Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 6
8
MORGVlVnr 4fíl»
Fimmíudagur 18. aprfl 195T
/ fáum orðum sagt: j
rTTTTTTTTt nr▼▼ WWT TTTT 1
Miðnætursamtal —
— TTIÐTAL. Það er ómögulegt.
T Nei, nei. Það á ekki að
tela við mig. Það borgar sig ekki.
Það hefur enga þýðingu! Ég er
■kki neitt, ég er ekki einusinni
naeðlimur í stjórnmálaflokki. —
Og þar að auki hefi ég alltaf ver-
iö talinn hættulegur maður. —
Veiztu hvað, ég hef forfært marg-
ar einfaldar sálir á lífsleiðinni?
Hef ég ekki eyðilagt rímið? Hef
ég ekki demoraliserað ungdóm-
inn í landinu? Og svo kemur þú,
blaðsunaður við borgaralegasta
og íhaldsamasta málgan þjóðar-
innar, og vilt hafa viðtal við mig.
Ertu orðinn vitlaus! Það væri
miklu nær að ég hefði viðtal við
þig. Mig hefur alltaf langað til
þess að vera blaðamaður. Það er
að minnsta kosti nógu heimsku-
legt og óheiðarlegt starf fyrir
hvern sem er. Já, ég gæti vel
hugsað mér að vera blaðamaður
hvar sem væri, nema helzt ekki
hjá Vísi.
Steinn Steinarr lyfti glasi sínu
til merkis um, að viðtalinu væri
lokið. Ég lét það ekkert á mig
fá, sat sem fastast og varákveðinn
í þvi að reyna. Það kemur óboð-
inn gestur inn í dyragættina og
ég geng þegar á lagið:
— Heyrðu, Steinn, þú átt mörg
húsdýr. Segðu mér, þykir þér
ekki vænt um dýrin þín?
— Jú, mér er vel við dýrin. Það
er gott fyrir mann eins og mig,
að umgangast hund og kött. Tíkin
íú arna er kannske ekki mjög
gáfuð, en hún leynir á sér, sem
maður segir. Hún er frekar litill-
ar ættar og full alþýðleg fyrir
minn smekk. Kötturinn er ágæt-
ur. Við vorum einu sinni miklir
vinir, en hann hefur fjarlægzt
mig nokkuð með aldrinum. Það
gengur svo. Hundamir í næstu
húsum koma oft í heimsókn. Þeir
setjast inn í eldhús, dilla sér öll-
um, velta vöngum og depla aug-
unum, það er alveg eins og þeir
séu að segja manni einhverjar
skrítnar fréttir, sem þéir vilja
helzt ekki að fari lengra. — Og
svo eru það hænsnin. Það var
mikið skrifað um hænsni í Þjóð-
viljanum sl. haust. Það er merki-
legt, hvað þeir Þjóðviljamenn
komast oft úr jafnvægi, þegar
þeir minnast á þetta tiltölulega
meinlausa fuglakyn. Ekki veit ég
hvað því veldur, en það mætti
segja mér, að Freud gamli hefði
ekki orðið hissa á því. — Og satt
er það, að ekki er það andlega
þroskandi að umgangast hænsni.
Þau eru ákaflega heimsk, fljót-
færin og uppstökk úr hófi fram,
ea það er nú strax úr þeim aftur,
sem betur fer.
Meðan þessu fór fram, klóraði
Steinn tíkinni bak við eyrað og
hún lagðist við fætur honum og
lét sér líða vel. Síðan stóð hún
upp og labbaði fram á gang, en
skáldið lokaði hurðinni á eftir
henni. Hann saup varlega á glas-
inu og svaraði næstu spurningu
ninni:
— Pólitík — æ-nei. Ég hef aldrei
verið mjög pólitískur maður.
Sumir halda því fram, að mér
sé illa við Rússa, það er hverju
orði sannara, ég hata þá og fyrir-
lit, þeir hafa svikið mig og alla
menn, þeir hafa gert vonir okk-
ar og drauma um betra og feg-
urra mannlíf að þáttöku í óaf-
náanlegum glæp. Hver sá kom-
.núnisti, sem ekki þorir að við-
urkenna þessa staðreynd fyrir
sjálfum sér og öðrum, hlýtur að
vera keyptur þræll, það er allt
og sumt — og nú skulum við
tala um eitthvað annað.
— Já, til dæmis um eitthvað,
sem hefur borið fyrir þig á lífs-
leiðinni.
— Komið fyrir mig? Já, ein-
mitt það! Ónei, það hefur í raun-
inni aldrei neitt komið fyrir mig.
Ég man meira að segja ekki eftir
Steinn Steinarr segir blaðamanni
fíhaldssamasta málgagns þjóðarinnar"
hug sinn allan
mér, fyrr en ég var kominn um
tvítugt eða rúmlega það —. Samt
sem áður getur það vel verið, að
ég hafi komið að Húsafelli í Borg
arfirði einn síðsumardag, þegar
ég var ungur maður. Kannske
hef ég setið að drykkju í París
eina kvöldstund fyrir mörgum
árum, kannske hef ég gengið um
göturnar í London einn sunnu-
dag um messutíman og beðið
þess, að bararnir væru opnaðir.
Einhverntíma held ég, að ég hafi
verið á ferðalagi um Miðjarðar-
hafið að nóttu til í miklu óveðri.
Ég er ekki viss um þetta, en það
er stundum eitthvað að þvælast
fyrir mér. Aftur á móti hef ég
hugsað mikið um dauðann. Dauð-
inn er hin eina staðreynd lífsins,
segir Hemingway. En það þýðir
ekki mikið að hugsa, maður
kemst aldrei að neinni niður-
stöðu. Það væri t. d. ákaflega
skemmtilegt, að geta trúað á
annað líf, eins og þeir kalla það
en það er dálítið erfitt, ég hef
aldrei fengið neinar sannanir fyr-
ir sliku. Nei, það hefur aldrei
neitt komið fyrir mig, ég hef
ekki einu sinni séð draug.
Og nú berst talið að skáldskap,
því að hvernig er hægt að ræða
við Stein Steinarr eina miðnæt-
ursstund, án þess að talið berist
að honum. Skáldið segir:
— Ég er alls ekki mikið gefinn
fyrir skáldskap. Þegar ég var
ungur maður, reyndi ég stundum
að „sjarmera" dömur með ljóða-
lestri. Það voru ekki ljóð eftir
mig, svo vitlaus var ég þó ekki,
þsð var t. d. þessi fallega vísa
eftir Sigurð heitrnn frá Arnar-
holti: Sefur sól hjá Ægi o.s.frv.
— En það tókst ekki, — því
miður!
— Á tímabili las ég allmikið
af bókum, skáldsögur, ljóð, leik-
rit, heimspeki, pólitík, guðsorð
og fræðibækur um alla skapaða
hluti. Frá þessum bóklestrarár-
um er mér það einna minnistæð-
ast, hvað mér þótti Bernard
Shaw leiðinlegur. Ég skal gjama
viðurkenna, að Hamsun, Hem-
ingway, og James Joyce hafa haft
meiri og varanlegri áhrif á mitt
svokallaða sálarlíf en nokkrir
aðrir menn. Þegar ég var dreng-
ur, las ég Ibsen gamla mér til
óbóta. Það er líklega þessvegna,
sem ég er svona skrítinn. Einu
sinni var ég óskaplega hrifinn af
T. S. Eliot. Það var kallað tilgerð
og hégómaskapur hjá mér, en
þótti gott samt. Ezra Pound er
mesta ljóskáld þessarar aldar og
þó eru sum kvæði hans svo leið-
inleg, að þau gætu líklega drep-
ið naut. Einar Benediktsson, ojá
. . . annars veit ég ekki hvað er
skáldskapur og hvað ekki. Eitt
fátæklegt vísukorn tuldra ég oft
fyrir munni mér, það er eftir full
orðinn hálfvita norður í landL
Hann heitir Hjörtur. Vísan er
svona:
Steinn Steinarr: „Ég hefði sennilega getað orðið góður drykkjumað-
ur, þó ég segi sjálfur frá...
Margir láta lágt við Hjört
en þó eru flestir
þeir, sem bera lsvítan skjört
og þeir eru verstir.
Steinn hellir aftur í glasið.
Nóttin úti er heit og björt en inni
ríkir djúp þögn, einkum þegar
skáldið talar:
— Áfengi, segir hann. Jájá. Ég
hefði sennilega getað orðið góður
drykkjumaður, þó að ég segi
sjálfur frá! Ég hef drukkið mik-
ið og vel og lengi, í Reykjavík,
Kaupmannahöfn, Stokkhólmi,
London, París, Hveragerði, Rúss-
landi og víðar. Það var mjög
skemmtilegt, skal ég segja þér,
það var eins og sitja langt inni
í einhverjum dularfullum skógi,
þar sem ljósið kemur neðanfrá,
og tala við ókunna guði. Ég svaf
aldrei, en stundum þegar líða tók
á nætur, var ég gripinn óviðráð-
anlegri söngnáttúru, slíkt og því
líkt kunni enginn að meta nema
kannske ég sjálfur. Það er eftir-
shrifar ur
daglega lifinu
ItTIKIÐ hefir verið rætt um lag-
1*1 ið Vagg og veltu og þá á-
kvörðun, að banna leik þess í út-
varpinu.
Lokm á deilunni.
DÁLKUNUM hafa borizt bréf
frá merku fólki, þar sem
þessi ákvörðun er rædd, og það
þá tekið til umræðu sem sumit
vilja halda fram, að hér sé farið
inn á hættulega braut hjá útvarp-
inu. Hætt sé við að frelsi þess sé
um of skert, og hér beri á slæmri
einræðiskennd, sem gjalda beri
varhug við.
Einn bréfritarinn segir: Er hér
ekki um gerræði að ræða, þar sem
margir fleiri danslagatextar hafa
verið leiknir engu skárri og ekki
bannaðir? Má þar taka sem dæmi
Áramótasyrpuna, en þar er sálmi
misþyrmt. Og hvað má segja um
lagið „Við komum allir“? Sá texti
er í sjálfu sér vel rímaður en er
ekki í honum brot á einu boðorð-
anna?
Ljóðelsk kona, F. K., ritar:
MIKIÐ var ég fegin þegar þvi
var hreyft í dálkunum yðar
hve ósmekklega og óviðeigandi
það væri að afbaka gamlan og
góðan skáldskap sem er manni
næstum eins og helgidómur, sér-
staklega það sem bundið er við
hugljúfar æskuminningar. Eg
man að ég lærði vísuna: Afi
minn fór á honum rauð á
knjám föður míns og var hún
það fyrsta sem ég lærði í bundnu
máli að undanskildum barna-
versunum.
Mikið hugsunarleysi.
VÍST er það svívirðilegt hugs-
unarleysi að afbaka verk góð
skálda okkar, eða heyrist nú ekki
lengur hið raunverulega undir-
spil sársauka og þjáninga ’em
felst í vísunni, Yfir kaldan eyði-
sand, og Enginn grætur íslend-
ing?
Ég vildi koma þökkum mínum
á framfæri við útvarpsráð
fyrir að Veltan hefir nú
verið tekin úr umferð. Nóg fær
mað ur að heyra samt af ósmekk-
legu dægurlagaþrasi.
Þættirnir Brúðkaupsferðin og
Um helgina hafa verið skemmti-
legir og sá síðarnefndi hefir einn-
ig verið harla fróðlegur oft á tíð •
um. Hann er éitt af því bezta sem
útvarpið hefir borið á borð fyrir
hlustendur. Ég vil fá meira að
heyra.
Velvakanda finnst að vísu nóg
komið af spjallinu um bannið á
Veltunni ,sem kom til skömmu
eftir að skorað hafði verið hér í
dálkunum á útvarpsráð að gera
svipaðar ráðstafanir. Það er eng-
um heiður að slíkum yrkingum,
og fáum skemmtun og því fór vel
að þessi ákvörðua skyldi vera
tekin.
Málfarið.
EN MEÐAN við erum að spjalia
um tónlistina í útvarpinu,
sem virðist vera eitt sígildasta
umræðuefnið í smáletursdálkum
dagblaðanna, þá vil ég geta þess
að málfræðingur bað fyrir nokkr-
ar línur hér í dálkunum.
Er það út af málfari eins unga
mannsins, sem annast dægunag-
þátt í útvarpinu. Hann er glaður
og skemmtilegur í kynningu sinni
á plötunum og ferst það verk á-
gætlega úr hendi, en málfarið er
miklu iakara en skyldi. Nýlega
talaði hann um „efnilega" plötu,
sem er auðvitað fjarri lagi og
bauð svo hlustendum „verulegra
gleðilegra páska“. Ekki er að efa
að ungi maðurinn gæti bætt úr
þessum ágöllum, ef hann vildi og
óskandi væri að hann gerði það.
Neskirkja.
MEÐ vígslu Neskirkju er brotið
nýtt blað í sögu kirkjubygg-
inga hér á landi. Á ég þar við út-
lit kirkjunnar og gerð, en hún er
að því leyti frábrugðin öðrum ís-
lenzkum kirkjum. Víða erlendis
hafa kirkjur verið byggðar í
mjög nýtízkulegum stíl, en sú þró
un hefir lítt látið á sér bera hér |
á landi.
Vafalaust mun sumum finnast,
að gamla kirkjubyggingarlagið sé
það smekklegasta og bezta, en
Neskirkja sýnir hins vegar, að
kirkja getur verið mjog tignar-
legt og fagurt hús, þótt brotið sé
upp á nýjum leiðum og nýjum stil
í húsagerðinni. Og nu þegar hún
I tektarvert, hvað sönglistin á erf-
itt uppdráttar í þessum heimL
Það er staðreynd, skal ég segja
þér, að mér var einu sinni neit-
að um afgreiðslu á stéttarkaffí
í Madrid um miðja nótt, sökunt
þess, að ég var að kveða Króka-
refsrímur fyrir konuna mína.
Svo er nú það, skal ég segja þér.
Fyrirgefðu að ég bæti alltaf við
hverja setningu þessum innihalds
lausu orðum: skal ég segja þér,
en það er gamall vani og þú skalt
ekki taka neitt mark á því. Ann-
ars þykir mér vænt um Spán,
þetta fagra, stolta, einmanalega
og sorgbitna land hefur aldrei
horfið úr huga mínum frá því
ég leit það í fyrsta sinn. —
— Okkar þjóð, okkar þjóð. Ég
er ekki viss um, að við séura
nein þjóð. Við erum miklu frem-
ur nokkurs konar útilegumenn,
nokkurs konar útilegumenn.
Fyrir þúsund árum vorum við
dæmdir til útlegðar á þessu eyði-
skeri, utan takmarka hins byggi-
lega heims. Ég veit ekki hvað við
höfðum til sakar unnið eða hvað
vakað hefur fyrir þeim mikla og
ókunna dómara, en það hefur
sjálfsagt verið gott og blessað.
— Og þegar ég var lítill dreng-
ur, var mér beinlínis kennt, að
við fslendingar hefðum einhverju
dularfullu forystuhlutverki að
gegna meðal þjóða heimsins, það
voru víst áhrif frá kenningum
Helga Péturs og skáldskap Ein-
ars Benediktssonar. Það er gam-
an að þessu, þó að það sé kannska
draumur smælingjans eða Messí-
asarkomplex sálsjúkra manna. —
Og ég man ekki betur en að
sjálfur Carlyle hafi einhverntíma
sagt, að við íslendingar höfum
bjargað, að minnsta kosti hálfri
heimsmenningunni frá glötun.
Þarna getur þú séð, þúsund ár
í eyðimörkinni — og hálfri heims
menningunni bjargað. Ég hef
alltaf haft tilhneigingu til þess
að skrifa orðið eyðimörk með
stórum staf, hvernig stendur á
því? Annars veit ég lítið ura
heimsmenninguna, ég veit bara
það eitt, að nóttin kemur, vest-
ræn menning hefur gengið í
hring, við erum komnir aftur tii
hinna „síðustu daga Rómverja“,
nóttin kemur, það eru engin ný
sannindi. Óswald Spengler hafði
rétt fyrir sér.
Nú reyndi ég að fá Stein til
að tala um sinn eigin skáldskap,
en það gekk erfiðlega. Hann fór
alltaf undan í flæmingi og talaði
um eitthvað annað, stundum ura
veðrið, stundum um tíkina, stund
um um Sigurð Jónasson. Og nú
ákvað ég að gera eina atlögu enn;
— Nei, nei, ég hefi aldrei get-
að skilið þau skáld, sem nenna
að tala um sín eigin verk. Það
hlýtur að vera mjög óþægilegt
sálarlíf. Skáldskapur er eða er
ekki, hvað sem höfundurinn
segir. Sama máli gegnir auðvit-
að um svokalláðan kveðskap
. „ m . . . minn. Ég get að vísu sagt þér
er fullgerð má segja að þar hafi: þag j trúnaði, að mér finnst hann
vel tekizt enda er kirkjan iika sér frekar slæmur, en það kemur
lega fögur >8 irman. • ekki öðrum við. í hreinskilni