Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 14
n MORCvnrtr Flmmludagur 18. aprH 195T — Reykjavíkurbréf 3 íslandsmot á Akureyri um p’áskana kátíðlegar stundir TJm páskahelgrina verðttr mikið um dýrðir á Akureyri. Þrjú íslandsmót verða háð þar fyrir norðan, þ. e. Skíðamót íslands, Skákmót íslands og Bridgemót íslands. Mynd þessa tók ljósmyndari Mbl. fyr ír skömmu úr lofti, er hann flaug yfir Akureyri. Sýnir hún efsta hluta bæjarins og upp Glerárdal og Hliðarfjall. Að sönnu er nú minni snjór á Akureyri, en myndin gefur til kynna, að nægilegur snjór er þó í Hliðarfjalli, en þar mun skiðamctið fara fram í námunda við skíðahótel Ferðamálafélags Ak. ureyrar, sem er í byggingu hátt uppi í Hliðarfjalli (dökkur díll ofarlega á myndinni til hægri'. Gert er ráð fyrir að mikill f jöldi fólks sæki Akureyring a heim um þessa páska eins og oft hefur verið áður. Framh. af bls. 13 Akranesi og í Grindavík, sem báðum lauk með kauphækkun- Mi. Síðan varð verkíall flugmanna, hálaunamanna miðað við ís- lenzka staðhætti, og lauk því fyr- ir forgöngu sjálfrar rikisstjórnar innar með veitingu mikilla fríð- inda, sem metin hafa verið á borð við 30—40% kauphækkun. Skömmu siðar tók við verk- fall farmanna, er stóð nær 4 vik- ur. Þeir fengu kauphækkun allt að 8% og leyndi sér ekki að ríkis- skip og S.Í.S. höfðu forystu um þær hækkanir. Allir þjóðhollir menn hljóta að vera sammála um, að vinnufrið- ur er æskiiegur. En hann fæst ekki með því einu að fullyrða að hann sé fyrir hendi, heldur ein- ungis með þeirri staðreynd að svo sé. Þeir beygðu hjá 1 ALÞÝÐUBL.AÐINU hinn 10. apríl var sagt um fyrrverandi ráðherra: „Þeir beygðu hjá eins og Pétur Gautur. Núverandi rík- isstjórn gengur hins vegar til verks“. Auðvitað var fyrrverandi ríkisstjórn ekki gallalaus og leysti ekki allan vanda. Færi betur, ef svo reyndist, að núver- andi stjórn bætti þar um. En því miður vantar þar enn töluvert á. M. a. viðurkenndi Tíminn 20. marz eftir miðstjórnarfund Fram sóknarflokksins allt annað. Þá var þar sagt í forystugrein: „Þær skoðanir komu fram, að heppilegra myndi hafa verði að gera róttækari og óflóknari ráð- stafanir í efnahagsmálunum um seinustu áramót------“. Allir vita að hér er vægilega til orða tekið og Sízt of mikið gert úr ágöllunum á ráðstöfun- um núverandi stjórnar. Er sann- mæli 'sem merkur maður, er aldrei hefur talizt til Sjálfstæð- isflokksins, nýlega sagði: „Núver andi stjórn hefur engan vanda leyst. Hækkunar-hjólið snýst að- eins örar en nokkru sinni fyrr“ Þetta er dómur þeirra, sem ut- an við standa en vel fylgjast með. Stjórnarliðar sjálfir viður- kenna og réttmæti þessa dóms með þagnarviðleitni sinni. Ef þeir væru ánægðir með fram- vindu hlutanna ,eins og hún er, mundu þeir halda helztu tíðind- um á lofti í stað þess að reyna að láta þau gleymast í þagnar- hjúpnum. Sjö aurar á mjólkurlíter MIKLA athygli hlýtur t.d. að vekja, að Tíminn, málgagn for- sætis- og landbúnaðarráðherrans, skuli enn ekki hafa skýrt frá því, j að fyrir nokkrum vikum var á- kveðið að hækka niðurgreiðslur úr ríkissjóði á mjólk, svo nemur 7 aurum á hvern lítra. Sú ráð- stöfun hefur vissulega við rík rök að styðjast. Flutningskostnaður hefur aukizt, ekki sízt vegna hinna háu flutningsgjalda, sem Hamrafellinu hafa verið greidd, og eðlilegt er að jafna verð á mjólk milli landshluta. En þessi mál þurfa skýringar við, og enn og aftur verður að segja, að það vekur tortryggni að reynt er að þegja um slíkar ráð- stafanir í stað þess að skýra frá þeim jafnóðum og gera öllum að- ilum grein fyrir þeim. Þar eiga ekki aðeins bændur í hlut, þó að þetta skipti þá mestu máli, held- ur einnig aðrir landsmenn, sem bæði neyta mjólkurinnar og greiða að sínum hluta skatta til að standa undir þessum greiðslum. Kammermúsikklúbburinn. Kammermúsikklúbburinn hélt þriðju tónleika sína í Melaskólan- um í s.l. viku. Verkefni voru: Cellosónata eftir R. Strauss, Fantasístykki eftir Rób. Schu- mann og Tríó eftir Brahms fyrir cello. klarinett og píanó. Jórunn Viðar lék á píanó, Einar Vigfús- son cello og Egill Jónsson á klari nettu. Allt eru þetta mjög yndis- leg verk og tilvalin fyrir stofu- tónleika. Leikur þeirra Jórunnar Viðar, Egils og Einars var víða fágaður og þó þróttmikill og lif- andi. Þessir þrír afbragðs hljóð- færaleikarar eru tvímælalaust úr hópi þeirra fáu, sem gera það kleift að halda hér lifandi starf- semi af þessu tagi. Enginn mun hafa farið ósnortinn af fundi þeirra þremenninganna því þetta var hátíðleg stund. Er mjög á- nægjulegt að sjá að þessi starf- semi ætlar að eignast fleiri og fleiri aðdáendur. kvartettinn mun vera einn bezti kvartett Tékka og er þá í raun og veru ekki þörf fleiri orða, því einn þeirra Pragarkvartettinn hefir verið hér áður og reyndist koma hans öllum hér ógleyman- leg. Smetanakvartettinn kom hér við á leið sinni frá U.S.A. þar sem hann hélt yfir 30 tónleika, við mikinn orðstír. Verkefnin voru eftir þrjú höf- uðtónskáld Tékka, Smetana. Jan- achek og Dvorak, og ennfremur eftir Mozart, Beethoven og Bra- hms. Túlkun þeirra á tónskáld- um Tékka var vissulega hafin yf-! ir alla gagnrýni, kunnáttu þeirra, fáguðum leik og tilþrifum verður ekki reynt að lýsa. Og hin sári tregi og dillandi kátinu, sem oft skiptist . á í verkum þessara manna, kom vel fram í leik þeirra fjórmenninganna og snerti áheyrendur djúpt og innilega. Meðferð þeirra á klassísku meist urunum var með sama menning- ar- og snilldarbrag. Þetta eru allt ungir menn og gætti þess að nokkru í meðferðinni á verkum Beethovens, Brahms og Mozarts. Gott er þegar slíkir gestir sækja ! okkur heim. Vikar. Jónimt Bjiirg Jónsdóuár Hallur Pálssor MERKISHJÓN ÁTTRÆÐ ATTATÍU ára verða í þessum mánuði hjónin Jónína Björg Jónsdóttir og Hallur Pálsson á Búðum í Fáskrúðsfirði. Björg er fædd að Blómsturvöllum í Eski- firði þann 28. apríl 1877, en Hallur er fæddur 19. apríl 1877 á Við- borði í Hornafirði. Bæði eru þau alin upp á Austfjörðum og á svip- uðum slóðum og kynntust ung að aldri. Gengu þau í hjónaband 21 árs gömul og settu saman bú að Nýjabæ á Búðum og hafa búið þar samfleytt siðan. Eiga þau Björg og Hallur því sextíu ára hjúskaparafmæli á næsta ári. Heimili þeirra hefur alla tíð verið mjög myndarlegt og aðlað- andi, og má eflaust rekja til þess, að sambúð þeirra hjóna hefur verið einstaklega hugljúf. Minnist ég ekki að hafa kynnzt samhent- ari hjónum í öllum sinum bú- skap. Þau eignuðust fjórar dætur, sem allar eru á lífi, tvær búsettar á Fáskrúðsfirði, þær Ásta og Jónína, en Helga og Valgerður búa í Reykjavík. Hallur sótti sjó lengi framan af bæði á mótorbátum og togurum. Síðan hefur hann unnið alla al- genga vinnu í landi, og er vel ern ennþá og vinnur fullan vinnu- dag. Hallur hefur ávallt þótt góð- trr verkmaður og traustur, hvort heldur var á sjó eða við land- vinnu. Sá er þessar linur ritar hefur ríka ástæðu til að þakka þeim Björgu og Halli gömul kynni og sérlega ánægjulega samleið og árna þeim velfamaðar ólifuð ár. Fjölmargir Fáskrúðsfirðingar munu taka undir þær óskir. Vinur SMETANAKVARTETTINN Hér voru í sl. viku á ferðinni, á vegum Tónlistarfélagsins, fjór- menningar frá Prag, heimsfrægur kvartett, sem víða hefir farið og vakið mikla hrifningu. Smetana- Sinfóníuhljómsveit íslnnds Sinfóníuhljómsveitin hefir und anfarið haldið tvo tónleika, al- þýðutónleika, sem Pampincler ' stjórnaði og í fyrrakv. voru sin- — f ÞRÓTTI R una í byrjun leiksins, en KR-ing- ar sóttu á og voru yfir í hálfleik 20:15. í siðari hálfleik virtist KR- inga skorta úthald, og opnaðist vörn þeirra mjög mikið. Háskól- inn vann leikinn 55:43. Af ein- staklingum setti Þórir Ólafsson flest stig, 30, en hjá KR var Pét- ur Rögnvaldsson stigahæstur með 13 stig. Frh. afbls.ll fram á síðustu sek., og lauk með sigri ÍR 34:33. í hálfleik stóðu leikar 17:17. Eftir hlé tókst ÍR- ingum að ná 6 stiga forystu, og héldu þeir henni mest allan hálf- leikinn, en Gosar minnkuðu bil- ið mjög á síðustu mínútum leiks- ins. Af ÍR-ingum var Helgi Jó- hannsson traustastur og setti 15 stig. Ingi Þór setti 8 stig og Helgi Jónsson 7. Gosar sýndu ágætan leik, og eftir gangi leiksins hefði sigurinn eins vel getað orðdð þeirra. Lið þeirra er jafnt, en í þessum leik voru beztir Geir Kristjánsson, sem setti 13 stig, og Ingi Þorsteinsson, sem setti 7 stig. ÍR-ingar eru því eftir þennan leik orðnir íslandsmeist- arar í körfuknattleik 1957. Hafa þeir sigrað alla leiki sína í mót- inu og hlotið 8 stig. Eru þeir því vel að sigrinum komnir. í liði ÍR eru þessir menn: Gunnar Petersen, Helgi Jóhannsson fyr- irliði, Helgi Jónsson, Ingi Þór Stefánsson, Lárus Lárusson, Rós- mundur Guðmundsson og Svav- ar Árnason. Annar leikur kvöldsins var einnig í mfl. karla milli KR og Háskólans. Háskólinn tók foryst- Knattspyrna Frh. afbls.ll land—Belgia miðvikudaginn þar á eflir. í frjálsíþróttum hefst keppni 30. maí með EÓP-mótinu, síð- an verða ÍR-mót um 20. júní, landskeppni við Dani 1. og 2. júlí, Meistaramót Reykjavík- ur 13. og 14. júlí, og Meist- aramót fslands 17.—19. ágúst. Yfir sumarmánuðina verður því keppni að' meðaltali annan hvern dag á íþróttavellinum, því 70 keppnisdagar verða á 5 mánuðum, en s. 1. vetur fór fram keppni rúmlega 100 sinn- um á 7 mánuðum í Sundhöll Reykjavíkur og íþróttahúsinu við Hálogaland og er því kappmót eða kappleikur annan hvern dag allt árið um kring hér í Reykja- vík. fóníutónleikar undir stjórn Olav* Kiellands. Þetta eru aðrir alþýðutónleik- arnir, sem sveitin heldur í vetur cg voru þessir á margan hátt betri, efnisvalið fjölbreyttara og stjórnandinn naut sín betur. Ein- söngvarar voru Hanna Bjarna- dóttir og Guðmundur Jónsson. Verkefnin voru yfirleitt aðgengi- leg, skiptust á eldri meistarar og nútíma tónskáld. Mesta athygli vakti verk eftir Benjamín Britten og sýnir það að nýrri tónlist er að ná tökum á fólki hér eins og annars staðar. Pampincler er dug andi stjórnandi, nákvæmur og vandvirkur og hann hefir mikið temperament. Athyglisvert var að þessir tónieikar voru mikið sóttir af ungu fólki. Það kemur alltaf nýr svipur á tónlistarlífið er Oiav Kieiland er hér. Hann hefir líka átt mestan þátt í því að þjálfa sveitina og er mjög vinsæll af tónlistarmönn- um. Verkefni valdi hann eftir Svendsen, Karnival í París, Píanó konsert eftir Schumann og 4. sinfóníu Brahms. Jórunn Viðar var einleikari. Jórunn er einn af okkar alira beztu píanistum. Hún lifir og hrærist í listinni af full- kominni ástríðu. Leikur frúarinn ar var í senn mjög hispurslaus og ekta og manneskjulega hlýr eins og listakonan sjálf. Tónleikunum lauk með einu af uppáhaldsverk- um stjórnandans, fjórðu Brahms, og var meðferðin algerlega kiell- önsk, hver hreyfing lifuð með taugum og hjarta og stjórnin þó mjög nákvæm og í anda meistar- ans. Fagnaðarlátum ætlaði ekki að linna, sérstaklega var frúnní fagnað ákaft. Vikar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.