Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 1
24 siður og Lesbók 44. árgangur 9ft. tbl. — Fimmtudagur 18. april 1957 Prentsmiðja MorgunblaSsiaa Listkynning Mbl. Örlygur Sigurðsson f DAG hefst sýning á verkum Örlygs Sigurðssonar, listmálara, á vegum listkynningar Morgun- blaðsins. Örlygur er fæddur hér í Reykjavik en uppalinn á Akur- eyri, sonur frú Halldóru Ólafs- dóttur og Sigurðar skólameistara Guðmundssonar. Hann lauk stúdentsprófi árið 1940 og sigldi árið 1941 til list- náms í Bandaríkjunum. Þar stundaði hann nám í University of Minnesota, Minneapolis School of art, Chouinard art Institute í Los Angeles og Art student Lea- gue í New York. Árin 1948—1949 fór hann náms ferð til Parísar og Ítalíu. Sum- arið 1949 dvaldi hann einnig um slrcið i Grænlandi og málaði þar. Örlygur Sigurðsson tók fyrst þátt í sýningu er málarar í Kali- forníu héldu í Los Angeles árið 1944. Þá hefur hann tekið þátt í tveimur norrænum listsýningum, í Helsingfors og Ósló. Hér í Reykjavík hélt hann fyrstu sjálfstæðu málverkasýn- ingu sína árið 1945. En síðan hef- ur hann haldið hér 5 sjálfstæðar sýningar. Á Akureyri hélt hann sýningu árið 1946 og í Vestmannaeyjum árið 1953. Sýningar Örlygs Sigurðssonar hafa jafnan vakið mikla athygli. Af opinberum aðilum hafa Listasafn ríkisins og Alþingi keypt af honum málverk. Örlygur sýnir nú 10 málverk, allt olíumyndir, í sýningarglugga Morgunblaðsins. Bera þær eftir- farandl heiti: Frá Akureyrl, Á Faxaflóa, Sjúkraheimsókn í „þurrkví“, Snjór og sjór, Esja, Bátsskel og „portræt" af Erlendi Ó. Péturs- syni, frú Margrétl Brandsdóttur og Stefánl Ólafssyni. Öll málverkin nema „portræt- ln“ eru til sölu hjá Morgunblað- inu eða listamanninum sjálfum. Bardagar í Búlgaríu PARÍS, 17. apríl. — Frönsku fréttastofunni Agence France Presse bárust í gær fréttir um alvarlega árekstra og uppþot í Búlgaríu í síðustu viku. Sagt var aS búlgarskir bændur hefðu lent í bardögum við her sveitir stjómarinnar í Kolarov grad-héraðinu. IVIakaríos kom tii Aþenu í gær Aþenu, 17. apríl — Frá Reuter.. MAKARÍOS erkibiskup og leiðtogi frelsishreyfingar Kýpurbúa kom flugleiðis til Aþenu í dag frá Nairóbi. Á móti honum tók mikill mannfjöldi og fagnaði honum ákaflega. í fylgd með erkibiskupinum voru 3 prestar, sem voru með honum 1 útlegð- inni á Seychell-eyjum frá því í marz í fyrra. ÖFLUGUR LÖGREGLU- VÖRÐUR Veður var skýjað og svalt, en eigi að siður hafði fólk tekið að safnast saman snemma í morgun meðfram hinni 16 kílómetra löngu leið frá fltugvellinum til gistihússins, þar sem Makaríos liefur aðsetur. Fánar blöktu við hún hvarvetna, og víða sáust kröfuspjöld. Öflugur lögreglu- vörður hafi verið settur við brezka og bandaríska sendiráðið. VEGLEG GJÖF Makaríosi var færður að gjöf biskupsstafur úr fílabeini og gulli með fangamerki erki- biskupsins, og var á hann greipt: „Gjöf frá grisku þjóð- inni“. Búðum var lokað um alla borg ina, og yfir henni var óvenjuleg- ur hátíðablær. Heræiingum mótmælt Berlín, 17. apríL Vesturveldin þrjú, Banda- ríkin, Bretland og Frakkland, sendu í dag Sovétstjórninni harðorð mótmæli vegna her- heræfingar væru algert brot æfinga verkamannaherja í Austur-Berlín þar eð þessar á hernámsreglugerð Berlínar. Myndir af þessum heræfing- um eru birtar á bls. 10 í dag. Myrdal lœtur af störfum — Tuomioja tekur við New York, 17. apríl — Frá Reuter. HAMMARSKJÖLD tilkynnti í dag, að sænski hagfræðinguriiw Gunnar Myrdal hefði beðizt lausnar frá embætti sínu í þjóa- ustu Sameinuðu þjóðanna, en hann hefur verið framkvæmda- stjóri Efnahagsnefndar Evrópu undanfarin 10 ár. Hefur hann tekiíat á hendur að stjórna þriggja ára rannsóknum á efnahagslífi Suð- austur-Asíu fyrir bandaríska mannúðar- og menningarstofnun. Mun hann láta af núverandi embætti sínu á miðju næsta sumsi. Sakari Tuomioja. Gunnar MyrdaL MAL MAKARIOSAR Makaríos talaði til fólksfjöldans frá gistihúsglugganum og sagði m.a.: „Vér munum berjast fyrir sjálfsákvörðunarrétti vorum. Vér vonum að brezka stjórnin sýni skilning á þessu og reyni að finna lausn, sem sé í samræmi við Stofnskrá S.Þ. og réttlátar kröf- ,ur Kýpurbúa". ÓGRYNNI MANNS Mannmergðin hrópaði án afláts „ENOSIS“ (sameining) og veif- aði kröfuspjöldunum, sem höfðu að geyma áletranir eins og: „Makaríos verður að fara heim til Kýpur", „Kýpur verður að fá sjálfsákvörðunarrétt“ o.s.frv. Kadar öruggari um völdin i Vínarborg, 17. apríl. FYRRINÓTT var aflétt í Ungverjalandi útgöngubanninu, sem verið hafði síðan i uppreisninni í Ungverjalandi. Samkvæmt því mátti fólk ekki vera á ferli eftir miðnætti. Útvarpið í Búda- pest skýrði frá því í gær, að mikill fögnuður hefði orðið, þegar banninu var aflétt, og sátu menn á veitingastöðum fram eftir nóttu. Afnám útgöngubannsins er eitt af merkjum þess, að Kad- ar sé orðinn fastari í sessi og öruggari um völd sín og lög- reglunnar. önnur visbending í sömu átt var boðið til Hamm- arskjölds, en honum var heimilað að koma hvenær sem Forseti Islands ræðir um NAIO Rómaborg, 17. apríl. A' SGEIR ÁSGEIRSSON forseti íslands er kominn til Ítalíu í einkaerindum. Hann átti tal við fréttamann frá „Giorale d’Italia" í Róm og sagði m. a. við hann: „ísland ákvað að gerast aðili'®’ að Atlantshafsbandaluginu árið 1949, þegar við gerðum okkur ljósar ógnir kommúnismans. Síð- an hefur það verið í bandalaginu og verður í því áfram; það stend ur við skuldbindingar sínar við öll hin meðlimaríkin og þiggur í staðinn tryggingu um varnir ef til árásar kemur“. ENGINN ÞTÖÐ GETITR STAÐIÐ EIN Forsetinn sagði ennfremur: „Kommúnistar héldu því fram að við gætum varið eyland okkar sjálfir og kröfðust þess að herir Atlantshafsbandalags ins yrðu sendir burt. Þessar deilur tilheyra nú fortiðinni, og ísland heldur áfram að vera í varnarkerfi Atlantshafs- bandalagsins, þar eð íslend- ingar eru þess fullvissir, að engin þjóð — og sízt af öllu lítil þjóð — getur staðizt árás- ir ein síns liðs. Og þar við má bæta, að við höfum enga trú á hlutleysis-kenningunum“. Kyrrö á Kýpur NIKÓSÍU, 17. apríl. — í fyrra- dag fóru brezkir hermenn í fyrsta sinn á heilu ári óvopnaðir um Ledra-stræti, hina alræmdu „morð-míIu“ í Nikósíu á Kýpur. Hermönnunum var leyft að klæð- ast borgarafötum og fara inn í veitingahús, vínstofur og kaffi- hús borgarinnar. Ennfremur er hermönnum leyft að fara í smá- ferðalög upp til fjalla og baða sig á ströndum eyjarinnar. kemur næst út miðvikudaginn 24. apríl. honum hentaði. f vetur, þegar Hammarskjöld fór fram á að fá að heimsækja Ungverjaland og athuga ástandið þar, neit- uðu valdhafarnir honum um vegabréf. Á hinum pólitíska vettvangi markar heimkoma Gyeorgy Luk- acs spor í áttina til tryggari valda Kadars. Lukacs, sem er einn af helztu fræðimönnum ungverska kommúnismans, var fluttur til Rúmeníu ásamt Imre Nagy í nóv- ember, þegar stjórn hans var fangelsuð. Rúmenska útvarpið tilkynnti í gær, að í dag kæmi til Búkarest rússnesk sendinefnd til að ganga frá samningum um „bráðabirgða- dvöl“ rússneskra herja i Rúm- eníu. Er talið, að þessir samn- ingar eigi að greiða fyrir svipuð- um samningum í Ungverjalandi. Myrdal er einn þekktasti hag- fræðingur nútimans og hefur átt mikinn þátt í að örva viðskiptt Evrópuþjóða og samræma hag- kerfi þeirra. Nýtur hann mikillar virðingar um heim allan, enda hafa fáir einstaklingar haft önn- ur eins áhrif á efnahagslíf og hagfræðikenningar síðasta ára- tugs. Við starfi Myrdals tekur finnski sendiherrann í London, Sakari Suomioja, og mun hann byrja í september n. k. Suomioja var forsætisráðherra Finnlands á árunum 1953—54. Hann hefur verið aðalbankastjóri Finnlands- banka, fjármálaráðherra, við- skipta- og iðnaðarmálaráðherra og utanríkisráðherra. Hann er fæddur 29. ágúst 1911 í Tamper* (Tammerfors). Slapp út um glugga STOKKHÓLMI, 17. april. — Krik Ákerblom, 19 ára gamall ungling- ur, sem var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir vopnað rán, lamdi niður lögregluvörðinn i réttarsalnum, stökk út um glugg- ann og komst undan. Hann hefur ekki náðst ennþá. Sagan er hugað líf París, 17. apríl. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter: HIN UNGA skáldkona Francois Sagan, sem slasaðist lífshættulega í bílslysi á sunnudaginn, er mjög þungt haldin. Hún kom til með- vilundar í gær. Hún hafði lilotið ýmsa áverka: liöfuðsár, brotin rif- bein, laskað Ituiga og ömiur innri meiðsli. Fjórir sérfræðingar stunda hana nú, og sagði einn þeirra, að hún væri á batavegi, en það væri alltof snemmt að segja um það, livort hún væri úr allri liættu. í dag mat- aðist hún í fyrsta sinn með reglu- legum hætti, og svaf vel í nótt sem leið. Lwkuarnir sögðu, að innan þriggja daga væri hægt að segja, hvaða horfur væru á bata skáld- konunnar, en ekki yrði hægt að gera á henni neinn uppskurð næstu daga. Francois Sagan, sem heitir réttu nafni Ouoirez, @r 21 á*s gömul og hefur þegar rétað tvær bækur, sem vakið hafa athygli víða um heim: „Bon- jour Tristesse" og „Un Certain Sourire". 1 gær heimsótti bróð- ir hennar, Jacques Quoirez, hana og talaði við hana í stundarfj órður.g. Taldi hann horfur á bata, enda þótt hún hefði fengið síðuztu smurning til þess að eiga ekkert á hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.