Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 2
M n jf n rnv n r a t> ? p Fímmtudagur W. aprfl lSrrt STAKSIEINAR „Þarf meira til en að blekkjast“ Timinn í fyrradagr kemst þann- iff að orði: itÞjóðvUjinn hefur minnzt grreinar Rauðu stjörnunnar um tsland á furðulegan hátt. I for- ustugrein á sunnudaginn kemst blaðið svo að orði, að „þeir, sem séu aðilar að árásarfyrirætlun- um“, geti ekki hneykslazt á því, þótt bent sé á, að árás verði svar- að í sömu mynt. — — — Að sjálfsögðu blekkjast menn oft af erlendum áróðri. En það þarf meira tii en að blekkjast, þegar íslenzkir menn fara að setja árásarstimpil á þjóð sína, eins og Þjóðviljinn gerir hér“. Þessi ummæli verða ekki skil- in á annan veg en þann, að Þjóð- viljinn sé sakaður um það að mæla af ásettu ráði bót árás á Island. En ekki linar sú ásökun Tímans á samstarfsviljanum við kommúnista, heldur sýnist aðeins skerpa kærleikann. f svefnrofunum Alþýðublaðið lýsir í fyrradag ástandinu í eigin flokki á þessa leið: „Fólk vaknar upp við þá stað- reynd, að ef til vill aldrei frá fyrstu árum flokksins hefur ríkt jafn mikil eindrægni, bjartsýni og baráttugleði x röðum jafnað- armanna á íslandi og nú“. Flokksfólk Alþýðuflokksins er samkvæmt þessari frásögn nú í svefnrofunum og fær það í gær þessa lýsingu á flokknum, sem það hefur verið leitt til samstarfs við, væntanlega á meðan það svaf: „Til er saga um mann, sem var svo meinfýsinn, að hann sætti sig mætavel við þá tilhugsun að láta annað auga sitt ef nágranni hans missti bæði sín. En Þjóðviljinn gengur enn Iengra í meinfýsn- inni, ef marka má forustugrein hans á sunnudag. Hann virðist telja rússneska árás á ísland við- unanlega, þó að allir íslenzkir kommúnistar færu forgörðum í þeim ósköpum, ef fylgjendur Atlantshafsbandalagsins væru sendir sömu Ieiðina“. „Meinfýsin undirlægja Rússa“ Að vonum þykir Alþýðublað- inu samstarfsmennirnir þurfa umbóta við og gefur þeim þessi hollráð: „Hjáleigur rússneska höfuð- bólsins á Vesturlöndum ættu ekki að temja sér þá meinfýsi að vilja farast sjálfir til að fylgja lýðræðissinnum í tortíminguna. ----------Jafnframt væri ekki úr vegi, að þær minntu á hversu friðsamlegar fjórar kjarnorku- sprengjutilraunir á tiu dögum séu í augum þeirra, sem þrá að lifa og starfa í sátt og friði. Þjóð- viljinn gæti kannske orðið að Uði, ef hann þjónaði þeim mál- stað í stað þess að vera meinfýs- in undirlægja Rússa“. Dauði oo tortíminn^ Þjóðviljinn lætur sér hvergi bregða og segir í gær: „Eða áttu Bjarni Benedikts- sen og Guðmundur í. Guðmunds- son von á því að rússnesk blöð iýstu yfir því að bandarískar her- stöðvar á íslandi skyldu friðhelg- ar þótt þaðan rigndi dauða og tortímingu yfir meginland Evr- ópu?“. En ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram að stjórna „í ein- ingu andans og bandi friðar- ins“ um ieið og þeir ásaka hver annan um að vilja láta dauða og tortímingu rigna yfir landslýð- inn. SKYLDI ÞETTA vera forsmekk- urinn af páskaveðrinu?, sagði maður nokkur í Austurstræti í gærmorgun, er dimmt él gekk yfir, en nokkru síðar létti til og var komið glampandi sólskin. Veðurstofan hafði þó ekki talið sér mögulega að segja fyrir um veðrið yfir bænadagana. Eru horfur á svipuðu veðri a.mk. í dag, bjart á milli dimmra éla um suður- og vesturhluta landsins. Eitthvað mun þó draga úr veður- hæðinrii. Um vestanvert Norður land eru horfur á éljaveðri ei bjart um það austanvert. í gær var bezta veður á Austurlandi bjartviðri, og var t.d. 8 stiga hiti á Dalatanga, en þá var eins stigs frost á Galtarvita. Þessi mynd var tekin árdegis í gær í Mið- bænum. Tíu mín. síðar var kom- ið glampandi sólskin. (Ljósm. Mbl.) Fyrsta hljómleikahátíð 1 FYRSTA skipti hér á landi verður um næstu mánaðamót haldin hljómleikahátíð til að kynna íslenzk tónverk. Hátíðin er nokkurskonar fram- hald af Norrænu tónlistarhátíð- inni í Reykjavík 1954, sem hald- in var á vegum Tónskáldaráðs Norðurlanda, en þar var sam- kvæmt ósk Tónskáldafélags ís- lands öllum íslenzkum verkum Sumarfagnaður Háskólastúdenta HINN ÁRLEGI sumarfagnaður Háskólastúdenta verður haldinn að Hótel Borg þriðjudaginn 23. apríl n.k. (næst síðasta vetrar- dag). Verður að vanda fjölbreytt dagskrá, Karl Guðmundsson fer með gamanþátt, spumingaþáttur verður þar með nýju sniði, auk annarra skemmtiatriða. Miðar verða seldir á Gamla Garði kl. 5—6 e.h. Það er Stúdentaráð sem sumarfagnaðinn heldur. Páskavaka Langholtssóknar PÁSKAVAKA, sem kirkjukór Langholtssóknar gengst fyrir, verður haldin í Laugarneskirkju á skírdagskvöld kl. 9. Þetta er í þriðja sinn, sem kórinn heldur slíka kirkjusamkomu. Hafa þær jafnan verið mjög vel sóttar. Kórinn syngur að þessu sinni tíu lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Eins og áður vill kór- inn kynna ný eða lítt þekkt lög, m. a. eftir Björgvin Filippusson, Jónas Tómasson og sr. Sigtrygg Guðlaugsson. Þá flytur hann nokkur alkunn verk svo sem Kvöldbæn, eftir Björgvin Guð- mundsson. Á föstudaginn langa, eftir dr Pál ísólfsson, Ave verum Corpus, eftir Mozart og kór úr óratóríinu Júdas Makkabeus eft- ir Hándel. Undirleik í sumum þessara laga annast Kristinn Ingvarsson, en söngstjóri er Helgi Þorláksson. Þá flytur Þórir Kr. Þórðarsoi, dósent, stutt erindi, er hann nefn ir Musterið í fortíð og nútíð. Unga fólkið í söfnuðinum sinn hluta í þessari Páskavöku, en 2 ungir piltar lesa upp ljóð eftir Davíð Stefánsson og Einar M. Jónsson. sleppt, svo að hægt yrði að sýna hinum norrænu gestum hér sem beztan sóma og fyllstu ræktar- semi. Tónskáldafélag íslands heldur hátíðina einnig í tilefni af 10 ára afmæli sínu, sem var 1955, en sökum fjárhagsörðugleika var henni lengi frestað. Ríki og bær hafa nýlega samþykkt að styrkja hátíðina, og verður eins vel til hennar vandað og tök eru á. Ein- leikarar, einsöngvarar, söngflokk ar og Sinfóníuhljómsveitin æfa nú af miklum krafti íslenzku tónverkin til flutnings á hátíð- inni, og verður bráðlega nánar skýrt frá allri tilhögun hennar. Skemindarverk FYRIR ÞREMUR dögum voru framin skemmdarverk í Húsurr. Nýja Bíós, en það er reyndar ekkert einsdæmi, eftir því sem for stjóri þess hefir skýrt Mbl. frá. Hafa einhverjir skemmdarverk- armenn verið á ferli í hreinlætis- herbergjum hússins og sviðið þar eina hurðina, svo mikil mild má teljast, að ekki kviknaði í hús- inu. Dyravörður kvikmyndahúss- ins kom þarna að skömmu seinna og var þá mikill reykjarmökkur í herberginu. Þá hafa og verið framin skemmd arverk á handriðum í kvikmynda- salnum, þau rispuð og rifin svo gera hefir orðið þar gagngerðar umbætur. Eru það vinsamleg tilmæli til kvikmyndahússgesta að þeir geri stjórn hússins aðvart ef þeir verða varir við þegar slík skemmd arverk eru unnin. Aðaffundur Félags fsl. slórkaupmanna ADALFUNDUR Félags íslenzkra stórkaupmanna var haldinn s.l. þriðjudag 16. þ.m. í stjórn voru kosnir: Páll Þorgeirsson, formað- ur og meðstjórnendur þeir: Bjarni Björnsson, Guðmundur Árnason, Sveinn Helgason og Tómas Pétursson. 1 varastjórn voru kosnir þeir Bergþór Þor- valdsson og Björn Hallgrímsson. öll stjórnin var endurkosin nema Björgvin Schram, sem baðst eindregið undan endurkosn ingu. Fulltrúar í stjórn Verzlunar- skóla íslands voru kosnir auk formanns, sem er sjálfkjörinn, þeir Gunnar Guðjónsson, Egill Guttormsson og Björn Hallgríms- son. — /erkföll í FrakkLandi PARÍS, 17. apríl. — Frá Reuter. JÁRNBRAUTASAMGÖNGUR nuðust algerlega um gervallt rakkland í dag, þegar flutn- gaverkamenn Parísar lögðu nið ir vinnu í samúðarskyni við árnbrautastarfsmenn, sem fóru 48 stunda verkfall til að knýja am 11% launahækkim. Verk- illið og lömunin, sem af því dddi, hófst á miðnætti. Neðan- • rðarlestirnir í París óku bara á inni af 12 leiðum, og aðeins 130 f 2000 strætisvögnum borgarinn- r voru í notkun. Um 3000 flutningaprammar á 'ljótum og síkjum Norður-Frakk- lands voru líka teknir úr notkun til stuðnings við verkfall flutn- ingaverkamanna í París. Verk- fallið leiddi af sér vinnustöðvun hjá 1730 verkamönnum í skipa- smíðastöðvum og flugvélaverk- smiðjum í St. Uazaire á Atlants- hafsströndinni og hjá 20.000 mönnum í Strassborg. I Avignon í Suður-Frakk- landi stöðvuðu verkfallsmenn tvær flutningalestir, sem vora yfirfullar af gyðinga-flótta- mönnum frá Póllandi, I tvo tíma, en leyfðu þeim svo að fara áfram til skipsins, sem beið þeirra í Marsellés og skyldi flytja þá til ísraels. Fréttir í stuttu máli 17. apríl — Frá Reuter. k Adenauer kanslari Vestur-Þýzkalands lét svo ummælt í dag i ambandi við orðsendingu frá Búlganin, að vinsamleg samskipti pýzkalands og Sovétríkjanna yltu að verulegu leyti á því hvort Tússar skiluðu aftur þýzkum föngum úr síðari heimsstyrjöld. falið er, að um 100.000 þýzkir fangar séu enn í Sovétríkjunum. Á Macmillan forsætisráðherra Breta tilk'ynnti neðri málstofunni í dag, að haldin yrði ráðstefna allra forsætisráðherra brezka jamveldisins 26. júní n. k. í London. •fc í dag hófust í Bonn viðræður milli Adenauers kanslara og fimm helztu kjarnorkuvísindamanna Vestur-Þýzkalands um möguleika þess að búa þýzka herinn kjarnorkuvopnum. Vísindamennirnir eru úr hópi þeirra 18 kjarnorkufræðinga, sem mótmæltu slíkri fyrirætlun og neituðu að eiga nokk- urn -hlut að málinu. Kuwatly forseti Sýrlands hélt ræðu við hersýningu í Damaskus í dag í tilefni þess, að 11 ár eru liðin síðan Frakkar fóru með heri sina úr landinu. Sagði forsetinn, að höfuðverkefni allra Araba væri baráttan um Palestinu. Hann sagði, að Vesturveldin væru að reyna að lama Súez-skurðinn með því að nota Akaba-flóanxx og ísrael sem samgönguæð milli Asíu og Evrópu. Hann bar til baka orðróm um að Sýrland væri leppríki kommúnista. Á Eisenhower Bandaríkjaforseti skýrði frá því á blaðamanna- fundi í dag, að sér hefði borizt skýrsla frá Stassen þess efnis, að umræðurnar, sem nú fara fram í London í afvopnunarnefnd S. Þ., gæfu bjartari vonir en nokkrar aðrar hliðstæðar umræður á síð- ustu 10 árum. Selwyn Lloyd utanríkisráðherra Breta tilkynnti neðri málstofunni í dag, að stjórnin hefði ákveðið að gefa frak 5 nýtízku orustuflugvélar með öllu tilheyrandi, en stjórnin 1 írak hafði farið fram á hjálp frá Bretum til að búa flug- herinn vopnum. Hussein þakkar ffyrir sig Amman, 17. apríl — Frá Reuter. IDAG hélt Hussein konungur í Jórdaníu 15 mínútna útvarps- ræðu til þjóðarinnar, þar sem hann þakkaði henni fyrir stuðninginn, sem hún hefði veitt honum á erfiðum tímamótum. Einnig færði hann hernum þakkir sínar fyrir hollustu hans og skilning á þörfum þjóðarinnar. Hann þakkaði guði fyrir, að erfið- leikarnir væru nú afstaðnir og að valizt hefðu til íorustuhlut- verka meðal þjóðarinnar hinir hæfustu menn. Hann sór við skegg spámanns- ins, að stefna Jórdaníu væri ó- breytt. Hún mundi eftir sem áð- ur vinna með öðrum Arabaríkj- um og gera þeirra stefnu að sinni stefnu. Hann hét því að vinna af öllum mætti gegn heimsvalda- stefnu, arðráni og fátækt. Hussein hóf mál sitt með því að tilkynna, að nú mundi hann flytja þjóð- inni hina hreinskilnu og afdrátt- arlausu tölu sem hann hefði lofað henni undanfarna daga. VEGLEG HYLLING Hussein konungur var hylltur ákaflega, þegar hann birtist á tröppum hallar sinnar. Hermenn- imir hleyptu af skotum, mann- fjöldinn söng gleðisöngva, fjöldi ættarhöfðingja kom fram og kyssti fætur hans og loks var hann hafinn hátt á loft af nokkr- um herforingjum og borinn um mannþröngina. Síðan hélt kon- ungurinn út í eyðimörkina til að heimsækja ýmsa ættbálka, sem sýnt höfðu honum hollustu. KHALIDI BOÐAR SÖMU STEFNU Khalidi, hinn nýi forsætisráð- herra, sagði í dag, að Jórdaníu- menn mundu halda áfram að vinna að ríkjasambandi milli Egyptalands, Sýrlands og Jórd- aníu. Hann kvaðst vonast til að sjá Bandaríki Araba verða að veruleika, því það væri eina leið- in til að gera Arabaríkin sterk og samhuga; og þá fyrst væri hægt að vinna á hinum sameigin- lega óvini, ísrael. Skóverzlun til sölu Skóverzlun á Akureyri, eign dánarbús Péturs H. Lár- ussonar, er til sölu. Tilboð óskast í verzlunina og þurfa þau að vera komin til mín eigi síðar en 26. þ. m., kl. 11 f. h. og verða þá opnuð í viðurvist viðkomenda. Upplýsingar um verzlunina eru gefnar í skrifstofu minni. Réttur til að hafna hvaða tilboði sem er, er áskilinn. Skiptaráðandinn á Akureyri, 15. apríl 1957.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.