Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 18. april 1957
MO^nnNfíT 4 T)1Ð
13
Reykjavíkurbréf:
Miðvikudagur 17, april
Páskahelgin - Neskirkja - Alit ílagi, eí enginn veit - Á að leyna stjórnaratliöfnam? - Launung
skapar tortryggni - Af liverju var þagað um kauphækkun SÍS? - Mátti ekki nefna hækkun grunn-
kaups - 15-18% kauphækkun - Vinnudeilurnar - Þeir beygðu hjá - Sjö aurar á mjólkurlítra.
in til launungar verður óhjá-i til samræmingar við hækkanir,
sem aðrir höfðu fengið löngu áð-
Páskahelgin
ÍSLENDINGAR og aðrar norræn
ar þjóðir halda upp á lengri
páskahelgi en flestir aðrir. Með
því er ekki sagt, að fslendingar
öðrum fremur, kunni að meta
hinn trúarlega boðskap pásk-
anna. Hinir mörgu helgidagar
um páskana eru orðin venja enda
hafa margir bætt laugardeginum
fyrir páska við fríið. Segja má og,
að okkur veiti ekki af nokkurri
upplyftingu eftir vetrarmyrkur
og hrakviðri.
En hollt er að leiða hugann að
því af hverju páskar eru haldn-
ir hátíðlegir, og verður það bezt
gert með því að ganga 1 kirkju
einhvern helgidaginn. Helgidóm-
ur páskanna ætti að vera okkur
íslendingum því hugstæðari sem
við hann er tengdur einn ágæt-
asti ljóðaflokkur, sem ortur hef-
ur verið á íslandi, Passíusálm-
arnir eftir Hallgrím Pétursson.
Einmitt í ævi Hallgríms sjálfs
sannaðist einn mikilsverðasti
þáttur páskaboðskaparins. Sigur
andans yfir efninu. Þar kom í
ljós, hvernig maður í ýtrustu
holdlegri neyð getur kveðið ó-
dauðleg ljóð.
Neskirkja
ÁNÆGJUEFNI er, að Neskirkja
skuli nú tekin til notkunar. Hún
er mikið og einkennilegt hús að
sjá. Um byggingu hennar stóðu
og nokkrar deilur áður fyrr. Nú
munu flestir sammála um, að
hún skapi skemmtilegt tilbrigði í
útliti bæjarins, og fagna því, að
hér skuli ekki allt steypt í sama
mót. Þeir, sem átt hafa þess kost
að skoða kirkjuna hið innra láta
og mikið af.
Nú ríður á, að kirkjan þjóni
tilgangi sínum og verði það safn-
aðarheimili, sem henni er ætl-
að. Séra Jón Thorarensen er
manna líklegastur til að hæna
menn að kirkju sinni og flytja
þar þann boðskap, sem öllum
verði til sálubótar. Sjálfur á hann
mikinn þátt í, að kirkjan er kom-
in upp, en er þó manna fúsastur
til að viðurkenna góðan hlut ým-
issa annarra. Að öðrum ólöstuð-
um ber þar fremst að minnast
ágætismannsins Sigurjóns heit-
ins Péturssonar í Ræsi.
Allt í lagi ef enginn
veit
GUNNAR Gunnarsson skáld
hafði orð á því fyrir nokkrum ár-
um, hversu ríkur sá hugsunar-
háttur virtist vera á íslandi, að
litlu máli skipti, þó að eitthvað
væri gert, sem ekki ætti að gera,
aðeins ef það kæmist ekki upp
eða til almannavitundar. Ber
ekki að neita, að mikið er til í
þessari aðvörun skáldsins. Eng-
in skyldi telja sig þar undanþeg-
inn eða segja sjálfan sig flekk-
lausan fremur í þeim efnum en
öðrum. Allir hafa eitthvað gert,
sem þeir vona að leynt fari.
Því hugarfari að geyma með
sjálfum sér það, sem miður hef-
ur farið, fylgja ýmsar hættur. Sú
stofnun, með vestrænum þjóðum,
sem bezt þekkir til sálgæzlu og
í þeim efnum hefur mesta reynsl
una er kaþólska kirkjan. Hún
hefur þann hátt að láta menn
ganga til skrifta. Með því létta
þeir í senn af sér áhyggjunum
af misgerðum sínum og gera sér
betur grein fyrir því en ella, að
þeir eiga að lokum að standa
reikningsskap gerða sinna.
Á að leyna
stjórnarathöfnum?
SVO varhugaverður, sem sá
háttur er, fyrir einstakling, að
ætla að öllu sé borgið, ef aðrir
komast ekki að misgerðum
hans, þá verður slíkt sýnu
hættulegra í opinberu lífi. Þau
furðulegu tíðindi hafa samt gerzt
hér á landi síðustu mánuðina,
að stjórnarvöldin ætlast til þess,
að þagað sé um ýmsar helztu
athafnir þeirra. Þetta hefur kom-
ið fram í mörgu en í fáu betur
en afstöðunni til kaupgjaldsmál-
anna.
Gætir þar raunar töluverðs ó-
samræmis, því að öðru hvoru
taka sum stjórnarblöðin sig til
og hæla sér og sínum mönnum
af þeim miklu kauphækkunum,
sem orðið hafa. Má þar t.d. minna
á frásagnir Alþýðublaðsins af
lausn farmannadeilunnar eftir 4
vikna verkfall og fullyrðingar
Þjóðviljans um, að sjómenn hafi
fengið 15—18% kauphækkun um
áramótin fyrir atbeina Lúðvíks
Jósefssonar. Tíminn, málgagn for
sætisráðherrans, læzt aftur á
móti ekki sjá þessar frásagnir
samstarfsblaðanna heldur hamast
gegn Sjálfstæðisblöðunum og þá
einkum Morgunblaðinu fyrir, að
það sé að egna til kauphækkana
með því að skýra satt og rétt
frá þeim atburðum, sem gerzt
hafa.
Tíminn orðar þetta svo í morg-
un, miðvikudag 17. apríl:
„A sama hátt smjattar Mbl. á
hverri lagfæringu, sem gerð hef-
ur verið undanfarið á kaupsamn-
ingum. Tilgangurinn er auðsær.
Með þessu á að vekja óánægju
fólks--------
Þá er ekki lengur auðvelt að
lifa, ef það er orðið ljótt að
segja frá „lagfæringum", og „lag-
færingarnar“ eru líklegastar til
að vekja óánægju fólks!
Launung skapar
tortryggni
NÚ er það svo, að enginn flokk-
ur hefur verið samkvæmari sjálf-
um sér í því en Sjálfstæðisflokk-
urinn að vara við kauphækkun-
um, er ekki hefðu stoð í efna-
hagslífi þjóðarinnar. Morgunblað
ið hefur og oft legið undir hörðu
ámæli andstæðinganna fyrir ein-
sýni í þessum efnum. í þessu til-
felli er hins vegar ekki um það
að ræða, hvort kauphækkanir eru
æskilegar eða ekki, heldur þá
einföldu staðreynd, hvort þær
hafi átt sér stað hér á landi hina
síðustu mánuði. Það eru stað-
reyndir, sem ekki ætti að þurfa
að þræta um, né heldur ætti að
vera deila um, hvort almenning-
ur eigi rétt á að fá vitneskju.
um slíkar hækkanir, ef þær hafa
orðið. Því að vitanlega hljóta
þær staðreyndir að móta mat
manna á því, hvert ástandið raun
verulega er, alveg eins og hver
um sig hlýtur að spyrja, af
hverju þessi fékk kauphækkun,
oft fyrir atbeina sjálfrar ríkis-
stjórnarinnar, en ekki hinn.
Allt eru þetta atrið.i, sem ekki
aðeins er nauðsynlegt heldur
einnig hollt að rædd séu í al-
manna áheyrn. Enginn skyldi
halda, að slíkum staðreyndum
verði til lengdar haldið leyndum.
Launung kann að takast um sinn,
en aðeins skamma hríð. Tilraun-
kvæmilega til að skapa tor-
tryggni. Niðurbæld tortryggni og
vantrú á því, að blöð og frétta-
stofnanir segi sannleikann og
allan sannleikann, leiðir aftur á
móti til enn meiri öfga í kröfu-
gerð áður en yfir lýkur, en ef
satt er sagt frá hverju sinni og
mönnum gefið færi á að dæma
eftir framkomnum rökum um á-
stæðurnar fyrir þeim breytingum
og hækkunum sem gerðar eru.
Óþarfi ætti að vera að rekja þessi
auðsæu sannindi, en svo er nú
komið í þjóðfélagi okkar, að þau
verður að endurtaka æ ofan í æ
vegna þess, að sífellt gefast ný
tilefni.
Af hverju var þagað
um kauphækkun
S.Í.S.?
KAUPFESTINGARLÖGIN, sem
sett voru sl. sumar, bönnuðu að
vísu ekki berum orðum grunn-
kaupshækkun. En á því var
byggt, að hún væri ekki gerð
meðan lögin voru í gildi, enda
hefði almenn grunnkaupshækk-
un með öllu gert lögin tilgangs-
laus.
Því fremur hlýtur það að vekja
furðu, að S.Í.S., þar sem sjálfur
fjármálaráðherrann er varafor-
maður, skuli hafa veitt starfs-
mönnum sínum alm. grunnkaups-
hækkun skömmu fyrir jól á með-
an kaupfestingarlögin enn voru
í gildi. Sú kauphækkun getur
ekki hafa orðið án vitundar rík-
isstjórnarinnar. Að vísu er sagt,
að kauphækkunin hafi verið gerð
ur. Þessa skýringu hafa menn
heyrt á öllum hækkunum,
sem orðið hafa á undanförnum
árum, svo að hún kemur engura
á óvart. Hitt er nýtt, að svo stór-
felldri kauphækkun, sem þessari
sé reynt að halda leyndri fyrir
almenningi. Það var ekki fyr en
Morgunblaðið skýrði frá því, að
hækkunin hefði átt sér stað, sem
forstjóri Sambandsins staðfesti
hækkunina, raunar í afsökunar-
tón, í Tímanum. Ef skýringa er
þörf og svo er vissulega hér, af
hverju voru þær þá ekki gefnar
þegar í stað og tilefnislaust af
hálfu annarra? Ef allt er með
felldu, af hverju er þá ekki rétt
frá sagt þegar í upphafi og komið
í veg fyrir, að nokkur tortryggni
vaknaði?
Mátti ekki nefna
hækkun grunnkaups
SVIPUÐ var aðferðin um kaup-
hækkun þá, sem blaðamenn
fengu um miðjan desember.
Henni var raunar ekki hægt að
halda leyndri af því, að blaða-
menn höfðu boðað verkfall, og
einhverja skýringu varð að gefa
á því, að ekkert varð úr verkfall-
inu. Hækkunina, sem veitt var,
og í eðli sínu var ekkert annað
en grunnkaupshækkun, mátti
með engu móti nefna réttu nafni.
Það leyndi sér ekki, að verið
var að fara í kringum staðreynd-
ir. Almenningur mátti ekki fá
vitneskju um hina raunverulegu
atburðarás, heldur varð að klæða
hana í það form, sem ríkis-
stjórnin taldi sjálfri sér bezt
henta.
15—18% kauphækkun
ENN merkilegra er það, að við
meðferð jólagjafafrumvarpsins í
vetur, reyndist ómögulegt, að fá
skýrslu um það á Alþingi, hver
hlutur útvegsmanna og hlutar-
sjómanna ætti í raun og veru að
verða. Þær tölur, sem settar voru
fram í frumvarpinu, voru svo um
búðum búnar og óljósar, að ó-
gerningur var að átta sig á þeim
á svo skammri stundu sem alþing
ismenn höfðu til meðferðar máls-
ins. Á þetta var þá þegar bent
og sýnt fram á að einmitt þessi
feluleikur í frumvarpinu gerði
það að verkum, að óverjandi
væri að samþykkja það eins og á
stóð. Hulan yfir raunverulegum
hlut útgerðarmanna og sjómanna
var aðeins eitt dæmi margs ann-
ars, sem var án allrar greinar-
gerðar í frumvarpinu.
Það var svo ekki fyrr en 2—3
mánuðum síðar í umræðum um
allt annað mál, sem Lúðvík
Jósefsson skýrði frá því á Alþingi,
að sjómenn hefðu fengið 15—18%
launahækkun með þessum ráð-
stöfunum. Þessir menn eiga öll-
um mönnum fremur að bera góð-
an hlut frá borði. Því minni á-
stæða hefði átt • að vera til þess
að fara leynt með það mánuðum
saman, hver hækkun þeim var
ætluð. Jafnvel þann dag í dag
mun Tíminn enn ekki hafa skýrt
frá því hversu haékkunin var
mikil. Hvernig á almenningur að
átta sig á vanda þjóðlífsins, þeg-
ar þannig er af forystuliðum þag-
að um þær staðreyndir, sem meg-
inmáli skipta?
Vinnudeilurnar
ÞÁ er sagan um, að hér hafi ríkt
stöðugur vinnufriður frá því að
núverandi stjórn tók við völdum.
Frá áramótum hefur þó hvert
verkfallið rekið annað, fyrst á
Framh. á bls 14
Neskirkja í Reykjavík. —Ljósm.: Mbl. Ól. K. M.