Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 24
Veðrið
SV-kaldi. Skúrir e#a éljaveður.
m'pwiMaMfa
90. tbl. — nmmtudagur 18. apríl 1957
Reykjavíkurbréf
Sjá blaðsíðu 18.
Endurreisn
Árbæjar úkveðin
Árbœjartún verÖur
almenningsgarður
EFTIRF ARANDI ályktun var
gerð á fundi bæjarráðs í fyrra-
dag:
„Bæjarráð ákveður að hefjast
handa um endurreisn Árbæjar og
samþykkir að láta skipuleggja
Árbæjartún og næsta nágrenni
með það fyrir augum að friðlýsa
svæðið. Bæjarráð ákveður að
stefna að því að svæðið verði
almenningsgarður og verði flutt-
ar þangað eða endurreistar menn
ingarsögulega merkar byggingar
í bænum eftir því sem við verður
komið.
Bæjarráð felur Lárusi Sigur-
bjömssyni skjala- og minjaverði
bæj arins, Gunnari Ólafssyni
skipulagsstjóra og Hafliða Jóns-
syni garðyrkjuráðunaut að gera
tillögur um fyrstu framkvæmd-
Slæmt veður
tefur björgun
Kirkjubæjarklaustri 17. april:
SLÆM veðrátta undanfarið hef-
*r tafið björgunartilraunir við
íkipin tvö, selveiðarann og belg-
iska togarann sem strönduð eru á
Meðallandssandi.
1 kvöld ræddi ég í síma við
einn björgunarmannanna, sem úr
Reykjavík kom á vegum fyrirtæk-
is þess sem tók björgun skipanna
að sér, Guðjin Jónatansson. Hann
sagði mér meðal annars, að vegna
áhagstæðs veðurs hafi ekki ver-
ið mögulegt síðan straumur fór
stækkandi, að reyna að ná skipun-
ijm út. Skipin standa bæði nokk-
um veginn kjölrétt. — Nokkur
leki er kominn að norska selveið-
aranum, en með kröftugum dælum
hefur tekizt að halda skipinu
þurru. Togarinn er ólekur.
Á þriðjudaginn 'var afspyrnu-
veður af suðvestri og lá aldan þá
fram með ströndinni, svo skipin
sakaði ekki.
Guðjón kvaðst vongóður um að
þegar veður leyfði myndi takast
að ná skipunum báðum á flot.
— GB.
Kvöldvaka síðasla
vetrardag
A SÍÐASTA vetrardag heldur
Stúdentafélag Reykjavíkur kvöld-
vöku svo sem jafnan hefir verið
venja. Verður kvöldvakan í Sjálf-
stæðishúsinu. Verður þar ýmislegt
til skemmtunar, og sumarkomunn-
ar minnst.
Þingflokkur Slálfstæðismanna
Þessi mynd var tekin af þingflokki Sjálfstæðismanna rétt áður en páskafrí hófst á Alþingi. Eru allir þingmenn flokksins, 19 að tölu, á
henni. Talið frá vinstri eru þeir þessir: Neðsta röð: Sigurður Ágústsson, Jón Pálmason, Bjarni Benediktsson, <)lalur Thors, Ragnhildur
Helgadóttir, Ólafur Björnsson og Jóhann Þ. Jósefsson. Miðröð: Sigurður Bjarnason, Kjartan J. Jóhannsson, Magnús Jónsson, Friðjón
Þórðarson og Jóhann Hafstein. Efsta röð: Jón Kjartansson, Ingólfur Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Pétur Ottesen, Jón Sigurðsson, Sig-
urður Ó. Ólafsson og Björn Ólafsson. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Síðan 1. janúai 1954 heiur
verið úthlntað lóðum undir
3000 íbúðir
Greínargerð lóbaneínúar bæjarins
EFTIRFARANDI fréttatilkynn-
ing barst í gær frá skrifstofu
borgarstjóra:
„Borgarstjóri hefur nýlega ósk-
að upplýsinga lóðanefndar bæj-
arins um lóðaúthlutanir í bæn-
um síðan 1. janúar 1954.
Hefir nefndin sent skrifstofu
borgarstjóra eftirfarandi greinar-
gerð:
„Nefndin hefur gert yfirlit um
lóðaúthlutanir, er fram hafa farið
frá 1. jan. 1954 til þessa dags,
í því skyni að komast að raun
um, hve margar íbúðir hafa verið
Gott kaup við jorðsímalagningu
Upp í 500 krónur á dag
VERIÐ er að leggja jarðsíma um<
smáíbúðarhverfið. Hefur það ráð
verið tekið að fá verkamenn til
að vinna verkið í ákvæðisvinnu
og hefur hún gefið þeim svo góða
raun, að þeir hafa stundum unnið
fyrir 500 kr. á dag. Aðra daga
er kaupið áftur á móti mun minna.
En í heild munu verkamenn fá
rerulega hærra kaup með þessu
fyrirkomulagi en ef í tímavinnu
ræri unnið með venjulegum
liætti, enda leggja þeir meira að
íiér og taka sér skemmri hlé dag
hvern en þá tíðkast. Landssíminn
mun einnig telja sig hafa hag af
þessu fyrirkomulagi, verkið er
mun kostnaðarminna og fyrr lokið.
Tvö innbrot
I FYRRINÓTT voru innbrot
bænum. Ekki var um stórþjófnaði
að ræða. Var farið inn í sælgætis-
búð við Brautarholt og stolið þar
tóbaksvörum og sælgæti, þ. á. :n.
páskaeggjum. Þá var innbrot fram
í Coca Cola verksmiðjuna. Lítill
peningakassi sem í voru um 400
kr. í skiptimynt, var kassinn
sprengdur upp og peningum stol-
ið.
byggðar og ráðgerðar eru á lóð-
um þeim, er úthlutað hefur verið
á þessum tíma.
Nefndinni telzt svo til, að á lóð-
um þeim, sem úthlutað hefur
verið á fyrrgreindum tíma undir
einbýlishús, raðhús, tvílyft hús og
fjölbýlishús, megi gera ráð fyrir
a. m. k. 3000 íbúðum.
Að svo stöddu er ekki unnt að
gefa upp nákvæmari tölu, þar
sem byging er enn ekki hafin
á sumum þessara lóða, nefnilega
þeim, er síðast hefur verið út-
hlutað.
Að því er þær lóðir varðar, er
framangreind tala byggð á regl-
um þeim, er skipulagsmenn
leggja til grundvallar við áætlun
íbúðafjölda í nýjum hverfum".
Landhelgisbrjótur flúði
STRANDGÆZLUFLUGBÁTURINN RÁN kom i fyrrakvöld i kast
við brezkan togara, einhvers staðar í námunda við Hvítinga.
Var veður þá óhagstætt. Seint í gærkvöldi var flugbáturinn enn
ókominn úr leiðangri þessum og hafði Pétur Sigurðsson forstjórx
Landhelgisgæzlunnar ekki fengið nánari fregnir af þessu, en
togarinn komst undan.
Hér var um að ræða togara frá
Hull, St. Keverne. Hann var að
veiðum innan friðlýsta svæðis-
ins. Flugbáturinn mun hafa gefið
skipstjórnarmönnum stöðvunar-
merki á merkjamáli, ljósmerkj-
um, því að þetta Var í ljósaskipt-
unum.
Þegar þetta gerðist mun tog-
arinn, eftir því sem lausar fregn
ir herma, hafa slökkt öll ljós á
skipinu, tekið vörpuna inn, en
það á að hafa sézt úr flugbátnum,
sem lét svifblys falla niður við
skipið. En þetta vildi forstjóri
Landhelgisgæzlunnar ekki stað-
festa. En fréttir herma, að síðar
um kvöldið er dimmt var orðið,
hafi togarinn komizt undan í
skjólí myrkurs og þoku.
Þór tók 2 togara í landhelgi
Seyðisfirði, 17. april:
SEINT 1 GÆRKVÖLDI kom hing
að til Seyðisf jarðar vaiðskipið
Þór, en er skipið hafði verið á
gæzlusiglingu út af suðaustur-
ströndinni, komst það í kast við
tvo brezka togara. Voru báðir að
veiðum innan landhelgi og kom
hann með þá báða til hafnar hér.
==A= í dag hófi.st sjópróf í
máli skipstjóranna á togurunum.
Eru skipin bæði ný, stór og glæsi-
leg skip. Er annað þeirra Anda
Lusite frá Hull en hitt Wellord
frá Grimsby.
=-^== Varðskipið Þór hafði kom
ið að togurunum í slæmu skyggni
þar sem þeir voru að veiðum við
Hvítinga, báðir um það bil eina
sjómilu fyrir innan fiskveiðitak-
mörkin.
= Bæjarfógetinn hér sagði
mér í kvöld, að hann myndi ljúka
málum skipstjóranna á morgun,
skírdag, og væri þá að vænta dóms
uppkvaðningar i máli beggja skip
stjóranna. — B.
Engin tök voru fyrir varðskip.
ið Þór, sem þá var á leið til Seyð
isfjarðar, að koma flugbátnum
til aðstoðar, en flugbáturinn gat
ekki beitt skotvopnum, þar sem
hann er óvopnaður.
Flóð á Akranesi
1 GÆ RKVÖLDI 'gerði hér á Akra-
nesi eitt af meiri flóðum sem hér
koma. Tók sjórinn nokkra steina
úr garðinum sem er umhverfia
skeljasandsþróna við sementsverk
smiðjuna. Sjórinn gekk yfir garð
inn í lón sem er innst þrónni, inn-
an við aðalsandbynginn. Á lóninu
var unglingspiltur að leika sér á
kajak. ÞótU þetta glæfralegt. óð
maður nokkur út í lónið og ætlaðl
að gripa kajakinn, en í þvi kom
alda og varð maðurinn frá að snúa
holdvotur, en pilturinn reri að.
Mikið af timbri barst frá höfninni
upp á skeljasandinn og einnig
hlóðs upp talsvert af timbri við
kranann sem notaður er við hafn-
arframkvæmdirnar hér. Einn ára-
bátur brotnaði lítilsháttar. — O.
Á FUNDI bæjarráðs er haldinn
var á þriðjudaginn, var samþykkt
lóðaúthlutun til K.F.U.M., en fé-
lagið hyggst reisa hús fyrir hina
miklu starfsemi sína við Dalbraut.
Er sú gata í hinu nýja hvei’fi
milli Kleppsvegar og Sundlauga-
vegar.