Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 11
ílmmtudagur 18. aprfl 19S7 lUOKCVIVRL 4ÐIÐ 11 Hörkuleikur uð sögn — en blaðamönnum ekki gefin aðstaða til oð sjó hann ÞJÓÐVERJARNIR frá Hassloch hafa kvatt fsland. Þeir fóru hé®- an í gærmorgun, en léku sinn síðasta leik hér kvöldið áðw og mættu þá íslandsmeisturum FH í hörðum leik, en skemmtileg- um og mjög tvísýnum. Liðin skildu jöfn 20 mörk gegn 20. FH-menn hrinda þýzkri árás. -Ljósm.: Rafn Hafnfjörð. ÍBR hefur innt uf höndum fyrstu greiðslu til nýju íþróttuhússins ÁRSÞING fþróttabandalags Reykjavíkur var haldið dag- ana 12. og 27. marz sl. í Tjarn arkaffi. Þingið sátu fulltrúar frá 20 félögum bandalagsins og 7 sérráða þess, auk gesta frá öðrum heildarsamtökum. Þingforsetar voru kjörnir Stefán B. Björnsson og Jens Guðbjörnsson. — Þingritarar Sveinn Björnsson og Einar Björnsson. ★ ÁVARP BORGARSTJÓRA Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, ávarpaði þingheim á öðrum fundinum og veitti þá viðtöku fyrstu greiðsiu íþróttabandalagsins til hins nýja íþrótta- og sýningahúss, sem byggt verður við Suðurlands- braut, af Reykjavikurbæ, Sam- tökum atvinnurekenda og ann- arra aðila, B.Æ.R. og Í.B.R. — Rakti borgarstjóri húsbyggingar- málið frá þvi fyrst var farið að ympra á nauðsyn þess, að hér risi upp fullkomið íþróttahús, sem jafnframt gæti hýst stórar vöru- sýningar og samkomur, og þar til samkomulag var gert í vetur um byggingu áðurnefnds húss. Mun Reykjavíkurbær leggja til 51% kostnaðar, Samtök atvinnuvega og skorar á ylirvöldin að veita IfórfesLleyfi Sundmeistara- mótið Sundmeistaramót Islands fer fram 2., 6. og 7. mai n.k. Dagskrá mótsins sem fram fer í Sundhöll Reykjavíkur er þannig: 2. maí: 1500 m frjáls aðf. karla. 6. maí: 100 m skriðsund, 400 m bringusund, 4x100 m fjórsund, 100 m baksund allt fyrir karla; 100 m baksund, 200 m bringu- sund fyrir konur; 50 m baksund og 50 m bringusund telpna, 100 m skriðSund og 100 m bringusund drengja. 7. maí: 100 m flugsund, 400 m skriðsund, 100 m baksund, 200 m bringusund og 4x200 m skriðsund karJa, 100 m skiiðsund og 3x50 m þrísund fyrir konur; 100 m bak fund drengja, 50 m skriðsund teipna. I'átttöku skal tilkynna til Sund ráðs Reykjavíkui fyrir 26. apríl cg fylgi læknisvottorð ekki eldri en 3 mánaða. Ef færri en 3 kepp endur eru skráðir í grein fellur greinin niður. og annarra aðila, sem þurfa srórt sýningarsvæði, leggja fram 41% og B.Æ.R. og Í.B.R. leggja fram 8%. — ★ ÁRSSKÝRSLAN Á fyrra fundi þingsins lagði stjórnin fram ársskýrslu fyrir síðasta starfsár, og sýnir hún að starfsemi bandalagsins er í örum vexti og orðin mjög margþætt. Ennfremur voru lagðir frarn reikningar bandalagsins, íþrótta- húss þess við Hálogaland, og hinna ýmsu sjóða, sem banda- lagið starfrækir fyrir íþrótta- hreyfinguna í höfuðstaðnum. Þá flutti Benedikt G. Waage, forseti Í.S.Í., þinginu kveðju íþróttasambandsins og drap á helztu mál, sem nú eru á baugi meðal íþróttarnanna. Á síðari fundi voru afgreidd þau mál, sem borizt höfðu og voru helztu samþykktir þingsins þessar: Samþykkt var að styrkja utan- för Ágústar Matthiassonar, lam- aða íþróttamannsins, til rann- sóknar í Bandaríkjunum, með 5.000.00 kr. ★ ÁSKORUN VJM LEYFISVEITINGAR Þá samþykkti þingið áskor- un um að veitt yrðu á þessu ári leyfi til byrjunarfram- kvæmda við hið nýja íþrótta og sýningahúss og við sund- laug Vesturbæjar og fram haldsleyfl fyrir sundlaugina i Laugardalnum. Mjög aðkall- andi er orðið að hafizt verði handa um byggingu nýss í- þróttahúss, sem leyst geti í- þróttahúsið við Hálogaland af hólmi. Það er nú orðið mjög úr sér gengið, enda þótt varið hafi verið stórfé til endurbóta á því á sl. ári. Þá eru nú fyrir hendi 114 millj. kr. til bvgg- ingar sundlaugar í Vestur- bænum, en fjárfestingarleyfis er árlega synjað. Sundlaugin nýja, sem byrjað er á i Laug- ardalnum við hlið gömlu Sundlauganna, á að koma í stað hinnar gömlu, sem er orð. in mjög erfið í viðlialdi og rekstri. ★ ÝMSAR SAMÞYKKTIR Þá voru gerðar samþykktir um samræmingu á reikningsári félag- anna og skýrsluskilum, samþykkt áskorun um aukið framlag til Félagsheimilasjóðs, áskorun um endurskoðun á dóms- og refsi- ákvæðum Í.S.Í., stuðning við skíðafélögin til þess að kom upp talstöðvum í skíðaskálunum til öryggis, og þá var samþykkt að kanna möguleika á að koma upp nýju skíðasvæði á Öskjuhliðinni fyrir börn, en eins og kunnugt er hvarf gamla svæðið vestan Golf. skálans undir byggingar. Því miður er ekki hægt hér í blaðinu að skýra frá gangi leiksins, því blaðamaður Morg- unblaðsins fékk ekki aðstöðu til að sjá þennan leik. Sömu sögu hafa fréttamenn annarra blaða að segja. Forráðamenn ÍR sáu ekki ástæðu til að ætla blaða- mönnum aðstöðu til að geta sagt frá þessum leik. Hafa þó blaða- menn ekki gert illa við ÍR að undanförnu og allra sizt í sam- bandi við þessa heimsókn, er þeir á svo að segja engum tíma völdu pressulið í kvennaflokki og hafa á margan hátt annan stutt ÍR- inga í sambandi við heimsókn þessa. Forráðamenn ÍR og annarra íþróttaféiaga æskja þess mjög að íþróttunum sé gaumur gefinn af blöðunum, sem og sjálfsagt er og fer stöðugt í vöxt. En þeir verða lika að þekkja skyldur sín- ar við blöðin. Það er ekki nóg að vera mjúkur í tali þegar blaða menn eru beðnir áð auglýsa mót- in. Ef það er vilji forráðamann- anna að um íþróttirnar sé skrif- að, þá verður að veita þeim er skrifa aðgang. Ætla mætti að félög, sem náð hafa 50 ára aldri væru farin að skilja þessa aug- ljósu staðreynd. Það er alger lágmarkskrafa blaðanna, að fulltrúar þeirra fái að Hálogalandi föst sæti, seu» standa þeint opin hvað sem fram fer í húsinu. Ýmislegt fleira hefur farið miður í sambandi við þessa heimsókn. Á síðasta leikinn vax um hreint okur á miðum að ræða. Miðinn kostaði 25 krónur fyrir fullorðna, þ. e. næstum hálf króna fyrir hverja minútu leiksins. Slíkt hefur ekki áður þekkzt að Hálogalandi. Þar við bættist að svo mörgum var seldur aðgang- ur að leiknum að stór hluti fólks- ins sá ekkert, Það voru ekki að- eins blaðamenn sem voru af- skiptir. * Að formanni dómarafélagsins og dómurum sem dæmt hafa fleiri en einn leik án nokkurs endur- gjalds, væri þakkað að einhverju leyti, var ekki um að ræða, heldur þvert á móti. Það er ástæða til fyrir ÍR-inga að læra af biturri reynslu þessarar heimsóknar, hvernig koma á fram við menn er lilaupa undir bagga með félaginu, hjálpa þvi til að gera heimsóknina eftirminnilega og beinlinis að gera hana mögu- lega. Körfuknattleiksmótið glNS OG SKÝRT var frá í gær urðu liðsmenn Í.R. sigurvegarar förnu ýmist í Reykjavík verið harðir og jafnir. eða í Keflavík. Leikirnir síðustu hafa Knattspyrnan hefst n.k. fimmtudag og síðan 200 leikir í snmor FRAMUNDAN ER EITT athafnamesta sumarið í sögu íslenzkra íþrótta og hefur Í.B.R. nýlokið niðurröðun kappmóta og kapp- leika í Reykjavík í sumar. Þessi liður er orðinn mikill og snar þáttur í bæjarlífinu og er hætt við að mörgum yrði að honum eftirsjá, ef hann félli niður. íþróttavöllurinn og starfsemi íþrótta- félaganna þar er stór þáttur í skemmtanalífi borgarbúa, og á þessu sumri verða fleiri tækifæri til þess „að fara út á völl“ en nokkru sinni fyrr. Á næstu 4 mánuðum verða þar I ERLENDAR HEIMSÓKNIR 70 keppnisdagar með frjálsíþrótta keppni og knattspyrnuleikum. Fyrstu leikirnir verða sumardag- inn fyrsta og hefst þá Reykja- víkurmót meistaraflokks með leik milli Vals og Víkings og lýkur því móti 27. maí. í maí verða 2 „stórleikir", bæjakeppni í knattspyrnu við Akranes hinn 12. maí og „Pressuleikur“ 23. maí. Þá hefst íslandsmótið fyrr en venja hefur verið. Akureyri og Hafnarfjörður leika hér á íþrótta vellinum hinn 17. maí, en 1. deildarkeppninni lýkur 29. júlí. Haustmótið hefst fyrr en áður, eða 12. ágúst og lýkur 22. sept. Alls verða kappleikir í Reykja- vik á sumrinu 200 talsins. Heimsóknir erlendra liða verða fleiri en áður, og hing- að koma til keppni sterkari og betri lið en nokkru sinni. Fyrsta heimsóknin verður tékkneskt úrvalslið til Víkings og leikur það 4 leiki 19,—25. júní. Um miðjan júlí fer fram afmæliskeppni K.S.Í. með þátttöku 3 landsliða. íslenzka landsliðið leikur gegn hinu norska 8. júlí og gegn hinu danska 10. júlí. Leika gest irnir síðan saman 12. júlí. í sambandi við heimsmeist- arakeppnina fará fram 2 leik- ir í september, leikurinn ís- land—Frakkland verður sunnudaginn 1. sept., og ís- Frh. é bls. 14 ÍR—IKF Á föstudag fór fram á Kefla- víkurflugvelli leikur í körfu- knattleiksmótinu milli ÍR og í. K. F. Leikur þessi réði úr- slitum um, hvort íslendsmeistur- unum, í. K. F., tækist að halda titlinum áfram, eða hvort bikar- inn og titillinn kæmi aftur til Reykjavíkur. Leikurinn var mjög jafn og spennandi, en nokk- uð harður. í. K. F. tók forystuna í byrjun og hélt henni fram í miðjan hálfleik, er ÍR-ingum tókst að jafna, og lauk fyrri hálf- leik 23:23. í byrjun síðari hálf- leiks tókst í. K. F. að ná foryst- unni aftur, og tókst ÍR ekki að ná þeim létta samleik, sem þeir hafa sýnt í síðustu leikjum, þar sem í. K. F.-liðið var mjög hart í horn að taka í vörn. Um miðj- an hálfleik stóðu leikar enn jafn- ir, en í lokin tókst ÍR-ingum að tryggja sér sigurinn. Er nokkr- ar mín. voru eftir urðu tveir liðsmenn Í. K. F. að víkja af velli vegna brota. Leiknum lauk 46:39, og eru það sanngjörn úrslit eft- ir gangi leiksins. Af ÍR-ingum setti Ingi Þór flest stig, 18. Helgi Jónsson setti 10 stig. Hjá f. K. F. bar mest á Inga Gunnarssyni, sem skipulagði vel, og setti 9 stig. Amerískir setuliðar dæmdu leikinn og höfðu gott vald á honum. ÍR—GOSI Á mánudag fór fram að Há- logalandi úrslitaleikur í meist- arafl. karla milli Gosa og ÍR. Leikurinn var mjög jafn allt Frh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.