hættunum af kjarnageislun. Frh. á bls. 15. ENGAN HLUT AÐ ÁRÁSUM Er ég dvaldist sem gestur yðar í Moskvu, fékk ég tækifæri til að benda yður persónulega á þá þróun alþjóðamála eftir síðari heimsstyrjöldina, sem leiddi til þessarar ákvörðunar. Eg vil endurtaka það sem áður hefur verið sagt í orðsendingum frá norsku stjórninni til hinnar rússnesku, að norska stjórnin mun aldrei eiga hlut að stefnu sem felur í sér árásarfyrirætlun og að hún mun ekkl heimila af- not af norsku landi í þeim til- gangi. EINI TILGANGURINN Ákvæðin í Atlantshafssáttmál- anum um skyldu þjóðanna til að koma hver annarri til aðstoðar koma því aðeins til framkvæmda að eitthvert þátttökuríkjanna verði fyrir árás. Þessi ákvæði sanna svo ekki verður um villzt, að eini tilgangurinn með þessu alþjóðasamstarfi er að veita þátt- tökuríkjunum öryggi gegn utan- ÓRÓI Sú staðreynd að enn er í heim- inum mikill hernaðarstyrkur, og sérstaklega hin nýju hergögn, sem verið er að taka í notkun, veldur óróa og öryggisleysi í öll- um löndum. Norska stjórnin myndi fagna samkomulagi sem gerði mögulegt að fækka og jafn- vel fjarlægja þessi vopn, en hún er þeirrar skoðunar, að því marki verði aðeins náð með gagn- kvæmri afvopnun og alþjóða- samningum. Meðan ekki hefur enn verið gerður neinn alþjóð- Iegur samningur um afvopnun ásamt öruggu eftirliti, þá hlýtur það að verða hlutverk hverrar ríkisstjórnar að reyna að tryggja varnir lands síns eftir því, sem hún álítur hentugast hverju sinni. MIKIÐ HLUTVERK í bréfi yðar bendið þér á, að smáríkin geti jafnt og stórveld- in lagt sinn skerf til að stuðla að lausn þessara vandamála. Gunnar Ólafsson. Kaleikur frá 8. öld í Kremsmunstersafni. Þórir Þórðarson, dósent: RESU RkCXIT í H-MOLL messu Bachs er sung- ið hið forna messu-credó eða nýkeanska trúarjátningin. Játn- ingin hefir týnzt úr messu vorri eins og flest það, er henni heyr- ir að fornri hefð utan prédikun, ritningarlestur og bænir. í h-moll messunni, sem Bach samdi um höfuðþætti hinnar klassísku messu lúthersku kirkjunnar eru í 3. þætti sungnir úr messujátn- ingunni á latínu kaflarnir cruci- fixus (hann var krossfestur) og resurrexit (hann reis upp frá dauðum). Krossfestingarkaflinn líður hægt áfram með hljóðlát- um hryggðarblæ og tjáir niður- lot lærisveinanna við krossinn og hina lokuðu gröf. Tónarnir ber- ast sem úr brjóstum þeirra, er minnast nú með angurværð þess, sem áður vakti fögnuð og nýjar vonir: orðanna, sem töluð voru við Galíleu-vatnið, upplitningu til hæstu hæða hjálpræðis Guðs, sem hann bjó mönnunum í mátt- arverkum og máttarorðum, er hrifu lífið úr viðjum dauða og drunga til nýrra landa, þar sem Guð ríkti. En nú var hann geng- inn og farinn, horfinn þeim og vonin slokknuð. En þeir áttu þó minningu hans, og minningar ævi hans söfnuðust sem í brennidepil í atburðum síðustu daga og fram- ar öðru í minningu síðustu mál- tíðarinnar, er hann neytti með þeim. Þeir gátu ekki gleymt orð- unum: „Þetta er minn líkami, sem fyrir -yður er gefinn; gjörið þetta í mína minningu .. Þessi Guimar Ólafsson skipaður skipu- lagsstjóri Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í fyrradag var samþykkt, eftir til- lögu borgarstjóra, að skipa Gunn- ar Ólafsson arkitekt skipuiags- stjóra bæjarins. í þessari samþykkt felst það, að skipulagsnefnd bæjarins er nú gerð að sjálfstæðri stofnun, sem heyrir beint undir borgarstjóra og bæjarráð, en var áður deild í skrifstofu bæjarverkfræðings. Gunnar Ólafsson hefur gegnt starfi forstöðumanns skipulags- deildar bæjarins í eitt og hálft ár, en hann tók við því starfi af Þór Sandholt, núverandi skóla- stjóra Iðnskóians. bikar er hinn nýi sáttmáli í minu blóði; gjörið þetta, svo oft sem þér drekkið, í mína minningu". Hvað geymdu þessi leyndardóms- fullu orð? Gat vonin verið slokkn uð, úr því að þau höfðu verið töluð? Bjó ekki í þeim fyrir- heit um von framtíðar? Það er sem Bach túlki nákvæm lega þessar hugsanir, því hryggð krossfestingarkaflans er ekki örvænting heldur spurn, sem væntir hjálpræðis Guðs, þótt ekki sé það bert og augljóst þá stund. Trú nefna guðspjöllin þá spurn. En nú er sem bresti flóðgátt Og tónaflóð upprisukaflans geysist fram óvænt og skyndilega, áa nokkurs undirbúnings. Allur blær verður annar á augabragði, í einni svipan er óveðursskýjum sópað frá og geislaflóð hellist ofan. Á miHi kaflanna er blind- fella, upprisusöngurinn brýzt fram. Á svipstundu er gleymd hryggð krossfestingarinnar, þeg- ar kórinn upphefur hið volduga: Resurrexit, resurrexit: hann er upprisinn! Bach er sögunni trúr, því konurnar syngja fyrst. Það voru konur, sem fyrstar fluttu mannkyni mestu fagnaðartíðindi allra tíma, að Kristur er uppris- inn. í þessu eina orði upprisutíð- indanna felst öll von, öll trúar- vissa. Upprisa Krists er eina v<m mannanna um eilíft líf, því hvernig vitum vér, að sálin sé ódauðleg? Heiðinn dómur álítur sálina ódauðlega og manninum búna vist handan dauða í fögn- uði. En er til nokkur sál, sem líkaminn geymi og skreppi út úr honum í andláti mannsins og fljúgi til himinhæða? Biblían segir nei. Hún telur líkamann vera ytri mynd persónunnar, er hrörni og rotni, en það sé í valdi Guðs að reisa upp frá dauðum hinn andlega mann. Öðru vísi er þetta ekki skýrt. Það er leyndar- dómur, sem er handan skilnings vors og skynjunar, úr færi vís- inda og prófanlegrar þekkingar mannsins. Upprisa Krists er kraftaverk Guðs, kraftaverk allra kraftaverka, því fyrir mátt upprisu hans munum vér upp rísa. Sannanir? Engar til. Sú spurn, sem væntir hjálpræðis Guðs, grípur um upprisu Krists, tekur henni með fögnuði. Hún er vor einasta von, án hennar engin. „Ef Kristur er ekki upp- risinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar“. Guð gefi öllum gleðilega páska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.