Morgunblaðið - 21.09.1957, Blaðsíða 12
12
M O R C V N B L 4 Ð i Ð Laugardagur 21. sept. 1957
Majórinn var snerpulegur náungi með upphringað lifvarðaskegg og liktist flughetju í striðskvik-
mynd.
f ORRUSTUÞOTU YFIR
SUÐURSTRÖNDINNI
1» A Ð var einn daginn fyrir
skömmu, þegar ég sat inni á
ritstjórn Morgunblaðsins og
var að velta því fyrir mér
hvernig á því stæði að aldrei
gerðust neinar stórfréttir í
ágústmánuði, að síminn
hringdi. Þar var kominn
Ragnar Stefánsson, höfuðs-
maður, yfirmaður blaðadeild-
ar varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli.
★
Ragnar sagði mér formálalaust
í símanum, að loksins væri leyf-
ið komið vestan frá Washing-
ton; ég gæti farið í flugferð með
einni af orrustuþotum varnar-
liðsins hvert á land sem væri og
hvenær sem væri. Mér varð hugs
að til þess hve það hlyti að vera
óskaplegt að vera í her, þar sem
jafnvel þurfti að sækja til ann-
arrar heimsálfu um leyfi til þess
að fá að fara eina litla flugferð
og að víðar væri skriffinnskan en
í skrifstofum lýðveldisins ís-
lenzka. Ég þakkaði Ragnari síð-
an um hæl fyrir þessar fréttir
og kvaðst reiðubúinn til flug-
ferðarinnar.
En þá bætti Ragnar því viðí
að böggull fylgdi skampnrifi. Ég
yrði að gangast undir stranga
læknisskoðun áður en ég færi
upp. Það væri nefnilega hjartað.
Um það vildi hann lítið segja,
meira, en mér skildist helzt á
honum, að það væru aðeins af-
burða „hjartagóðir" menn, sem
varnarliðið leyfði að fara á loft
í orrustuþotunum sínum. Ég
sagði honum að það væri allt í
lagi með hjartað í mér, eftir því
sem ég bezt vissi. Hins vegar
ætti ég frænda sem hefði hjart-
að hægra megin og lifði enn góðu
lífi, en við þær fregnir setti
Ragnar hljóðan svo við kvðdd-
umst og hann sagðist mundu
hitta mig morguninn eftir á
sjúkrahúsinu, í bíti bætti hann
við.
ELDSNEMMA næsta morgun
ók ég suður um Keflavíkur-
hraun. Hrafnarnir voru nývakn-
aðir og það var ekki farið að
rjúka nema á stöku bæjum í Vog-
unum. í bílnum með mér var góð
ur vinur minn að norðan sem
alla ævi sína hefir harmað það
að hafa ekki gerzt bláklædd flug-
hetja, í stað þess að vera hvít-
flibbamaður og bókhaldari. Hann
hafði slegizt í förina í þeirri von
að geta smyglað sér upp í þot-
una, og uppfyllt þannig lang-
þráðan óskadraum sinn.
Sjúkrahúsið reyndist vera eins
og flestar aðrar byggingar á
Keflavíkurflugvelli, langur, nöt-
urlegur braggi, sem alveg eins
hefði getað hýst svínakjötsbirgð-
ir varnarliðsmanna eða þénað
sem kvikmyndahús á kvöldin. Á
skrifstofunni sátu tveir varnar-
liðsmenn, annar úr sjóhernum,
feitur og glaðsinna, hinn úr flug-
hernum tágmjór og áhyggjufull-
ur á svipinn.
— Úr skyrtunni á stundinni!
sagði sá feiti strax og hann vissi
hver ég var.
— Er ekki betra að bíða eftir
lækninum? sagði sá granni úr
flughernum. Þeir voru báðir aug-
sjáanlega af svipaðri tign og áttu
í innbyrðis valdabaráttu.
— Nei, hann á að rannsakast,
svaraði sá feiti úr sjóhernum.
Það er hjartað.
— En hvað með augun? spurði
sá granni.
Er ekki betra að byrja ofan frá
og líta á augun?
— Jú, en ég s_é um það, sagði
sá feiti og innan andartaks var
ég seztur i mikinn lækningastól
með ótai örmum, fálmurum og
höfuðpúðum inni í dimmu skýli.
Allt stafrófið snérist á bretti fyr-
ir framan mig og lýsti á það eins
og maurildi en að öðru leyti var
dimmt í skýlinu. Ég mátti hafa
mig allan við.
Stafina sá ég greinilega, en átti
í miklum erfiðleikum með að
stafa þá í flýti upp á amerískan
máta, því sá feiti var óþolinmóð-
ur og rak í sífellu á eftir. En er
þessi sjónraun, þrýstiloftsflug-
manna stóð sem hæst rak sá
granni höfuðið inn um gættina
og sagði:
— Þetta er allt pjatt og vit-
leysa, maður. Hann á ekki að
stjórna vélinni, hann er bara far-
þegi og það gerir ekkert til þótt
hann sé bæði litblindur og nær-
sýnn.
En þá var aðalatriðið eftir.
Hjartað.
— Upp á borðið hérna í snatri,
sagði sá feiti. Læknirinn er að
koma.
Inn um dyrnar kom ungur
maður með gleraugu á nefinu og
skólakennaralegan svip. Hann
minnti mig á skólabræður mína,
læknastúdenta sem aðeins eiga
eftir að Ijúka prófi, og hafa alla
heimsins sjúkdóma á samvizk-
unni. Og líkast til var þessi einn
slíkur, afplánandi herskyldu sína
í læknaslopp. Komdu með mano-
meterinn, sagði hann skipandi
raust við feita sjóliðann. Sjólið-
inn batt snörum sjómannshand-
tökum gúmmísnúru um upp hand
legginn á mér og pumpaði lofti í
svo þrengdist að og ég fann
smám saman hvernig framhand-
leggurinn dofnaði upp. Á með-
an vék læknirinn ungi sér frá.
Sjóliðinn pumpaði og pumpaði,
og horfði spekingslegur á mæl-
inn. Svo hleypti hann öllu loft-
inu úr og pumpaði á nýjan leik.
Áhyggjusvipur kom á feitlagið,
glaðlegt andlitið, sem sífellt jókst
eftir því sem hann pumpaði
meira og horfði lengur á mæl-
inn.
LÆKNIRINN kom inn og sjó-
liðinn vék sér að honum og
benti honum á töluna, sem hann
hafði skráð á blað, jafnþungbú-
iim og ábyrgðarfullur á svipinn
og hann væri að tilkynna lát
óvenjuástsæls höfuðsmanns síns.
Jamm, sagði læknirinn, beygði
sig fram og hlustaði eftir hjart-
slættinum í djúpum þönkum.
— Hvað borðuðuð þér í morg-
un? spurði hann svo.
— Ekki neitt, svaraði ég. Ég
borða aldrei neitt á morgnana.
— Gangið þér oft upp stiga?
— Nei, því miður, ég bý á
fyrstu hæð.
— Hvaða íþróttir stundið þér?
Mér til sárrar armæðu varð ég
að svara:
— Engar.
— Jamm, sagði læknirinn aft-
ur og var auðséð að hann var
síður en svo ánægður með svör-
in. Hann skildi augsýnilega ekki
að þeir menn væru til svo ó-
hreystilegir að iðka ekki að
minnsta kosti nokkrar Atlasæf-
ingar á hverjum morgni fyrir
lungun og upphandleggsvöðvana.
— Þér fáið ekki hjartslátt,
þegar þér hlaupið? Þér hlaupið
aldrei? Nei, ég skil það. — Jamm.
Eftir nokkra umhugsun gaf
herlæknirinn ungi þá yfirlýsingu,
að líklega stafaði blóðþrýstingur-
inn bara af taugaspennu og eftir-
væntingu?
— Þetta er eðlilegt svona fyrir
fyrsta flugið, bætti hann við, hug
hreystandi í málrómnum. — Við
reynum aftur eftir fimm mínút-
ur.
Þeir reyndu aftur eftir fimm
mínútur. 200 stóð á mælinum.
Eftir aðrar fimm mínútur var
aftur reynt, 200 sýndi blóðþrýst-
ingsmælirinn. Við hverja tilraun
varð feiti sjóliðinn klökkari á
svipinn og þegar síðasta tilraunin
sýndi sömu ömurlegu niðurstöð-
una og sú fyrsta, varð ekki leng-
ur um það villzt, að hann
var kominn með hátíðlegan jarð-
arfararsvip, rétt eins og útförin
hefði þegar verið ákveðin.
Læknirinn var kvaddur á vett-
vang, og eftir alllanga umhugs-
un og endurteknar yfirheyrslur
um sjúkdómsferil, mislinga, kíg-
hósta, uppskurð (sprunginn
botnlanga), gaf hann loks út þá
yfirlýsingu, að þótt blóðþrýsting-
urinn væri hár, þá væri hann þó
ekki svo hár að hann hindraði
flugferð sem orðið hefði að sækja
alla leið vestur til Washington
um leyfi til að farin væri.
Og þar með hafði ég eftir
nokkrar þrengingar og miklar
efasemdir í brjóstum sjó- og flug-
liða loks fengið viðurkenningu
sem „hjartagóður" maður að
dómi bandaríska flughersins fyr-
ir guði og mönnum, og liggur þó
sú viðurkenning sannarlega ekki
á lausu.
MAJÓRINN reyndist vera
snerpulegur náungi með vax
borið, upphringað lífvarðar
skegg, og leit nákvæmlega eins
út og brezk flughetja í stríðs-
kvikmynd. Eiginlega átti hann
alls ekki heima í þessu banda-
ríska umhverfi, skrifstofu falinni
bak við ótal ranghala í flugstöðv-
arbyggingunni, sem ungi flug-
liðinn sem fylgdi mér á fund
hans fann loks eftir að hafa villzt
tvisvar.
Hann tók mér konunglega eins
og gömlum vopnabróður, sem ný-
kominn er úr fangelsinu fyrir
slagsmálasök, sagðist eiga að
fljúga með mig upp í himinhvolf-
ið í dag, enda hefði hann ýmis-
legt lagt fyrir sig um dagana,
skotið niður magra Þjóðverja yf-
ir Evrópumeginlandi og lent í
ýmsu brösóttu fyrr og síðar.
Majór Cummings hét hann og
ég komst þegar að þeirri nið-
urstöðu, að fáum mönnum myndi
ég frekar treysta fyrir lífi mínu
en honum. Við tókumst þéttings-
fast í hendur og gengum út í
flugskýlið, þar sem hann gaf
tveimur flugliðum fyrirskipanir
| um að fá mér öll hertygi, flug-
| klæði, hjálm, súrefnisgrímu, fall-
hlíf og björgunarvesti. Að því
búnu litum við báðir út líkast
því sem ýmsir spekingar segja
verur frá Mars; torkennilegir
svo mjög að nánustu vandamenn
hefðu þurft stækkunargler til
þess að kenna ættarmótið.
Á flugvellinum beið farkostur-
inn, mikil þota, búin öllum þeim
tækjum sem slík geimför ein-
kenna, nefnd T-33 á máli flug-
fróðra manna. Eldsneytisbílar
renndu upp að vélinni og snark
heyrðist þegar tugir og hundruð
gallón (hér var allt talið í gall-
ónum) runnu í geymana í væng-
broddunum. Majórinn var greini-
lega var um sig og treysti eng-
um, því hann fylgdist náið með
að rétt rynni niður og nóg og
sá ég þar eina ástæðuna til þess
að hann hafði lifað af sex ára
heimsstyrjöld í eldhríð án þess
að láta á sjá önnur merki en
skeggið forkunnarmikla.
Nú var allt ferðbúið og gæðing-
urinn stóð á vellinum og beið þess
að spretta úr spori. Við klifruð-
um upp í flugmannssætin. Þetta
var ein af æfingarvélunum, og
því tveggja manna, en þoturnar
eru annars jafnan aðeins fyrir
einn mann.
FRAM að þessari stundu hafði
mér verið létt innanbrjósts,
rétt eins og þegar maður stígur
upp í farþegaflugvél, sezt í dún-
mjúk sætin og bíður þess að flug-
freyjan birtist með ástúðlegt bros
á vör og kokteilglas I hendi. Og
sem ég sezt þarna niður í aftur-
sætið í stríðsþotunni, halla mér
makindalega fram á mælaborðið
og bý mig undir að veifa við brott
förina til Ragnar höfuðsmanns og
vinar míns, sem aldrei fékk að
fljúga, breyttist ferðagleðin á
skammri stund í sára örvænting
og mikið felmtur. Ég var nefni-
lega ekki fyrr seztur en majór-
inn tók til óspilltra málanna og
sagði alvörugefinn á svipinn:
— Fyrst tekurðu í handfangið
ula þarna hægra megin við sæt-
5, og losar það. Þá tekurðu í hitt
indfangið gula þarna vinstra
legin við sætið. Þá læsast axlar-
larnar sjálfkrafa. Því næst ýt-
ðu á takkann þarna hægra meg
í við sætið og þá spýtist sætið
pp úr flugvélinni. Ég verð auð-
/itað búinn áður að losa plast-
ivelfinguna ofan af flugvélinnL
Jg strax og þú ert kominn út
'ir vélinni þá stendur þú upp í
>ætinu, þar sem það svífur með
þig í lausu lofti og losar beltis-
sylgjuna og þá ertu samstundis
laus við sætið .Síðan telurðu upp
að tveimur og tekur í fallhlífar-
handfangið við vinstri öxlina. Þá
speimist fallhlífin út og þú sígur
hægt og bítandi niður til jarðar.
Þá ætti þér að vera borgið, en
ef við lendum í sjónum þá tek-
urðu í þennan þráð á björgun-
arvestinu, sem þá fyllist sjálf-
krafa af lofti. Auðvitað vonum
við allt hið bezta, en við verðum
að gera ráð fyrir því að þurfa
að yfirgefa flugvélina í háloft-
unum, ef eitthvað skyldi koma
fyrir. Maður veit aldrei . . .
örsnöggt varð mér hugsað til
allra skjalanna og hátíðlegu yfir-
lýsinganna, sem ég hafði imdir-
skrifað í flugskýlinu áður en við
fórum út, um að ég undanþægi
bandaríska flugherinn og banda-
rísku stjórnina gjörvallri ábyrgð
af dauða mínum og afsalaði fyr-
ir hönd nánustu ættingja öllum
málssóknarrétti og skaðabóta-
kröfum á hendur títtnefndra að-
ila, ef ég kæmi ekki lifandi til
baka Ábyrgðin væri aðeins mín
— og einskis nema mín.
Þetta kom allt heim og saman,
„jarðarfararútskýringar" majórs-
ins sem útilokað var að ég gæti
fylgt út í æsar og undirskrift
skjalanna. Hér var greinilega um
hina gífurlegustu lífshættu að
ræða, sem óðs manns æði var að
hætta sér út í.
Eftir því sem lengra leið á
ræðu majórsins um það hvernig
ég ætti að spýta sjálfum mér og
sætinu upp úr flugvélinni, því
dýpra seig ég niður í það og
kaldur ótti greip um sig. Ég iðr-
aðist þess sárlega að hafa nokkru
sinni fengið þá afglapalegu hug-
dettu að stíga upp í þotu, og ana
þannig út í algjöran lífsháska 1
stað þess að sitja í makindum og
fullu öryggi við ritvélina í Reykja
vík í þeim einum lífsháska að
fara í lyftunni upp á aðra hæð.
Ég þuldi í huganum rollu majórs-
ins með óskaplegum hraða, um
leið og þessar hugsanir liðu fram
hjá, — handfangið til hægri, hand
fang til vinstri — hægri —
vinstri — fallhlíf! vinstri! hægri!
Allt rann saman og það gilti
einu hvað ég einbeitti huganum,
ég var sannfærður um að útilok-
að væri að ég kæmist lífs af.
Það tók margar vikur að þjálfa
þrýstiloftsflugmenn í þessari
björgunar-framkvæmd, þar til
þeir gátu gert hinar lífs-
nauðsynlegu hreyfingar ósjálf-
rátt, og þrátt fyrir það mistókst
þeim það mörgum, eins og dæmin
höfðu sýnt Hver var þá vonin
að mér tækist það, óæfðum land-
krabbanum með vafasamt hjarta?
Ég leit á majórinn en tók ekki
eftir einu orði af því sem hann
ar að segja. Aðeins ein hugsun
komst að: vinstri! hægri! sætið!
fallhlífin! beltið! björgunarvest-
ið! Hvernig myndi maður geta
staðið upp í sætinu í miðju lofti,
í nokkurra kílómetra hæð, ef
höfuðið vissi niður?
Ætti ég að hætta við ferðina
á síðustu stundu og segja majórn-
um að mér hefði snúizt hugur?
Orð hans urðu ekki lengur túlk-
uð öðru vísi en svo; að það væri
aðeins helmingsvon um að við
snérum aftur heilir á húfi. Alvöru
svipurinn á andliti hans bar Ijós-
an vott um það og nákvæmar út-
skýringar, sem hann hafði nú yf-
ir um það hvernig blása ætti út
björgunarvestið ef sjálfvirki út-
búnaðurinn bilaði.
Skyldi hann vera kvæntur?
Vinstri! hægri! vinstri! sætið!
fallhlífin! telja upp að tveim-
ur . . . .