Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 12
12 MORGVWBLAmrt Fimmtudagur 18. apríl 1957 ► Crtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgrciðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Aðeins óbyrg og heiðarleg síjórn- arslefna leysir vanda okkar UTAN UR HEIMI iil Mynni Rance-fljótsins. — Stiflugaiðui'inn vevour byggður þar, sein hvita líuan er diegin ætla að virkja sjávarföllin Á HINUM kyrru dögum páska- vikunnar gefst tækifæri til þess að staldra lítillega við og skyggn ast um í íslenzku þjóðlífi í dag. í raun og veru er það einnig nauðsynlegt að gefa sér tóm til þess að líta yfir farinn veg og freista þess jafnframt að gera sér ljóst, hvert stefni. Þetta er ekki hvað sízt gagnlegt vegna þess hraða, sem einkennir í vax- andi mæli líf nútímamannsins, einnig hér í okkar litla og fá- menna þjóðfélagi. önn dagsins dreifir oft athygli fólksins frá því, sem er að gerast í hinum stærri dráttum. Menn skynja fyrst og fremst áhrif andartaks- ins, hina líðandi stund. En mitt í hringiðu hraðaald- arinnar þrá einstaklingarnir und- ir niðri kyrrlátar íhugunarstund- ir. Þær veitast aðeins of fáum og of sjaldan.Menn telja sér a.m. k. trú um, að þeir hafi ekki tíma til hvíldar og íhugunar, álíta sig svo ómissandi hver á sínum stað, að allt fari í handaskolum ef þeir hverfi frá nokkra daga eða vik- ur. Það er þessi oftrú margra manna á sjálfum sér, sem sviptir fjölda þjóðfélaga um þéssar mundir starfskröftum margra góðra manna, langt fyrir aldur fram. Enginn maður er ómiss- andi. Það kemur ávallt maður í manns stað og lífið gengur sinn gang eftir sem áður. í leit að rósemi hugans Þrátt fyrir dýrkun nútíma- mannsins á hraðanum er þó svo komið, að honum er orðið ljóst, að hraði og tækniþróun er ekki einhlítt til þess að skapa fullkomið og þroska- vænlegt þjóðfélag og fagurt mannlíf. Hraðadýrkunin getur þvert á móti svipt manninn rósemi hugans og truflað and- legt jafnvægi hans. Á grundvelli þessa skilnings leitar nútímamaðurinn í vaxandi mæli griðastaða og skjóls frá þeirri vélrænu hringiðu, sem dag legt líf hans og starf er orðið. Það er eitt af hlutverkum þjóð- félaganna í dag að styðja og hjálpa einstaklingunum í þessari leit þeirra að jafnvægi og ró- semi hugans. Uppeldis- og menn ingarstofnanir verða að leggja þar hönd á plóginn. Blöð og út- varp geta þar lagt fram sinn skerf. Þessar áhrifamiklu frétta- stofnanir geta stuðlað að heil- brigðu mati fólksins á því, sem gefur lífinu raunverulegt gildi og skapar einstaklingnum and- leg og efnisleg þroskaskilyrði. Þetta er m.a. ástæða til þess að íhuga á þeim kyrrlátu dög- um, sem framundan eru og fjöldi fólks í öllum kristnum löndum notar til fjallaferða, hvíldar og hressingar frá önn hins daglega lífs. Hvert stefnir í okkar þjóðfélagi? En eins og einstaklingur at- hugar sinn gang á tímamótum verður þjóðfélagið að gera sér ljóst, hvernig hagur þess sé og hvert stefni um mál þess. Því miður verður sú staðreynd ekki sniðgengin, að um margt horfir óvænlega í hinu íslenzka þjóðfélagi í dag. Þjóðin er e.t.v. sundraðri ea nokkru sinni á hinu stutta tímabili, sem liðið er frá stofnun lýðveldis á fs- landi. Hér situr að vísu ríkis- stjórn, sem studd er af þremur stjórnmálaflokkum er hlutu rúm lega helming atkvæða við síð- ustu alþingiskosningar. Engu að síður nýtur þessi ríkisstjórn ekki trausts nema hjá örlitlum hluta þjóðarinnar. Ástæður þess eru ýmsar, m.a. sú, að stjórnin er mynduð af flokkum með gerólíkar stefnur. Þessir flokkar vantreysta hver öðrum og klögumálin gangá á víxl milli þeirra, bæði leynt og ljóst. Einn af stjórnarflokkunum er einræðisflokkur, sem lýtur stjórn erlends herveldis og geng- ur erinda þess, hvenær sem tæki- færi gefst. Yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar fyrirlítur þenn an flokk og telur stjórnarþátt- töku hans hrapalegt glapræði. Þegar við þetta bætist, að svo að segja allir hugsandi menn við- urkenna, að engin ríkisstjórn hafi svikið jafnhroðalega öll sín lof- orð sín og þessi stjórn, verður auðsætt að þjóðin hlýtur að van- treysta henni. Öngþveiti í efnahagsmálum Ef efnahagsmál okkar eru krufin til mergjar verður það ljóst að þar er nú að skapast al- gert öngþveiti. Þeir erfiðleikar, sem spruttu af hinum pólitísku verkföllum og hernaðaraðgerð- um kommúnista fyrir tveimur árum og voru viðráðanlegir fyrir einu ári eru nú að verða óviðráð- anlegir. Enda þótt núverandi stjórn hafi margfellt gengi krón- unnar dugar það ekkert til þess að koma framleiðslunni á rétt- an kjöl. Sparifjármyndun þjóð- arinnar hefur stöðvazt og fjár- magn skortir til nauðsyniegustu framkvæmda. Verðlag og kaup- gjald hækkar og svikamylla dýr tíðarinnar er í fullum gangi. Þannig er þá myndin af við- horfunum í íslenzkum efnahags- málum í dag. Þessir erfiðleikar verða ekki sigraðir með úrræðum yinstri stjórnarinnar, loforð um um „raunhæfar aðgerðir“, sem aldrei sjá dagsins ljós. Þeir verða heidur ekki sigr- aðir með rakalausum fullyrð- ingum um „arf“ frá fyrrver- andi stjórn, sem öil vand- kvæði hafi skapað. Aðeins ábyrg og heiðarleg stjórn- arstefna og skilningur og traust fólksins á henni getur leyst vanda okkar. Frakkar M iYJ.eð hverju árinu sem líður gætir vaxandi orkuþarfar iðnaðarins í Frakklandi. Þannig er það með flest Evrópulönd. Fáir eru þó jafnilla á vegi stadd- ir á þessu sviði og Frakkar, því að þeir verða að flytja nær alla orkugjafa inn. Nú þegar eru þeir stærstu orkuinnflytjendur Evrópu — og ef fer sem horfir — munu þeir verða að auka inn- flutninginn um ailt að 50 mill- jörðum á ári upp úr 1970. N l"ú þegar hafa Frakkar virkjað öll helztu vatnsföll lands- ins. Kolainnflutningnum eru tak- mörk sett — og sýnt er, að ekki verður hægt að auka vinnslu úr kolanámum Frakklands. Fuilvíst er, að framleiðsla rafmagns með kjarnorku verður ekki hafin að neinu ráði innan næstu 20 ára — og þess vegna er sýnt, að Frakkar verða að gera einhverjar hagfelldar ráðstafanir til úrbóta, ef orkuþörfinni á að verða full- nægt. að er þess vegna að franskir vísindamenn hafa nú tekið saman höndum og eru um þessar mundir að ráðast í eitt hið mesta stórvirki, sem mun valda tímamótum í tækni sögunni. Frakkar ætla sem sé að nota snúning jarðarinnar og áhrif tunglsins á hana sem orkugjafa: Sjávarföllin. Hugmyndin er ekki ný. f nokkra áratugi hefur hin geysimikla orka, sem býr í sjávar föllunum, freistað margra vís- indamanna. Meira að segja skaut þeirri hugmynd upp í Bandaríkj- unum skömmu eftir 1920 að nota sjávarföllin í Passamaquoddy- flóanum í Maine til rafmagns- framleiðsiu. Aldrei varð samt úr framkvæmdum — aðallega vegna fjárhagsörðuleika. Nú hafa franskir vísindamenn tekið að sér að koma verkinu í framkvæmd — og hefur franska þingið sam- þykkt að því skuli flýtt sem kost- ur er á. B ygging þessa fyrsta „tunglorkuvers" hefst nú í vor —■ og áætlað er, að fulllokið verði því 1963. Sennilega verður hægt að taka orkuverið í not- kun að einhverju leyti áður en það verður fullgert, en reiknað er með, að það geti framleitt 800 milljónir kilowatta á ári, þegar allt verður komið í kring. Nægir það rafmagn til þess að lýsa upp öll frönsk heimili tvo mánuði ársins. 0 rkuverið verður ‘ byggt við ósa Rance-fljóts- ins, nokkru fyrir ofan gömlu hafnarborgina St. Maio — á strönd Brteagne-skagans. Verður byggður 730 m lang- ur stíflugarður yfir fljótið. Fljót- ið er dýpst um 48 m — og neðst á þeim hluta streymir sjórinn — inn á flóði — út við útfall — og í göngunum er komið fyrir rafölum með skrúfum, sem sjáv- arstraumurinn snýr. Verður stíflu garðurinn ekki hærri en svo, að á stórstraumsflóði stendur hann rúman metra upp fyrir vatns- borðið. Á fjöru er veggurinn yfir vatnsborðinu hins vegar 14—15 m hár. Slíkur er munur flóðs og fjöru á þessum stað. En framkvæmdir munu verða kostnaðarsamar. Þetta verður dýrasta orkuver, sem byggt hefur verið í Frakklandi. Verður þetta ekki of dýrt? — spyrja margir Frakkar. Nei, er svar vísindamannanna. Rafmagn ið verður ekkert dýrara en það, sem við framleiðum nú með kol- um. Þegar sjávarfallastraumur- inn er sterkastur á þeim stað, sem stíflan verður byggð, munu fara 25,000 rúmmetrar af sjó um göng- in á sekúndu. Magnið er 300 sinnum meira en í franska stór- fljótinu Rohne — og svipað og í Ohio-fljótinu í Bandaríkjunum. E n ekki verður ráð- izt í byggingu slíks stórvirk- is undirbúningslaust. Undan- farin ár hafa farið fram víð- tækar rannsóknir á verkefn- inu — og hefur m.a. verið byggt stórt líkan af stíflunni. Sandur sá, er fijótið ber til sjávar, hefur valdið sérfræð- ingunum nokkrum erfiðleik- um — svo og vöxturinn, sem hleypur í það að haustinu. En nú þykjast þeir hafa séð við öllu og munu ráðast í þessar kostnaðarsömu fram- kvæmdir fullir bjartsýni. Undanfarna vetur hafa skólabörn í Keflavik ekki getað stundað inniíþróttir, þar sem íþróttahús skólans hefur verið i smíðum. — f þess stað hefur börnunum verið kenndur dans og einnig hafa þau stundað allmikið útiíþróttir. — Einn sunnudagsmorgun minntust börnin 100 ára afmælis skólaíþróttanna með hjólreiðaferð. — Fór íþróttakennarinn, Höskuldur Goði Karlsson, með börnin að Stapa- felli. Er heim var komið úr þessari skemmtilegu ferð, hélt allur hópurinn í kirkju og hlýddi messu hjá séra Guðmundi Guðmunds- syni. Hér fremst á myndinni sést Höskuldur Goði með hópinn er lagt var af stað í ferðina. — Ingvar. (Ljósm, Heimir Stígsson)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.