Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. apríl 1957 MORCVTSfítAÐlÐ 7 sagt, ég er ekki viss um það, að ég hefi nokkurn tíma haft hæfi- leika til skáldskapariðkana. Ég hef fiktað við þetta mér til af- þreyingar, skáldskapur minn er í rauninni aðeins einn þátturinn í mínu stórkostlega iðjuleysi, ég er nefnilega einhver mesti iðju- leysingi sem nú er uppi, ef menn vilja endilega skilja það svo. Og skáldið heldur áfram: — Theodór heitinn Friðriks- »on, rithöfundur, sá ágæti mað- ur, skrifaði einu sinni ágrip af ævisögu minni. Þar stóð m.a.: „Steinn Steinarr hafði ævinlega dálítið af peningum. Ekki vissi ég hvernig hann fékk þá“. Það er nefnilega það. Þetta er rétt hjá Theodór, þó að orðalagið sé að vísu dálítið ískyggilegt. Það er erfitt að segja, hvaðan mér hef- ur komið fé, en vinur minn, Sig- urður Jónasson, kann skil á því. Hann segir, að mánaðardagurinn 13. október og ártalið 1908, en það er afmælisdagur minn og fæð ingarár, hafi sökum innri sam- stöðu á yfirskilvitlegan hátt dá- litla fjármuni í för með sér, ekki mikla fjármuni, það hefur hann aldrei sagt. Það er nú svo. Það er gott að vita þetta og það ork- ar á mig sem þægileg öryggis- kennd, þó að það sé af yfirnátt- úrulegum rótum runnið. Annars íinnst mér sjálfum, að ég hafi fremur lítið sótt til þjóðfélags- ins og þjóðfélagið vitanlega það- an af minna til mín, — jæja, en við höfum alltaf verið dágóðir kunningjar, þrátt fyrir það. Þar sem hann var farinn að tala um peninga og fjármál, þótti mér rétt að minnast nokkrum orð um á kreppuárin. Steinn kynnt- ist þeim talsvert: — Kreppuárin, já, það voru merkilegir timar. Það voru tím- ar hinnar miklu baráttu. Það voru tímar hinna stóru hugsjóna. Þá var níunda hver fjölskylda hér í Reykjavík á framfæri bæj- arins, það var kallað heimsstyrj- öld daglegs lífs, þá var kommún- isminn að brjótast í gegn með miklum harmkvælum, þá tóku nazistarnir völdin í Þýzkal., þá hófst borgarastyrjöldin á Spáni. Við sem þá vorum ungir, vorura miklir garpar og ofurhugar. Vov- um kannske þeir hugprúðustu og hjartahreinustu farandriddarar sannleikans og réttlætisins, sem nokkurntíman hafa uppi verið, þótt við kæmumst aldrei af stað, þótt við kæmumst aldrei til sjálfra vígstöðvanna, þar sem úr- slitaorrustan var háð. Mér er ekki ljóst hvað það var, sem hindraði okkur í því að fórna líf- inu fyrir málstað hins góða, en sennilega hefur það verið pen- ingaleysi Peningar eru afl þeirra hluta, sem gera skal — og þar af mátt þú sjálfur nokkurn lærdóm draga, ef þig skyldi ein- hverntima fýsa í þvílíkt ferða- lag til þess að frelsa heiminn. — Hvort ég er hrifinn af ungu skáldunum- Já, ég er mjög hrif- inn af ungu skáldunum okkar, ég hef að vísu ekki lesið kveð- skap þeirra og skal aldrei gera, en ég veit hvert þau eru að fara og það er ágætt. Þau hafa verið umdeild og jafnvel illa séð, ég hef meira að segja heyrt einn virðulegan embættismann geta þeirra í hæðnis- og óvirðingar- tón í bókmenntaþætti, sem hann flutti einusinni í útvarpið sitt. Það er undarlegt hvað fólk skiptir sér mikið af skáldskap annarra manna. Samkvæmt minni reynslu er eitthvað bogið við það, sem maður segir. Ef einhver leitaði álits míns á þessum, að því er virðist ákaflega viðkvæmu mál- um, myndi ég segja eins og Eggert Stefánsson: Kæru vinir, hafið ekki áhyggjur af skáld- skapnum, skáldskapurinn lifir, en við munum deyja, það er allt og sumt. — Tíminn og vatnið? Ég hef tekið eftir því, að Tíminn og Vatnið er mjög misskilin eða réttara sagt, óskilin bók. Upphaf- lega hugsaði ég mér þennan Ijóða flokk sem texta að ballet, ef hægt er að segja sem svo, í nánum tengslum við ákveðnar helgi- sagnir og þjóðsögur. Þetta v'irð- ist enginn hafa gert sér ljóst og og sennilega ég ekki heldur. í raun og veru gafst ég upp við þetta fyrirtæki í miðjum kliðum og útkoman er þar af leiðandi dálítið öðruvísi en til var ætlazt. Hvað viðvíkur hinu ytra formi þessara ljóða, vil ég gjarna taka það fram, að það er á engan hátt byltingarkennt. Það er í lang- flestum tilfellum skilgetið af- kvæmi þeirrar gömlu og góðu og klassisku terzinu, sem ég hélt að allir könnuðust við. Það var komið fram undir morgun. Og það var orðið svalara í stofunni, enda hafði skáldið opnað hurðir og glugga upp á gátt. Stofan var orðin full af reyk. Og drykkjaiAing á þrotum. Um leið og skáldið býr sig undir að kveðja mig, segir hann vegna afsakana minna: — Það er svo sem allt í lagi, góði, hingað kemur eiginlega aldrei neinn. Ég er að verða gam- all maður —- og ég sit hér bara og bíð, ég veit ekki eftir hverju; þarna handan við þjóðveginn er kirkjugarðurinn, þangað tínast þeir einn og einn gamlir vinir mínir, drykkjufélagar, koju- lagsmenn og leikbræður úr þess- ari löngu og stóru lífsins kóme- díu, sem margur segir — en þeir fara ekki lengra, ónei, þeir fara ekki lengra. Mér hefur aldrei fundizt ég vera raunverulegur borgari þessa heims og það hefur víst ekki öðrum fundizt að held- ur, ég er alltaf að bíða eftir ein- hverju, bíða eftir einhverju til þess að komast á brott. Ég er uppalinn í sveit, eins og þú kann- ske veizt og þegar ég var lítill drengur, var ég stundum send- ur í kaupstaðinn, eins og það var kallað. í raun og veru finnnst mér ég ennþá vera í einhverri slíkri kaupstaðarferð, langri og yfirnáttúrulegri kaupstaðarferð, en ég hefi gleymt því, hver sendi mig, og einnig því, hvað ég átti að kaupa. TIL SÖLU Ný, erusk dragt, svört, jur. 40. — Upplýsingar í síma 6837 eftir kl. 6. MIELE hjálparmólorKjól til SK>lu. Upplýsi..gar Ægissíðu 62. Sími 82029. KEFLAVÍK Vantar 1 herb. og eldhús í 10 mán. Tilboð sendist afgr. Mbl. í Keflavík fyrir 20. þ. m., merkt: „1115". - Til fermingargjafai skrautritun á Biblíur, bókamerki og borðí á blómakörfur o. fl. Margrét Jónsdóttir Hjarðarhaga 40, 3. hseð t.v. Bifreið til sölu Plymouth ’42, til sýnis og sölu að Hringbraut 97 3. v. Tilboð óskast. Keflvikingar 2ja til 3ja herb. ikúð óskast til leigu. — Upplýsingar í síma 619. Vélvirki með meistara- eða sveins- réttindum, óskast. Aðeins vanur og reglusamur maður kemur til greina. Tilb. á af- greiðslu Mbl., fyrir hádegi á laugardag, merkt: „Vél- virki — 5465". Kranamaður óskast tn vinnu á bílkrana. Um framtíðarvinnu getur verið að ræða. Aðeins vanur reglumaður kemur til greina. Tilb. á afgr. Mbl., fyrir hádegi á laugardag, merkt: „Krani — 5464". TIL SÖLU Af sérstökum ástæðum eru 200 góðar varphænur, til sölu. ódýrt. Bústaðablett 12, við Sogaveg. Páskablóm Páskaliljur, túlipanar, rósa- tulipanar, rósir, iris, blóma- búnt. — P R I MULA Drápuhi-j 1. Sími 7129. Notið .OYAL lyftiduft Hafnarf jörftur Hafnarf jörður Slysavarnadeildin Hraunprýbi heldur fund þriðjud. 23. apríl kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Venjuleg fundarstörf. Rætt verður um væntanlega Akra- nesför. Til skemmtunar: Kvartettköngur, upplestur og félagsvist. Konur fjölmennið á síðasta fund vetrarins. STJÓRNIN. LINOLEUM GÓLFDÚKUR Útvpwiim frá Bretlandi, gegn nauðsynlegum leyfum, allar gerðir, liti og þykkur mm; 3.2 mm; 3.5 mm; 4;5 mm; 6.7 mm) af gólfdúk. Sýnishorn og allar upplýsingar hjá oss Helldverzlun: Kristjón Ó. Skogfjörð hi Símar: 7220 — 3647 ÍBÚÐ stór eða líti. óskast til leigu. Einn í heimili. Reglusemi. Upplýsingar í síma 7762. MORRIS 6 Tilboð óskast í Morris 6, '50 rnodel, 6 manna fólksbifreið Til sýnis á Hofteig 34, eft- ir hádegi. Til sölu Dodge Pick-up ’53 model,í fyrsta flokks standi. Til sýnis á Grettis- götu 64 í dag. Nýr Wartburg fólksbíll til sölu. Bíllinn hefur ekki verið skráður. Verð hagstætt Lán getur komið til greina. Tilb. sendist blaðinu fyrir 23. þ.m., merkt: „Nýr — 5453“. - Verzlunarhúsnœði til leigu á góðum stað í bæn um, sem mætti líka nota til atvinnurekstrar, t. d. hús- gagnavinnustofu og verzlun. Tilboð merkt: „54C6“, send- ist Mbl., fyrir 25. þ.m. 2 herbergi og eldhús óskast til leigu nú þegar eða l^. maí. Upplýsingar í síma 81649 næstu daga. Vélalaup VAUXHALL '3 7 model til sölu. - Sími 1844. Atvinnurekendur Ungur og traustur bifreiða stjóri, meiraprófs, þaulvan- ur að aka stórum og smáum bílum, einnig vanur bifreiða viðgerðum, óskar eftir at- vinnu. Tilboð sendist afgr. Mbl., fyrir 21. þ.m. merkt: „Sumardagurinn fyrsti". Nýtt þrihjól keypt hjá Fálkanum, rautt, með krómuðu stýri, hvarf sunnudagskvöldið 14. apríl, frá Grenimel 13. öruggt auðkenni er á hjólinu. Fólk er beðið að láta vita, ef hjólsins verður vart, i síma 5402 eða Grenimel 13, efri hæð. — RÁÐSKONA óskast sem fyrst norður í land á gott sveitaheimili, með öllum þægindum. Mætti hafa með sér barn. Skrifleg umsókn sendist afgr. blaðs- ins fyrir 1. maí, merkt: — „Ráðskona — 5462“. Keflavík — Njarðvík Óska eftir 3—4 herb. íbúð t« Ieigu. Leiguskifti á 4ra herb. íbúðarhæð í Reykjavík kemur til greina. Tillxið merkt: „Hagkvæmt — 5458“, sendist afgr. Mbl. i Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.